Morgunblaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BISKUP Íslands, Karl Sigurbjörns-
son, hefur tilkynnt sr. Hans Markúsi
Hafsteinssyni, sóknarpresti í Garða-
sókn, að flytja eigi hann til í starfi á
næstunni.
Í yfirlýsingu frá Biskupsstofu frá
því í gær segir að þetta hafi verið
gert í samræmi við úrskurð áfrýj-
unarnefndar Þjóðkirkjunnar og með
samþykki kirkjumálaráðherra, sem
er Björn Bjarnason.
Verður fluttur í Reykjavíkur-
prófastdæmi vestra
Hans Markúsi er tilkynnt um
flutning í nýtt embætti héraðsprests
í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra,
með aðsetur í Langholtskirkju.
Lögmaður Hans Markúsar,
Sveinn Andri Sveinsson hrl, segist í
samtali við Morgunblaðið ekki
reikna með að umbjóðandi sinn muni
una niðurstöðu biskups. Ekki liggi
fyrir neitt samkomulag um flutning í
starfi, enda sé nýtt starf lakara í
kjörum og ábyrgðarminna. Hans
Markús sé embættismaður, skipaður
af ráðherra, en nú sé verið að bjóða
honum starf sem biskup hafi boðvald
yfir.
„Flutningurinn er ígildi uppsagn-
ar þar sem það jafngildir brott-
rekstri úr starfi
að bjóða sóknar-
presti stöðu að-
stoðarprests,“
segir Sveinn
Andri en í yfirlýs-
ingu Biskups-
stofu segir að í
samræmi við
stjórnarskrána sé
Hans Markúsi
veittur kostur á
að kjósa um embættaskiptin eða
lausn frá embætti, „með lögmæltum
eftirlaunum“.
Getur boðið sig fram aftur
Sveinn Andri segir starfsmanna-
lög ríkisins gera ráð fyrir að séu
menn fluttir til í starfi verði þeim
boðið sambærilegt starf. Ákvörðun
biskups sé eins og að gera yfirlög-
regluþjón að lögreglufulltrúa.
Hann bendir á að Hans Markús sé
áfram kjörgengur sem prestur og
eigi kröfu um laun út skipunartím-
ann.
Nú verði staðan í Garðasókn
væntanlega auglýst og ekkert hindri
Hans Markús í að sækja um stöðuna.
Ákveðinn fjöldi sóknarbarna geti þá
farið fram á kosningu.
Biskup flytur sr. Hans Markús
Hafsteinsson til í starfi
„Flutningurinn
ígildi uppsagnar“
Hans Markús
Hafsteinsson
AÐGENGI fatlaðra að þingpöllum
er meðal þess sem bætt hefur verið
úr í viðamiklum endurbótum á Al-
þingishúsinu í sumar. Reiknað er
með því að endurbótum innanhúss
ljúki um næstu mánaðamót, en setja
á haustþingið laugardaginn 1. októ-
ber.
Helgi Bernódusson, skrifstofu-
stjóri Alþingis, segir að þegar verk-
inu verði lokið þetta sumarið sé næst
á dagskrá að gera við þak og út-
veggi, einkum á norður- og vestur-
hlið hússins. Mikið lá á síðasta haust
þegar þurfti að ganga frá ýmsu til
bráðabirgða áður en þingið hófst, en
Helgi segir að slíkt verði ekki á döf-
inni í ár.
„Það er verið að lagfæra og laga
til, við reynum að halda þessu í eins
góðu horfi og kostur er. Við reynum
að vera eins trúir upprunalegri
mynd hússins eins og hægt er, og
höfum fengið mjög góða aðstoð frá
arkitektunum Þorsteini Gunnars-
syni og Sigurði Einarssyni,“ segir
Helgi. Hann segir Halldór Blöndal,
forseta Alþingis, hafa beitt sér af
alefli fyrir því að farið væri í endur-
bætur á húsinu í kjölfar þess að við-
bygging við húsið var tekin í notkun
árið 2002.
Bolabásinn endurnýjaður
Í sumar var lagt parket á gólf á
jarðhæð, herbergi löguð til að skapa
betri hljómburð, raflagnir á þriðju
hæð og í risi lagaðar. Auk þess er
verið að laga hinn svokallaða Bola-
bás, en þar hafa fjölmiðlamenn, sem
fylgjast með störfum Alþingis, að-
stöðu. Viðamestu breytingarnar eru
þó þær að verið er að koma fyrir
lyftu milli annarrar og þriðju hæðar
hússins, og lagfæra þingpallana.
„Nú eiga fatlaðir að eiga greiðan að-
gang að þingpöllum, án aðstoðar,“
segir Helgi.
Morgunblaðið/RAX
Verið er að gera við gólf og veggi í skrifstofum þingflokka og forseta Alþingis á neðstu hæð, við gamla aðalinnganginn sem ekki er lengur notaður.
Bæta aðgengi fatlaðra að Alþingi
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ segir
í vefriti sínu að bensínverð hafi oft
verið hærra en nú, og ber þá verðið
saman við kaupmátt launa. Með því
móti megi sjá raunverð bensíns
miðað við laun.
Ráðuneytið segir að frá árinu
1993 til 1997 og aftur árið 2000 hafi
raunverð á bensíni verið mun
hærra en það sé nú, svo muni allt að
fjórðungi. Frá 2000 hafi raunverð á
bensíni farið lækkandi og komist
árið 2003 niður í að verða ódýrara
en nokkru sinni fyrr á undan-
förnum 15 árum.
„Síðan hefur verðið hækkað
nokkuð en ekki umtalsvert,“ segja
sérfræðingar fjármálaráðuneytis-
ins og bæta við að hluti skýring-
arinnar á því að bensín hafi lækkað
að raunvirði sé að vörugjald á bens-
íni hafi ekki haldið verðgildi sínu á
undanförnum árum. Þannig hafi
raunvirði bensíngjalda á hvern lítra
verið 22% hærra árið 1997 en það
sé nú. Laun í landinu hafi hækkað
umtalsvert á undanförnum árum,
meira en bensínverð, jafnvel á
þessu ári.
Ráðuneyti
segir bensín-
verð oft hafa
verið hærra
ROSKIN kona slasaðist alvarlega
þegar ekið var á hana við Breiðu-
mörk í Hveragerði síðdegis í gær.
Hún hlaut m.a. höfuðáverka og var
flutt með sjúkrabifreið á Landspít-
alann í Fossvogi. Lögreglan á Sel-
fossi rannsakar tildrög slyssins en
sagði að hvorki væri um grun um
hraðakstur né ölvun ökumanns að
ræða. Skert vegsýn á þessum slóðum
væri líklegri skýring en niðurstaða í
rannsókninni mun varpa skýrari
ljósi á tildrögin.
Hin slasaða var flutt á slysadeild
og þaðan á gjörgæsludeild Landspít-
alans. Að sögn vaktlæknis hlaut hún
beinbrot en þurfti þó ekki að tengj-
ast öndunarvél.
Gangandi veg-
farandi slas-
aðist alvarlega
♦♦♦