Morgunblaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 33 DAGBÓK Stjórn Reykjavíkurakademíunnar hefurráðið Viðar Hreinsson bókmennta-fræðing sem framkvæmdastjóra fé-lagsins og tekur Viðar við starfinu úr hendi Ernu Indriðadóttur. Viðar hefur starfað hjá Reykjavíkurakademíunni frá stofnun henn- ar 1998 en hann á að baki fjölbreyttan fræði- mannsferil, bæði við skrif og kennslu. „Erna er að hverfa til annarra starfa og mér datt í hug að ekki væri svo galið að einhver af okkur gömlu hundunum myndi bretta upp ermarnar og halda áfram starfinu,“ segir Viðar glettinn. „Hún hefur hrint af stað ágætum hlutum hér og komið málum í góðar horfur, sem ég mun fylgja eftir, og síðan reyna að setja mitt mark á starfsemina í framtíðinni. Þetta hentaði vel því ég var á lausu; ekki með nein stór verkefni eða skuldbindingar.“ Öflun fjár og verkefna Starf framkvæmdastjóra Reykjavík- urakademíunnar segir Viðar að feli í sér ýmsa þætti: „Framkvæmdastjórinn fylgir auðvitað stefnu stjórnar, en tekur frumkvæði í ýmsar áttir. Að hluta til felst starfið í daglegri stjórn- un: að halda utan um rekstur á húsinu og öðru slíku en hér eru 70–80 manns innanhúss. Síðan þarf einnig að vinna að hagsmunum þeirra sem hér eru t.d. hvað lýtur að styrkjaöflun og öflun verkefna. Einnig þarf að afla fjár til starfsemi Akademíunnar og þeirra rannsókna sem hér fara fram, sem vitaskuld eru mjög fjölbreyttar. Hér starfa sjálfstæðir fræðimenn innan hugvís- inda- og félagsvísindageirans, margir mjög öfl- ugir og góðir fræðimenn sem standa í enda- lausu styrkjaharki og einnig ýmis samvinnuverkefni í gangi sem þarf að afla fjár til. Ég mun reyna að styðja við þetta og síðan taka þátt í að þróa akademíuna áfram og sjá hvað getur orðið úr henni á næstu árum – en við höfum t.d. áhuga á að sinna akademískri kennslu í meira mæli.“ Menntunin nýtt Viðar segir Reykjavíkurakademíuna hafa frá stofnun snúist um að skapa miklum mannauði starfstækifæri og vettvang: „Fjöldi fólks er að ljúka námi bæði hér heima og erlendis en hef- ur kannski ekki að neinu að hverfa. Akademían hjálpar þeim hópi, finnur þeim vettvang og nýtir þá fjárfestingu sem lögð hefur verið í menntun þessa fólks. Þetta er því mikið þjóðþrifastarf sem hér fer fram.“ Vísindi | Viðar Hreinsson er nýr framkvæmdastjóri Reykjavíkurakademíunnar Fylgir eftir starfi forverans  Viðar Hreinsson er fæddur á Akureyri árið 1956 og ólst upp í Saur- bæjarhreppi sem nú er hluti af Eyjafjarð- arsveit. Viðar útskrif- aðist frá Mennta- skólanum á Akureyri 1975. Hann lauk BA prófi í íslensku og bók- menntafræði frá Há- skóla Íslands 1980 og í magistersgráðu í bók- menntafræðum við Hafnarháskóla 1989. Viðar hefur sinnt kennslustörfum, unnið við sjálfstæð fræðistörf og ritstörf, verið ritstjóri enskra þýðinga Íslendingasagna sem út komu í 5 bindum 1997 og ritað ævisögu Stephans G. Stephanssonar. Viðar er giftur Önnu Guðrúnu Júlíusdótur kennara og deildarstjóra og eiga þau fjögur börn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 9. júlí sl. af sr. Pálma Matthíassyni í Fríkirkj- unni í Reykjavík þau Fanndís Halla Steinsdóttir og Guðmundur Ingi Inga- son. Heimili þeirra er að Engihjalla 3, Kópavogi. Motiv-mynd, Jón Svavarsson Brúðkaup | Hinn 23. júlí 2005 voru gefin saman í hjónaband af séra Brynj- ólfi Gíslasyni þau María Kristín Ósk- arsdóttir og Þorsteinn Kristbjörns- son. Heimili þeirra er í Bøgehaven 49, 8520 Lystrup, Århus, Danmark. Hlutavelta | Þær Elísabet, Svava, Sif og Fairlyn héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær kr. 9.558. Morgunblaðið/Jim Smart Leiðarljós EINS og margir eldri borgarar horfi ég á framhaldsþáttinn Leiðarljós. Þátturinn er sýndur kl. 17 virka daga, eða frá mánudegi til föstudags. Í hvert skipti sem hægt er að sýna einhverjar íþróttir á þeim tíma er þátturinn látinn víkja. Mér líkar það mjög illa og ég veit að svo er um flesta eða alla sem horfa á þáttinn. Nú er þátturinn látinn víkja fyrir Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum. Við Íslendingar áttum að- eins einn keppanda á mótinu, í stang- arstökki kvenna, og reyndar var aldrei sýnt þegar hún var að stökkva, en þá horfði ég á keppnina. Mér finnst einhvern veginn að okkur Íslendingum komi lítið við keppni útlendinga. Á frjáls- íþróttamót hérlendis koma sárafáir áhorfendur og því má álykta að einn- ig sárafáir horfi á þessa útsendingu enda eru þeir sem enn hafa áhuga á frjálsum íþróttum flestir að vinna á útsendingartímanum. Það er mjög heimskulegt af ráðamönnum sjón- varpsins að vera að senda menn utan til að fylgjast með þessari keppni og eyða í það miklum peningum. Að lokum vil ég skora á núverandi og tilvonandi útvarpsstjóra að lofa okkur gamla fólkinu að horfa á þátt- inn okkar í friði. Ingibjörg Vigfúsdóttir. Ökuníðingar – hin hliðin Í FYRSTA lagi verð ég að spyrja þig, Eggert, voru þér ekki kenndar um- ferðarreglurnar í leikskólanum? Síðast þegar ég vissi þá á strætó víst vissan rétt sem við á hinum bíl- unum höfum ekki! Þar er að nefna stoppistöðvar, hefur þú séð merkið sem er aftan á strætó? Þar eru tvær örvar, ein græn og ein rauð, og þetta merki þýðir, og þú sem ökumaður ættir að vita, að strætó á forgang út af stoppistöð og við eigum að stoppa og hleypa strætó inn á götuna. Svo eru til sérstök strætóljós sem var al- veg örugglega komið fyrir vegna lé- legs samstarfs almennra ökumanna. Ég veit að sumir strætóbílstjórar geta verið óttalegar frekjur, því er ekki hægt að neita, en mér finnst það bara ekkert skrítið! Það eru nefni- lega svo margir í umferðinni sem hugsa nákvæmlega eins og þú. Fólk nú til dags stoppar ekki fyrir strætó- um, vörubílum eða jafnvel risastór- um tengivögnum þegar þeir þurfa að komast inn á götu því það er svo ófor- skammað og hugsar bara með sér „ansans strætó, ætlar hann nú að svína fyrir mig eina ferðina enn?“ svo gefur það í til þess að vagninn komist nú alveg örugglega ekki inn á götuna. Það er samt líka til mjög gott og kurteist fólk í umferðinni sem hleypir þessum stóru bílum inn á þegar færi gefst, því það geri ég og mér líður bara betur á eftir. Þess vegna finnst mér að í staðinn fyrir að skammast út í strætó ættir þú bara að gefa þeim séns því það er greinilega eitthvað sem þú hefur ekki gert lengi. Og nú spyr ég: Af hverju tekurðu ekki bara strætó? 17 ára bílstjóri. Giftingarhringur í óskilum HERRA gif-ingarhringur með áletr- uninni „Jenny“ er í óskilum. Upplýs- ingar í síma 616 1800. Tangó er týndur TANGÓ týndist frá Bogahlíð 11 í Reykjavík. Hann er eyrnamerktur högni, númerið hans er 01G225. Hann er grábröndóttur og hvítur. Hann er geltur og mjög góður við þá sem klappa honum. Þeir sem hafa orðið hans varir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Stefni í síma 662 3084, sama hversu lítið það virðist vera. Við söknum hans sárt og biðjum fólk að hafa aug- un hjá sér. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali 533 4200 eða 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Hef kaupanda að vönduðu einbýlishúsi á stór-Reykjavíkursvæðinu Seljendur vinsamlega hafið samband í síma 533 4200 eða 892 0667 Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Opið hús í dag, þriðjudag frá kl 17-19 Vandað 157 fm einbýli á einni hæð með innbyggðum 38 fm bílskúr. Vandaðar innréttingar. Góður garður og stór sólpallur í vestur. Gott ein- býli á góðum stað í Grafarvogi. Skammt frá ströndinni og stutt út í nátt- uruna og góðar gönguleiðir. BAKKASTAÐIR 135 - EINBÝLI Á EINNI HÆÐ KOMIÐ er út hjá Disney-klúbbi Vöku- Helgafells blaðið Prinsessur. Hér er á ferð þrautablað þar sem saman fara þrautir, leiðbein- ingar að föndri og útsaumi og einnig sögur þar sem bregður fyr- ir mörgum af skærustu stjörn- unum úr Disney- teiknimynd- unum. Hægt er að lita inn í myndir og spila suma leikina í blaðinu með öðrum. Blaðið kostar kr. 890. Barnablað ÚT ER komin hjá Máli og menningu Ís- lensk-dönsk, dönsk-íslensk vasaorða- bók í ritstjórn Halldóru Jónsdóttur. Í tilkynningu segir að sérstök áhersla hafi ver- ið lögð á að nauðsynlegar málfræðiupplýs- ingar séu þar sem við á, s.s um orðflokka og beygingar, og að framsetning sé skýr og aðgengileg. Í miðju bókarinnar má síðan til hægðarauka finna lista með sterkum dönskum sögnum og töluorðum. Hefur ný íslensk-dönsk orðabók ekki verið gefin út í áratugi en fyrri hluti nýju orðabókarinnar tók mið af almennu íslensku nútímamáli, jafnt töluðu sem rituðu. Orðaforði síðari hluta bókarinnar er hins vegar mið- aður við nýjan og uppfærðan orða- grunn Gyldendal í Danmörku. Í orðabókinni eru 37.000 upp- flettiorð og rúmlega 12.000 dæmi um málnotkun. Bókin kostar kr. 3.900. Orðabók Fréttasíminn 904 1100 Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.