Morgunblaðið - 19.08.2005, Síða 33

Morgunblaðið - 19.08.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 33 FRÉTTIR GENGIÐ verður lengra í götulok- unum af hálfu lögreglu á Menning- arnótt í Reykjavík á laugardag, en gert hefur verið undanfarin ár. Lög- reglan verður með allt að 50 lög- reglumenn á vakt, samanborið við 25–30 menn á venjulegu helg- arkvöldi. Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn sagði á blaðamannafundi aðstandenda Menningarnætur í vik- unni að lögreglan yrði meðvituð um nauðsyn hugsanlegrar rýmingar í bænum ef alvarleg atvik kæmu upp. Undanfarin ár hafa um 100 þúsund manns verið í miðbænum á Menn- ingarnótt og sagði Geir Jón að í fyrra hefði tekið eina klukkustund og 15 mínútur að hleypa bílaumferð út úr bænum. Að þessu sinni verður skipulag lögreglu með svipuðu sniði og undanfarin ár og kom ekki til tals hjá lögreglunni á undirbúningsstigi að vera með sérstakan viðbúnað vegna hugsanlegra ógnana á borð við hryðjuverk eða skemmdarverka. Sagði Geir Jón sérstaklega að- spurður um þessi atriði að íslenska lögreglan væri í betri stöðu en lög- reglulið í nágrannalöndunum hvað þetta varðaði. Sérsveit lögreglunnar verður þó til taks eins og hún er vanalega en engir lögreglumenn á vakt í miðbænum verða vopnaðir. Tóna niður tal um fjölda gesta Af hálfu stjórnar Menning- arnætur, sem haldin hefur verið frá 1996, verður að þessu sinni reynt að tóna niður allt tal um fjölda vænt- anlegra gesta því áherslan verður ekki lögð á að fá sem flesta, heldur á gott og öruggt umhverfi. Ágúst Ágústsson í stjórn Menningarnætur sagði á fundinum að allir væru að sjálfsögðu velkomnir þrátt fyrir áherslubreytingar að þessu leyti. Þess má geta að fyrsta árið sem Menningarnótt var haldin komu 15 þúsund gestir og hefur fjöldinn því snaraukist undanfarin ár. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins verður með sérstakan viðbúnað og mun setja áberandi slökkviliðsbíl við Ingólfs- stræti við Sölvhólsgötu þar sem lög- regla verður einnig með aðstöðu fyr- ir viðbragðslið sitt. Á Menningarnótt verður þá starfandi aðgerðamiðstöð lögreglu, SHS og slysa- og bráða- vaktar Landspítalans. Ljóst er að þessi dagur verður strembinn í samgöngum og hefur Strætó bs. gripið til ráðstafana til að koma fólki til og frá miðbænum á sem bestan máta. Þannig verður stoppistöð fyrir fólk á heimleið í út- hverfi staðsett við Ráðhúsið og fyrir komufarþega á Skothúsvegi. Hlemmur verður því ekki notaður þennan dag. Helgaráætlun Strætó verður í gildi og allar almennar leiðir verða eknar til miðnættis. Stofnleið- ir fara á 60 mín. fresti til kl. 2 eftir miðnætti. Notið ókeypis bílastæði Þá hvatti Kolbrún Pálsdóttir hjá Bílastæðasjóði ökumenn til að nýta sér ókeypis bílastæðahús í Trað- arkoti gegnt Þjóðleikhúsinu, Kola- portinu og Vitatorgi. Bílastæði fyrir fatlaða verða á stæðinu við Kaffi Reykjavík á milli Vesturgötu og Tryggvagötu, alls 15 sérmerkt stæði. Árni Friðleifsson lögreglu- varðstjóri varaði við því að reyna að svindla sér inn á stæði fatlaðra því lögreglan mun fjarlægja alla bíla án sérstakra P-merkinga. Líkt og undanfarin ár verður fjöl- mörgum götum lokað, ekki síst í tengslum við Reykjavíkurmaraþon- ið. Lögreglan vekur sérstaka athygli á lokun Eiðsgranda frá Ánanaustum og því verður aðkoma að Seltjarn- arnesi um Nesveg. Þá hefur verið ákveðið að loka Hverfisgötu frá kl. 9 á laugardagsmorgun. Fríkirkjuveg- ur, Skothúsvegur og Suðurgata að Melatorgi verða lokaðar fyrir al- mennri umferð. Sérstaklega er vakin á athygli á því að dagskrá Menningarnætur lýkur kl. 23 á laugardagskvöld. Að þeim tíma loknum biður lögreglan foreldra um að skilja ekki börn sín eftir í miðbænum. Börnum og ung- mennum sem finnast eftirlitslaus verður ekið heim eða foreldrar beðn- ir að sækja þau strax. Þá verður sérstök áhersla lögð á að hreinsa rusl af götum og verður ruslatunnum og stórum ruslageym- um fjölgað í borginni. Þá mun hreinsunarlið hefja hreinsun kl. 1 eftir miðnætti sem er mun fyrr en á venjulegum helgardegi. Reykjavíkurmaraþonið verður ræst kl. 10 á laugardag en þetta er í 22. skiptið sem hlaupið er haldið. Heitir það nú Íslandsbanka- Reykjavíkurmaraþon. 1.200 manns hafa skráð sig til leiks, þar af 500 út- lendingar að sögn Frímanns Ferdin- andssonar eins umsjónarmanns hlaupsins. Lögð verður áhersla á að áhorfendur geti hvatt hlaupara til dáða með því að leika tónlist eða framkalla hvetjandi hljóð meðfram brautinni. Þeim til aðstoðar verða harmonikkuleikarar, karlakórinn Fóstbræður og fleiri. Mannskák og kærleikur Á þriðja hundrað atriða verða á dagskrá Menningarnætur að sögn Sifjar Gunnarsdóttur verkefn- isstjóra viðburða. Meðal nýjunga má nefna Hlutabréfamarkað kærleik- ans, Mannskák á Útitaflinu, kjöt- kveðjuhátíð Alþjóðahússins, opið hús hjá Frímúrarareglunni og fleira. Stórtónleikar Rásar 2 verða á Mið- bakka með þátttöku Í svörtum föt- um, KK og Magga og Todmobile að ógleymdum leynigesti. Hægt er að kynna sér dagskrána í heild á vefslóðinni www.reykjavik.is. Búist við 60–100 þúsund gestum á Menningarnótt í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Mikið var um dýrðir á Menningarnótt í fyrra þar sem þessi mynd var tekin og má búast við allt að 100 þúsund manns á Menningarnótt um næstu helgi. Áhersla á gæði og umhverfi fremur en fjölda gesta 50 lögreglumenn við störf ásamt sérsveit í viðbragðsstöðu NÝR stigi upp úr Tófugjá í Ás- byrgi verður tekinn formlega í notkun nk. föstudag. Framkvæmd- in bætir aðstöðu allra náttúruunn- enda, innlendra sem erlendra, á vinsælli gönguleið milli Vesturdals og Ásbyrgis. Áður voru margir sem treystu sér ekki til að fara um Tófugjá og þurftu að fara um lengri veg í Ásbyrgi segir í til- kynningu frá Umhverfisstofnun. Á sama tíma verður opnuð ný og gjörbreytt snyrtiaðstaða fyrir ferðamenn við Dettifoss að austan. Um er að ræða vatnssalerni sem kemur í stað þurrsalernis sem hef- ur staðið ferðamönnum til boða í nokkur ár. Um verulega fram- kvæmd er að ræða þar sem bora þurfti sérstaklega fyrir vatni til að geta boðið gestum þjóðgarðsins upp á viðunandi hreinlætisaðstöðu á þessum vinsæla ferðamannastað. Höskuldur Jónsson, fráfarandi forstjóri ÁTVR, mun formlega opna snyrtiaðstöðuna við Dettifoss kl. 10.30. Þremur tímum síðar verður gengið frá Vesturdal í Ás- byrgi og farið niður stigann í Tó- fugjá. Umhverfisstofnun vill þakka Höskuldi sérstaklega samstarfið á liðnum árum, en hann hefur beitt sér af mikilli elju fyrir að fjár- munir hafi fengist til að bæta að- stöðu í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum, segir í tilkynningu Um- hverfisstofnunar. Bætt aðstaða fyrir ferðamenn við Dettifoss SIÐMENNT, félag siðrænna húmanista á Íslandi, sendi alþing- ismönnum bréf fyrir skömmu, þar sem farið er á leit við þingmenn- ina að þeir breyti lögum um skráningu trúfélaga í þá veru að staða ólíkra lífsskoðana verði jöfn- uð. Siðmennt hefur í tvígang á síð- astliðnum fjórum árum sótt um að vera skráð sem trúfélag, en verið hafnað. Félagið telur ójafnræði fólgið í núgildandi lögum og segir í bréfinu: „Þó að Siðmennt sé lífs- skoðunarfélag en ekki trúfélag í hefðbundinni skilgreiningu þess- ara orða þá hefur stjórn Sið- menntar talið á það reynandi að félagið verði skráð sem trúfélag, enda hlýtur að felast mikið órétt- læti í núverandi fyrirkomulagi.“ Máli sínu til stuðnings vísar Siðmennt til lögfræðiálits sem Oddný Mjöll Arnardóttir hdl. gerði fyrir félagið, en þar segir m.a: „Það er niðurstaða undirrit- aðrar að í ljósi framangreinds séu Siðmennt og „eiginleg trúfélög“ í sambærilegri aðstöðu og eigi því lagalega kröfu til þess að njóta sambærilegrar meðferðar.“ Þá vísar Siðmennt til laga ann- arra Evrópuríkja þar sem ekki er gerður greinarmunur á lífsskoð- unum sem byggjast á trú og þeim sem byggjast á heimspekigildum. Og bendir Siðmennt sérstaklega á Noreg sem fyrirmynd í þessum efnum. Félagið Siðmennt óskar eftir að verða skráð sem trúfélag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.