Morgunblaðið - 16.08.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 2005 25
UMRÆÐAN
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
13
16
8
VIÐ TÓBAKSREYK
SEM HLÍFA ÖÐRUM
ÞAKKIR TIL ÞEIRRA
HÖLDUM HEILSUNNI Á LOFTI
UNDANFARIN ár hefur svo-
nefnt Baugsmál er varðar meinta
glæpi stjórnenda Baugs í meðferð
fjármuna og viðskiptum innanlands
og utan verið ofarlega í umræðunni
og skollið á forsíðum dagblaðanna
undanfarið. Umræðan og aðdrag-
andinn er allur með svo miklum ólík-
indum að jafnvel þótt fólk kunni að
vera með einhverja andúð á Baugi
og stjórnendum þess
er hæpið að réttsýnt
og skynsamt fólk
styðji framgöngu
stjórnvalda af því tagi
sem yfirvöld hafa við-
haft. Enginn vill lenda
í svona aðgerðum og
eftir því sem næst
verður komist, til
dæmis ummæli
breskra aðila, eru
meint brot Baugs og
stjórnenda engan veg-
inn talin nægileg til að
réttlæta þessa aðferð
sem notuð hefur verið.
Undirritaður er þó
á því að stjórnendur
Baugs hefðu átt að
vita eða átt að vara sig
á hvers konar aðgerð-
ir gætu hafist gegn
þeim ef þeir gættu
ekki betur að gerðum
sínum í meðferð fjár-
muna sem Íslendingar, þó undirrit-
aður telji að þessir aðilar hafi reynt
eftir bestu getu að vinna að við-
skiptum sínum á heiðarlegan hátt.
Mikið reynsluleysi blasir við hvar-
vetna og menn hafa hreinlega stung-
ið sér til sunds í stóru alþjóðlegu
fjármálalaugina og ætlað að reyna
að læra að synda smátt og smátt.
Ísland er hugsanlega á vissan hátt
frumstætt í þeim efnum sem snýr að
rannsókn mála af þessu tagi enda
hafa mjög fáir, nánast engir Íslend-
ingar stundað alþjóðaviðskipti á
þeim skala sem Baugur og þeirra
stjórnendur hafa viðhaft. Í því ljósi
virðist nær augljóst að á sama hátt
og stjórnendur Baugs stungu sér í
stóru alþjóðlegu fjármálalaugina
með kjarkinn einan að vopni hafa ís-
lensk lögreglu- og rannsóknaryf-
irvöld einnig stungið sér í stóru al-
þjóðlegu fjármálarannsóknarlaugina
án að því er virðist með nægilega
þekkingu eða reynslu á málinu. Ekki
bætir það úr að gífurlegur þrýst-
ingur hefur verið á íslenska rann-
sóknarfólkinu af hálfu æðstu emb-
ættismanna íslenska ríkisins sem
gerir málið allt nær óvinnandi.
Hvernig getur rannsóknarlög-
reglumaður unnið á hlutlausan og
hlutlægan hátt með hnefa æðstu
stjórnenda ríkisins yfir höfði sér?
Íslensk stjórnvöld hafa hingað til
viljað ráða nær einu og öllu í ís-
lensku atvinnulífi. Umsvif Baugs er-
lendis teljast nú líklega einnig hluti
af íslensku atvinnulífi sem hinir
valdasjúku embættismenn okkar
hafa ekki náð neinum tökum á. Sú
staðreynd og að æðstu stjórn-
málamenn okkar eru einnig flæktir í
málið eða allavega flæktir í ákveðna
umræðuþætti, grafa fullkomlega
undan trúverðugleika stjórnvalda í
málinu og gera allt málið meira líkt
einhverjum hefndaraðgerðum. Þetta
er mjög bagalegt þar sem það er jú
nauðsynlegt fyrir íslensk lögreglu-
yfirvöld að vera hafin yfir hvers kon-
ar pólítíska skítalykt eða stjórnast af
reiði eða tilfinningasemi einstakra
háttsettra stjórnmálamanna til að
geta unnið að málum án nokkurrar
grunsemdar um óeðlilegar aðgerðir.
Ef lögregluaðgerðir eru ekki hlut-
lausar og algerlega fríar við grun
um einhvers konar hefndar- eða
árásaraðgerðir í nafni yfirvalda þá
er Ísland orðið lögregluríki. Því mið-
ur lyktar þetta Baugsmál af slíkri
fýlu.
Það hefur verið mikið ánægjuefni
að íslensk fyrirtæki hafa getað rutt
brautina í útrás atvinnulífsins á Ís-
landi sem um langt skeið hefur lítið
getað vaxið vegna einhæfni. Ekki
þarf að kynna þessi útrásarfyrirtæki
en nokkur þeirra eru mjög þekkt.
Vegna tilkomu þessa Baugsmáls eru
allar líkur á að fjöl-
margir sérfræðingar og
hugsanlega fjár-
málastofnanir sem unn-
ið hafa fyrir íslensk út-
rásarfyrirtæki muni nú
þurfa að skoða sín mál
miklu betur í framtíð-
inni. Ef íslensk lög, lög-
reglusamþykktir, lög-
regluaðgerðir,
skattaeftirlit og annað
opinbert eftirlit er ekki
með sama hætti eða
mjög líkum hætti og
gerist í nágrannalönd-
um okkar þá verða fyr-
irtækin og sérfræðing-
arnir sem vinna fyrir
þau ásamt fjár-
málastofnunum að
flytja alfarið úr landi og
vinna undir lögum sem
eru með sama sniði og
almennt gerist á al-
þjóðlegum mörkuðum.
Ísland getur ekki eitt og sér sett
neina staðla sem eiga við um Íslend-
inga erlendis sem stangast á við þær
reglur sem gilda í öðrum Evr-
ópulöndum. Íslensk skattalög og
hvers konar lög um rannsóknir eða
lögregluaðgerðir verða að vera ná-
kvæmlega með sama sniði og í öðr-
um Evrópulöndum þar sem Íslend-
ingar eru nú í mjög nánu samstarfi
með útlendingum. Innan sama fyr-
irtækis sem rekið er sameiginlega af
Íslendingum og útlendingum er al-
gerlega óframkvæmanlegt að Ís-
lendingarnir sitji við annað borð en
erlendir samstarfsmenn þeirra í
sama fyrirtækinu. Þessi staða kom
til dæmis upp þegar Jón Ásgeir var
að vinna með Philip Green um yf-
irtöku á Arcadia að lögreglurann-
sókn í höfuðstöðvum Baugs var í
augum Green feiknarlega alvarlegur
atburður en Jón Ásgeir, svipað og
flestir Íslendingar, taldi nánast að
um formsatriði væri að ræða og
kynnti þetta ekki neitt sérstaklega
fyrir Green sem taldi þá að Jón hefði
verið óheiðarlegur.
Það sjá allir að svona mismunur í
réttarfari og meðferð opinberra
mála gengur ekki. Sum Evrópulönd
hafa undanfarið lagað ýmislegt í
þessum málum og á árinu 2003 gerði
Spánn til dæmis umtalsverðar
breytingar til að auðvelda öðrum
Evrópubúum að starfa á Spáni.
Íslenskt rétt-
arfar og
Baugsmálið
Sigurður Sigurðsson
fjallar um málefni Baugs
Sigurður Sigurðsson
’Íslensk stjórn-völd hafa hingað
til viljað ráða
nær einu og öllu
í íslensku at-
vinnulífi.‘
Höfundur er verkfræðingur.
Fréttir í tölvupósti