Morgunblaðið - 19.08.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 25
á sam-
mdum,
því að
0 millj-
verið
virkj-
á aðra
-
m að
ur fyrir
gengis
m.a. af
hafa fyr-
lögð nið-
a og tal-
óna tap í
inga hef-
álslón,
valfjörð,
ki verið
verðlagt. Við leggjum árlega um
milljarð í landgræðslu og skóg-
rækt á sama tíma og við stefnum
að því að drekkja tugum ferkíló-
metra af fágætum grónum svæð-
um hálendisins. Svo spillist og
verðlækkar ásýnd lands sem fer
undir tugi kílómetra uppbyggðra
vega og undir háspennumöstur,
sem sum hver verða helmingur af
hæð Hallgrímskirkju. Hugsanleg
skaðleg áhrif af völdum tilfærslu
stórfljóta á vistkerfið hafa heldur
ekki verið tekin með í reikninginn
– enda vitum við enn ekki hvað
þau koma hugsanlega til með að
kosta okkur.
Bent hefur verið á að þjóð-
hagsleg áhrif stóriðju hafi verið of-
metin þar sem enn hefur ekki tek-
ist að byggja hliðargreinar
tengdar álbræðslu. Til marks um
þetta má benda á að af 40% aukn-
ingu hagvaxtar á árunum 1993 til
2003 var framlag nýrrar álbræðslu
í Hvalfirði aðeins 0,7%. Í ljósi alls
þessa hljótum við að spyrja hvort
ekki sé ráð að hætta við þessa teg-
und atvinnuuppbyggingar sem
hefur gífurlegar skemmdir á nátt-
úru landsins í för með sér og
gengur á rétt komandi kynslóða.
Það væri hægt að afskrifa tapið af
því að hætta við virkjunina eins og
hvert annað misráðið byggðaþró-
unarverkefni. Fjölmörg slík verk-
efni hafa verið afskrifuð með
miklu tapi á undanförnum árum
og áratugum.
Erfiðast er að leggja mat á
verðmæti þeirrar náttúru sem fer
til spillis ef virkjanafram-
kvæmdum verður áfram haldið.
Eyðilögð verða tvö mikil jökulfljót
og a.m.k. 1.000 km² svæði um-
hverfis þau. Þegar gengið er inn
með Jökulsá í Fljótsdal í grænum
og víða skógivöxnum dal getur að
sjá röð stórfenglegra fossa sem
munu hverfa. Jafnvel Gullfoss má
vara sig í þeim samanburði. Þegar
gengið er inn með Jökulsá á Brú
fer maður um gróið svæði svo
skemmtilegt og fallegt að ævintýri
er líkast. Frá Brúarjökli blasa við
hin ósnortnu víðerni römmuð inn
af Snæfelli í austri, Herðubreið í
norðri og Kverkfjöllum í vestri.
Þarna er stærsta gróðurlendi á
hálendi Íslands, m.a. Vesturöræfin
sem eru burðar- og beitarsvæði
hreindýra og gæsa. Það getur
varla nokkur maður sem hefur
upplifað þessa fegurð viljað fórna
þessu fyrir framkvæmd sem gefur
ekki einu sinni af sér arð. Auglýs-
ingatal Landsvirkjunar um end-
urnýjanlega orku er varlega sagt
vafasamt vegna þess að lónið mun
hafa takmarkaðan líftíma. Það fyll-
ist af aur, hugsanlega á innan við
öld, og þá verður virkjunin óstarf-
hæf. Eftir stendur gífurlega stórt
svæði í rúst eins og eftir styrjöld,
draugalegur minnisvarði um
skammsýni núríkjandi ráðamanna.
Frá sjónarhóli náttúruverndar
er ljóst að við höfum ekki efni á að
halda áfram á þessari braut. Þess
vegna er haldið áfram að mót-
mæla, líka vegna annarra svæða
sem eru í hættu. Vegna Þjórs-
árvera, fljótanna í Skagafirði og
Skjálfandafljóts, Langasjós, Torfa-
jökulssvæðisins og fleiri staða.
Margir íbúar á Miðausturlandi
fagna því að fólki fjölgar í þessum
landshluta, að verslanir og veit-
ingahús spretta upp og atvinnu-
tækifærum fjölgar. Ef við hættum
við yrði að leita annarra leiða til
uppbyggingar á Austurlandi. Fjár-
festingar í þekkingariðnaði eru
mun arðbærari vegna þess að þær
gefa margfalt af sér á við störf í
þungaiðnaði. Ríki sem eru komin
skemmra á veg en við í iðnþróun
og hafa ekki yfir menntuðu at-
vinnuafli að ráða þurfa kannski á
svona atvinnuuppbyggingu að
halda. Hér á landi er mennt-
unarstig hátt og okkur ber engin
nauðsyn til að ganga á náttúru
okkar með þessum hætti.
Byggingarsvæði virkjunarinnar
vekur óhugnað. Stóra stíflan verð-
ur næstum 800 metrar á lengd og
tæpir 200 metrar á hæð, enda
verður þetta stærsta jarðvegsstífla
Evrópu. Allt umrótið og eyðilegg-
ingin minna á neðanjarðarheim
Mordors í Hringadróttinssögu þar
sem Orkar búa til eyðilegging-
arjötun úr afurðum náttúrunnar.
Þetta getur ekki vitað á gott. Svo
lengi sem ekki er byrjað að fylla
lónið er full ástæða til að hætta
við.
kavirkjun –
ætta núna
millj-
ng
ur 60
rinn
sem
úna
kj-
ð í öllu
.‘
rsdóttir
Sigríður er heimspekingur.
Þuríður er kvikmyndagerðarmaður.
ta stefnu
kmið. Lít-
r.
40% á
sam-
gum Hag-
ur á bilinu
6% haust-
kráðra
faldast:
ðir frá
ur en
n 2000–
k hafa
ndanfarin
r rekstr-
alli.
ólaári
ar af 28
fa 11 aflað
tuð kom
að
efur á síð-
öðu sína
rðinga.
ækin
ærsti
með á
krá og á
í dagskóla
anum eru
údents-
úkraliða-
starfs-
fram
kólans –
ennsla
fyrir nýbúa, í fyrra var hafin
kennsla fyrir starfsfólk í fé-
lagsþjónustu, í haust hefur göngu
sína ný húsasmíðabraut sem mun
útskrifa húsasmíðasveina. Miklar
endurbætur hafa verið gerðar á
húsakynnum og allsherjar end-
urnýjun hefur orðið á tölvu- og
tækjabúnaði. Skólinn gerir kröfur
til starfsfólks og nemenda og fylgir
markmiðssetningu sinni eftir.
Hvað er í húfi?
En það er ekki nóg að ná árangri,
honum þarf að viðhalda og hann
þarf að þróa lengra. Þetta er hvergi
mikilvægara en einmitt í skóla-
starfi, og kostar bæði alúð og ein-
beittan vilja allra sem að því verki
koma. Við skólamenn höfum ekki
aðeins störfum að gegna – við höf-
um hlutverk. Það er hlutverk okkar
að „stuðla að alhliða þroska allra
nemenda svo að þeir verði sem best
búnir undir að taka virkan þátt í
lýðræðisþjóðfélagi“ eins og segir í
framhaldsskólalögum. Ekki ein-
ungis ber okkur að búa nemendur
undir störf í atvinnulífinu og frek-
ara nám heldur ber okkur einnig að
„efla ábyrgðarkennd, víðsýni,
frumkvæði, sjálfstraust og umburð-
arlyndi nemenda, þjálfa þá í ög-
uðum og sjálfstæðum vinnubrögð-
um og gagnrýninni hugsun, kenna
þeim að njóta menningarlegra
verðmæta og hvetja til stöðugrar
þekkingarleitar“, eins og lög og að-
alnámskrá gera ráð fyrir.
Það er ekki lítil ábyrgð sem okk-
ur starfsmönnum skólakerfisins er
lögð á herðar með þessum orðum,
og „veldur hver á heldur“ segir
máltækið. Höfum hugfast að skóli –
hversu stór eða lítill sem hann er,
vel eða illa búinn tækjum – er aldr-
ei annað en fólkið sem þar starfar.
Hlutverk framhaldsskóla og mark-
mið aðalnámskrár eru ekki bara
orð á blaði, heldur eru þau sam-
félagslegt fyrirheit og um leið
áskorun til allra starfsmanna fram-
haldsskólakerfisins að vanda vel til
verka og gæta þess fjöreggs sem
velferð og uppeldi ungs fólks í
rauninni er. Í því efni erum við ekki
einungis kennarar og leiðbein-
endur, heldur einnig fyrirmyndir.
Við Menntaskólann á Ísafirði
hefur stefnan verið sett á skýr og
mælanleg markmið. Árangur hefur
náðst – og hann er ekki lítill. Vest-
firskt samfélag á mikið undir því að
það grettistak sem lyft hefur verið í
málefnum skólans velti ekki undan.
Ég skora því á alla velunnara skól-
ans og byggðarlagsins að standa
vörð um Menntaskólann á Ísafirði
og styðja vel við þá framfarasókn
sem þar hefur verið blásið til.
Menntaskólinn á Ísafirði er sam-
félagslegur máttarstólpi, á honum
veltur velferð ungmennanna okkar,
sjálfra vaxtarsprotanna sem eru
framtíðarvon vestfirskrar byggðar.
skóli?
’Það er deginum ljós-ara að Menntaskólinn á
Ísafirði hefur á síðustu
fjórum árum styrkt
stöðu sína sem fram-
haldsskóli Vestfirð-
inga.‘
Höfundur er skólameistari
Menntaskólans á Ísafirði.
Ef íslenskir piltar værujafngóðir í lestri ogstærðfræði og stúlkurværi Ísland á meðal
allra efstu landa í alþjóðlegum
samanburði en töluverð tengsl
virðast vera á milli hæfni nem-
enda í lestri og hæfni þeirra í
stærðfræði. Þetta kom meðal
annars fram í fyrirlestri Júl-
íusar Björnssonar hjá Náms-
matsstofnun um námsmat með
hliðsjón af niðurstöðum sam-
ræmdra prófa. Fyrirlesturinn
var haldinn á málþingi um ís-
lenskukennslu í Kennaraháskóla
Íslands í gær.
Að sögn Júlíusar eru stúlkur
að jafnaði betri í hvoru tveggja
og því meiri sem kynjamunurinn
í lestri er þeim í hag, því betri
eru þær í stærðfræði sam-
anborið við piltana.
Lestur undirstaðan
„Eftir því sem niðurstöður sam-
ræmdra prófa og niðurstöður úr
alþjóðlegum samanburðarrann-
sóknum eru skoðaðar betur
verður skýrara í mínum huga að
það er tungumálið sem er lyk-
ilatriði. Undirstaða bóklegs
náms hlýtur að vera lestur og
við vitum það að rökhugsun er
illmöguleg ef einstaklingur hef-
ur ekki gott vald á tungumálinu.
Þannig eru ekki líkur til þess að
árangur náist í stærðfræði og
skyldum greinum ef viðkomandi
getur ekki hugsað skýrt og fært
rök fyrir máli sínu.“
Í niðurstöðum PISA-rannsókn-
arinnar frá árinu 2003, sem er
alþjóðleg rannsókn á vegum
OECD, kemur fram að hvergi á
meðal þátttökuþjóða, nema hér
á landi, er munur á frammistöðu
pilta og stúlkna í stærðfræði,
stúlkunum í vil. Þá er kynja-
munurinn hvergi meiri í stærð-
fræði en hér á landi og íslensk-
ar stúlkur standa sig því mun
betur en landsmeðaltalið segir
til um.
„Ef við skoðum kynjamuninn í
samræmdum prófum og berum
saman samræmd próf frá 1996
til 2003 bæði í íslensku og
stærðfræði þá sjáum við að þeg-
ar kynjamunurinn eykst í lestri
eykst hann jafnframt í stærð-
fræði,“ segir Júlíus en kynja-
munurinn í þessum greinum
jókst jafnframt í PISA-rann-
sókninni árið 2003 frá því sem
hann var árið 2000. „Aðalatriðið
er það að þessi munur er fyrir
hendi og frammistaða í lestri og
stærðfræði virðist fylgjast að.
Því meiri sem munurinn er í
lestri því meiri verður hann í
stærðfræðinni. Þessi kynjamun-
ur í lestri getur því samkvæmt
þessum gögnum útskýrt hvers
vegna piltarnir eru svo lakir í
stærðfræði.“
Júlíus segir að piltar séu að
jafnaði betri í stærðfræði í þeim
löndum sem tóku þátt í PISA-
rannsókninni en stúlkur séu að
jafnaði betri í lestri.
„Kynjamunur í lestri er þrisv-
ar sinnum meiri en munurinn í
stærðfræði en ef hann væri
helmingi minni væru piltar betri
í stærðfræði en stúlkur.“
Júlíus segir að stór hópur
pilta standi sig ekki nægilega
vel í stærðfræði en samkvæmt
þessu sé ef til vill ráðlegt að
horfa á fleiri þætti en stærð-
fræði ef árangur þeirra á að
batna. Þannig sé betri árangur
þeirra í stærðfræði ef til vill
undir því kominn að þeir auki
lesskilning sinn og málhæfni
enda væru þeir þá betur undir
það búnir að takast á við hugtök
stærðfræðinnar.
Töluverð tengsl virðast vera á milli hæfni nem-
enda í lestri og hæfni þeirra í stærðfræði
Morgunblaðið/Kristinn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra var meðal fjölmargra ráðstefnugesta.
Tungumálið lykilatriði
að góðum árangri
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
VERÐIÐ sem Reykjavíkurborg
reiddi af hendi fyrir Stjörnubíósreit-
inn svokallaða við Laugaveg var við-
unandi, og ekkert kom fram sem gaf
til kynna að ekki hafi verið farið eftir
samþykktum borgarinnar við útboð-
ið.
Þetta kemur fram í skýrslu Innri
endurskoðunar Reykjavíkurborgar
sem lögð var fram í borgarráði í gær.
„Við útreikning [...] var stillt upp
efri og neðri viðmiðum við mat á
verðmæti eigna og byggingaréttar.
Við samanburð á kaupverði Stjörnu-
bíósreits, 140 milljónir kr., kemur í
ljós að það er nær neðri viðmiðum,“
segir m.a. í skýrslunni.
„Á grundvelli ofangreinds mats
má ætla að um hafi verið að ræða
ásættanlegt kaupverð af hálfu
Reykjavíkurborgarinnar.“ Innri
endurskoðun segir þó að skort hafi á
formfestu við málsmeðferðina, og þá
sérstaklega skjölun gagna. Þá
ábendingu sögðu fulltrúar Reykja-
víkurlistans að beri að taka alvar-
lega í bókun sinni í ráðinu.
„Úttekt Innri endurskoðunar
Reykjavíkurborgar á kaupunum
leiðir í ljós að kaupverðið á eigninni
var eðlilegt, enda leiddi útboðið til
þess að Reykjavíkurborg endurseldi
byggingarréttinn á lóðinni með
hagnaði jafnframt því að fjölga bíla-
stæðum á austari hluta Laugaveg-
ar,“ segir í bókun Reykjavíkurlist-
ans.
„Við umræður um málið í borg-
arstjórn á sínum tíma dylgjuðu sjálf-
stæðismenn mikið um kaup borgar-
innar á Stjörnubíósreitnum Undir
forystu núverandi dómsmálaráð-
herra var málið í heild sinni dregið
niður á afar lágt plan. Þessi úttekt
staðfestir að kaupverðið á eigninni
var eðlilegt og sýnir svo ekki verði
um villst að sjálfstæðismenn í borg-
arstjórn fóru offari í málinu,“ segir
þar ennfremur.
Sjálfstæðismenn áskilja sér
rétt til bókunar síðar meir
Í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf-
stæðisflokks segir að þar sem þeir
hafi fyrst séð skýrsluna á fundi
borgarráðs í gær, áskilji þeir sér rétt
til þess að bóka síðar vegna málsins
og meðferð þess, enda margt sem
krefjist frekari athugunar og skýr-
inga.
Skýrsla Innri endurskoðunar um Stjörnubíósreitinn
Kaupverðið fyrir
reitinn viðunandi