Morgunblaðið - 19.08.2005, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 23
DAGLEGT LÍF
TÍMI krækiberja, aðalbláberja og
bláberja er runninn upp og rétt að
drífa sig í berjamó áður en næt-
urfrost spillir berjunum. Jón Fann-
dal í Hnífsdal er mikill náttúruunn-
andi og finnst gaman að tína ber.
Hann lætur ekki þar við sitja heldur
sýður saft, sultar og býr til graut eft-
ir uppskriftum frá góðum konum,
ekki síst frá konu sinni Margréti
Magnúsdóttur, sem kann þetta allt.
„Það lítur mjög vel út með berja-
sprettuna í ár hér fyrir vestan,“ seg-
ir hann. „Hér er mikið af að-
albláberjum og krækiberjum og
aðeins bláber en þau eru minna not-
uð. Við notum aðallega aðalbláber og
svo eru það krækiberin í kræki-
berjasaft. Hún er rosagóð.“
Jón segist vilja bíða nokkra daga
með tínsluna og láta berin þroskast
aðeins lengur. „Menn eru ekkert að
flýta sér og æða í berjamó en þeir
sem hafa þegar farið láta vel af
sprettunni,“ segir hann. „Ég byrjaði
fyrst að tína fyrir alvöru eftir að ég
flutti vestur aftur fyrir tíu árum en
ég er úr Djúpinu þar sem ég er
fæddur.“
Jón notar tínu við tínsluna og gæt-
ir þess að ganga varlega um lyngið.
„Ég má ekki sjá brotið lyng,“ segir
hann. „Ég tíni bara fyrir krakkana
mína og aldrei meira en ég og mín
fjölskylda getur notað. Því miður
hefur þeim fækkað sem fara í berja-
mó og ég vil gjarnan miðla af reynsl-
unni og uppskriftum til næstu kyn-
slóðar svo hún geti lært hvernig á að
fara með berin. Bláberjagrauturinn
til dæmis er rosalega góður með
rjóma. Algert sælgæti.“
Krækiberjahlaup
1 l ósæt krækiberjasaft
750 g sykur
1 bréf gult
gelatín (matarlím)
Setjið saftina í pott og látið
suðuna koma upp og sjóðið í eina
mínútu.
Látið sykurinn út í smátt og smátt
og hrærið í. Soðið í eina mínútu.
Gelatín sett út í á sama hátt og
hrært vel í á meðan suðan er að
koma upp. Soðið í eina mínútu. Takið
pottinn af hellunni og fleytið froð-
unni ofan af. Hellið strax í niðursuð-
uglösin en lokið þeim ekki fyrr en
eftir 12 tíma.
Þetta hlaup er mjög gott t.d. á
pönnukökur og vöfflur.
Sulta úr aðalbláberjum
1 kg aðalbláber
800 g sykur
Ber og sykurinn sett í pott og látið
sjóða í 20 mínútur. Hræra í
með pískara allan suðutímann.
Hellið strax í heitar og þurrar
krukkur. Látið kólna áður en lokið
er sett á.
Krækiberjagrautur eða
-súpa
½ l saft
1–1½ l vatn
salt og sykur eftir smekk
2–3 kúfaðar matskeiðar
kartöflumjöl
Suðan látin koma upp á saftinni,
kartöflumjölið sett hægt út í og
hrært í á meðan suðan er að koma
upp aftur. Sett í skál og smásykri
stráð yfir.
Ljúffengur ábætisréttur með
rjóma.
Það ræðst af kartöflumjölinu
hversu þykkur grauturinn verður og
fer eftir smekk hvers og eins.
Aðalbláberjagrautur
300 g aðalbláber
100 g sykur
2 kúfaðar msk. kartöflumjöl
¼ tsk. kanel
salt
Sett í pott og látið sjóða í 2–3 mín-
útur. Kartöflumjöli bætt út í og suð-
an látin koma upp á ný. Hellt í skál
og sykri stráð yfir.
Grauturinn látinn kólna nokkru
áður en hann er borinn fram með
rjóma.
Krækiberjasaft
Hrá saft
Berin eru hreinsuð og hökkuð, hellt
á grisju og saftin síuð frá hratinu.
500 g af sykri bætt í hvern lítra af
saft. Sykurinn látinn leysast upp og
síðan hellt á flöskur.
Saft úr hrati
Berjahrat sett í pott og jafnmikið
magn af vatni og hreina saftin var
sem síuð var frá í fyrri umferð. Látið
suðuna koma upp og sjóðið í 2–3
mínútur.
Sett á grisju og síað. 500 g af sykri
bætt út í fyrir hvern lítra af vatni.
Með þessari aðferð næst krafturinn
úr fræjunum og hýðinu og er ekkert
síðri en hrásaftin.
MATARKISTAN | Krækiber, aðalbláber og bláber
Bláberjagrauturinn
er algert sælgæti
Allt svart af berjum í ár.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Jón Fanndal tínir ber í saft, sultu og
graut fyrir sig og fjölskylduna á
hverju hausti.
Eftir Kristínu Gunnarsdóttur
krgu@mbl.is
FAÐMLÖG eru góð fyrir heilsuna, sérstaklega fyrir
konur, að því er bandarískir vísindamenn hafa komist að
og greint er frá á vefnum forskning.no.
Samkvæmt rannsóknum við Háskólann í Norður-
Karólínu í Bandaríkjunum getur innilegt faðmlag lækk-
að blóðþrýstinginn og dregið úr framleiðslu streituhorm-
óna í líkamanum. Þannig minnkar einnig áhættan á
hjartaáföllum.
Þrjátíu og níu pör á aldrinum 20–49 ára föðmuðust í
rannsókninni og vísindamennirnir fylgdust með áhrif-
unum. Allir sem tóku þátt í rannsókninni byrjuðu á því
að slaka á einir í tíu mínútur, því næst voru pörin saman í
tíu mínútur með gott tuttugu sekúndna faðmlag sem
lokapunkt. Eftir það slökuðu allir á í tíu mínútur.
Blóðprufur sýndu fram á að eftir faðmlagið var meira
af hormóninu oxýtósín í líkamanum en fyrir. Oxýtósín er
tengt ást og nánd á milli fólks og þau pör sem voru sér-
staklega ástfangin höfðu meira af hormóninu í blóðinu en
hin. Rannsóknin bendir einnig til þess að konurnar hafi
fengið sérstaklega mikið út úr faðmlögunum. Auk þess
að hafa meira af oxýtósíni í blóðinu höfðu þær minna af
kortisól-streituhormóninu í blóðinu eftir faðmlagið en
fyrir. Blóðþrýstingurinn hafði einnig lækkað.
Hollt að faðmast
HEILSA
Morgunblaðið/ÞÖK
Það er hollt að faðmast og því engin ástæða til að
geyma faðmlögin eingöngu fyrir sigursæla íþróttaleiki.
Fréttir á SMS
Fegurð
Kringlunni · sími 568 4900
í stíl og hönnun
Sími 533 4040
Fax 533 4041
Ármúla 21 • Reykjavík
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
jöreign ehf Opið mán.–fim.
frá kl. 9–18,
fös. frá kl. 9–17.
LJÓSAVÍK - LAUS STRAX
Mjög góð efri sérhæð í tvíbýli. Stærð
95,3 fm. Suðvestursvalir. Þvottahús í
íbúð. Mahóní-innréttingar. Flísar og
parket á gólfum. Gott útsýni. Laus.
Verð 20,4 millj. Nr. 5210
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali