Morgunblaðið - 19.08.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.08.2005, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hver vegur að heiman er vegur heim á morgun Björk Guðmundsdóttir talar við Árna Matthíasson um tón- listina við kvikmyndina Drawing Restraint 9 eftir bandaríska listamanninn Matthew Barney. ÞAÐ stefnir í metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu en þegar forskráningu á Netinu lauk í gær höfðu um 2.500 manns skráð sig til keppni. „Þetta er mesta forskráning sem við höfum fengið. Íslend- ingar skrá sig mikið eftir veðri svo að við búumst við að með þessu áframhaldi sláum við metið,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Íslands- banka Reykjavíkurmaraþons, en í fyrra tóku hátt í fjögur þúsund manns þátt. Hjördís segir að aldrei hafi jafn margir útlend- ingar verið skráðir. Í fyrra voru þeir um fjögur hundruð en í gær höfðu yfir 600 skráð sig til þátt- töku. Af þeim eru tvö hundruð Kanadamenn komnir til landsins gagngert til að hlaupa góðgerðar- maraþon sem hefst klukkan níu í fyrramálið. Hjör- dís segir að hópurinn hafi safnað 1,3 milljónum doll- ara til styrktar samtökum sykursjúkra í Kanada. Frá hádegi og fram til 21 í kvöld verður tekið við skráningum í húsnæði TBR í Laugardal. Þátttöku- gjald fyrir skemmtiskokkið er 1.500 kr. fyrir full- orðna og 800 fyrir börn en boðið er upp á fjöl- skylduafslátt fyrir fjögurra manna fjölskyldur og stærri. Þátttökugjald í 10 km hlaupi er 2.000 kr., 3.200 í hálfmaraþon og 4.000 í heilt maraþon. Þátttak- endum er boðið til pastaveislu í kvöld í boði Barilla í félagsheimili Félags eldri borgara. Maraþonið hefst svo klukkan tíu í fyrramálið en ræst verður í hálfmaraþoni og styttri vegalengdum kl. 11. Límborðar í stað málningar Unnið hefur verið að því undanfarna daga að merkja leiðirnar sem hlaupnar verða. Að sögn Haf- steins Óskarssonar, sem stjórnað hefur því verki, verða nú í fyrsta sinn notaðir gulir límborðar í stað málningar. Eru þeir með afar sterku lími, svo að engin hætta er á að þeir losni þótt bílaumferð sé mikil. Sem fyrr segir hefur málning verið notuð hingað til til merkinga en það vildi brenna við að hún væri lengi að mást af götunum að hlaupi loknu. Þurfti nokkrum sinnum að nota hreinsibíla til að afmá merkingarnar, að sögn Hafsteins.       # ((# 8'  #$       !                 Morgunblaðið/ÞÖK Götumerkingar settar fyrir Reykjavíkurmaraþon í gærkvöldi. Fremst er Hafsteinn Óskarsson, þá Steinn Halldórsson og síðan Þórður Bergmann Stefnir í metþátttöku í maraþoninu BIRTING Sudoku-talnaþrauta hefst í Morgunblaðinu í dag. Sudoku er japanskt heiti yfir talnaþrautir sem lengi hafa verið við lýði en náð gríðarlegum vinsældum á und- anförnum árum og birtast nú í öllum helstu dagblöðum heims. Su Doku merkir „ein tala“ og vísar til þess að þrautin byggist á því að tölurnar 1–9 birtast aðeins einu sinni hver í línum og reitum samkvæmt ákveðnum reglum. Engrar reikningskunnáttu er þörf við lausn þrautarinnar heldur aðeins rökhugsunar og útsjónarsemi. Alþjóðlegar vinsældir Sudoku, sem helst má líkja við æði, eru raktar til nýsjálenska lögfræðingsins og dóm- arans Wayne Gould sem kynntist leiknum í Hong Kong. Hann eyddi síðan 6 árum í að þróa tölvuforrit sem býr til Sudoku-þrautir viðstöðulaust og eru það þrautir byggðar á kerfi hans sem birtast munu í Morgunblaðinu. Lausn gátunnar felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1–9 en það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1–9 og aldrei má tvítaka neina tölu. Dæmið sem hér fylgir er um auðvelda þraut og má byrja að hugsa sér að koma tölunni 7 fyrir í fyrsta 3x3 boxinu efst til vinstri. Þá sést að 7 er í efstu níu reita lín- unni, boxið lengst til hægri og einnig í næstu níu reita línu 3x3 boxið í miðjunni. Þá kemur aðeins einn reitur til greina sem er reiturinn á milli talnanna 9 og 2 í þriðju lá- réttu línunni í 3x3 boxinu til vinstri. Og þannig koll af kolli. Þyngd þrautanna fer svo eftir því hversu margar tölur eru gefnar upp fyrirfram en því færri tölur í upphafi, þeim mun þyngri er þrautin. Birting Sudoku- þrauta hefst í blaðinu í dag 8 1 7 3 6 7 8 9 2 3 1 6 4 7 5 6 7 9 1 2 6 3 4 9 4 9 2 1 6 6 5 4 7 8 5 9 8 1 6 4 5 9 7 2 3 4 3 5 6 2 7 9 1 8 9 7 2 3 1 8 6 4 5 2 4 9 8 7 3 5 6 1 5 8 7 9 6 1 2 3 4 1 6 3 2 4 5 8 9 7 3 5 4 7 9 2 1 8 6 6 9 1 5 8 4 3 7 2 7 2 8 1 3 6 4 5 9  Sudoku | 38

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.