Morgunblaðið - 15.08.2005, Page 40

Morgunblaðið - 15.08.2005, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. MEÐAL þess sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjórar Baugs, eru ákærðir fyrir er að hafa látið Baug greiða fyrir einkaneyslu sína og þannig gerst sekir um fjárdrátt og fleiri afbrot. Þessu neita þeir báðir og í athuga- semdum við ákæruna segir að einkum sé um að ræða lán „viðskiptalegs eðlis“ og risnukostnað. Upphæðin sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa dregið sér nemur rúmlega 27,6 milljónum, þar af eru 18 milljónir sem sagðar eru vegna einkaneyslu hans, og Tryggvi er sakaður um að hafa dregið sér um 1,4 milljónir. Greiðslukortareikningar Hin meintu brot Jóns Ásgeirs sem tengjast einkaneyslu hans áttu sér stað frá 5. október 1998 til 16. júlí 2002 og er um þau fjallað í þremur ákæru- liðum. Í fyrsta lagi er Jón Ásgeir ákærður fyrir að hafa látið Baug greiða greiðslukortareikninga vegna persónulegra úttekta hans og óviðkomandi Baugi að fjárhæð 12,5 milljónir. Í öðru lagi er hann ákærður fyrir að hafa látið Baug greiða sér um 9,5 milljónir, yfirleitt með millifærslum inn á eigin bankareikning, og í þriðja lagi er hann ákærður fyr- ir að láta Baug greiða sér rúmlega 5,5 milljónir. Í öllum tilvikum voru greiðslurnar færðar til eignar á viðskiptamannareikningi Jóns Ásgeirs í bókhaldi Baugs. Í ákæru ríkislögreglustjóra kemur fram að skuldin var gerð upp með víxli sem gefinn var út hinn 20. maí 2002 og greiddur 5. september sama ár. Engin leynd um lánveitinguna Jón Ásgeir hafnar því að þessar greiðslur hafi verið ólöglegar. Í athugasemdum sakborninga, sem birtar voru í Morgunblaðinu í gær, segir að hér hafi verið um að ræða lán viðskiptalegs eðlis sem hafi verið heimil og að fullu endurgreidd 20. maí 2002, áður en efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá Baugi. Ekki geti verið um fjárdrátt eða umboðssvik að ræða þar sem allan auðgunar- ásetning skorti og engin leynd hafi ríkt um lánveit- inguna. Þá hafi Jón Ásgeir skýrt ríkislögreglustjóra frá því að greiðslum fyrir persónuleg útgjöld hafi ávallt verið haldið aðgreindum frá öðrum kostnaði og að Jón Ásgeir hafi alltaf átt inni hjá félaginu, s.s. vegna kauprétta og dagpeninga, en ekki öfugt. Risna eða fjárdráttur Tryggvi Jónsson er ákærður fyrir að hafa á tíma- bilinu 11. janúar 2000 til 12. febrúar 2002, þegar hann var aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, dregið sér rúmlega 1,3 milljónir króna. Þetta hafi hann gert með því að láta Baug greiða reikninga sem gefnir voru út í nafni félagsins Nordica Inc. í Bandaríkj- unum (félag Jóns Geralds Sullenberger) en þau út- gjöld hafi verið Baugi óviðkomandi. Í ákærunni seg- ir að Tryggvi hafi stofnað til útgjaldanna með því að nota greiðslukort sem skráð var á Nordica. Nordica hafi greitt fyrir greiðslukortaúttektirnar en síðan innheimt kostnað vegna þeirra sem ferðakostnað hjá Baugi. Í athugasemdum sakborninga við ákæruna segir að í þessu tilfelli hafi verið um að ræða kostnað sem féll að stórum hluta undir risnu aðstoðarforstjóra. Ríkislögreglustjóra hafi verið bent á að rannsaka þennan lið betur og ræða m.a. við vitni sem hafi not- ið risnunnar en því ekki verið sinnt. Ekki geti verið um fjárdrátt að ræða þar sem allan ásetning skorti. Starfsmenn hafi gert mistök Í öðru lagi er Tryggvi ákærður fyrir að hafa í maí 2001 dregið sér 99.000 krónur með því að láta Baug greiða aðflutningsgjöld, vörugjöld og toll þegar hann lét Baug flytja inn og tollafgreiða sláttuvélartraktor sem hann keypti í Bandaríkjunum til eigin nota. Líkt og fyrr er þessu hafnað af hálfu Tryggva og í athugasemdum við ákæruna segir að mistök starfs- manna Baugs hafi orðið til þess að það láðist að inn- heimta aðflutningsgjöld hjá Tryggva. Tryggvi hafi rætt við viðkomandi starfsmenn um að þeir gerðu honum reikning og taldi að það hefði verið gert og málið þar með afgreitt. Ekki geti verið um fjárdrátt að ræða þar sem allan auðgunarásetning hafi skort. Kortareikningar stjórn- enda greiddir af Baugi Segja greiðslurnar einkum vera risnu og lán sem voru endurgreidd að fullu Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HANNES Pétursson, sviðsstjóri geðdeildar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, kveðst þeirrar skoðunar að auka þurfi fjárframlög til öldrun- argeðlækninga og sé um vanda að ræða er þarfnist brýnnar úrlausnar. „Það mun kosta verulega fjármuni að koma á úrbótum í þessum efnum og þessi þáttur mun vaxa enn á kom- andi árum og áratugum. En fólk þarf að setjast yfir þessi mál og leggja fram drög að áætlun um hvernig styrkja má þessa þjónustu, og síðan þarf að fara fyrir stjórnvöld og óska eftir auknu rekstrarfé til mála- flokksins,“ segir Hannes. Pálmi V. Jónsson, sviðsstjóri lækninga öldrunarsviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss, kveðst telja að um 160–240 milljónir króna þurfi til að mæta þörfinni á þessu sviði, en kostnaðaraukningin sé þó tæpast svo mikil í heild þar eð breyta megi fyrirliggjandi þjónustu að einhverju leyti. Þörf á deild í langtímaumönnun Pálmi segir að um tveir þriðju hlutar geðrænna vandamála hjá öldruðum tengist minnisskerðingu og vandamálum þeim tengdum, og um þriðjungur tengist þunglyndi, aðsóknarkennd og sambærilegum kvillum. Búið sé að koma málefnum heilabilaðra í viðunandi farveg, bæði á minnismóttöku og sérstökum legu- deildum á öldrunarsviði Landspítala, en ekki sé búið að taka með jafn markvissum hætti á hinum þættin- um. Kveðst hann sammála Ínu Mar- teinsdóttur geðlækni, sem sagði í viðtali í Morgunblaðinu í gær að auka þyrfti úrræði í þeim málaflokki. „Ég tek undir að standa mætti að þessu með markvissari hætti, með því að formfesta þjónustuna og út- færa nánar. Við getum litið á þetta sem þrjá þætti; í fyrsta lagi sam- félagsþjónustu þar sem teymi gæti farið inn á heimili fólks og veitt því þjónustu, í öðru lagi litla deild á sjúkrahúsi þar sem verið gætu 10–12 legurými og í þriðja lagi á að giska 14–20 legurými í langtímaumönnun inni á hjúkrunarheimili, sérstaklega fyrir fólk með langvinna geðsjúk- dóma. Þetta er miðað við þörfina núna en síðan fer þörfin vitaskuld vaxandi með breyttri aldurssam- setningu. Með þessu væri hins vegar stóra stökkið tekið og að því loknu væri framhaldið að mestu eðlileg viðbót, sem mætti kannski mæta að miklu leyti með heimaþjónustu. Sérhæfður hópur öldrunargeðlækna, geðhjúkr- unarfræðinga, sálfræðinga og fé- lagsráðgjafa gæti þróað þetta starf áfram. Í því væri fólginn faglegur ávinningur og bætt þjónusta.“ Pálmi segir að miðað sé við að eitt hjúkrunarrými kosti 5–6 milljónir á ári, og miðað við 14–20 legrými á hjúkrunarheimili sé kostnaður við að koma á laggirnar slíkri deild á bilinu 70–120 milljónir króna. Ekki alfarið nýr kostnaður „Að hluta til er þetta fólk nú þegar inni í kerfinu, þannig að ekki þyrfti alfarið að vera um nýjan kostnað að ræða. Þá má gera ráð fyrir að 12 rými á legudeild á sjúkrahúsi kosti 60–80 milljónir, og síðan gæti heima- teymið kostað um 30–40 milljónir króna, þannig að við erum að tala um heildarkostnað á bilinu 160–240 milljónir króna. Ég tek þó fram að ekki er um nákvæma útreikninga að ræða, en kostnaðurinn er á þessu róli,“ segir Pálmi. Brýn nauðsyn talin á auknu fjármagni vegna fjölgunar í hópi aldraðra með geðraskanir 160–240 milljónir þarf til úrbóta Eftir Sindra Freysson sindri@mbl.is HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra var viðstaddur síldarsölt- unarsýningu á Síldarminjasafninu á laugardaginn. Að sögn Örlygs Kristfinnssonar gekk Halldór óvænt inn í sýninguna og fór að hausskera síldina og hjálpa stúlk- unum að leggja niður í tunnur – enda vanur maður á síldarplönum fyrir norðan og austan forðum tíð þegar hann var háseti á síldarskip- inu Ólafi Tryggvasyni SF 60. „Þessi sýning byggist á síld- arsöltun þar sem gömlu vinnu- brögðin eru sýnd á leikrænan hátt. Halldór tók þátt í þessu og gerði sýninguna skemmtilegri,“ segir Ör- lygur. Forsætisráðherra var heið- ursgestur Siglfirðinga þennan dag þar sem honum var kynnt það markverðasta í bæjarlífinu.Ljósmynd/Runólfur Birgisson Saltar síld á SiglóÞAÐ væri vel til fallið að koma á sérstökum kennslustundum í orða- tiltækjum í skólum landsins, að mati Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta. Þetta kom fram í máli hennar á Hólahátíð í gær. „Fjöldinn allur af orðatiltækjum er að glatast úr hugum fólks, orða- tiltæki sem eru svo undurfalleg og lýsandi fyrir íslenska tungu. Eða þá að það er farið svo vitlaust með þau því ungt fólk fær ekki þjálfun í að skilja þau,“ sagði Vigdís. Hún sagðist hafa áhyggjur af áhrifum enskunnar í setningum, og notkun óþarfa aukasagna til að styðja við sagnir. Hún nefndi sem dæmi setningar á borð við „ég er ekki að skilja það – það var boðið mér í veislu – þeir voru að spila vel í gær – það var strítt mér í gær“. | Miðopna Vill kennslu- stundir í orða- tiltækjum BJÖRGUNARSKIPIÐ Húnabjörg dró togarann Hegranes vélarvana frá Eskifirði til Sauðárkróks um helgina. Var áfangastað náð um klukkan átta í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins brotnaði sveifarás í togar- anum þar sem hann var við veiðar fyrir austan land. Fyrst var togarinn dreginn til Eskifjarðar og síðan til Sauðárkróks. Ferðalagið tók rúma tvo sólarhringa og gekk vel, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Ljósmynd/Óli Arnar Brynjarsson Hegranesið dregið vélarvana til hafnar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.