Morgunblaðið - 19.08.2005, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Beint leiguflug* 26. febrúar í 9 nætur
ÍS
L
E
N
S
K
A
A
U
G
L
†
S
IN
G
A
S
T
O
F
A
N
/S
IA
.I
S
U
R
V
2
9
2
6
3
0
8
/2
0
0
5
*Flogið til Eagle County í Colorado, millilent í Minneapolis
vegna eldsneytistöku og vegabréfaskoðunar.
Frægasti skíðastaður í heimi!
Aspe
Fáðu ferðatilhögun, nánari upplýsingar
um gististaðina og reiknaðu út
ferðakostnaðinn á netinu! www.urvalutsyn.is
Verð frá:
139.780 kr.
á mann í tvíbýli
með morgunverði
á Hótel Durant
• Glæsilegir gististaðir miðsvæðis í Aspen
• Sértilboð á skíðapössum fyrir viðskiptavini Úrvals-Útsýnar
Með nýjum þjóð-kirkjulögum,sem samþykkt
voru í kirkjumálaráð-
herratíð Þorsteins Páls-
sonar árið 1997, fékk
kirkjan meira vald til að
ráða eigin skipulagi en áð-
ur var. Kirkjuþingi var
fengin heimild til að skipa
með starfsreglum flestum
þeim málefnum sem áður
var gert með lögum frá Al-
þingi eða reglugerðum.
Stefnumörkun á ýmsum
sviðum kirkjunnar hefur
síðan þá verið að stærst-
um hluta í höndum kirkjuþings-
ins. Ein afdrifaríkasta breytingin
sem orðið hefur á starfi kirkjunn-
ar frá gildistöku laganna er ný
stefnumörkun um framtíðarskip-
an sókna, prestakalla og prófasts-
dæma.
Á kirkjuþingi árið 2000 var
samþykkt stefnumörkun þess efn-
is að fækka prestsembættum í
prestaköllum með undir 500 íbú-
um. Framkvæmd fækkunarinnar
miðast við að sameina prestaköllin
þegar embættin losna. Jafnframt
er stefnt að því að fjölga prests-
embættum á höfuðborgarsvæð-
inu.
Guðmundur Þór Guðmundsson,
framkvæmdastjóri kirkjuráðs,
segir þessa stefnu miðast að því
að jafna þjónustubyrði presta
kringum landið og tryggja eðli-
lega og hagkvæma nýtingu á þeim
takmarkaða mannafla sem Þjóð-
kirkjan hefur yfir að ráða.
Flókið ferli
Guðmundur segir ferlið fyrir
þessar breytingar vera töluvert
langt og flókið. „Biskupafundur,
sem biskup Íslands og vígslubisk-
uparnir tveir sitja, hefur frum-
kvæðið að tillögu um sameiningu
tveggja eða fleiri prestakalla. Til-
lagan er þá send til umsagnar hjá
aðalsafnaðarfundi prestakallanna,
allra presta í prófastsdæminu og
til héraðsfundar prófastsdæmis-
ins.“ Guðmundur segir að algeng-
ast sé að tillögunum sé mótmælt
kröftuglega á aðalsafnaðarfund-
unum og oft á héraðsfundum.
Sóknir, prestaköll og prófastar
hafa þó ekki neitunarvald heldur
veita tillögunum einungis um-
sögn.
„Biskupafundur fær þá tillög-
urnar aftur og ákveður hvort
leggja eigi þær fyrir kirkjuþingið.
Það er hins vegar allur gangur á
því hvaða úrlausn málið fær á
kirkjuþinginu. Stundum eru til-
lögurnar felldar og stundum sam-
þykktar og allur gangur á því. En
kirkjuþingið hefur endanlegt
ákvörðunarvald og ef tillögurnar
eru samþykktar er það svo kirkju-
ráðið sem framkvæmir samein-
inguna.“
Frá því að kirkjuþingið fékk
vald til að ákvarða um prestaköll
og hin nýja stefnumörkun var
samþykkt hefur prestaköllunum
fækkað um ellefu á landsbyggð-
innu en prestsembættum fjölgað
um fimmtán í þéttbýli. Guðmund-
ur segir hins vegar að ekki sé útlit
fyrir að margar sameiningartil-
lögur verði lagðar fyrir næsta
kirkjuþing í haust.
„Í ár hafa tvær tillögur verið til
umsagnar, önnur um sameingu
Raufarhafnar- og Skinnastaðar-
prestakalla og hin um fækkun
prófastsdæma úr sextán í tíu, en
ekki er útséð um hvort þær verða
lagðar fyrir þingið.“ Eins og kem-
ur fram í máli Guðmundar er al-
gengast að sameiningu presta-
kalla sé mótmælt heima í héraði.
Alla jafna er ástæða þess að til-
laga um sameiningu er lögð fram
sú að íbúum prestakallanna hefur
fækkað. Sveitarfélögin eiga þá
venjulega í vök að verjast og
finnst mörgum það hart að missa
prestinn þegar svo stendur á.
Þá spila einnig tilfinningalegar
ástæður inn í afstöðu sóknar-
manna, t.d. hafa margir áhyggjur
af krikjubyggingunum, sem fram-
vegis munu standa auðar.
Innan prestastéttarinnar hefur
einnig gætt efasemda í garð þess-
ara breytinga. Geir Waage, sókn-
arprestur í Reykholti, er einn
þeirra sem gagnrýnt hafa breyt-
ingarnar og dregið í efa rétt
kirkjuþingsins til að ráðskast með
hina fornu skipan prestakallanna.
Miðstýrð stofnun
„Þegar kirkjan tók við þessu þá
óttuðust margir – ég þar með tal-
inn – að einhver vitleysa hlytist af
þessu. Að menn færu að sækja
prestana út á land um leið og
prestaköllin væru veik, stæðu auð
á milli presta eða þegar byggðin
veiktist vegna atvinnumála.
Nú er það hins vegar þannig að
íslenska þjóðkirkjan er byggð upp
af sjálfstæðum prestaköllum og
embættið í hverju prestakalli er í
reynd ævaforn sjálfseignarstofn-
un. Laun prestanna hafa alltaf
komið af kirkjueignunum. Árið
1907 fékk ríkið jarðirnar og stofn-
aði prestslaunasjóð til að standa
straum af launum presta, og
prestaköllin fengu úthlutað í sam-
ræmi við þær eignir sem teknar
voru frá þeim. Nú eru menn að
ganga á þetta forna skipulag sem
grundvallað var á eignarrétti og
virðingu fyrir hefð og lögum. Þeir
nálgast þá kirkjuna eins og hverja
aðra veraldlega stofnun og mið-
stýra henni í samræmi við þarfa-
greiningu og þjónustu.“
Fréttaskýring | Þjóðkirkjan stefnir að
fækkun prestakalla í dreifbýli
Þjónusta og
hagkvæmni
Prestsembættum hefur fjölgað
verulega á höfuðborgarsvæðinu
Sveitakirkjur standa nú auðar.
Efasemda gætir innan
prestastéttarinnar
Frá því að kirkjuþing sam-
þykkti stefnumörkun um fram-
tíðarskipan sókna, prestakalla
og prófastsdæma árið 2000 hafa
ellefu prestaköll verið sameinuð
á landsbyggðinni og prófasts-
dæmin í Ísafjarðarsýslu og
Barðastrandarsýslu verið sam-
einuð í Vestfjarðaprófastsdæmi.
Á sama tíma hafa 11 prestsemb-
ætti verið stofnuð í Reykjavík-
urprófastsdæmunum tveimur,
eitt í Eyjafjarðarprófastsdæmi
og tvö í Kjalarnesprófastsdæmi.
Kristján Torfi Einarsson
kte@mbl.is
VANTSRÖR opnaðist í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar í gær með þeim af-
leiðingum að 10–15 tonn af vatni láku
milli hæða í suðurhluta byggingar-
innar.
Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri
flugstöðvarinnar, segir að starfsfólk,
slökkvilið og rekstraraðilar hafi
brugðist hratt og örugglega við og
lekinn var stöðvaður á þremur mín-
útum. Innritunin var færð yfir í
norðurhluta flugstöðvarinnar en
fljótt og vel gekk að hreinsa vatn út
úr byggingunni.
„Skemmdirnar virðast minni en á
horfðist í byrjun og þetta hafði lítil
áhrif á rekstur flugstöðvarinnar. Við
gátum haldið áfram að innrita far-
þega þótt við þyrftum að færa okkur
aðeins til,“ segir Höskuldur og bætir
við að lítil sem engin seinkun hafi
orðið á flugi.
Höskuldur segir að tryggingarfyr-
irtæki sé nú að fara yfir skemmdir.
Rífa þurfi klæðningar af og taka nið-
ur milliveggi til að sjá hvort eitthvað
hafi skemmst.
Innritun flugfarþega verður með
eðlilegum hætti í dag, að sögn Hösk-
uldar.
Víkurfréttir/Margrét
Loka þurfti innritunarborðum í suðurhluta flugstöðvarinnar vegna vatnslekans og breiða plast yfir þau.
Mikill vatnsleki í
Leifsstöð tafði innritun