Morgunblaðið - 19.08.2005, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG HEF nýlega ritað tvær
greinar hér í blaðið vegna hug-
mynda borgarstjórnarflokks
Sjálfstæðismanna um
eyjabyggðina á Kolla-
firði. Ég færði rök fyr-
ir því að þau áform
væru ekki skynsamleg
en kom fram með nýja
hugmynd um golfvöll
og litla kirkju í Engey
og vék einnig að hlut-
verkum Akureyjar,
Lundeyjar og Þern-
eyjar. Jafnframt lét ég
þess getið, að ég byggi
yfir hugmyndum um
aukið hlutverk Við-
eyjar. Ég kem hér
fram með hluta þeirra
sem framlag til stefnumörkunar
Sjálfstæðismanna, en einnig sem
áskorun til borgaryfirvalda, hver
sem þau verða á næstu árum.
Ég gerði mér þess ljósa grein,
meðan ég var við stjórn í Viðey, að
hún má aldrei standa í stað. Hún
má ekki missa neitt, án þess að
eitthvað annað komi í staðinn, og í
raun þarf sífellt að vera að brydda
upp á einhverju nýju til að við-
halda áhuga fólks á staðnum. Ég
ætla ekki að tíunda
hvað gert var og bera
það saman við núver-
andi ástand. Hitt er
miklu vænlegra að
horfa fram á leið.
Eftir að hugmyndir
um íbúðabyggð í
eynni og brúarteng-
ingu við Gufunes fóru
að gerast ágengar,
hefur mér orðið æ
ljósara, að vafasamt
er, að sú starfsemi,
sem hefur verið rekin
í Viðey síðan 1988,
nægi því samfélagi
sem við lifum í. Eins og ég hef
rakið margsinnis, myndi brú eyði-
leggja svo mikið, að hún hlýtur að
vera algert bannorð. Föst byggð
heimtar hins vegar brú, því þarf að
skoða aðra kosti. Það er gamall
draumur minn að byggja aftur á
Sundbakkanum, þar sem þorpið
var áður, austast á eynni. Mig hef-
ur dreymt um að fá fjársterk fyr-
irtæki til að byggja þar upp litla,
fallega hannaða byggð, hús sem
síðan yrðu lánuð lista- og fræði-
mönnum til tímabundinnar notk-
unar. Til að efla slíkt menning-
arþorp þyrfti að endurbyggja
Glaumbæ, gamla verkamannabú-
staðinn, sem þarna var, 180 fer-
metra hús, tvær hæðir og kjallari.
Það ásamt skólahúsinu, sem þegar
er búið að endurreisa, gæti skapað
mikla möguleika fyrir fjölbreytt
menningarstarf.
Kristján Loftsson þáverandi
stjórnarformaður Olíufélagsins
sýndi annarri hugmynd mikinn
áhuga, að félag hans endurbyggði
gamla olíuhúsið, vörugeymsluhús
D.D.P.A. sem var eiginlega
„amma“ Olíufélagsins. Eldra félag-
ið byggði á sínum tíma mikinn
eldsneytisgeymi í Viðey. Hann er
nú ónotaður á Akranesi. Það fylgdi
hugmyndinni að flytja hann aftur
út í Viðey og gera hann að þriggja
hæða húsi. Þessi tvö mannvirki
hefðu getað skapað mikil og góð
tækifæri sem vinnustofur, sýn-
ingarými og veitingaaðstaða. Ár-
bæjarsafn lagðist á móti þessari
hugmynd, taldi að byggingarnar,
og sérstaklega tankurinn, yrðu of
áberandi þarna á eyjarendanum.
Þess vegna var ekki hægt að vinna
að þessu áfram. Ég sé nú, að hægt
er að byggja tankinn neðar en
hann stóð áður, og verði hin nýja
byggð hönnuð með nálægðina við
þetta í huga, þá hygg ég, að
áhyggjur Árbæjarsafns séu óþarf-
ar.
Með þessu móti risi þarna vísir
að íslenskri Sveaborg, sem er
frægt menningarsetur við fornt
virki á eyju úti fyrir Helsinki, en
þangað eru reglulegar bátsferðir.
Að sjálfsögðu þarf að gera ein-
hverja lendingaraðstöðu á Sund-
bakkanum gegnt bryggjunni í
Gufunesi og bæta aðstöðuna í Bæj-
arvörinni neðan Viðeyjarstofu.
Hún yrði áfram aðalhöfn Viðeyjar,
og þaðan yrðu svo reglulegar bíl-
ferðir austur á Sundbakka.
Hefja verður rekstur Viðeyjar-
stofu til vegs á ný. Hún er nú bara
veislusalur, en þarf að verða aftur
vettvangur menningarviðburða,
auk þess sem æskilegt er að svo
sögufrægt og merkilegt hús sé al-
menningi opið að staðaldri. Upp-
bygging Sundbakkans myndi í
senn styðja Stofuna og eflast af
henni.
Það á að hlynna að höfuðbólum
og nýta það sem þau hafa skráð á
spjöld sögunnar til að skapa nýja
reisn í menningu þeirra. Þetta er
nú verið að gera á Þingvöllum, í
Skálholti, Reykholti og heima á
Hólum, en Viðey situr eftir sem
væri hún komin í öskustó. Á að
fullkomna verkið á hinn ódýrasta
máta með því að valta yfir hana
með malbiki, steinsteypu og brúar-
gerð? Eða erum við Reykvíkingar
þeir menn, að við treystum okkur
til að hefja hana til þess vegs sem
henni ber?
Framtíð Viðeyjar
Þórir Stephensen fjallar
um uppbyggingu í Viðey ’Það á að hlynna að höf-uðbólum og nýta það
sem þau hafa skráð á
spjöld sögunnar til að
skapa nýja reisn í menn-
ingu þeirra.‘
Þórir
Stephensen
Höfundur er fyrrverandi
staðarhaldari í Viðey.
MÁL ákæruvaldsins gegn Baugi
hefur nú verið þingfest. Hinir
ákærðu hafa lýst sakleysi sínu undir
skæru kastljósi fjölmiðla. Málið
verður nú tekið til
dómsmeðferðar, en
auðvitað stingur í augu
ofuráhersla Baugs-
feðga að reka málið ut-
an dómssalar. Það er
að sjálfsögðu þeirra
réttur, en afskaplega
er misráðið af þeim að
hrista kokteil um póli-
tískt samsæri við
málatilbúnað ákæru-
valdsins. Þar stendur,
ef grannt er skoðað,
ekki steinn yfir steini.
Baugsfeðgar halda
því fram að stjórnvöld standi á bak
við innrás í Baug en hafa ekkert
annað uppi en getsagnir. Til lengri
tíma skaða ásakanir þeirra hags-
muni Baugs að ekki sé talað um
hagsmuni þeirra sjálfra. Það er
skelfilegur dómgreindarbrestur að
stefna sjálfum sér og Baugi í þann
ófrið sem þeir hafa kosið að gera –
að ekki sé talað um þjóðfélagið sem
logar stafna í milli.
Þeir hafa um sig her ráðgjafa,
lögfræðinga og ímyndarfræðinga.
Hefur enginn þeirra reynt að fá þá
ofan af bábiljunni? Þeir virðast hafa
afar slæma ráðgjafa. Mál þeirra er
að fá miklum mun meiri athygli en
ella – ekki bara á Ís-
landi heldur líka á
Norðurlöndum, í Bret-
landi og raunar víða
um lönd.
Jón Ásgeir kom
fram í Kastljósi á dög-
unum. Þar komu fram
ótrúlegar fullyrðingar
og af mörgu að taka.
Hæst ber ásakanir í
garð Davíðs Odds-
sonar. Jón Ásgeir upp-
lýsti alþjóð, að eftir að
Hreinn Loftsson sneri
heim úr frægri ferð
sinni til fundar við Davíð Oddsson í
Lundúnum, hafi allt verið sett af
stað innan Baugs til þess að leið-
rétta hugsanleg meint lögbrot innan
félagsins. Og svo sem sjá má af
gögnum málsins, þá fóru fram víð-
tækar „hreingerningar“ í bókhaldi
Baugs í maí 2002.
Davíð Oddsson með öðrum orðum
varaði vin sinn Hrein Loftsson við
orðrómi, sem þá fór eins og eldur í
sinu um íslenskt viðskiptalíf. Innan
Baugs væri maðkur í mysunni.
Baugur yrði að taka til í eigin ranni.
Sem var gert. Von er að spurt sé.
Lyktar það af samsæri að vara fórn-
arlambið við? Þetta stenst ekki
skoðun. Þetta er bull.
Þvert á móti standa Baugsfeðgar
í þakkarskuld við Davíð Oddsson
fyrir að vara þá við orðrómi í við-
skiptalífinu um glannalegar aðfarir
félagsins. Þeim gafst tækifæri til að
grípa til aðgerða áður en félagi
þeirra frá Ameríku, Jón Gerald Sul-
lenberger, kom til landsins og kærði
til lögreglu sumarið 2002.
Baugsfeðgar standa í
þakkarskuld við Davíð
Hallur Hallsson
fjallar um málefni Baugs ’Þvert á móti standaBaugsfeðgar í þakk-
arskuld við Davíð Odds-
son fyrir að vara þá við
orðrómi í viðskiptalífinu
um glannalegar aðfarir
félagsins.‘
Hallur Hallsson
Höfundur er blaðamaður.
FYRIR tveimur árum kom ég lít-
illega að samingu alþýðlegs texta
um áfengi. Kom þá
flatt upp á mig, að höf-
undum fannst sjálf-
sagt að nota „edrú“
um ódrukkna, allsgáða
eða með öllu gáða
menn. Síðar hef ég
heyrt og séð „edrú“
notað svo þráfaldlega í
fjölmiðlum, að ætla
má, að orðið festist í
málinu og víki eldri
orðum íslenskum til
hliðar. Að vísu skal
það nefnt, að „edrú“
var nýlega í danskri
mynd í Sjónvarpinu
réttilega þýtt alls-
gáður. Í dönskum
orðabókum er „ædru“
látið jafngilda „bes-
indig“ eða „nögtern“,
en þess jafnframt get-
ið, að orðið sé nær ein-
göngu haft um
ódrukkna, allsgáða, menn. „Bes-
indig“ og „nögtern“ eru sömu merk-
ingar og skynsamur og gáður þann-
ig, að merkingarlega munar sárlega
litlu á þessum orðum. Hvernig
stendur þá á því, að farið er á vit
Dana, þótt góðir séu, til þess að
sækja þangað orð, sem tæpast í
nokkru bætir við merk-
ingu velþekktra, góðra
og gildra íslenskra
orða? Er hér á ferðinni
fordild eða for-
heimskun, sem hver
apar eftir öðrum? Ég
hef á tilfinningunni, að
mörg fleiri fordildarorð
en „edru“ blómstri í
fjölmiðlum, svo sem að
verður vikið, þótt þau
komi úr ensku og ekki
úr svo ólíklegri átt og
danska er nú.
Eftir að ég komst á
eftirlaun fyrir fáum ár-
um hefur mér orðið á í
ríkara mæli en áður að
hlusta á útvarpsþætti,
ekki síst síðdegisþætti
á Rás 1. Mér hefur
stundum komið í opna
skjöldu, hve orðafar
ýmissa viðmælenda í
þessum þáttum er slettuskotið að
óþörfu. Þannig er orðið „aggressíf-
ur“ orðið algengt í stað óvæginn eða
ágengur og „konkret“ í stað fastur
eða raunhæfur eða ýmissa annarra
góðra lýsingarorða, sem við kunna
að eiga allt eftir efni máls eða texta.
Þá hefur „koncept“ (hugmynd, hug-
tak) vafist svo um tungu sumra við-
mælenda, að mér finnst sem þeir
hafi enga hugmynd haft um, hvað
þeir ætluðu í reynd að segja! Suma
viðmælendur, ekki síst skemmt-
anamenn, hef ég heyrt velta sér upp
úr „nostalgíu“, sem í mínu ungdæmi
var þýtt söknuður, eftirsjá, heimþrá
o.s.frv. Gott dæmi um slíkt „nost-
algíu-fordildarbull“ er að finna í við-
tali við tvo skemmtanamenn, karl
og konu, í Morgunblaðinu 23.7.
2005.
Mér finnst sem öll fyrrtalin orð
beri vott um fordild eða hégóma-
skap, sem sporna eigi gegn. Ef er-
lend orð, sem eru sömu eða mjög
líkrar merkingar og góð og gild ís-
lensk orð, verða munntöm og ryðja
burt hinum íslensku, er þar á ofan
komið að sjálfri kviku málsins eða
með öðrum orðum sagt, hvort málið
eigi að vera til eða ekki.
Nú, í upphafi nýs skólaárs,
skyldu ekki síst íslenskukennarar
og forsjármenn menntamála í land-
inu hafa þetta fast í huga!
Slangur og slett-
ur í fjölmiðlum
Þorkell Jóhannesson
fjallar um íslenskt mál
Þorkell Jóhannesson
’Er hér á ferð-inni fordild eða
forheimskun,
sem hver apar
eftir öðrum? ‘
Höfundur er læknir, dr. med.,
prófessor úr embætti.
„ÞEGAR ég er spurð að því hvaða
staður mér finnist fallegastur á Ís-
landi kemur Reykjavíkurtjörn og
umhverfi hennar á fal-
legu síðsumri upp í
hugann: Fríkirkjan og
Listasafnið, Iðnó og
andabrauðið, virðuleg
timburhúsin við Tjarn-
argötu með grósku-
miklum trjágróðri,
styttur bæjarins og
síðast en ekki síst
Hljómskálagarðurinn
og Hallargarðurinn
sem með friðsemd
sinni eru athvarf fjöl-
skyldna og barna,
skokkara og sveimhuga
í leik og hvíld frá áreiti borgarlífsins
sem þó er svo skammt undan.
Það er ekkert nýtt að stórhuga og
framkvæmdaglaðir menn ásælist
þessa garða og jafnvel Tjörnina
sjálfa til að reisa það sem tískusveifl-
an býður hverju sinni. Reykvíkingar
hafa borið gæfu til að koma í veg fyr-
ir það flest. Flest segi ég, því Ráð-
húsinu og himinmigunni var troðið
ofan í Tjörnina þrátt fyrir mótmæli
borgarbúa.
Í 10-fréttum sjón-
varps í liðinni viku sagði
Dagur B. Eggertsson,
formaður skipulags-
ráðs, frá tillögu sinni
þann sama dag í skipu-
lagsráði um byggingu
kaffihúss með útiveit-
ingapalli í Hljóm-
skálagarðinum. Í Morg-
unblaðsgrein sl.
fimmtudag undrast
hann reyndar að slíkri
tillögu hafi ekki þegar
verið hrint í fram-
kvæmd og vísar til þar
hugmyndar Hrafns Gunnlaugssonar
um sama efni fyrir fimmtán til tutt-
ugu árum. Hugmyndin hefur reynst
lífseig og kom síðast upp í
umhverfisráði borgarinnar 2001.
Þegar Hrafn setti fram tillögu um
kaffihús í Hljómskálagarðinn voru
nær engin kaffihús í Kvosinni; Hótel
Borg, Tröð, Mokka og Hressó. Ég
held að þá sé allt upptalið. Nú er öld-
in önnur og í Kvosinni er fyrir gnægð
kaffihúsa, þar á meðal þrjú á Tjarn-
arbakkanum norðanverðum: í Lista-
safninu, Iðnó og Ráðhúsinu. Við
sunnanverða Tjörnina er svo Nor-
ræna húsið og kaffistofa Þjóðminja-
safnsins. Það er því vart skortur á
kaffihúsum heldur einhverju öðru
sem hér er á ferð. Tillaga Dags en
tímaskekkja
En af hverju á kaffihús og útiveit-
ingastaður ekki erindi í Hljóm-
skálagarðinn? Kaffihús og útiveit-
ingapallur krefjast aðkomu sendibíla
með vörur, öskubíla að sækja úr-
gang, bílastæða fyrir gesti og starfs-
fólk. Hugmyndin um kaffihús í
miðjum skrúðgarði snýst því um
meira en kaffihúsið eitt og litla sæta
kaffihúsið verður þannig fljótt að
skrímsli sem hrekur burtu friðsæld
Hljómskálagarðsins. Eða ætlar Dag-
ur B. Eggertsson að láta gesti,
starfsmenn og birgja leggja í Bjark-
argötunni?
Hljómskálagarðurinn er vin í bíla-
þvögu og stressi Kvosarinnar – vin
þar sem ekkert söluáreiti, engin bíla-
stæði eða akbrautir skapa óöryggi og
truflun. Á 220 ára afmæli Reykjavík-
ur væri nær að styrkja garðinn eins
og hann er, fjölga bekkjum, setja upp
fuglakíki og ítarlegar upplýsingar
um gróður og fuglalíf við Tjörnina í
Reykjavík. Hljómskálagarðurinn er
ásamt öðrum grænum svæðum lungu
borgarinnar, hvíldarstaður fyrir aug-
að og andann. Látið Hljómskálagarð-
inn í friði! Tjörnin lifi!
Látið Hljómskálagarðinn í friði
Álfheiður Ingadóttir andmælir
tillögu Dags B. Eggertssonar
um kaffihús í Hljómskála-
garðinum
’Hljómskálagarðurinner ásamt öðrum græn-
um svæðum lungu borg-
arinnar, hvíldarstaður
fyrir augað og andann.‘
Álfheiður Ingadóttir
Höfundur er líffræðingur og íbúi við
Tjörnina.