Morgunblaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 29
MINNINGAR
Amalía Rut Gunnarsdóttir hóf
störf hjá Bræðrunum Ormsson í
ársbyrjun 2001 þar sem hún starfaði
með okkur að uppbyggingu öflugrar
sölu á HTH innréttingum á Íslandi
næstu fimm árin. Amalía var ein-
staklega ljúf manneskja sem gott
var að starfa með.
Í sínu fagi sem arkitekt naut hún
sín til fulls við að leita uppi strauma
og stefnur og miðla áfram til sam-
starfsfólks og ekki síst til viðskipta-
vina sem hún náði svo vel til með
sínu gefandi viðmóti og útgeislun.
Þeir eru ófáir sem komið hafa á
framfæri þökkum fyrir góða og per-
sónulega þjónustu sem Amalía átti
svo auðvelt með að inna af hendi.
Ég átti því láni að fagna að
ferðast með Amalíu á fundi og ráð-
stefnur víða um Evrópu þar sem lín-
urnar voru lagðar og málin rædd.
Það var ávallt vel tekið eftir því sem
Amalía hafði til málanna að leggja
enda var hún vinsæll fyrirlesari á
fundunum – þar sem þar fór afar
fær hönnuður sem hafði mikinn
metnað fyrir starfi sínu.
Þekkingu sinni og hugmyndum
átti hún mjög auðvelt með að miðla
til annarra. Í okkar hópi sem hitt-
umst reglulega á fundum myndaðist
sterk vinátta fólks sem nú saknar
einstakrar mannesku og vinar.
Fyrir hönd starfsfólks Bræðr-
anna Ormsson og fyrirtækisins
sendum við innilegustu samúðar-
kveðjur til Jónasar og barnanna
tveggja, Ómars og Eddu og annarra
ástvina Megi minningin fagra lifa
með ykkur um alla framtíð.
Ólafur Már Sigurðsson.
Þvílíkur harmur, þvílík sorg,
besta blómið okkar er fallið. Erfitt
er að skilja að Imma hafi verið tekin
frá okkur, en hún hlýtur að hafa átt
stórt erindi yfir í betri veröld. Eftir
sitjum við og hlúum að minningar-
brotum.
Imma okkar var alveg sérstök
mannkostamanneskja, ég held bara
að öll góðu lýsingarorðin í íslensku
tungunni hafi átt við hana. Hún var
hvers manns hugljúfi og fólk lað-
aðist að henni. Alltaf var svo
skemmtilegt að vera með henni, hún
var svo fyndin og hafði alveg ein-
staka frásagnargáfu. Það var mikið
hlegið þar sem Imma var.
Sérstaklega kemur upp í huga
mér ógleymanleg ævintýraferð okk-
ar á síðasta sumri. Ferðinni var
heitið austur á land þar sem við hitt-
um Ingu systir hennar og fleiri ætt-
ingja á fæðingarstað afa hennar.
Eitt atvik úr því ferðalagi, sem lýsir
Immu ágætlega, var þegar, við vor-
um staddar á miðjum Hólsöræfum
áttuðum okkur allt í einu á því að við
vorum að verða gjörsamlega bensín-
lausar.
Það var búið að vera svo gaman
hjá okkur að svona smáatriði eins og
að setja bensín á bílinn hvörfluðu
ekki að okkur. Á meðan ég byrjaði
að svitna lófunum af stressi, þá
sagði Imma sallaróleg: „Heyrðu,
hvað er eiginlega það vesta sem
gæti gerst í stöðunni?“ „Nú að við
yrðum bensínlausar,“ stundi ég.
„Hvað með það, auðvitað reddum
við okkur.“ Þar með var spennan
horfin og við renndum niður í Jök-
uldal á síðasta dropanum.
Imma var kjarkmikil og lét alltaf
drauma sína rætast. Hún nýtti svo
sannarlega þennan stutta tíma sem
henni var úthlutaður. Henni var gef-
in ótrúleg orka, og þessari orku
beitti hún af mikilli alúð til að sinna
sínum nánustu. Maður átti oft erfitt
með að skilja hvernig hún færi að
því að sinna öllum sínum hlutverk-
um svona vel. Dásamleg börn henn-
ar og eiginmaður bera vott um það.
Hún tók örlögum sínum af miklu
æðruleysi og megum við sem fylgd-
um henni síðasta spölinn draga lær-
dóm af því. Eitt af því síðasta sem
hún sagði við mig var „Maður verð-
ur alltaf að hafa eitthvað til að
hlakka til“ svo fékk hún sér uggulít-
inn vatnssopa.
Við kveðjum elsku Immu okkar
með mikilli eftirsjá og söknuði en
minningin um einstaka konu lifir
með okkur. Guð styrki ykkur Moha-
med, Edda Falak, Ómar, Edda, Pét-
ur, Inga og Kata í ykkar miklu sorg.
Ingunn.
✝ Haraldur Ólafs-son fæddist í
Reykjavík 25. maí
1931. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans 14. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Oddný Sölvadóttir af
Árskógsströnd og
Ólafur Kristjánsson
úr Tálknafirði. Har-
aldur var einn af 10
systkinahópi.
Haraldur kvæntist
25. maí 1954 Gróu
Ólafsdóttur frá Litla-Laugardal í
Tálknafirði, f. 9. nóvember 1934.
Foreldrar hennar voru Sesselja
Ólafsdóttir frá Ólafsvík og Ólafur
Jósua Guðmundsson frá Kvígind-
isfelli í Tálknafirði. Börn Harald-
ar og Gróu eru: Hrafnhildur, Að-
alheiður Hagar, Þórunn, Sesselja,
Ólafur, Oddur, Orri, Heimir og
Bylgja sem eru öll á lífi.
Um 1 árs aldur
flutti Haraldur með
fjölskyldu sinni til
Patreksfjarðar, þar
átti hann heima uns
hann flutti til
Reykjavíkur á efri
árum. Haraldur var
sjómaður til fer-
tugsaldurs, byrjaði
á togurum 14 ára.
Gegnum árin
stundaði hann flest-
ar tegundir af sjó-
sókn þess tíma og
átti sjórinn ætíð
huga hans. Hann vann við fisk-
vinnslu þegar í land kom, lengst af
sem verkstjóri og fiskmatsmaður.
Um sextugt fór heilsan að bila og
þau hjónin fluttu til Reykjavíkur
og hann varð að hætta störfum
eftir 1 ár.
Útför Haraldar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Ég lít þig Guð í ljóma sérhvers dags
og leiðsögn vonar hörpu mína bærir.
Ei kvíða skyldi komu sólarlags
né kalli því, sem sporin til þín færir.
(Bjargey frá Hofsstöðum.)
Þegar lífsins leiðir skilja
læðist sorg að hugum manna
en þá sálir alltaf finna
yl frá geislum minninganna.
(Helga frá Dagverðará.)
Það segir sig sjálft að þegar ungt
efnalítið fólk gengur í hjónaband og
eignast níu börn á tuttugu árum þá
snýst lífið allt um fjölskylduna og
lífsbaráttuna upp frá því. Það er eng-
inn tími til að sinna sínum einkasérv-
iskum en það var gæfa þeirra hjóna
að vera fjölskyldufólk innan gæsa-
lappa, og þess hefur stórfjölskyldan
notið í ríkum mæli alla tíð. Öll vel-
gengni í lífinu er að sjálfsögðu mik-
ilsverð, en hlýjar samvistir við sína
nánustu eru þar ofarlega á blaði, að
ekki sé meira sagt. Þetta er sú arf-
leifð sem Haraldur lætur eftir sig og
veitir honum mesta ánægju í hinum
nýju heimkynnum. Hann var sá
gæfumaður að fá að umgangast hóp
af barnabörnum sem nú sakna vinar
í stað og samfylgdin hefði þurft að
verða lengri.
En það var með hann eins og fleiri
að erfiði manndómsáranna sagði til
sín þegar aldur hækkaði og þegar
heilsan er farin er hvíldin besta
lausnin.
Við kveðjum hann með hjartans
þökkum fyrir árin öll.
Eiginkona, börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkur mæðgurnar langar til að
minnast föður okkar og afa.
Minningarnar eru margar og góð-
ar og munu ávallt geymast í hjörtum
okkar. Amma og afi bjuggu lengst af
á Patreksfirði. Alltaf var gott að
koma til þeirra og alltaf var glatt á
hjalla því stór var hópurinn. Afi var
hjartahlýr og gaf mikið af sér. Þegar
við systurnar vorum yngri var afi
alltaf að kalla á okkur … Koma og
kyssa afa. Hann fékk aldrei nóg af
kossum og þegar mamma var ung
rakaði hann sig ekki nema til að gefa
rak-kossinn.
Eitt sinn á Patró vorum við að fara
suður og afi fann ekki pípuna sína og
allir lögðust á eitt að leita að pípunni
hans því án hennar ætlaði hann ekki.
Eftir langa leit fór afi að hlæja og
sagði; hættið að leita, pípan er fund-
in. En þá hafði afi verið með pípuna í
hendinni allan tíman. Það sem var
hlegið að þessu. Minningarbrotin
eru mörg en við látum þessi nægja.
Það er svo sárt til þess að hugsa að
fá ekki að sjá þig aftur, elsku pabbi
okkar og afi. Þú lætur eftir þig stóra
og samhenta fjölskyldu sem saman
mun standa í gegnum söknuðinn og
sorgina.
Sé Guði þökk. Er gaf oss þetta líf
Og góðar stundir allar, vernda og hlíf.
Þótt treginn núna fylli flestra lund
Vér frelsarann treystum alla stund.
Þótt ástvin horfinn vér nú kveðjum klökk
Er kær hans minning, færð sé ástarþökk.
Ó, Drottinn vor nú ljá oss líkn og hlíf
Vér lútum þér í trú á eilíft líf.
(Höf. óþ.)
Elsku amma og mamma og öll
systkini, megi Guð gefa ykkur styrk
á þessari sorgarstundu.
Hrafnhildur Haraldsdóttir,
Harpa og Elva Ýr
Halldórsdætur.
Mig langar að minnast með nokkr-
um fátæklegum orðum Haraldar
tengdaföður míns, sem ég kynntist
1982, en dóttur hans Þórunni hafði
ég kynnst um áramótin ’81–’82.
Frá fyrstu kynnum fann ég mig
velkominn er ég kom inn í fjölskyldu
Haraldar og Gróu eiginkonu hans
sem og barna, og hefur það haldist
óbreytt alla tíð þó svo ég hafi horfið
úr fjölskyldunni um tíma og komið
aftur. Það eru ekki allir svo heppnir
að kynnast slíku, en það gerði ég og
er þakklátur fyrir það, og að hafa
aldrei þurft að líða fyrir mistök mín
gagnvart fjölskyldu Haraldar sem
og honum sjálfum meðan hans naut
við. Megi aðrar fjölskyldur taka það
sér til fyrirmyndar.
Það sem er lýsandi fyrir fjölskyldu
Haraldar sem og hann sjálfan var og
er samheldni og sú samúð sem þau
gátu og geta sýnt öðrum, hvort sem
um veikindi er að ræða eða annað,
því fékk ég að kynnast í mínum veik-
indum.
Eitt er það sem Haraldur hafði
mest gaman af þegar hann heimsótti
fólk sitt eða það kom til hans, en það
var að taka í spil og spila kana, átti
hann oft til að segja kana á óséð spil
og merkilegt nokk þá vann hann yf-
irleitt það spil, því fannst honum
gaman að. Þó svo að hann hafi verið
bridsspilari meira og átt marga verð-
launapeninga fyrir það spil var það
kani sem var spilað innan fjölskyld-
unnar þar sem bridskunnáttan var
ekki mikil hjá öðrum en Haraldi.
Annað sem honum þótti mjög gaman
að gera var að stunda silungsveiðar
enda fiskinn mjög, þó svo að síðustu
2 til 3 ár hafi ekki verið farið eins oft
og hann vildi sökum veikinda, var
þetta tvennt það sem honum þótti
mest gaman að gera. Synir okkar
Þórunnar nutu ætíð góðmennsku og
kærleika afa síns og ömmu og munu
gera áfram frá ömmu sinni sem og
börnum hennar, enda eitt það mik-
ilvægasta sem hver og einn þarf
hvað mest á að halda í lífinu og að
læra að gefa öðrum. Hvíl í friði í
Guðs faðmi.
Kristinn.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Þórunn, Róbert Már
og Aron Björn.
Mig langar til að minnast ná-
granna míns hans Haraldar Ólafs-
sonar með nokkrum orðum.
Við höfum orðið samferða, búið í
sama húsinu í nokkuð mörg ár, ekki
alltaf í sama húsinu heldur tveim
húsum. Fyrst bjuggum við í Garð-
húsum en síðar flytur Haraldur og
Gróa konan hans í Laufengi og við
fórum þangað á eftir þeim. Lífið er
stundum skrítið og einkennilegt.
Fyrsti kynni okkar Haraldar voru
líklega á garðdeginum í Garðhúsum.
Einu sinni á hverju ári þá var garð-
dagur hjá okkur í blokkinni. Þá var
tekið til, málað, hreinsað og allt gert
svo að garðurinn væri sem fallegast-
ur. Margar hendur vinna létt verk,
en sumir vinna betur en aðrir. Þann-
ig var að Gróa og Haraldur voru
manna fyrst á vettvang ef lá við og
seinust til að fara heim til sín að
kvöldi. Þau voru ónísk á tíma sinn og
krafta. Eftir góðan dag, var slegið
upp veislu fyrir alla og þá var nátt-
úrlega grillað og spjallað um allt
milli himins og jarðar. Slegið á létta
strengi og þá tengdist fólk böndum
sem áttu eftir að halda þó árin færð-
ust yfir. Við þetta tækifæri þá kom í
ljós hvað Haraldur gat verið
skemmtilegur, hann var með mjög
skemmtilegan húmor, gat skotið inn
sniðugum athugasemdum og verið
hrókur alls fagnaðar. Það var engin
veisla almennileg nema þau væru
komin helst bæði á vettvang.
Haraldur var líka mjög mann-
blendinn og átti gott með að lynda
við alla. Hann var oft á röltinu og
stoppaði oft ef einhver var úti í garði
og spjallaði við fólk um hvaðeina sem
bar á góma. Það var líka alltaf hægt
að leita til hans ef maður var ekki
viss um hvað var að gerast eða eitt-
hvað utangátta. Sumir hafa góða
nærveru og þannig fólki er gott að
vera nálægt, þannig var Haraldur
alla tíð. Ljúfur og sérstaklega barn-
góður, vildi alltaf gera eitthvað gott
fyrir litlu angaskinnin sín.
Fjölskyldan var stór og mörg börn
en alltaf var rúm fyrir alla gesti og
gangandi, hvort sem það voru tvífæt-
lingar eða ferfætlingar. Heimilið var
líka opið fyrir öllum gæludýrum,
bæði hundum eða köttum. Einn var
sá sem átti heiðurssess, það var hann
Hnoðri, fressköttur af eðalkattakyni,
líklega kominn af Reykjavíkuraðlin-
um. Loðinn og svartur og orðinn ansi
stirður undir lokin. Hann lét alltaf
vita ef hann vildi komast inn og kom
sérstaklega og bað um hjálp þegar
hann gat ekki lengur stokkið upp á
silluna til að komst inn um gluggann.
Haraldur og Gróa bjuggu áður á
Patreksfirði en fluttu suður og efa-
laust var hluti af þeim sjarma sem
Haraldur bar tilkominn að vestan.
Hann hafði áhuga á fólki á jákvæðan
hátt vildi vita hvernig gengi og fylgj-
ast með. Var ekki sama. Velvild og
umhyggja tel ég hafa verið hans
helsta prýði.
Eitt var það sem honum þótti gott
það var að dreypa á eðalvínum. Einu
sinni átti ég hálfa flösku af Cognac
inni í skáp, þegar mér datt allt í einu
í hug að gefa nú þetta einhverjum
sem kynni að meta þessar veigar.
Bankaði uppá og mikið var gaman að
sjá hvað þetta lítilræði gladdi Har-
ald, hann varð eitt sólskinbros og
mér varð hlýtt í hjarta.
Föstudagkvöldin voru sérstök
fjölskyldukvöld hjá Haraldi og Gróu,
þá kom fjölskyldan saman til að
horfa saman á ákveðna þætti í sjón-
varpinu, þessi kvöld gengu undir
nafninu Idol-kvöld. Það var þegar
Idolið var sem vinsælast. Alltaf var
nóg pláss fyrir einn í viðbót og setið í
hverju sæti. Veitt af rausn og ekkert
skorið við nögl.
Það er mikil gæfa að eignast góða
nágranna, ég og dóttir mín, hún Sal-
óme Jórunn, þökkum fyrir samferð-
ina og að hafa verið svo lánsamar að
kynnast Haraldi og Gróu, börnum og
barnabörnum.
Haraldur var höfðingi heim að
sækja, við óskum honum velfarnaðar
á ókunnum ströndum.
Blessuð sé minning hans.
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra máli ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.)
Mig langar að votta Gróu, öllum
börnum, barnabörnum, tengdafólki
og öðrum aðstandendum innilegustu
samúð okkar mæðgna á erfiðum tím-
um. Megi góður Guð vernda ykkur
og styrkja og vera með ykkur.
Katrín Þorsteinsdóttir.
HARALDUR
ÓLAFSSON
Elsku besti afi minn.
Á hverju kvöldi mun ég
alltaf hugsa til þín, og við
fjölskyldan munum alltaf
hugsa um þig, við elskum þig
afar heitt og ég mun sakna
þín voða, voða mikið og
stundum á kvöldin fer ég að
gráta þegar ég fer að sofa.
Það var leiðinlegt að missa
þig en ég vona að þér líði bet-
ur hjá Guði.
Guð veri með þér.
Kær kveðja, barnabarnið
þitt,
Kristín Gunnþóra
Oddsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
JÓHANNESAR GUNNARSSONAR OG
STEINUNNAR PÁLÍNU ÞORSTEINSDÓTTUR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þóra Halldórsdóttir,
Jónasína Halldórsdóttir.