Morgunblaðið - 19.08.2005, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðrún Sigríð-ur Magnúsdótt-
ir fæddist í Reykja-
vík 8. febrúar 1934.
Hún lést á dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund sunnu-
daginn 14. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Magnús Auðuns-
son, bóndi á Sól-
heimum í Land-
broti, f. á
Eystri-Dalbæ í
Landbroti 1. des-
ember 1893, d. 5. mars 1966, og
Kristjana Jónsdóttir kennari, f.
á Steig í Mýrdal 4. ágúst 1900,
d. 25. júní 1992. Bróðir Guð-
rúnar er Helgi, f. 4. apríl 1946,
maki (óg.) Björg Baldvinsdóttir,
f. 22. september 1947.
Hinn 29. nóvember 1959 gift-
ist Guðrún Birni Jónssyni, kenn-
ara og síðar skólastjóra í Haga-
skóla. Foreldrar hans voru Jón
Jóhannesson bóndi á Ytra
Skörðugili í Skagafirði, f. á
Völlum í Vallhólmi 27. maí 1893,
d. 27. janúar 1957, og Agnes
Guðfinnsdóttir húsfreyja, f. á
Víghólsstöðum á Fellsströnd 5.
mars 1897, d. 14. maí 1987.
Guðrún og Björn fluttu árið
1966 á Skólabraut
39, nú Valhúsa-
braut 13, á Sel-
tjarnarnesi og hafa
búið þar síðan.
Börn þeirra eru: 1)
Heiður Agnes, f.
30. apríl 1962.
Maki (óg.) Hákon
Óskarsson, f. 6. júlí
1946. Sonur þeirra
er Kjartan, f. 23.
nóv. 1982. 2) Magn-
ús Jón, f. 14. apríl
1966. Maki Ragna
Árnadóttir, f. 30.
ágúst 1966. Dætur þeirra eru
Brynhildur, f. 26. október 1993
og Agnes Guðrún, f. 8. septem-
ber 2000.
Guðrún ólst upp hjá foreldr-
um sínum á Sólheimum í Land-
broti. Hún sótti sér menntun til
Reykjavíkur, fyrst í Kvennaskól-
anum og síðan Menntaskólanum
í Reykjavík. Að því loknu nam
Guðrún íslensk fræði við Há-
skóla Íslands og lauk Cand Mag
prófi 1960. Guðrún hóf störf á
Örnefnastofnun Þjóðminjasafns
1972 og vann þar fram á árið
2001.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Tengdamóðir okkar, Guðrún
Magnúsdóttir, er látin um aldur
fram eftir erfiðan sjúkdóm.
Guðrún var mikil sómakona og
margt til lista lagt. Hún var skarp-
greind og lagði ríkan metnað í allt
sem hún tók sér fyrir hendur. Það
gilti jafnt um uppeldi, heimili,
áhugamál og starf.
Guðrún var sérfræðingur hjá
Örnefnastofnun í áratugi og hafði
mjög gaman af starfi sínu. Fólst
það meðal annars í ferðum um
landið þar sem hún hitti bændur
og búalið til að skrá örnefni í
þeirra heimabyggð. Mundi hún
nafnið á annarri hverri þúfu í
sveitum landsins, og var minni
hennar aðdáunarvert, ekki einung-
is hvað varðaði örnefni heldur
einnig heiti íslenskra jurta og
fugla. Þessi kunnátta hefur skilað
sér til næstu kynslóða, ekki síst
vegna fjölmargra ferða þeirra
hjóna um landið með börn sín á ár-
um áður. Við tengdabörnin höfum
líka haft ómælt gagn af þeim fjár-
sjóði upplýsinga sem Guðrún bjó
yfir.
Guðrún var menntakona, og
hafði eldheitan áhuga á þjóðlegum
fróðleik. Hún hafði yndi af ljóðum
og lestri bóka og las hún bækur á
mörgum tungumálum. Þessi bók-
hneigð var henni í blóð borin; hún
ólst upp í Landbrotinu þar sem
móðir hennar, Kristjana Jónsdótt-
ir, var annálaður kennari. Guðrún
rækti nám sitt af kostgæfni, bæði
það sem hún stundaði sem ung
kona og það sem síðar kom. Sem
dæmi um hvað hún gerði hlutina
vel er að 40 árum eftir stúdents-
próf gat hún leiðbeint dóttursyni
sínum í þýsku.
Guðrún var mikil handverks-
kona. Hún tók sér fyrir hendur að
vinna verk sem aðrir hefðu ekki
reynt að byrja á. Hún valdi ekki
auðveldustu leiðirnar. Sem dæmi
má nefna þegar hún og Valgerður
vinkona hennar gerðu nákvæmar
eftirmyndir af flóknu, fornu alt-
aristeppi frá Reykjum í Tungu-
sveit sem geymt er í Þjóðminja-
safninu. Sátu þær vinkonur yfir
þessu verkefni svo mánuðum
skipti.
Matreiðsla Guðrúnar var mjög
framsækin og var hún óhrædd við
að reyna framandi hluti þótt hefð-
bundnir réttir hefðu verið á borð-
um á aðfangadag og 1. desember.
Á öðrum tímum var það ljúf skylda
fjölskyldunnar að vera tilraunadýr
og matsmenn. Þótt henni tækist
ávallt vel til var hún aldrei alveg
ánægð með matseldina, enda mjög
nákvæm.
Guðrún var róleg í fasi, hlý og
kærleiksrík. Hún var mjög barn-
góð og naut þess að vera með
barnabörnum sínum. Það var mik-
ill kostur að fá að njóta hennar
leiðsagnar við uppeldi barnanna.
Hún talaði mikið við þau og
kenndi þeim og var ávallt reiðubú-
in að gæta þeirra í frístundum sín-
um, en Guðrún var útivinnandi
þangað til hún veiktist.
Guðrún var hlédræg að eðlisfari.
Hún hafði gott skopskyn og sagði
oft skondnar sögur. Það var létt
yfir henni og þeir sem kynntust
henni fengu að njóta hennar
skemmtilegu frásagna, gjarnan frá
liðinni tíð. Guðrúnu þótti ekki gam-
an að tala um stjórnmál og hnuss-
aði gjarnan í henni þegar þau bar á
góma.
Heimili tengdaforeldra okkar,
þeirra Björns og Guðrúnar, var
bjart og fallegt. Þau hjónin voru
mjög samrýnd og miklir félagar og
var heimili þeirra því aufúsustaður
fyrir okkur sem og aðra sem bar
að garði. Hvers kyns mál voru
rædd öllum stundum og góð sígild
tónlist eða djass ómaði í bak-
grunni.
Það var mikil sorg þegar Guðrún
greindist með Alzheimer. Þá sáum
við eftir að hafa ekki leitað frekar
eftir visku hennar og jafnvel skráð
hana niður. Síðustu þrjú árin var
hún illa haldin af sjúkdómnum og
það tók fjölskylduna mjög sárt að
sjá hversu ört henni hnignaði.
Það er með sárum söknuði að við
kveðjum frábæra tengdamóður og
munum við í framtíðinni ylja okkur
við minningarnar um þessa góðu
konu.
Hákon Óskarsson,
Ragna Árnadóttir.
Guðrún Magnúsdóttir, móðir
æskuvinkonu minnar, Heiðar
Björnsdóttur, verður mér minnis-
stæð og kær um ókomna tíð. Lífs-
hlaup okkar Heiðar tvinnaðist
saman á Seltjarnarnesinu í gegn-
um barna- og gagnfræðaskóla, síð-
ar í Menntaskólanum í Reykjavík
og svo áfram er við stofnuðum báð-
ar fjölskyldur og tókumst á við
daglegt líf ungra kvenna.
Þegar æskuvinir fylgjast að upp
í gegnum árin þá kynnast þeir
óhjákvæmilega fjölskyldu vinarins
líka. Þannig kynntist ég Guðrúnu.
Guðrún bjó fjölskyldu sinni gott
og uppbyggilegt heimili. Hún var
gegnheil og ljúf manneskja, hvatti
börn sín í námi og studdi þau á all-
an hátt.
Þegar mér verður hugsað til
Guðrúnar koma hugtökin góð-
mennska og menning upp í hug-
ann. Guðrún var menningarkona.
Hún var vel lesin, yfirveguð og tal-
aði gullfallegt mál með skýrri
röddu svo unun var á að hlusta.
Guðrún ólst upp á Sólheimum í
Landbrotinu þar sem fjölskyldan
hefur nú sinn sælureit. Á Sólheim-
um hafa Guðrún og Björn ásamt
fjölskyldu sinni átt saman góðar
stundir við ræktun lands, en þar er
nú að vaxa úr grasi tilkomumikill
og glæsilegur skógur sem ber
dugnaði og natni þeirra augljóst
vitni.
Þegar við Heiður fetuðum okkur
í gegnum uppvöxtinn var mér allt-
af tekið opnum örmum hjá Guð-
rúnu og Birni. Þá fann maður hve
samrýnd þau hjón voru og hve vel
þau studdu við börn sín. Fyrir
þennan tíma vil ég þakka.
Hin síðustu ár mátti oft sjá Guð-
rúnu og Björn á góðviðrisdögum
ganga framhjá eldhúsglugganum
mínum á hressingargöngu sinni
upp Bakkavörina. Yfir þeim var
hjúpur langrar samveru og tryggð-
ar.
Við vottum Birni, Heiði, Hákoni,
Kjartani, Magnúsi, Rögnu, Bryn-
hildi, Agnesi Guðrúnu og öðrum
ástvinum Guðrúnar okkar dýpstu
samúð.
Megi Guð blessa minningu henn-
ar.
Siv Friðleifsdóttir
og fjölskylda.
Kveðja frá Soroptimistaklúbbi
Seltjarnarness
Guðrún Magnúsdóttir var meðal
stofnenda Soroptimistaklúbbs Sel-
tjarnarness fyrir næstum þrjátíu
árum. Við fráfall hennar viljum við
minnast klúbbsystur okkar í
nokkrum orðum.
Guðrún var einstaklega ljúf og
prúð kona með hlýlega og góða
nærveru, en um leið hrein og bein í
samskiptum, og hún lét skoðun
sína óhikað í ljós ef henni þótti
ástæða til. Á orð Guðrúnar var
ætíð hlustað, enda duldist það eng-
um að þar fór skarpgreind og víð-
lesin kona. Ætíð var gott að leita
til hennar eftir ráðum um úrlausn-
ir hinna ýmsu verkefna því legði
hún til málanna var næsta öruggt
að niðurstaðan yrði góð. Ómetan-
legt var fyrir okkur í klúbbstarfinu
að hafa í okkar hópi konu með svo
mikla þekkingu á íslenskri tungu
og menningu.
Guðrún gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum, bæði innan klúbbsins og
hjá landssambandi soroptimista.
Áhugi hennar beindist mjög að
uppgræðslu- og umhverfismálum
og naut klúbburinn góðs af því í
starfi á þeim vettvangi.
Störf hennar og Björns eigin-
manns hennar að skógrækt eru
landsfræg og margverðlaunuð. Á
Sólheimum í Landbroti, æsku-
heimili Guðrúnar, áttu þau hjón
sitt sumaróðal og þar sést árangur
ótalinna vinnustunda í ótrúlega
gróskumiklu skóglendi.
Klúbbsystur minnast Guðrúnar
með söknuði og virðingu og senda
eiginmanni hennar og börnum
samúðarkveðjur. Við kveðjum Guð-
rúnu Magnúsdóttur með ljóðlínum
Guðrúnar Jóhannsdóttur frá
Brautarholti:
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
GUÐRÚN SIGRÍÐUR
MAGNÚSDÓTTIR
✝ Jóhannes Stein-þórsson fæddist
á Þverá í Blöndu-
hlíð í Skagafirði 27.
mars 1938. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi þriðju-
daginn 9. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
Jóhannesar voru
hjónin Steinþór
Stefánsson, f. 8.
apríl 1908, d. 4.
nóvember 1977, og
Margrét Jóhannes-
dóttir, f. 17. maí 1916, d. 13. októ-
ber 1995. Systkini Jóhannesar
eru: 1) Stefán Halldór, f. 1935, 2)
Björgvin, f. 1939, 3) Hjörtína, f.
1940, d. 2001, 4) Gunnar, f. 1941,
5) Magnús, f. 1944, 6) Steinþór, f.
1949, og 7) Guðrún Björg, f. 1957.
Jóhannes kvæntist 31. desem-
ber 1964 Guðrúnu Sigmundsdótt-
ur, f. í Reykjavík 26. maí 1943.
Foreldrar hennar voru Sigmund-
ur Halldórsson, f. 12. mars 1903,
d. 7. ágúst 1971 og Hanna Sofie
Halldórsson, f. í Noregi 15. ágúst
1904, d. 6. september 1988. Börn
Jóhannesar og Guðrúnar eru: 1)
Kolbrún, f. 29. apríl 1965, maki
Axel Gíslason, f. 1. júní 1962.
Börn þeirra eru
Eva Karen, f. 24.
janúar 1986 og Jó-
hannes, f. 20. maí
1988.
2) Sigmundur, f.
26. febrúar 1967, d.
13. ágúst 2000,
maki Rannveig
Grétarsdóttir, f. 6.
desember 1967.
Dætur þeirra eru
Björg, f. 13. októ-
ber 1989 og Sara, f.
14. maí 1993.
Dóttir Jóhannes-
ar, Dagný Jóna, f. 31. mars 1960,
er búsett í Grikklandi, maki
Theodoros Kagianalíus. Börn
þeirra eru Marína, f. 12. septem-
ber 1991, Markús, f. 4. júní 1993
og Kristbjörg Aþena, f. 25. nóv-
ember 1998.
Jóhannes var ungur maður sjó-
maður á Blakki RE, hjá Valdimar
Einarssyni skipstjóra til ársins
1974 og starfaði síðan í 30 ár hjá
fyrirtæki Grétars Sveinssonar
húsasmíðameistara, Steypustál,
þar til hann lét af störfum vegna
veikinda í október 2004.
Útför Jóhannesar fer fram frá
Breiðholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Elsku pabbi, með miklum sökn-
uði kveð ég þig í dag. Margar ynd-
islegar minningar streyma fram á
stundu sem þessari, og mun ég
geyma þær í hjarta mínu um ókom-
in ár.
Þú varst hæglátur maður, kvart-
aðir aldrei og tókst veikindum þín-
um af miklu æðruleysi, og alltaf að
passa að við hefðum ekki áhyggjur
af þér. Hetjulegri baráttu þinni við
illvígan sjúkdóm er nú lokið.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku mamma, guð gefi þér
styrk á þessari erfiðu sorgarstund.
Hvíl í friði, elsku pabbi.
Þín dóttir
Kolbrún.
Mig langar að minnast tengda-
föður míns Jóhannesar Steinþórs-
sonar með nokkrum orðum. Mér er
það mjög minnisstætt þegar ég
kom fyrst á Eyjabakkann í júní
1984 hvað mér fannst ég vera vel-
kominn inn á heimili ykkar Guríar,
alltaf vel tekið á móti mér með
kaffi og með því, ég ekki mjög ræð-
in enda þurfti að fara varlega
fannst mér í hlutina, við Kolla vor-
um nú bara rétt nýbúin að kynnast.
En fljótlega fundum við okkur um-
talsefni sem við áttum sameiginlegt
en það voru veiðar, bæði stangveiði
og skotveiði var eitthvað sem við
gátum talað endalaust um, enda
var þetta eitthvað sem við höfðum
báðir áhuga á. Mér eru minnis-
stæðir veiðitúrarnir sem við fórum
saman í á rjúpu upp í Efstadal rétt
við Laugarvatn og upp á Dragháls
þar sem þú þekktir hvern hól og
hvernig þér fannst ég bruðla með
skotin, þú vildir helst taka tvær eða
fleiri í skoti og fór ég að þínum ráð-
um með það. Og viti menn þetta
gekk miklu betur þannig, fleiri
fuglar, færri skot.
Einnig er mér ofarlega í huga
veiðiferðin sem þið Gurí buðuð mér
í Blöndu með Stebba bróður þínum
þar sem ég fékk minn fyrsta lax,
það er ein besta veiðiferð sem ég
hef farið í. Þú hafðir alltaf gaman
af því að heyra góðar veiðisögur, og
hafði ég því gaman af að segja þér
frá þeirri síðustu sem ég fór í, en
þú sagðir þá: „Svakalega eruð þið
kaldir,“ en þú hafðir gaman af að
heyra hvernig við fórum að við
veiðarnar og sagðir því daginn eft-
ir: Ert þú búinn að kíkja á þetta
aftur?
Barnabörnin voru þér alltaf of-
arlega í huga, börnin mín fóru ekki
á mis við þá væntumþykju enda er
alltaf gott að koma til Guríar ömmu
og Jóa afa á Eyjabakkann.
Það er verst að geta ekki heyrt
litlu skvísuna hennar Evu Karenar
sem á að koma í heiminn í næsta
mánuði kalla á langafa sinn og sjá
þig síðan skríða á eftir henni eins
og hinum afabörnunum.
Þegar maður byrjar að skrifa
virðist maður ekki geta hætt þar
sem svo margs er að minnast á
þeim tuttugu árum sem liðin eru
frá því að við hittumst fyrst.
Síðustu mánuðir voru mjög erf-
iðir fyrir okkur öll, en þú stóðst þig
best af öllum í þeirri baráttu og
kvartaðir aldrei, manni fannst þeg-
ar maður hitti þig að allt myndi
fara á besta veg og maður myndi
sjá þig leika á als oddi eins og þú
varst vanur að vera.
Ég kveð kæran tengdaföður
minn með söknuði en með þakklæti
fyrir allar liðnar stundir.
Elsku Gurí mín og Kolla, megi
Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Guð veri með þér, elsku Jói
minn.
Axel Gíslason.
Og áin líður lygn og tær,
og lindin sefur perluskær.
Í dvala hníga djúpin hljóð
og dreymir öll sín týndu ljóð.
Í hafi speglast himinn blár.
Sinn himin á hvert daggartár.
Í hverju blómi sefur sál,
hvert sandkorn á sitt leyndamál.
Nú dreymir allt um dýrð og frið
við dagsins þögla sálarhlið,
og allt er kyrrt um fjöll og fjörð
og friður drottins yfir jörð.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku Gurrý, Kolla og fjölskylda,
Mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð veri með ykkur.
Kristín Þórsdóttir.
JÓHANNES
STEINÞÓRSSON
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á
myndamóttöku: pix@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningar-
greinar