Morgunblaðið - 15.08.2005, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 6
Miðasala opnar kl. 15.00
Sýnd kl. 8
Sýnd kl. 10.30 B.i 16 ára
kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20
kl. 3.40 og 5.50 Í þrívídd
VINCE VAUGHN OWEN WILSONVINCE VAUGHN OWEN WILSON
KVIKMYNDIR.IS
I I .I
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.30
Sýnd kl. 8 og 10.20Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i 10 ára
KVIKMYNDIR.IS
I I .I
OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR
Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS
WWW. XY. IS
WWW. XY. IS
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR
Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
ÞRIÐJA STÆRSTA
OPNUN ÁRSINS Í USA
Sýnd kl. 3.20, 4.20, 5.40, 6.40, 8, 9, 10.20 og 11.20 B.i 10 árawww.borgarbio.is
Sími 564 0000
KVIKMYNDIR.COM
RÁS 2 Ó.H.T
S.K. DV
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM
S.K. DV
BESTA GRÍNMYND SUMARSINS
„FGG“ FBL.
BESTA GRÍNMYND
SUMARSINS
„FGG“ FBL.
TÓNLEIKAR
Kaplakriki
Alice Cooper
Tónleikar Alice Cooper og hljómsveitar í
Kaplakrika, 13. ágúst 2005. Um upp-
hitun sáu Dimma, Sign, Dr. Spock og
Brain Police.
ALICE Cooper er ein af lifandi goð-
sögnum rokksins og á hið sæmi-
legasta pláss á stalli flestra áhuga-
manna um þungarokk. Þá stöðu
tryggði Cooper sér á áttunda ára-
tugnum með tvennum hætti, annars
vegar með allsvakalegu sjónarspili á
tónleikum, eitthvað sem ekki hafði
áður sést, en hins vegar með þrusu
harðrokksplötum á borð við Love it
to Death, Billion Dollar Babies, Kill-
er og School’s Out.
Þó að nú séu þrjátíu ár síðan að
Cooper gaf út virkilega góða plötu
(Welcome to my Nightmare, 1975)
hefur hann stýrt sirkusnum með
harðri hendi allt fram á þennan dag.
Síðast naut Cooper heimsathygli er
hann sló óforvarandis í gegn með
hinni sykurhúðuðu Trash árið 1989
en eftir það fór að halla undan fæti
og síðustu tíu ár eða svo hafa ein-
kennst af misvel heppnuðum og mis-
tækum plötum sem út hafa komið á
litlum merkjum. Þrátt fyrir þetta er
eftirspurn eftir tónleikum með
myrkrasprellaranum alltaf jafn mik-
il og harðar fylkingar einlægra aðdá-
enda eru við lýði um heim allan.
Ég var búinn að gleyma því hvað
Kaplakrikahúsið er í raun lítið og
þegar það er rétt um hálffullt – eins
og raunin var á laugardaginn – leit
þetta hálf snautlega út. Ég óttaðist
að Cooper og félagar gætu dottið úr
stuði við þessa sjón en annað kom
svo á daginn.
Ljósin slokknuðu og bandið hóf að
spila „Department of Youth“ af Wel-
come To My Nightmare. Skyndilega
var ljósum varpað á sjálfan Cooper,
sem gekk grimmlyndur niður stiga,
uppdubbaður með staf í hendi.
Cooper rigsaði um sviðið og hann
ásamt hjómsveitinni var duglegur að
hvetja áhorfendur áfram og hleypa
upp stuði. Og þetta tókst þeim og
eitt af því sem eftir situr eftir þessa
ágætu tónleika er hversu mikil fag-
mennska var á ferð þetta kvöld. Það
var eins og það skipti Cooper og
hans fólk litlu máli hvort verið væri
að spila í New York eða Njarðvík,
sýningin var keyrð áfram af festu og
það sem er meira um vert, af sýni-
legri ástríðu og gleði. Tónleikarnir
voru lokatónleikar á Evrópureisu og
því var létt yfir mannskapnum og
menn grínuðust hver í öðrum á milli
laga og í þeim. Cooper sjálfur sýndi
þá og sannaði að hann kann sitt fag
upp á tíu og nálægð hans var sterk
frá upphafi til enda. Þetta allt skilaði
sér rækilega út í salinn sem hitnaði
meir með hverju lagi.
Alls kyns kúnstir voru leiknar
uppi á sviði og Cooper skipti um föt
a.m.k. þrisvar sinnum. Í „Billion
Dollar Babies“ var dollaraseðlum
fleygt um salinn og í titillagi Dirty
Diamonds fóru perlufestar sömu
leið. Blöðrur hoppuðu um og dóttir
Cooper, í gervi Paris Hilton og fleiri
tálkvenda flæktist um sviðið ásamt
lifandi fuglahræðum og fleiri furðu-
fyrirbærum. Undir enda tón-
leikanna var löng svíta flutt þar sem
brot úr lögum á borð við „The
Awakening“, „Only Women Bleed“
og „Steven“ af Welcome... voru leik-
in ásamt fleirum. Þessi svíta tók á
sig mynd örleikrits þar sem högg-
stokkurinn var færður inn á svið og
Cooper afhöfðaður með glans og
hausnum veifað framan í æstan
múginn. Galsafengið grín sem virk-
aði fínt. Tónleikunum var svo slitið
með hinu eilífa uppreisnarlagi,
„Scool’s Out“. Fyrsta uppklappslag
var svo hið vafasama „Poison“ sem
hljómaði þó bara býsna vel í þessu
samhengi og lokalagið var „Under
My Wheels“ af Killer.
Dagskráin samanstóð annars að
mestu leyti af slögurum og þannig
voru aðeins tvö lög af nýjustu plöt-
unni, Dirty Diamonds, leikin. Eftir
því sem leið á tónleika fór bandið og
salurinn að hristast saman og smæð
hússins – já og smæð áhorf-
endaskarans – var að vinna með tón-
leikunum frekar en á móti. Andi
innilegra kráartónleika heldur en
„stórtónleika“ sveif yfir og allir voru
með á nótunum. Ólíkt stærri tón-
leikum hérlendis, þar sem margir
kíkja á einhverja heimsfrægu sveit-
ina af einskærri forvitni, virtust allir
þeir sem voru í Kaplakrika vera
Alice Cooper-aðdáendur. Þetta
stuðlaði að þeirri góðu stemmningu
sem fyllti húsið. Áhorfendur voru
ungir sem aldnir, fullt af fólki sem
hefur sýnilega upplifað Cooper frá
fyrstu hendi en einnig var fullt af
krökkum á aldrinum þrettán til fjór-
tán ára, skrýdd Alice Cooper-bolum
og máluð að hætti meistarans. Þessi
hópur tók undir í hverju lagi og
sannaði að rokk og ról Coopers er sí-
gilt.
Einhvern tíma þótti sviðs-
framkoma Cooper kannski hneyksl-
anleg en fátt kemur samtímamönn-
um á óvart. Sýningin var fyrst og
síðast fyndin, galsafengið og sak-
laust grín. Alice Cooper skilur
kannski manna best að rokk og ról
er fyrst og fremst skemmtilegt og
varasamt er að setja sig í of alvar-
legar stellingar gagnvart því. Á tím-
um þenkjandi rokksveita eins og To-
ol, System of a Down og Korn er það
hressandi áminning. Cooper og fé-
lagar stóðu sína plikt í Kaplakrika
með sóma og sann og segja má að
Cooper hafi farið Íslandshringinn
vel undir pari.
Arnar Eggert Thoroddsen
Martröðin
rætist
TÓNLEIKAR Alice Cooper hafa
jafnan þótt mikið sjónarspil og
tónleikar hans í Kaplakrika á
laugardaginn voru þar engin und-
antekning. Þannig má segja að
tónleikar kappans séu jafnframt
eins konar fjölleikahús þar sem
tónlistarmenn og aðstoðarmenn
bregða sér í ýmis hlutverk. Meðal
þeirra var dóttir tónlistarmanns-
ins, sem brá sér meðal annars í
hlutverk Britney Spears og Paris
Hilton við mikinn fögnuð við-
staddra.
Eins og sést á meðfylgjandi
myndum voru tónleikagestir vel
með á nótunum en margir þeirra
voru skrýddir að hætti meistarans.
Alice Cooper í fínu
formi í Kaplakrika
Morgunblaðið/Eggert
Alice Cooper var hamrammur á sviðinu en tónleikar hans þóttu heppnast með ágætum.
María Rún Baldursdóttir og Rúnar Hallgrímsson fylgdust með af innlifun.
Ragnar Zolberg, söngvari og gítarleikari Sign.