Morgunblaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 19
Akureyri | Það er ekki hægt að
segja annað en að Andri Snær
Stefánsson, starfsmaður Garðs-
verks, hafi lagt sig fram í
vinnunni, þegar ljósmyndari
Morgunblaðsins rakst á hann í
gærmorgun. Hann var þá að
vinna við gerð umferðareyju
ásamt félaga sínum, Birgi Erni
Smárasyni, á gatnamótum
Langholts og Undirhlíðar. Þar
er jafnan mikil bílaumferð í
kringum verslun Bónuss við
Langholt og þar sem einnig er
boðið upp á pitsutilboð hjá Dom-
ino’s við Undirhlíð er umferðin á
þessum slóðum óvenjumikil
þessa dagana. „Við höfum aldrei
séð aðra eins bílaumferð og var
hér seinni partinn í gær (mið-
vikudag),“ sögðu þeir félagar.
Morgunblaðið/Kristján
Leggur sig fram í vinnunni
Lagfæringar
Akureyri | Austurland
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Styrkir til íbúðabygginga | Með auk-
inni eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á Þórs-
höfn, sem myndast hefur einkum á und-
anförnum tveimur árum, er farið að bera á
skorti á stórum og meðalstórum eignum,
bæði til leigu og kaups. Þetta ástand getur
hæglega hamlað eðlilegri fólksfjölgun í
sveitarfélaginu og hefur sveitarstjórn því
samþykkt að hrinda af stað tímabundnu
átaki er miðar að því að styrkja þá er
hyggjast ráðast í byggingu íbúðar-
húsnæðis á yfirstandandi ári og því næsta.
Ákveðið hefur verið að ráðstafa til þessa
átaks allt að kr. 6,5 milljónum króna eða
allt að 2,6 milljónum króna á árinu 2005 og
allt að 3,9 milljónum króna á árinu 2006.
Það er von sveitarstjórnar að þetta
megi verða til þess að einkaaðilar sjái sér
fært að ráðast í byggingu íbúðarhúsnæðis
en á síðastliðnum 20 árum hefur aðeins
eitt íbúðarhús verið byggt af einstaklingi á
Þórshöfn.
Framlag vegna áranna 2005–2006 nem-
ur 10.000. kr. á m² íbúðar (ekki bílskúrs),
þó að hámarki 1.300.000 kr. á hverja íbúð.
Þetta kemur fram á vef Þórshafn-
arhrepps.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Atvinnuástandið | Í lok júlí voru 13
skráðir atvinnulausir á Húsavík, þar af voru
2 karlar og 11 konur. Þess ber að geta að
flestir af þeim sem voru á atvinnuleysisskrá
eru í hlutavinnu og fá því ekki fullar at-
vinnuleysisbætur.
Utan Húsavíkur í Þingeyjarsýslum voru
27 skráðir atvinnulausir, þar af 9 karlar og
18 konur. Mest er atvinnuleysið á Rauf-
arhöfn, þar sem 12 voru án atvinnu um síð-
ustu mánaðamót. Í lok júlí voru 304 at-
vinnulausir á Akureyri. Á landsbyggðinni
var atvinnuleysið mest á Norðurlandi
eystra eða 2,5%. Þetta kemur fram á
Skarpur.is.
Safnanótt á Egilsstöðum | Í kvöld, 19.
ágúst, kl. 22 mun Safnahúsið á Egils-
stöðum vera opið fyrir gesti og gangandi.
Draugaleg stemmning ræður ríkjum:
,,Maður er manns gaman.“ Sögumenn
mæta á staðinn.
Gestum er velkomið að slást í hópinn ef
þeir luma á góðri sögu. Ceilich-bandið
ásamt Charles Ross flytur íslenska og
skoska tónlist. Félagar úr Leikfélagi
Fljótsdalshéraðs flytja samlestur úr Tápi
og fjöri. Rúnar Snær Reynisson les frum-
samda hryllingssögu. Seiður sunginn til
ársældar. Unnar Geir Unnarsson verður á
staðnum. Aðgangur er ókeypis og allir
hjartanlega velkomnir. Nánari upplýs-
ingar má nálgast á http://www.minja-
safn.is.
Golfklúbbur Akur-eyrar er 70 ára ídag en klúbburinn
var stofnaður 19. ágúst ár-
ið 1935. Í tilefni þessara
tímamóta býður stjórn
klúbbsins félagsmönnum
til móttöku að Jaðri frá kl.
19–21 í kvöld. Þar verða
flutt stutt ávörp, auk þess
sem nokkrir félagsmenn
verða heiðraðir. Fé-
lagsmenn GA eru um 580
talsins en formaður
klúbbsins er Halldór
Rafnsson. GA rekur fé-
lagsheimili og 18 holu golf-
völl að Jaðri og hefur verið
ráðist í umfangsmiklar
endurbætur á vellinum í
ár og í fyrra og enn frekari
framkvæmdir fyrirhug-
aðar. Eitt þekkasta golf-
mót landsins, Arctic-open
er haldið ár hvert að Jaðri.
GA 70 ára
Fjölmenni var á árlegu Grenivíkurgrilli nú umhelgina. Sem fyrr var um að ræða eina alls-herjar grillveisla fyrir alla núverandi, fyrrver-
andi og tilvonandi íbúa Grýtubakkahrepps sem og vini,
vandamenn og velunnara. Þessi mikla grillveisla var á
Miðgörðum og hófst með dagskrá fyrir börnin um miðj-
an daginn. Þegar kvölda tók var farið að kynda upp í
nokkrum grillum og síðan glóðarsteiktu menn mat í
gríð og erg. Og gerðu auðvitað góð skil. Ekki spillti fyr-
ir að Jónsi og Systa í Jónsabúð veittu veglegan afslátt
af grillkjöti og fylgdi happdrættismiði hverjum pakka.
Herlegheitunum lauk með útiballi og flugeldasýningu.
Morgunblaðið/Kristján
Grenivíkurgleðin
Sigrún Haraldsdóttirfinnur að sumri ertekið að halla og
ævin styttist:
Gulnar vorsins græna blað,
gisnar strý í hnakkanum.
Haltrandi við höldum að
hálum grafarbakkanum.
Á vísnavef Skagfirð-
inga má finna margar
ellivísur, s.s. eftir Magnús
Finnsson, bónda í Stapa-
seli í Stafholtstungum:
Á mig sækir elli grá
og því hlýt að finna
að ég hef lifað alltaf á
ylnum vona minna.
Jón Jónsson frá Ey-
vindarstöðum leit yfir
farinn veg og orti:
Af hún stakk mín æska fljótt,
elli stakk mér færði.
Ýmsu stakk hún að mér hljótt
er mig stakk og særði.
Af elli
pebl@mbl.is
Ólafsfjörður | Sameining sveitarfélaga
var til umræðu á fundi bæjarstjórnar
Ólafsfjarðar í vikunni. Í bókun frá fund-
inum vill bæjarstjórn að gefnu tilefni
minna á ítrekaðar samþykktir bæjar-
stjórna Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og
Dalvíkurbyggðar um nauðsyn þess að
stofnaður verði framhaldsskóli við ut-
anverðan Eyjafjörð. Ekki þurfi að fjöl-
yrða um mikilvægi þess að unglingar
geti stundað framhaldsskólagöngu í
heimabyggð.
Félagsleg og fjárhagsleg rök mæli
með framhaldsskóla nemendanna vegna,
auk þess sem skólarnir eru byggðafestu-
atriði fyrir samfélögin sem þeir starfa í
og lífga upp á þau. Framhaldsskóli eflir
atvinnulíf staðanna og mannlíf almennt,
aukinn fjöldi vel menntaðs fólks sest að
og fólk flytur síður burt þegar börn
nálgast framhaldsskólaaldur eins og nú
gerist á landsbyggðinni. Ljóst er að til-
koma jarðganga um Héðinsfjörð rennir
enn styrkari stoðum undir rekstur fram-
haldsskóla.
Mikill stuðningur er við stofnun fram-
haldsskóla við utanverðan Eyjafjörð hjá
sveitarfélögunum Dalvíkurbyggð, Ólafs-
firði og Siglufirði auk þess sem könnun
hefur sýnt fram á áhuga foreldra og
unglinga.
Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartil-
laga um stofnun framhaldsskóla við ut-
anverðan Eyjafjörð sem hlaut mjög góð-
ar viðtökur í umræðum á Alþingi og vert
er að minna á ákvæði um stofnun fram-
haldsskóla við utanverðan Eyjafjörð í
byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð sem
byggðamálaráðherra hefur lagt fram og
sem síðan er ítrekað í vaxtasamningi
Eyjafjarðarsvæðisins. Framhaldsskóli
við utanverðan Eyjafjörð styrkir enn
frekar þau markmið sem sett eru fram í
vinnugögnum starfshóps um skólamál –
þ.e. að Eyjafjörður geti orðið leiðandi afl
í skólamálum á landsvísu með Háskól-
ann á Akureyri sem forystuafl, segir
ennfremur í bókun bæjarstjórnar Ólafs-
fjarðar.
Framhalds-
skóli verði
stofnaður
Á FUNDI skólanefndar Húsavíkur í vik-
unni urðu umræður um stöðu fram-
kvæmda á lóð Borgarhólsskóla og lyftu í
skólahúsið.
Skólanefnd gerir kröfu um að fram-
kvæmdum á lóð skólans verði lokið fyrir
upphaf skólastarfs í haust og lýsir yfir
óánægju með þær tafir sem orðið hafa á
framkvæmdum og uppsetningu lyftu.
Leggja ber áherslu á að tryggja öryggi
barna á skólalóð og í skólanum.
Skólalóð
♦♦♦
Fréttir á SMS
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is
Leitum að 600-900 fm skrifstofuhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu fyrir opinberan aðila.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður
á Miðborg í síma 533 4800.
600-900 FM SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
ÓSKAST