Morgunblaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF GRÆNFIRÐUNGAR hafa sent frá sér frétta- tilkynningu þar sem hrefnuveiðum við Ísland er mótmælt. Þar er sagt að veiðarnar séu undir yfirskyni vísinda og að Grænfriðungar muni halda áfram baráttu sinni gegn veiðunum og stuðla að aukinni hvalaskoðun og ferða- mennsku á Íslandi. Talsmaður Norðurlandadeildar Grænfrið- unga, Martin Norman, segir að ferðamála- samtök og hvalaskoðunarfyrirtæki hafi gert það ljóst að hvalveiðar spilli orðspori landsins og hafi neikvæði áhrif á straum ferðamanna til landsins. Á síðustu árum hafi tekjur af ferða- mennsku aukizt gífurlega og að 82.000 manns ungar og stærri hvalir af ýmsum ástæðum, svo sem hlýnandi loftslagi, eyðingu ósonlagsins, eiturefnum, hávaðamengun, ofveiði og árekstr- um við skip. Þannig drepist ein skepna á ann- arri hverri mínútu. Það síðasta sem maðurinn eigi að gera til að auka á þessar hættur sé að stunda veiðar. Ennfremur segir í tilkynningunni að í frysti- geymslum séu allt að 40 tonn af óseldu kjöti og spiki frá árunum 2003 og 2004. Aðeins fjórð- ungur af kjöti síðasta árs hafi selzt. Engu að síður hafi Íslendingar verið við sama heygarðs- hornið og ákveðið að veiða 39 hrefnur á þessu ári. hafi farið í hvalaskoðun á síðasta ári. Það hafi skilað tekjum upp á um 1,2 milljarða króna. Á árinu 2003 hvöttu Grænfriðungar fólk til þess að íhuga Íslandsferð ef hvalveiðar yrðu stöðvaðar. Í fréttatilkynningunni segir að 65.000 manns hafi svarað játandi, en koma þeirra gæti gefið tekjur af ferðamennsku sem næmu nærri fimm milljörðum króna, en hval- veiðar hefðu aðeins skilað 256 milljónum króna, þegar þær stóðu sem hæst. Því sýni tilboð Grænfriðunga til íslenzku þjóðarinnar ótvíræð- an efnahagslegan og umhverfisvænan ávinning af því að kjósa ferðamennsku í stað hvalveiða. Norman segir að árlega drepist 300.000 höfr- Vilja ferðamennsku í stað hvalveiða ÚR VERINU ENDURNÝJUN varð í bátaflota Þórshafn- arbúa nýverið þegar Sæmundur Einarsson útgerðarmaður skipti yfir í 6 tonna Víking 800, sem smíðaður var hjá Samtaki í Hafnar- firði. Sæmundur er reyndur sjógarpur og hefur nær alla starfsævina stundað sjóinn, um þrjátíu ár. Hann lætur vel af útgerðinni og segist ekki kvarta yfir grásleppuvertíðinni, sem hafi komið alveg þokkalega út. Smábátaútgerð hefur staðið á nokkuð traustum grunni gegn- um tíðina á Þórshöfn en þetta sumar gera um tíu smábátar út þaðan. Útgerð stærri skipa á bolfiskveiðar er lítil, en Geir ÞH er þeirra stærstur. Nýr bátur til Þórshafnar Morgunblaðið/Líney Sæmundur Einarsson útgerðarmaður við nýja bátinn sinn, en hann er smíðaður hjá Samtaki. ALJÞJÓÐA dýraverndunarsjóðurinn hvetur íslenzk stjórnvöld til að hætta veiðum á hrefnu í vísindaskyni og segir að um ríkisstyrktar veiðar sé að ræða. Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá samtökunum: „Hinn 17. ágúst var tilkynnt að veiðst hefðu 39 hrefnur við Ísland eins og ís- lensk stjórnvöld höfðu heimilað Hafrann- sóknastofnun að drepa í sumar. Ekki tókst að veiða þann fjölda á tilsettum tíma en veiðunum var ætlað að standa til 15. ágúst. IFAW-samtökin mótmæla þessum tilgangslausu og grimmúðlegu veiðum og lýsa því yfir að þau munu áfram halda uppi baráttu gegn þeim bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Sjávarútvegsráðu- neytið áætlar að kostnaður við veiðarnar í sumar nemi um 25 milljónum króna þegar tillit hefur verið tekið til sölu á kjöti. Hér er því um að ræða ríkisstyrktar hvalveið- ar sem aldrei hafa staðið undir sér og valdið hafa íslenskum stjórnvöldum álits- hnekki víða um heim. Frá því að veiðar þessar hófust við Ís- land sumarið 2003 hafa IFAW-samtökin barist gegn þeim og bent á að þær eru í andstöðu við samtök hvalaskoðunarfyrir- tækja sem hafa verið í örum vexti síðast- liðinn áratug og í andstöðu við íslenska ferðaþjónustu. IFAW hvetur íslensk stjórnvöld til að láta hér staðar numið og hætta við frekari hvalveiðar undir yfir- skyni vísinda.“ Mótmæla hvalveiðum         !   " # $% %10884 7) &1 ' ' :E <  *&'7  < *&'7 &'7  !  *&'7 4 *&'7 + ( &'7 3 (1( &'7 G1( &'7 ,*5 (( &'7 ,(&'7 4(1( 3 (&'7 9# &'7 3 &'7  " '# (1( &'7 8&'7 >   ) <  :   *&'7  " 3 (&'7 +"*  (&'7 4' . (  ! ((&'7  " 9 E & (&'7 BC&# &'7 I'  * &'7 ?J : ( E?#  #"  "  &'$ &7&'7 0$ ("   (&'7 ) ((   (&'7 +    "% %  #  @$ ' &'7  # 4(" 3 (&'7   '2  (<'7 0. '. &'7 "(!   >=@K   <  7<#        - -  -   - - -  - - - - - - -  #$ (' '$<  7<# - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - L- MN LMN LMN L-MN L-MN - L MN - L-MN - L-MN L- MN - - L-  MN L- MN - - - - L-MN - - - - - - - - - LMN +# <  *  ( 0 1  6 ,*  7  7  7  7 7 7 - 7 - 7  7 - 7 7  - 7 - - 7  - 7  - 7  - - - - -  7                                                  )  * 5;7 7 :0+7O: &(    <  *     - - - -  - - -  -  - - - - -  :0+7-)#('$ <"' "(('2 7 :0+7-)#('$ &' ( (7 :0+7- $ &"( 7 HAGNAÐUR FL Group á fyrri hluta ársins nam ríflega 1,9 milljörð- um króna eftir skatta. Á sama tíma- bili í fyrra nam hagnaðurinn 117 milljónum króna og er því um meira en sextánföldun hagnaðar að ræða á milli ára. Afkomumunurinn skýrist ein- göngu af fjárfestingarstarfsemi FL Group en fjármunatekjur á tíma- bilinu námu ríflega 3 milljörðum króna. Munar þar langmestu um fjárfestingu í breska lággjaldaflug- félaginu easyJet en þar á FL Group nú 13,1% hlut. Afkoman er undir væntingum greiningardeilda bankanna en með- alspá þeirra hljóðaði upp á nær 2,2 milljarða hagnað. Þó var spá KB banka lægri og hljóðaði hún upp á 1,898 milljarða króna. Tekjur af rekstri FL Group námu tæplega 20,1 milljarði króna en rekstrargjöld námu ríflega 20,7 milljörðum. Þannig varð 679 milljóna króna tap af rekstrinum sjálfum. Það hlýtur að teljast neikvætt fyr- ir félag sem ekki sérhæfir sig í fjár- festingum að rekstur þess skuli ekki skila betri afkomu en raun ber vitni því ekki er víst að fjárfestingar fé- lagsins muni ávallt reynast jafn drjúgar og á undanförnum mánuð- um. Hækkun á eldsneytisverði spilar þó þarna inn í enda eru flugfélög mjög næm fyrir slíkum hækkunum. Eignir samstæðunnar nema tæp- lega 70 milljörðum króna og hafa þær aukist um 60% frá áramótum en þá námu þær ríflega 43 milljörðum. Mestur hluti þessarar eignaaukning- ar er falinn í skuldaaukningu en eig- ið fé hefur aukist um 1,5 milljarða króna. Eiginfjárhlutfall er 23,5% nú en var 34,1% við áramót. Mikil áhrif easyJet sverrirth@mbl.is Uppgjör FL Group hf.         " ! " !*        -!*   .) )  /          '0012 '0324  40'' +3   +204     # /          ! 51465 64575   ! 8 !* )  # !* )  5900 '496: 5((63 57010  465 0  +45  " "#! 52('6 '(163 " "#! 5900 4295:  !"#$ !    %&'&$   $ !"  ! $" ! %%(#)$ ! !" ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HEILDARVELTA í Kauphöll Íslands í gær nam ríflega 4 milljörðum króna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir tæplega 2,8 milljarða. Mest við- skipti voru með bréf Íslandsbanka, 882 milljónir króna. Mest hækkun varð á bréfum Hampiðjunnar, 3%, en mest lækkun varð á bréfum Össurar, 2,2%. Úrvalsvísitala aðallista lækkaði um 0,12% og er hún nú 4.491 stig. Gengi FL Group lækkaði um 1,9% í gær og er nú 15,5 krónur/hlut. Fyrir hækkunina í fyrradag var það 15,2. Hampiðjan hækkaði mest YFIRTÖKUNEFND Kauphallar Ís- lands telur ekki hafa stofnast yf- irtökuskylda hjá Eignarhaldsfélag- inu Oddaflugi ehf. í FL Group við þær breytingar sem urðu á eignar- haldi í félaginu í byrjun síðasta mánaðar. Þetta kemur fram í álits- gerð nefndarinnar sem birt var í gær. Hinn 1. júlí sl. var tilkynnt um verulegar breytingar á eignar- haldi/atkvæðisrétti á hlutum í FL Group hf. Eftir viðskiptin réði Eignarhaldsfélagið Oddaflug 35,46% hlut í FL Group en vegna framvirkra samninga við Lands- bankann réði Baugur Group 12,4% og Katla Investment 17,68. Segir í álitsgerð yfirtökunefndar að nefndin hafi ákveðið að taka við- skiptin til athugunar vegna þess að einn hluthafi, Eignarhaldsfélagið Oddaflug, hafi eftir viðskiptin verið nálægt 40% eignarhlut en það eru þau mörk sem yfirtökuskylda mið- ast við. Samtímis hafi orðið aðrar breytingar á hlutafjáreign í FL Group. Kannaði nefndin hvort að Oddaflug hefði haft samstarf við Kötlu Investment og/eða Baug Group um að ná yfirráðum í félag- inu. Ef svo væri, lægi ljóst fyrir, að til yfirtökuskyldu hefði stofnast. Einnig kannaði nefndin hvort að slík viðskiptaleg tengsl væru milli Oddaflugs og Katla Investment og/ eða Baugs að þau teldust samstarf í skilningi ákvæði laga um verð- bréfaviðskipti. Er það niðurstaða nefndarinnar að ekki hafi komið fram haldbærar upplýsingar um að ótvírætt sam- komulag hafi verið gert milli stjórnarformanns FL Group, Hann- esar Smárasonar, og eiganda Odda- flugs, og hinna nýju hluthafa um að ná yfirráðum yfir félaginu. Þá telur nefndin ekki að fyrir hendi séu per- sónuleg og/eða viðskiptatengsl sem leiði til þess að telja megi að um samstarf hafi verið að ræða. Ekki tilefni til yfirtöku ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, tilkynnti í gær að Kauphöllin myndi taka til athugunar viðskipti með hlutabréf í FL Group í fyrradag. Markmiðið er að kanna hvort um innherjaviðskipti hafi verið að ræða. Í samtali við Morgunblaðið segir Þórður það vera vinnureglu hjá Kauphöllinni að kanna viðskipti með hlutabréf félaga þegar óvenjumiklar breytingar verða á gengi þeirra, sér- staklega þegar breytingarnar verða svo stuttu fyrir birtingu uppgjörs. „Þá förum við rækilega í gegnum við- skiptin til þess að athuga hvort breyt- ingarnar hafi verið knúnar áfram með innherjaviðskiptum,“ segir Þórður. Hann segir að breytingar sem þær sem áttu sér stað á gengi FL Group geti átt sér eðli- legar skýringar, Kauphöllin sé ein- ungis að fylgja sinni stefnu. Afkoma FL Group var undir væntingum og lækkaði gengi bréfa félagsins verulega í gær. Er ekki ankannalegt að einhver með vitneskju um afkom- una skyldi kaupa bréf á svo háu gengi sem raun bar vitni? „Þess vegna segi ég að það sé mögulegt að á þessu séu eðlilegar skýringar. Það má vel vera að einhver hafi tekið áhættu án þess að hafa hug- mynd um hver afkoman yrði,“ segir Þórður Friðjónsson. Vinnuregla að kanna miklar breytingar Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Þórður Friðjónsson BP Q?       M M 0@ H:R     M M =:= I9R   M M , R B #       M M >=@R HSG(#     M M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.