Morgunblaðið - 19.08.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 222. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Menningarnótt
2005
Menningarnótt
Kynningarblaði
er dreift með
Morgunblaðinu
í dag
Hugmyndahúsið ehf.
Tjaldað yfir
málverkið
Einar Hákonarson opnar sýningu í
Hljómskálagarðinum | Menning
Bílar og Íþróttir í dag
Bílar | Draumur á hjólum Meistarataktar Svía og Breta Pirelli-
rallið Vélaver á nýjum stað Íþróttir | Þjáningarbræðurnir Kári og
Messi Eyjamenn úr fallsæti Blikarnir komnir upp
London. AFP. | Ian Blair, yfirmaður
lögreglunnar í London, neitar því
harðlega að hafa á nokkurn hátt
reynt að koma í veg fyrir að gerð yrði
opinber rannsókn á dauða Brasilíu-
mannsins Jean Charles de Menezes,
er lögreglumenn skutu til bana í síð-
asta mánuði, eða að hafa reynt að
leyna því hvernig atburðinn bar að.
„Slíkar ásakanir stinga beint í
hjarta lögreglunnar og gera lítið úr
ráðvendni hennar … og ég hafna
þeim algjörlega,“ sagði hann í gær.
Blair lýsti því yfir á sínum tíma að
Menezes hefði verið ráðinn bani
vegna gruns um að hann ætlaði að
fremja sjálfsmorðssprengjuárás.
Klæðnaður hans hefði þótt grunsam-
legur, en hann var sagður hafa verið í
þykkum ullarfrakka á heitum sum-
ardegi. Þá á hann að hafa stokkið yfir
grindur á lestarstöðinni og hlaupið
undan lögreglu inn í lestina.
Skýrsla sérstakrar stofnunar sem
rannsakað hefur dauða Menezes
greinir hins vegar frá því að hann
hafi verið klæddur gallajakka og
ekki hlaupið, heldur gengið rólega
inn í lestina og sest þar niður. Auk
þess kemur fram í skýrslunni, sem
lak til sjónvarpsstöðvarinnar ITV í
vikunni, að Menezes hafi verið haldið
af lögreglumönnum á meðan hann
var skotinn ítrekað í höfuðið.
Starfsmanni stofnunarinnar hefur
að sögn BBC og SKY verið vikið úr
starfi fyrir að leka upplýsingunum.
Blair neitar ásökunum
Sagður hafa | 16
MIKILL vindur tók á móti Benedikt
XVI. páfa er hann steig út úr flugvél í
fæðingarlandi sínu, Þýskalandi, í gær
og átti hann fullt í fangi með að
reyna að halda í kollhúfu sína sem
sveif yfir höfði hans.
Vindurinn var ekki það eina sem
tók páfanum fagnandi, en hundruð
þúsunda manna fögnuðu komu hans.
Er þetta fyrsta opinbera heimsókn
Benedikts á erlenda grundu eftir að
hann var kjörinn páfi í apríl.
Reuters
Páfa fagnaðTALSMENN ísraelskra öryggissveita segja alla
landtökumenn hafa verið flutta brott frá stærstu
gyðingabyggðinni á Gaza-svæðinu, Neve Deka-
lim, alls 1.850 manns. Meira en helmingur land-
tökubyggða á Gaza hafi þegar verið rýmdur í
gærkvöldi, en þær eru 21 talsins. Tvær af fjórum
gyðingabyggðum á Vesturbakkanum, sem til
stóð að rýma, séu einnig auðar.
Með brottflutningnum lýkur 38 ára búsetu
landtökumanna á landi sem tekið var af Palest-
ínumönnum í sex daga stríðinu árið 1967.
Á öðrum degi brottreksturs Ísraela af svæðinu
þurftu öryggissveitir að berjast við róttæka land-
tökumenn sem höfðu lokað sig inni í bænahúsum
í Neve Dekalim og Kfar Darom þar sem kom til
blóðugra átaka. Yfirhöfuð var þó um staðfasta
andspyrnu án ofbeldis að ræða í gær. Tilfinn-
ingahitinn var þó mikill er öryggissveitir fjar-
lægðu menn með valdi frá bænahúsunum og
heimilum þeirra.
Hundrað gyðingar teknir höndum
Eftir að hafa í nokkra daga rætt við landtöku-
menn á Gaza-svæðinu og reynt að ginna þá burt
frá heimilum sínum með fagurmælum, rökræð-
um og fortölum reyndi á þolinmæði ísraelskra
her- og lögreglusveita í gær er til blóðugra átaka
kom milli þeirra og róttækra landtökumanna við
bænahúsið í Kfar Darom. Rúmlega hundrað rót-
tækir gyðingar voru þar teknir höndum fyrir að
beita ofbeldi gegn ísraelskum öryggissveitum.
Í örvæntingarfullri tilraun til að hindra brott-
flutning frá Gaza köstuðu reiðir landtökumenn
sýru að lögreglumönnum, sem og eggjum og
ljósaperum fylltum málningu er lögreglumenn
reyndu að ná þaki bænahússins í Kfar Darom á
sitt vald en þar höfðu tugir landtökumanna búið
um sig. Að sögn ísraelsks hershöfðingja særðist
að minnsta kosti 41 lögreglumaður vegna þessa
sem og 17 landtökumenn.
Lögreglumenn notuðust við stiga, krana og
þrýstiloftsbyssur til að hemja landtökumennina.
Vegna atburða gærdagsins hefur ríkissak-
sóknari Ísraels í samráði við varnarmálaráðherr-
ann ákveðið að ekkert umburðarlyndi verði sýnt
þeim sem bregðast við brottflutningnum með of-
beldi. Slái landtökumaður til að mynda til lög-
reglumanns með barefli verði tekið á því sem um
tilraun til morðs sé að ræða.
Höfuðvígi landtöku-
manna á Gaza er autt
Öryggissveitir Ísraelsmanna sýna stillingu þrátt fyrir blóðug átök
Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur
jse@mbl.is
Reuters
Reiðir landtökumenn öskra á lögreglumann eftir að öryggissveitir fjarlægðu félaga þeirra af þaki bænahússins í Kfar Darom.
Undanfari | 16
TÖLUVERÐ tengsl virðast vera á milli
hæfni nemenda í lestri og hæfni þeirra í
stærðfræði. Þetta kom fram í fyrirlestri Júl-
íusar Björnssonar hjá Námsmatsstofnun
sem hann flutti á málþingi um íslensku-
kennslu í Kennaraháskólanum í gær.
Júlíus hefur kannað niðurstöður sam-
ræmdra prófa og erlendra rannsókna og
sagði að ef íslenskir piltar væru jafngóðir í
lestri og stærðfræði og stúlkur þá væri Ís-
land á meðal allra efstu landa í alþjóðlegum
samanburði. Að sögn Júlíusar eru stúlkur
að jafnaði betri í hvoru tveggja og því meiri
sem kynjamunurinn í lestri er þeim í hag,
því betri eru þær í stærðfræði samanborið
við piltana.
„Eftir því sem niðurstöður samræmdra
prófa og niðurstöður úr alþjóðlegum sam-
anburðarrannsóknum eru skoðaðar betur
verður skýrara í mínum huga að það er
tungumálið sem er lykilatriði. Undirstaða
bóklegs náms hlýtur að vera lestur og við
vitum það að rökhugsun er illmöguleg ef
einstaklingur hefur ekki gott vald á tungu-
málinu.“
Tengsl milli
hæfni nem-
enda í lestri
og stærðfræði
Tungumálið | Miðopna