Morgunblaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Úrval-Úts‡n
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100
Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600
Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is
Sofia, höfuðborg Búlgaríu, er ein af elstu og
sérstæðustu borgum Evrópu, með gríðarlega
fjölbreytni í afþreyingu. Tónleikahús, söfn,
óperuhús, ölstofur, verslanir og ótrúlega
hagstætt verðlag.
netverð á mann í tvíb‡li á Hotel Princess.
59.940* kr.
Ver›dæmi:
Flugsæti: 39.940 kr. skattar innifaldir.
* Innifalið: Flug, gisting í 4 nætur, íslensk fararstjórn og föst
aukagjöld. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu greiðist
bókunar- og þjónustugjald sem er 2.000 kr. á mann.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
91
96
0
8/
20
05
Sofia 21.-25. sept.
BOGI Nilsson, ríkissaksóknari, hef-
ur minnt á leiðbeiningar embættis-
ins um aðgang fjölmiðla að ákæru-
skjölum, en í leiðara Morgunblaðsins
á sunnudag kom fram það sjónarmið
að ákæruvaldið þyrfti að aðlaga sig
breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu,
m.a. væri eðlilegt að opna aðgang að
ákærum í kjölfar þess að þær eru
birtar sakborningum. Bendir Bogi á
að laga- eða reglugerðarákvæði hafa
ekki enn verið sett hérlendis um
þetta efni og séu aðstæður nú hinar
sömu og árið 1998, þegar embættið
gaf út leiðbeiningar sínar.
Ríkissaksóknari hlynntur
lagasetningu
Í leiðbeiningunum segir m.a. að
þagnarskyldu um efni ákæru ljúki í
seinasta lagi þegar ákæran er lesin
upp í heyranda hljóði við þingfest-
ingu eða í upphafi aðalmeðferðar
máls, hafi dómþing ekki verið haldið
fyrir luktum dyrum. Það sjónarmið,
að ákærandi geti veitt fjölmiðlum að-
gang að ákæruskjali eftir að það hafi
verið birt hinum ákærða, sé gott og
gilt í sjálfu sér en hafa beri í huga að
aðrir hagsmunir eða hagsmunir ann-
arra kunni að mæla gegn þessu. Er í
því sambandi nefnt málið sjálft og
meðferð þess, svo og tillitið til hins
ákærða og fjölskyldu hans. Þá segir:
„Ríkissaksóknari telur æskilegt að
reglum um aðgang fjölmiðla að efni
ákæruskjala verði skipað í lögum og/
eða reglugerð og hefur lagt til að svo
verði gert.“
Dómsmálaráðherra setji reglur
En á meðan ekki nýtur laga eða
reglugerðar um efnið eru eftirfar-
andi leiðbeiningar gefnar ákærend-
um til eftirbreytni:
„Eftir að ákæra í máli hefur verið
birt hinum ákærða eða ákærðu og
lesin í heyranda hljóði á opnu dóm-
þingi er ákæranda rétt, að höfðu
samráði við viðkomandi héraðsdóm-
ara almennt, eða í hverju tilviki, að
láta fjölmiðlum í té afrit af ákærunni
verði þess óskað af þeirra hálfu. Áð-
ur en ákæran er afrituð skal afmá
nöfn og önnur kenni sem vísað geta
til þess sem fyrir broti hefur orðið.
Afrit ákæru skal eingöngu vera
aðgengilegt fréttamönnum fjölmiðla
í þágu starfa þeirra en öðrum ekki.“
Þá vísar Bogi til dönsku réttar-
farsreglnanna um þetta efni, en
ákvæðum þeirra var seinast breytt í
fyrra. Í dönsku reglunum segir m.a.
að embætti saksóknara afhendi sam-
kvæmt beiðni afrit af ákæru eða
stefnu þeim aðilum sem tilgreindir
eru sérstaklega í lagagreinum þar
um. Fyrir afritun skal gera skjölin
þannig úr garði að ekki komi fram
nöfn vitna eða þeirra sem sæta rann-
sókn. Dómsmálaráðherra setji regl-
ur um hvenær aðgangur að málinu
er veittur.
Þau skjöl og afrit sem veittur er
aðgangur að, mega ekki vera að-
gengileg öðrum en blaðamönnum og
starfsmönnum ritstjórna fjölmiðla
og aðeins megi nota gögnin til frétta-
flutnings. Þá megi afrit af úrskurð-
um í sakamálum, sem afhent eru sér-
staklega tilgreindum einstaklingum,
ekki vera aðgengileg fyrir aðra en
blaðamenn eða ritstjórnarstarfs-
menn og má aðeins nota til frétta-
flutnings uns málinu lýkur. Dóms-
málaráðherra setur reglur um vörslu
fjölmiðla á afritum. Tilteknum skjöl-
um skal skilað í síðasta lagi við lok
réttarhalda. Þá er þess getið að brot
á þessum reglum varði sektum.
Ríkissaksóknari lagði til fyrir sjö árum að sett yrði löggjöf
um aðgang fjölmiðla að ákærum í dómsmálum
Aðeins til leiðbeiningar
frá árinu 1998
VEGNA viðskipta með hlutafé í Ar-
cadia í árslok 2000 og á árinu 2001 er
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og
Tryggva Jónssyni gefið að sök að
hafa með röngum og tilhæfulausum
færslum búið til skuld í bókhaldi
Baugs hf. að fjárhæð rúmlega 212
milljónir. Þessu er neitað af hálfu
sakborninga og vakin athygli á því að
á sama tíma og þeim er gefið að sök á
öðrum stað í ákærunni að hafa oftal-
ið tekjur Baugs séu þeir í þessu til-
felli sakaðir um að hafa fært inn til-
hæfulausa skuld. Baugur hafi
hagnast á viðskiptunum og engir
fjármunir farið út af reikningum fyr-
irtækisins.
Í ákæru ríkislögreglustjóra er
þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið
að sök að hafa látið færa sölu á 3,1
milljón hluta í Arcadia til Kaupthing
Bank í Lúxemborg fyrir 332 millj-
ónir og fyrir tilhæfulaus endurkaup
á sömu hlutum fyrir 544 milljónir
króna. Mismunurinn á söluverði og
kaupverði er 212 milljónir króna. Í
ákærunni eru tilgreindar fjórar
færslur í bókhald Baugs því til
stuðnings að þessi viðskipti hafi ver-
ið tilhæfulaus og segir að með þess-
um færslum hafi verið búin til skuld í
bókhaldi Baugs fyrir mismuninum,
þ.e. 212 milljónum króna en sú skuld
eigi ekki við rök að styðjast.
Í ákærunni er tekið fram að með
þremur af færslunum fylgi engin ytri
frumgögn og að tvær þeirra byggist
á handskrifuðum blöðum og hinar
tvær á óundirrituðum færslublöðum.
Bréfin seld en keypt til baka
Í athugasemdum sakborninga er
þessu neitað og m.a. vísað til bréfs
Jóns Ásgeirs til ríkislögreglustjóra
frá 30. júní sl. Þar ræðir Jón Ásgeir
raunar um að því hafi verið haldið
fram að hann hafi gerst sekur um
fjárdrátt í tengslum við þessi við-
skipti en ekki er ákært vegna fjár-
dráttar vegna þessara brota heldur
um skattalagabrot, lögum um árs-
reikninga og hlutafélaga.
Í bréfinu segir að kjarni málsins
sé sá að í fjármögnunarskyni hafi
umrædd bréf í Arcadia verið seld
Kaupthing Bank í Lúxemborg í árs-
lok 2000. „Var hugmyndin að þau
skyldu höfð á vörslureikningi félags-
ins hjá bankanum til tryggingar en
söluverðið ganga til uppgreiðslu
skuldar hjá Íslandsbanka, og gekk
það eftir. Í ársbyrjun 2001 vaknaði
önnur hugmynd, þ.e.a.s. að stofna
eignarhaldsfélag ásamt Kaupþingi,
Íslandsbanka og Gaumi og leggja
hlutabréfaeign þessara aðila inn í
slíkt félag sem síðar fékk nafnið
A-Holding. Bréfin, sem seld höfðu
verið Kaupthing Bank, voru keypt til
baka, en þá hafði orðið 212 milljóna
króna hækkun á markaðsvirði þess-
ara hluta í Arcadia. Voru bréfin færð
á því markaðsvirði inn í A-Holding,“
segir í bréfi Jóns Ásgeirs.
Segir enga fjármuni
hafa farið út úr Baugi
Við endanlega sölu hlutabréfanna
haustið 2002 hafi komið fram ábend-
ing frá endurskoðendum um að rétt-
ara væri að bakfæra þessi viðskipti
og það hefði verið gert. Síðar á árinu
hafi Baugur fengið lán til að greiða
skuldina við Kaupthing Bank í Lúx-
emborg sem legið hafði ótryggð inni
á vörslureikningnum þar sem hluta-
bréfin í Arcadia höfðu verið lögð til
A-Holding. Jón Ásgeir segir að rík-
islögreglustjóri virðist á hinn bóginn
halda að þarna hafi orðið til 212
milljóna króna hagnaður, þ.e.a.s.
gengismunur bréfanna í Arcadia í
árslok 2000 og febrúar 2001, sem
hafi átt að leyna. Það sé hins vegar
fráleitt að halda því fram að nokkur
auðgunarbrot hafi verið framin.
„Staðreyndin er sú að hagnaðurinn
kom allur fram þegar Baugur seldi
bréf sín í Arcadia haustið 2002 eftir
að samningaviðræður um yfirtöku
félagsins höfðu runnið út í sandinn í
kjölfar upphafsaðgerða RLS. Engir
fjármunir höfðu farið út úr félaginu
eða af reikningum þess,“ segir í bréfi
Jóns Ásgeirs.
Þá er þeim Jóni Ásgeiri og
Tryggva gefið að sök að hafa fært
eða látið færa tilhæfulausar færslur í
bókhald Baugs þegar þeir létu færa
til eignar samtals rúmlega 38 millj-
ónir sem voru sagðar tekjur vegna
ábyrgðar og þóknunar vegna hluta-
bréfakaupa. Í báðum tilfellum vant-
aði frumgögn í bókhaldið færslunum
til staðfestingar. Líkt og vegna ann-
arra ákæruliða neita þeir sök.
212 milljóna skuld
Baugs vegna Arcadia
Engir fjármunir runnu út af reikningum vegna Arcadia, segja sakborningar
Morgunblaðið/Kristinn
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
MÁLSSKJÖL ákæruvaldsins í Baugsmálinu, sem telja 20 þúsund blaðsíður,
verða ekki gerð opinber, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra.
Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun, miðviku-
dag, þar sem ákærðu fá að tjá afstöðu sína til sakarefnisins fyrir dómi.
Málsskjöl ekki gerð opinber
EITT tilboð hefur borist í Mjólkur-
samlagshúsið í Borgarnesi en bæjar-
yfirvöld hafa lýst því yfir að þau ætli
að láta rífa húsið nema einhver sýndi
því áhuga að vera með starfsemi í
húsinu í framtíðinni. Páll S. Brynj-
arsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar,
segir að bæjarráð hafi hafnað tilboð-
inu en að vilji sé fyrir hendi að ræða
betur við tilboðsgjafa.
„Hann leggur til að við lokum
Skúlagötu en við höfum ekki áhuga á
að gera það. Auk þess þarf að ræða
betur hugmyndir um í hvaða ásig-
komulagi við afhendum húsið,“ segir
Páll og bætir við að í tilboðinu sé
gert ráð fyrir að bæjaryfirvöld sjái
um að fjarlægja viðbyggingar sem
eru við húsið.
Páll segir að nýting hússins myndi
samræmast því sem liggur fyrir á
deiliskipulagi og það yrði því nýtt
undir íbúðarhúsnæði og þjónustu.
Á að varðveita húsið
Páll Björgvinsson, arkitekt og
byggingarmeistari, stendur á bak
við tilboðið en hann vonast til að
samningar náist um húsið. „Það er
engin spurning að það á að varðveita
þetta hús og hefði átt að skipuleggja
svæðið með það í huga,“ segir Páll
en bætir við að í tilboði sínu geri
hann ráð fyrir að nýting hússins
verði í samræmi við skipulag á svæð-
inu. „Þetta er ekki alveg fullformað
en hugmyndin er að byggja húsið
upp fyrir menningartengda starf-
semi og íbúðir sem væru tengdar
þeirri menningu.“
Páll segir að hann hafi lagt fram
hugmynd um að loka Skúlagötu en
það sé aðeins tillaga og fylgi ekki til-
boðinu sjálfu. Hins vegar sé deilt um
hvernig bæjaryfirvöld skili húsinu af
sér og auðvitað þurfi alltaf að rök-
ræða peningalegu hliðina. „Fyrir
mér er aðalatriðið að húsið verði
ekki rifið. Það þarf að halda í þessi
menningarverðmæti sem eru á
staðnum,“ segir Páll Björgvinsson.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Tilboð í
Mjólkursam-
lagshúsið