Morgunblaðið - 19.08.2005, Síða 24

Morgunblaðið - 19.08.2005, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Æ fleirum verður ljósthversu misráðið varað fara út í bygg-ingu Kárahnjúka- virkjunar og myndu vilja hætta við. Samkvæmt Gallupkönnun sem Náttúruverndarsamtök Íslands létu gera í mars sl. töldu tæp 40% landsmanna virkjunina vera mis- tök. Gamalt spakmæli segir að ef maður er á rangri leið sé aldrei of seint að snúa við. Frá sjónarhóli náttúruverndar skiptir mestu að hætt sé við áður en byrjað er að fylla uppistöðulónið sem veldur mestum náttúruspjöllum. Sjálf stíflan veldur tiltölulega litlum skemmdum miðað við allt það landflæmi sem á að fara undir vatn. En þar að auki má færa efnahagsleg rök fyrir því að það sé ávinningur af því að stöðva fram- kvæmdirnar núna. Hugsum þenn- an möguleika til enda. Bygging virkjunarinnar nálgast að vera hálfnuð og má ætla að búið sé að eyða í hana um 40 milljörðum króna. Til að setja þessa upphæð í samhengi mætti t.d. benda á að Burðarás og KB banki skiluðu hvor um sig um 25 milljörðum króna, eða samanlagt 50 millj- örðum, í hagnað eingöngu á fyrri helmingi þessa árs. Heildarskuldir landsmanna nema tæpum 2.000 milljörðum króna og nið- urgreiðslur til íslensks landbún- aðar nema um 7–8 milljörðum ár- lega. Ávinningur af því að hætta við Vitaskuld fylgir því töluverður kostnaður að hætta við hálfunnið verk. Hugsanlega þarf einnig að greiða skaðabætur til Alcoa. Þó er ljóst að töluverðir fjármunir spar- ast sökum þess hve arðsemi fram- kvæmdarinnar er lítil og í reynd neikvæð ef miðað er við ávöxt- unarkröfu markaðarins og eðlilega áhættu. Árleg ávöxtunarkrafa sem framkvæmdaaðilar gera til virkj- unarinnar er ekki nema 5–6%. Það þykir lágt á almenn- um markaði eins og kemur fram í því að einkafjárfestar vildu ekki setja fé í virkj- un á Austurlandi þegar það stóð til boða fyrir nokkrum árum. Af þessum sökum hafa hag- fræðingar fullyrt að núvirt tap af virkj- uninni geti numið allt að 40 milljörðum. (Sjá http:// notendur.centrum.is/ardsemi/ #_Hlk516561995) Beinn kostnaður við gerð virkj- unarinnar er áætlaður um 100 milljarðar þannig að miðað við 40 milljarða tap eru núvirtar tekjur um 60 milljarðar. Þeir millj- arðatugir sem þegar er búið að eyða koma ekki til baka. Reikn- ingsdæmið gæti því litið út í dag svona: Tekjur verða 60 milljarðar og fjárfesting sem eftir er nemur 60 milljörðum. Arðurinn er enginn. Hvort sem við hættum við núna eða fullgerum virkjunina verður tapið í öllu falli 40 milljarðar. Reyndar er dýrkeyptara að full- gera virkjunina en hætta við hana þegar tekinn er með í reikninginn annar viðbótarkostnaður sem hlýst af henni. Um er að ræða umhverf- iskostnað og frekari neikvæð áhrif á atvinnumarkaðinn að öðru leyti en því sem snýr beint að virkj- uninni. Inn í útreikninga Lands- virkjunar hefur heldur ekki verið tekinn inn umtalsverður kostnaður við mótvægisaðgerðir vegna foks og hættu á uppblæstri sem voru þó skilyrði þess að Landsvirkjun fékk virkjanaleyfið frá umhverf- isráðherra. Síðan má ekki gleyma því að miðað við reynslu annars staðar frá af stórframkvæmdum á borð við þessa er afar líklegt að kostn- aður fari fram úr áætlun. Fari verkið t.d. 20% fram úr áætlun, sem gæti vel gerst ef horft er á niðurstöður rannsóknar sem gerð var við Álaborgarháskóla bærilegum stórframkvæm yrði hreinn ávinningur af hætta við nú líklega um 20 arðar. Hér hefur heldur ekki v minnst á það hvaða áhrif v anaframkvæmdirnar hafa atvinnustarfsemi, en ruðn- ingsáhrifin gera að verkum hagkvæm framleiðsla víku óhagkvæmri. Vegna hás g krónunnar sem orsakast m stóriðjuframkvæmdunum irtæki víða um land verið ur, margir misst atvinnun að er um tíu milljarða kró sjávarútvegi. Koma í veg fyrir enn meira tjón Inn í alla þessa útreikni ur landið sem fer undir H sem verður á stærð við Hv og land undir fleiri lón ekk Það er tap á Kárahnjúk við græðum á því að hæ Eftir Sigríði Þorgeirsdóttur og Þuríði Einarsdóttur ’Tekjur verða 60 arðar og fjárfestin sem eftir er nemu milljörðum. Arður er enginn. Hvort s við hættum við nú eða fullgerum virk unina verður tapið falli 40 milljarðar. Þuríður EinarSigríður Þorgeirsdóttir Öflugur framhaldsskóli ergrundvöllur að velferðungs fólks og mögu-leikum þess til frekara náms og starfa í framtíðinni. Hann laðar að atgervi, hefur nýsköpunar- áhrif, er atvinnuskapandi, hækkar menntunarstig í héraði og hefur með ýmsum hætti jákvæð áhrif á byggðaþróun. Undanfarinn áratug hafa íslensk stjórnvöld innleitt nýskipan í rík- isrekstri á grundvelli árangurs- stjórnunarstefnu með það að mark- miði að auka skilvirkni og gæði opinberrar þjónustu. Lagt er að forstöðumönnum að bæta rekstur og starfsemi stofnana sinna, um leið og ríkar kröfur eru gerðar til starfsmanna um vönduð vinnu- brögð og metnað. Þessi stefna hef- ur náð inn í framhaldsskólana, ekki síður en aðrar ríkisstofnanir. Þann- ig hefur verið hert á kröfunni um gæði skólastarfs síðustu árin og sérstök áhersla lögð á að minnka brottfall, enda er brottfall nemenda úr framhaldsskóla alvarleg vá í uppeldis- og æskulýðsmálum okkar litlu þjóðar. Ógnanir í rekstri framhaldsskóla Ógnanir og tækifæri framhalds- skóla eru misjöfn eftir því hvar þeir eru í sveit settir. Framhaldsskólum er skammtað fjármagn á grundvelli nemendafjölda og því hefur byggðaþróun bein áhrif á afkomu landsbyggðarskólanna sem standa margir hverjir frammi fyrir viðvar- andi hallarekstri vegna sveiflna í aðsókn. Sá rekstrarvandi gerir þeim ennfremur örðugt um vik að laða til sín hæft starfsfólk og halda því. Slök aðsókn, brottfall, rekstr- arhalli og atgerv- ishnignun eru því samverkandi þætt- ir sem hafa á stund- um komið fram- haldsskólum landsins í illviðráð- anlegan vítahring. Menntaskólinn á Ísafirði er einn þeirra skóla sem um skeið stóð frammi fyrir vanda af þessu tagi. Fyrir fáum árum sýndu kannanir að hlutfall framhalds- skólanema á Vestfjörðum væri eitt hið lægsta á landinu. Skólinn átti í rekstrarvanda, kennsluyfirvinna var mikil og heimavist skólans var við það að lognast út af sökum dræmrar aðsóknar. Brottfall nem- enda var verulegt, og haustið 2001 – þegar undirrituð kom að skól- anum – voru réttindakennarar ein- ungis um þriðjungur kennara í námskrárbundnum greinum. Þá var hafist handa við að snúa vörn í sókn. Skólameistari, með- stjórnendur og skólanefnd settust á rökstóla um að bæta rekstur skól- ans á grundvelli árangursstjórn- unar, auka kennslugæði og aðsókn en minnka brottfall. Hafist var handa – með aðkomu allra starfs- manna skólans – við að mót og setja sér mælanleg mark um nú á hvað áunnist hefur Árangur MÍ Aðsókn hefur aukist um 4 undanförnum fimm árum, s kvæmt upplýsing stofu Íslands. Brottfall liggu 4–6% en var 18,6 ið 2001. Fjöldi brautsk hefur nánast tvö 63 voru útskrifað skólanum sl. vetu voru 37 veturinn 2001. Rekstrarfrávik verið óveruleg un fjögur ár og oftar arafgangur en ha Á nýhöfnu skó verða 23 kennara með full réttindi, þar af haf sér réttinda frá því undirrit að skólanum. Það er deginum ljósara a Menntaskólinn á Ísafirði he ustu fjórum árum styrkt stö sem framhaldsskóli Vestfir Skólinn er öflug og framsæ menntastofnun og einn stæ vinnustaður á Vestfjörðum sjötta tug starfsmanna á sk fimmta hundrað nemenda í og öldungadeildum. Í skóla tvær bóknámsbrautir til stú prófs, fjórar iðnbrautir, sjú braut, almennar brautir og brautir. Á hverju ári koma f nýjungar í námsframboði sk fyrir tveimur árum hófst ke Hvers virði er góður Eftir Ólínu Þorvarðardóttur Ólína Þorvarðardóttir ELDVARNIR OG UMÖNNUNARSTOFNANIR Brunamálastofnun hefur komizt aðþeirri niðurstöðu að á fimmtungi dvalarheimila aldraðra séu bruna- varnir slæmar eða óviðunandi. Sömu sögu er að segja af tíunda hverjum leikskóla; þar eru brunavarnir í slæmu horfi og einn leikskóli fær ein- kunnina óviðunandi í ársskýrslu Brunamálastofnunar, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Ekkert öldrunarheimili og enginn leikskóli reyndist hafa framúrskarandi bruna- varnir samkvæmt einkunnakerfi stofnunarinnar. Þetta er að sjálfsögðu ástand, sem ekki verður unað við. Það er ástæða fyrir því að reglur um brunavarnir eru eins og þær eru. Í blaðinu í gær kemur fram í máli Björns Karlssonar brunamálastjóra að oft séu bygging- ar, þar sem stofnunin metur það svo að brunavarnir séu slæmar, löglegar samkvæmt eldri byggingarreglu- gerðum og nýrri reglugerðir séu ekki afturvirkar. Hertar kröfur nýju reglugerðarinnar eru hins vegar auð- vitað til komnar vegna fyrri reynslu af eldsvoðum, meiri þekkingar og vit- undar um nauðsyn góðra eldvarna. Eldvarnaeftirlit sveitarfélaga ger- ir þá kröfu til eigenda eldri bygginga að þeir uppfylli skilyrði nýrri reglu- gerðar, sé þess nokkur kostur. Björn segir að þótt Brunamálastofnun meti ástand bygginga sem slæmt sé oft bú- ið að gera margt til úrbóta og jafnvel hafi verið veittur frestur til að koma eldvörnum í betra horf. Hér er augljóslega um alvörumál að ræða. Elliheimili og leikskólar annast um einstaklinga sem oft eru ekki sjálfbjarga og ekki færir um að koma sér af sjálfsdáðum út úr brenn- andi húsi. Eigendur slíkra bygginga, sem oftast nær eru sveitarfélög, verða að hugsa þá hugsun til enda, hvað myndi gerast ef eldur kæmi upp og ekki hefði verið brugðizt við at- hugasemdum og kröfum eldvarnaeft- irlits. Hver vildi þá horfast í augu við þá ábyrgð að hafa ekki gert sitt ýtr- asta til úrbóta, ef slys yrði? ALLIR SKULU VERA JAFNIR FYRIR LÖGUM Allir skulu vera jafnir fyrir lög-um og njóta mannréttinda ántillits til kynferðis, trúar- bragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti,“ seg- ir í 65. grein stjórnarskrár Íslands. Skýrar verður vart að orði komist. Í Morgunblaðinu í gær er fjallað um tilskipun Evrópusambandsins um mismunun á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna. Tilskipunin er frá árinu 2000 og markmið hennar að búa til ramma utan um baráttuna gegn mismunun vegna kynþáttar og þjóðernisuppruna í því skyni að virkja grundvallaratriðið um jafn- rétti í aðildarríkjum ESB. Ríkjum Evrópusambandsins var gert að lögleiða tilskipunina, sem á jafnt við um einkageirann og hið op- inbera. Norðmenn ákváðu að leiða þessa tilskipun í lög þótt þeir standi utan ESB, en það gerðu Íslendingar ekki og hafa því einir Norðurlanda- þjóða ekki gert það. Margrét Stein- arsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahúss, fjallar um lögin í samtali við Morg- unblaðið í gær og segir að tilskipunin sé meðal annars merkileg fyrir þær sakir að hún banni ekki aðeins beina mismunun heldur einnig óbeina mis- munun og jafnvel hvatningu til mis- mununar. Sem dæmi um óbeina mis- munun nefnir hún upptöku reglna um klæðaburð á vinnustöðum, sem til dæmis geti komið niður á múslím- um. Í umfjöllun Morgunblaðsins er einnig talað við Ellu Ghosh, sem starfar fyrir Senter mot etnisk dis- kriminering í Noregi. Hún segir að fyrir lögleiðingu tilskipunarinnar hafi norsk lög um jafnrétti á vinnu- markaði aðeins náð til ráðninga, en nú séu þau orðin víðtækari og nái til dæmis til þess ef fólki er sagt upp eða því mismunað á vinnustað. Þá sé sönnunarbyrði nú skipt til helminga milli kæranda og sakbornings. Fyrirtæki hafa gagnrýnt þessi lög á þeim forsendum að þau séu mjög íþyngjandi, eins og kemur fram í máli Margrétar. Fyrirtækjum þyki þau hefta frelsi sitt og bjóða upp á misnotkun vegna þess að starfsfólk geti borið við mismunun þegar aðrar ástæður liggi að baki. Mismunun á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna er grafalvar- legt mál. Það á við um alla mismunun hópa í þjóðfélaginu. Þau mál, sem tekið er á í tilskipun Evrópusam- bandsins frá árinu 2000, ber að taka sérstaklega alvarlega vegna þess að grundvallarforsenda fyrir aðlögun innflytjenda og nýrra þjóðfélags- þegna er að þeir sitji við sama borð og aðrir. Lagasetning um þessi mál þarf að vera skýr og ótvíræð. En það þarf einnig að vera ljóst að hún leysi af hólmi verra fyrirkomulag. Er það ljóst í þessu tilfelli? Eins og kemur fram hér að framan kveður 64. grein stjórnarskárinnar afdráttarlaust á um jafnrétti „án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisupp- runa, kynþáttar, litarháttar, efna- hags, ætternis og stöðu að öðru leyti“. Hefur komið fram að þetta stjórnarskrárákvæði dugi ekki til að koma í veg fyrir mismunun á grund- velli kynþáttar eða þjóðernisupp- runa? Hefur sú staða komið upp að dómstólar hafa verið ófærir um að taka á kynþáttamisrétti eða -fordóm- um vegna þess að lagalegar forsend- ur skorti? Í þessum efnum er mik- ilvægt að halda vöku sinni og taka mismunun ákveðnum tökum, meðal annars með því að senda skýr skila- boð jafnt atvinnurekendum sem öðr- um um að hún verði ekki liðin fremur en önnur brot á stjórnarskránni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.