Morgunblaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STUNGIN TIL BANA
Tvítug bandarísk kona lést af
völdum stungusára sem hún hlaut
í árás í fyrrinótt. Konan var í
Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli,
og er bandarískur varnarliðs-
maður grunaður um verknaðinn,
sem var framinn á varnarsvæðinu.
Hann er í haldi herlögreglunnar á
Keflavíkurflugvelli.
Hlutafé t i l st jórnenda
Baugs
Í Baugsmálinu svokallaða eru
forsvarsmenn Baugs m.a. ákærðir
fyrir að hafa notað 330,8 milljóna
króna hlutafé í Baugi til þess m.a.
að greiða nokkrum af æðstu
stjórnendum félagsins, en í bók-
haldi fyrirtækisins kemur fram að
hlutaféð hafi verið selt Kaupþingi.
Vantar fólk á le ikskóla
Ráðningar á leikskóla Reykja-
víkurborgar eru nú í fullum gangi,
en um 130-140 starfsmenn vantar
þar til starfa. Þar sem ekki er
nægt framboð af menntuðum
leikskólakennurum eru einkum
ófaglærðir starfsmenn ráðnir.
Brottf lutningur
hafinn frá Gaza
Um 40.000 ísraelskir her- og
lögreglumenn hófu í gær að af-
henda landtökumönnum á Gaza-
svæðinu útburðarbréf þar sem
kveðið er á um að menn skuli hafa
sig á brott af svæðinu innan
tveggja sólarhringa eða þurfa ann-
ars að sæta því að vera fjarlægðir
með valdi.
Mikillar óánægju gætir meðal
landtökumanna með að þurfa að
yfirgefa heimili sín og mótmæltu
margir í gær. Mótmælin fóru þó
að mestu friðsamlega fram.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Umræðan 24/26
Viðskipti 13 Bréf 26
Úr verinu 13 Minningar 28/29
Erlent 14/15 Skák 29
Minn staður 16 Myndasögur 32
Austurland 17 Dagbók 32/35
Akureyri 18 Velvakandi 33
Landið 18 Staður og stund 34
Menning 19/36, 41 Bíó 38/41
Daglegt líf 20/21 Ljósvakamiðlar 42
Forystugrein 22 Veður 43
Viðhorf 24 Staksteinar 43
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
FJALLKJÓI hefur komið upp unga
hér á landi í fyrsta sinn svo vitað sé.
Í rjúpnarannsóknarleiðangri Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands seint í
júní sást fullorðinn fjallkjói á Mý-
vatnsheiði og 12. ágúst sl. sáust á
sama stað a.m.k. tveir fullorðnir
fjallkjóar og nýlega fleygur fjall-
kjóaungi sem fylgdi fullorðnu fugl-
unum.
Á vef Náttúrufræðastofnunar seg-
ir að fjallkjói (Sercorarius longicau-
tus) hafi verið þekktur hér á landi
um langa hríð sem umferðarfugl
sem fer hér um vor og haust á leið til
og frá varpheimkynnum sínum á
Norðaustur-Grænlandi. Aðalfæða
hans á varptíma eru læmingjar og
hann verpur nær eingöngu á svæð-
um þar sem læmingja er að finna.
Það kom því mönnum nokkuð á
óvart er hreiður fannst hér á landi
sumarið 2003. Þetta var í Mývatns-
heiði. Enginn ungi komst upp það
sumar, fuglarnir afræktu og annar
fuglinn var keyrður niður á þjóðveg-
inum skammt frá hreiðrinu.
Árið áður hafði sést par á þessum
sama stað. Fæða fjallkjóa hér á landi
virðist vera smáfuglar og höfðu
fjallkjóarnir sem hér um ræðir borið
nýfleyga hrossagauksunga í ung-
ann.
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson
Fjallkjóa-
varp stað-
fest á
Íslandi
♦♦♦
STJÓRN Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs í Hafnarfirði ætl-
ar að standa fyrir undirskrifta-
söfnun þar sem skorað er á bæjar-
stjórn að halda íbúakosningar um
fyrirhugaða stækkun álversins í
Straumsvík. Ályktun þessa efnis
var samþykkt á opnum félagsfundi
VG í Hafnarfirði.
„Fyrirhuguð stækkun álversins í
Straumsvík hefur gríðarleg áhrif á
Hafnarfjörð, út frá ímynd bæjar-
ins, mengun lofts og sjónmengun.
Það er eðlilegt þegar taka á
ákvarðanir um svo veigamiklar
breytingar sem varða nágrenni
Hafnarfjarðar, íbúana og framtíð
bæjarins svo miklu, að íbúar fái
sjálfir að segja sitt álit,“ segir í
ályktun fundarins.
Ákvæði um atkvæðagreiðslu
í samþykktum bæjarins
Í upphafi kjörtímabilsins setti
meirihluti Samfylkingarinnar inn
nýtt ákvæði í samþykktir bæjarins
um að ef 25% kosningabærra íbúa
óskuðu eftir kosningu um eitthvert
tiltekið mál þá bæri að verða við
þeim óskum.
Fyrirhugaður er opinn borgara-
fundur í Hafnarfirði um stækkun
álversins, en Lúðvík Geirsson,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði í
samtali við Morgunblaðið í lok júlí
að meirihlutinn í bæjarstjórn
myndi taka afstöðu til þess eftir
þann fund hvort gerð yrði tillaga
um slíka atkvæðagreiðslu samhliða
atkvæðagreiðslu um sameiningu
Hafnarfjarðar og Vatnsleysu-
strandarhrepps. Sú kosning á að
fara fram í byrjun október.
Lúðvík sagði jafnframt að Sam-
fylkingin hefði átt frumkvæði að
umræðu um íbúakosningu um
stækkun álversins.
Stjórnendur álvers Alcan í
Straumsvík hafa lýst undrun á um-
ræðu um atkvæðagreiðslu um
stækkunina og bent á að með
slíkri atkvæðagreiðslu sé verið að
breyta þeim leikreglum sem lágu
til grundvallar þegar undirbúning-
ur að stækkun hófst. Undirbúning-
urinn hafi þegar kostað fyrirtækið
um 500 milljónir króna. Stjórn-
endur álversins hafa falið lög-
mönnum fyrirtækisins að skoða
lagalega stöðu málsins.
VG vill atkvæðagreiðslu um stækkun álversins í Straumsvík
Undirskriftasöfnun
í bænum að hefjast
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
SÍÐUSTU daga hefur staðið yfir
fornleifakönnun í Aðalstræti 10.
sem hýsti lengi veitingastaðinn
Fógetann og nú nýlega Jón for-
seta, og hafa m.a. komið þar
óvenjulegar steinaraðir í ljós und-
ir gólfbitum. Húsið er talið eitt
elsta hús í Reykjavík, byggt um
miðja 18. öld að því er talið er, þá
sem hluti Innréttinganna. Þær
hafa verið kenndar við Skúla
Magnússon landfógeta, sem
ósjaldan er nefndur faðir Reykja-
víkur.
Á skilti á húsinu stendur að það
sé byggt 1752, en aðrar heimildir
staðhæfa að það sé frá 1765.
Reykjavíkurborg er eigandi húss-
ins og á nú að færa það í eldra
horf. Samið var við Minjavernd
um að annast endurbæturnar og
vörslu hússins til 35 ára. Áætlaður
kostnaður við endurbæturnar er
um 30 milljónir króna. Nú er búið
að fjarlægja alla innviði hússins og
taka upp gólf.
Mjöll Snæsdóttir fornleifafræð-
ingur stýrir könnuninni og segir
að þegar gólf hússins var rofið
hafi komið þar í ljós nokkrar tvö-
faldar steinaraðir um þvert húsið,
sem virðast hafa þjónað því hlut-
verki að vera undirstöður fyrir
gólfbjálka. Um allóvenjulegan frá-
gang sé að ræða og er verið að
teikna upp steinaraðirnar og ljós-
mynda, en ekki sé gert ráð fyrir
að varðveita grjótið sérstaklega að
því loknu.
Ekki hægt að útiloka
mannvistarleifar
Næstu daga verður síðan grafið
dýpra í grunninn og kveðst Mjöll
ekki útiloka að þar sé einhverjar
mannvistarleifar að finna, en tek-
ur þó fram að grafið hafi verið í
lóðinni norðan við, Aðalstræti 8,
og þar hafi ekki fundist eldri
minjar en frá 19. öld.
„Sunnanmegin höfum við hins
vegar fundið mun eldri minjar og
má t.d. minna á landnámsskálann
svokallaða, sem nú er undir kjall-
ara hótelsins við Aðalstræti 16, en
þar eru minjar frá 10. öld. Við
munum verja næstu vikum í að
kanna jarðlögin þarna undir og
það er ekki fráleitt að ætla að
þarna finnist minjar frá landnáms-
öld, en við getum í raun ekkert
sagt til um það fyrr en greftrinum
miðar áfram.“
Óvenjulegar steinaraðir
í elsta húsi borgarinnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fornleifafræðingar eru að rannsaka grunninn undir Aðalstræti 10.
ELDSNEYTISVERÐ hækkaði
hjá flestum olíufélögunum í gær í
framhaldi af hækkun heimsmark-
aðsverðs undanfarna daga. Kostar
lítrinn af 95 oktana bensíni nú víða
114,40 kr. í sjálfsafgreiðslu á stöðv-
um sem bjóða upp á fulla þjónustu,
en lítrinn af dísilolíu kostar í kring-
um 113,90 kr.
Bensínverð er nú það hæsta sem
verið hefur hér á landi, og er þetta
þriðja hækkunin í ágústmánuði.
Verð á 95 oktana bensíni hækkaði
um 1,40 kr., en hækkunin á dísilolíu
var 2,40 kr. Verð er nokkru lægra á
sjálfsafgreiðslustöðvum, í gær-
kvöldi var verðið lægst hjá
Orkunni, 111,50 kr. fyrir 95 oktana
bensín en 110 kr. fyrir dísilolíu, og
hafði verð ekki hækkað hjá
Orkunni þegar Morgunblaðið fór í
prentun. Verð var nokkuð svipað
hjá Atlantsolíu, Ego og OB, en þar
kostaði lítrinn af 95 oktana bensíni
í kringum 113 kr., en lítrinn af dísil-
olíu var á 112,50 kr.
Enn hækkun á
eldsneytisverði
LÖGREGLAN á Ísafirði fékk á
sunnudag tilkynningu um innbrot í
sundlaugina á Suðureyri, og segir á
vef lögreglunnar að talsverðum pen-
ingum hafi verið stolið en engar
skemmdir unnar á sundlauginni.
„Því miður kemur það fyrir að fólk
fer í laugina um nætur. Oftast er um
ölvað fólk að ræða og þar með mikil
slysahætta. Þeir sem einhverjar
upplýsingar hafa um ferðir fólks að-
faranótt sunnudagsins eru beðnir
um að hafa samband við lögregluna,“
segir á vefnum.
Brotist inn í
sundlaugina
á Suðureyri
STÓRMEISTARINN Hannes Hlíf-
ar Stefánsson og alþjóðlegi meistar-
inn Stefán Kristjánsson eru efstir og
jafnir með fjóra vinninga að lokinni
5. umferð í landsliðsflokki sem fram
fór á Skákþingi Íslands í gær. Næsta
umferð hefst kl. 17 í dag í Háskól-
anum í Reykjavík.
Hannes gerði jafntefli við Ingvar
Ásmundsson, og Stefán gerði einnig
jafntefli við Sigurð Daða Sigfússon.
Staðan eftir fimm umferðir er því
þannig að efstir og jafnir eru þeir
Stefán Kristjánsson og Hannes Hlíf-
ar Stefánsson en þar á eftir kemur
alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor
Gunnarsson.
Í áskorendaflokki tryggði Tómas
Björnsson stöðu sína á toppnum með
sigri á Jóhanni Ragnarssyni, sem
hafnaði jafnteflisboði snemma í
skákinni. Tómas hefur því fjóra vinn-
inga af fjórum mögulegum.
Hannes og
Stefán efstir
♦♦♦
LÖGREGLAN í Hafnarfirði stöðv-
aði fimm ökumenn fyrir of hraðan
akstur á Reykjanesbraut í gær-
kvöldi. Sá sem hraðast ók var á 139
kílómetra hraða á klukkustund og
var hann því töluvert yfir leyfilegum
hámarkshraða sem er 90 kílómetrar
á klukkustund.
Á 139
km hraða