Morgunblaðið - 15.08.2005, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 15.08.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 37    ningartímar sambíóunum BIE FULLY LOADED kl. 3.50 - 6 - 8.15 - 10.30 BIE FULLY LOADED VIP kl. 6 - 8.15 - 10.30 ISLAND kl. 6 - 8 - 10 - 10.40 KING AND SCREAMING kl. 4 - 6 - 8 - 10 MADAGASCAR m/ensku.tali. kl. 4 - 6 - 8 - 10 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 4 - 6 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 ÁLFABAKKI „The Island, virkilega vel heppnuð pennumynd, skelfileg en trúleg framtíðarsýn!!“  S.U.S XFM „The Island er fyrirtaks afþreying. Ekta popp og kók sumarsmellur. “ -Þ.Þ. Fréttablaðið. l i i . ll . - . . r tt l i . ÞEIR VILJA EKKI AÐ ÞÚ VITIR HVAÐ ÞÚ ERT! Hvað myndir þú gera ef þú kæmist að því að þú værir afrit af einhverjum öðrum? EWAN McGREGOR SCARLETT JOHANSSON  Kvikmyndir.is  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. RÁS 2 erbie Bjallan sem getur allt er komin aftur og fær hin sæta Lindsay Lohan (“Freaky Friday”, “Mean Girls”) að keyra hana ábær Bjölluskemmtun fyrir alla. HERBIE FULLY LOADED kl. 4.20 - 6.30 - 8.40 - 10.40 THE ISLAND kl. 8 - 10.40 B.i. 16 ára. THE PERFECT MAN kl. 4.20 - 6.15 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 4.20-6.15 BATMAN BEGINS kl. 10 B.i. 12 ára. HERBIE FULLY LOADED kl. 6 - 8 - 10 THE ISLAND kl. 8 - 10.30 MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 10.30 HERBIE FULLY LOADED kl. 8 THE ISLAND kl 10.10 FANTASTIC FOUR kl 8 - 10 KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK EFTIR margra ára hlé hefur hin sí- vinsæla hljómsveit, Lúdó og Stefán, gefið út nýjan geisladisk sem nú er verið að dreifa í verslanir um land allt. Diskinn nefna þeir 45 Rokk ár og sáu meðlimir hljómsveitarinnar sjálfir um allar upptökur, útgáfu og dreifingu á disknum. Margir halda víst að Lúdó sé að koma saman aftur en Stefán Jóns- son söngvari segir að það sé mis- skilningur. „Lúdó hefur aldrei hætt. Við höfum að vísu verið að spila mikið í lokuðum samkvæmum og þess vegna verið lítið í sviðsljósinu en sveitin hefur starfað sleitulaust í tæpa fimm áratugi.“ Það er því ekki af því tilefni að sveitin sé að koma aftur sem Lúdó gefur út geisladisk. „Nei, nei. Þetta er að vísu í fyrsta sinn í tuttugu og sex ár sem við gef- um út disk. Það hefur oft verið skorað á okkur að gefa út disk og fyrir fjórum árum var Lúdó-platan okkar endurútgefin á diski og gekk svona vel að við ákváðum að kýla á annan disk. Hins vegar höfum við tekið okkur dágóðan tíma í þetta, menn eru í annarri vinnu meðfram þessu.“ Á diskinum er bæði frumsamið efni eftir meðlimi hljómsveitarinnar auk margra sígildra rokklaga og „standarda“ með íslenskum textum. Lögin eru samtals fjórtán, og hægt er að heyra búta úr þeim á heimasíðu Lúdó sem er www.ludo- .is. Þar er einnig hægt að nálgast texta allra laganna, fræðast um sögu bandsins og panta diskinn. Hljómsveitin er þegar bókuð á mörgum stöðum um landið það sem eftir er sumars en þeir sem vilja fá hljómsveitina til að leika á dans- leikjum og öðrum uppákomum er bent á heimasíðu þeirra ludo.is eða að hafa samband við Stefán Jónsson í síma: 540-5446 og 895-8546. Tónlist | Lúdó og Stefán senda frá sér nýja plötu Langlífasta hljómsveit Íslands Lúdó og Stefán hafa leikið saman í tæp 50 ár. JAZZTRÍÓIÐ Kind flutti lög fólksins á tíundu tón- leikum sumartónleikaraðar veitingahússins Jómfrú- arinnar við Lækjargötu en tónleikar hafa verið haldnir á Jómfrúnni á hverjum laugardegi frá því í júní. Senn líður að lokum tónleikaraðarinnar þetta árið en síðustu tónleikarnir fara fram laugardaginn 27. ágúst. Framtakið hefur mælst afar vel fyrir hjá djass- geggjurum landsins sem hafa fjölmennt á tónleika sumarsins. Jazztríóið Kind á Jómfrúnni Morgunblaðið/Þorkell Óskar Guðjónsson lék fimlega á saxófóninn á laugardag- inn. Auk hans skipa tríóið þeir Þórður Högnason á kontra- bassa og Einar Valur Scheving á trommur. Það fór vel um tónleikagesti á Jómfrúartorginu. NÝVERIÐ fannst áður óþekkt tón- leikahljóðritun með frumkvöðlum og helstu stórsnillingum bíboppsins saxófónleikaranum Charlie Parker og trompetleikaranum Dizzy Gillespie. Upptakan er af tónleikum sem haldnir voru í Town Hall í New York 22. júní 1945 og eru hljómgæðin sögð vera merkilega góð. Það var Robert Sunnenblick, eigandi útgáfu- fyrirtækisins Uptown Records, sem hafði upp á þessari hljóðritun og verður hún gefin út á diski, sem væntanlegur er í verslanir 23. ágúst nk. Á henni er að finna sex lög m.a. „A Night In Tunesia“, „Groovin’ High“, „Salt Peanuts“ og „Hot House“. Með Gillespie og Parker leika m.a. upptökunni tenórsaxófónleikarinn Don Byas, Al Haig á píanó og Max Roach og Sid Catlett á trommur. 30 blaðsíðna bæklingur fylgir disknum þar sem rakin er saga þessarar hljóðritunar og fjallað um sögulegt gildi hennar á byltingarárum bí- boppsins. Fann tónleikaupptöku með Parker og Gillespie NYLON og Fanta hafa tekið höndum saman og framleitt vinabönd til stuðn- ings krabbameins- sjúkum börnum á Ís- landi. Armböndin eru appelsínugul á litinn með áletruninni NYL- ON og munu einungis fást í Select og völd- um verslunum Shell í ágúst- og sept- embermánuði. Hvert armband kostar 500 krónur og rennur féð óskipt til Styrkt- arfélags krabba- meinssjúkra barna. Í tilefni af útgáfu vinabandanna býður Select viðskiptavinum sínum upp á sumarveislu á stöðvum sínum um allt land þar sem Nylon-flokkurinn og Fanta halda uppi fjörinu. Þriðja veisla sumarsins verður haldin á Select við Smáralind fimmtudaginn 18. ágúst nk. kl. 14 og eru allir velkomnir. Vinabönd Nylon komin í verslanir Morgunblaðið/Þorkell Stúlkurnar í Nylon með nýju vinaböndin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.