Morgunblaðið - 19.08.2005, Side 34

Morgunblaðið - 19.08.2005, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Rafvirki eða nemi Óskum eftir rafvirkja eða nema til heimilistækja- viðgerða og raflagna. Upplýsingar í síma 864 9345 eftir kl. 17.00.  Upplýsingar veittar í símum 483 4694 og 893 4694 eftir kl. 14.00. í Hveragerði Auglýsingastjóri Þekkt hönnunartímarit óskar að ráða auglýs- ingstjóra sem fyrst í um hálfs dags starf við sölu á auglýsingum o.þ.h. Frumkvæði, tölvu- kunnátta og yfirráð yfir bíl nauðsynleg. Upplýsingar í síma 561 6577. „Amma óskast“ Fjölskylda í Grafarvogi leitar að barngóðri konu (ömmu) til að passa stúlku á fyrsta ári og taka á móti 8 ára dreng þegar hann kemur heim úr skólanum. Vinnutími frá 8.00 til 16.00. Góð aðstaða. Svör merkt: „Barnagæsla — 17550“ sendist til augldeildar Mbl. eða á box@mbl.is. Raðauglýsingar 569 1100 Styrkir Starfslaun listamanna Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2006, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991 með áorðnum breytingum. Starfslaunin eru veitt úr fjórum sjóðum, þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda. 2. Launasjóði myndlistarmanna. 3. Tónskáldasjóði. 4. Listasjóði. Umsóknir einstaklinga, ásamt fylgigögnum, skulu berast skrifstofu Stjórnar listamanna- launa, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 19. október 2005. Ef umsókn er send í pósti gildir póststimpill. Um- sóknir skulu auðkenndar „Starfslaun lista- manna 2006“ og tilgreindur sá sjóður sem sótt er um laun til. Heimilt er að veita starfslaun úr Listasjóði til stuðnings leikhópum enda verði þeim varið til greiðslu starfslauna til einstakra leikhúslista- manna. Umsóknir leikhópa til Listasjóðs fyrir einstaka leikhúslistamenn, ásamt fylgigögnum, skulu berast skrifstofu Stjórnar listamannalauna, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 19. október 2005. Ef umsókn er send í pósti gildir póststimpill. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna 2006 - leikhópar“. Með umsókn skulu fylgja upplýsingar um náms- og starfsferil, verðlaun og viðurkenning- ar. Jafnframt skal fylgja greinargerð um verk- efni það sem liggur til grundvallar umsókninni ásamt upplýsingum um hve langan starfstíma er sótt um og rökstuðningi fyrir tímalengd. Þessir þættir skulu að jafnaði liggja til grund- vallar ákvörðun um úthlutun starfslauna. Athugið að hafi umsækjandi áður hlotið starfs- laun verður umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn lista- mannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991 með áorðnum breytingum. Umsóknareyðublöð fást á vef Stjórnar lista- mannalauna www.listamannalaun.is og á skrif- stofu stjórnarinnar að Hallveigarstöðum, Tún- götu 14, 2. hæð. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 19. október nk. Stjórn listamannalauna, 19. ágúst 2005. Tilkynningar Mosfellsbær Breyting á aðalskipulagi Mosfells- bæjar 2002-2024, vegna stækkunar á athafnasvæði á Tungumelum Á fundi bæjarráðs þann 11. ágúst sl. var samþykkt kynning á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024, í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga. Skipulagssvæðið afmarkast af Vestulands- vegi, Leirvogsá og Köldukvísl. Breytingin felst í stækkun athafnasvæðis til norðurs í átt að Leirvogsá og til austurs í átt að Helga- felli. Stígar færast til. Auk þess er gert ráð fyrir að mislæg gatnamót komi á Vestur- landsveg. Deiliskipulag athafna- svæðis á Tungumelum Á fundi bæjarráðs þann 11. ágúst sl. var samþykkt kynning á tillögu að deilskipulagi athafnasvæðis á Tungumelum í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. Skipulagssvæðið afmarkast af Vesturlands- vegi til vesturs og Leirvogsá til norð- urs. Svæðinu verður skipt í 22 athafnalóðir. Nýtingarhlutfall á lóðum verður 0,3-0,5. Tillögurnar ásamt greinargerð verða til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, fyrstu hæð, frá 19. ágúst til 17. sept. Jafn- framt verður hægt að sjá tillögurnar á heima- síðu Mosfellsbæjar, www.mos.is undir: Framkvæmdir/deiliskipulag. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist skriflega til skipulags- og byggingar- nefndar Mosfellsbæjar fyrir 1. okt. nk. Þeir sem ekki gera athugsemdir innan til- skilins frests teljast samþykkir tilögunum. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ. Ýmislegt Fylgja Kárahnjúka: Stórvirkjun, sértæk aðgerð æðstu stjórnvalda, tengd almenningsveitu, til orkuöflunar fyrir ál- ver Alcoa. Valdhafarnir sáu um heildarskipulag, létu afla rannsóknaniðurstaða, sem breytt var, leyndu arðsemisforsendum allt umhverfismats- ferlið, sýndu engin sjálfstæð lagaálit, höfðu yfir- stjórn eftirlits og fólu meintum vanhæfum emb- ættismönnun að úrskurða, (2 ráðherrar og skipulagstjóri). Þá fylgdu sérlög fyrir álverið um tolla, skatta og úrskurði og stjórnvaldsíviln- un um mengun. Strax á teikniborðinu náði virkj- unin heimsathygli fyrir náttúruspjöll og hún stefnir í að verða risavaxinn minnisvarði um stjórnarhætti leyndar og meintra lögbrota. Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. FRÉTTIR FERÐAFÉLAG Fjarðamanna er að taka við skráningum í göngu á kon- ung íslenskra fjalla, Snæfell. Það er 1.833 metrar að hæð, hæsta fjall ut- an jökla á Íslandi og þaðan stór- kostlegt útsýni í björtu veðri. Geng- ið verður frá Snæfellsskála og er gangan talin miðlungslétt og um 6–7 klst. löng. Katrín Gísladóttir tekur við skráningum í símum 471 2443 og 895 5454. Þá er fyrirhuguð á vegum ferðafélagsins helgi á Karlsstöðum í Vöðlavík í byrjun september. Ganga á frá Vöðlum í Gerpisdal og yfir að Sandvík- urvatni í Sandvík annan daginn, en hinn verður farið upp með Kirkju- bólsá að Víkurvatni og þaðan í Karlsskálaskarð. Nánari upplýs- ingar um Ferðafélag Fjarðamanna má finna á vefnum www.simnet.is/ ffau/. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson Gnæfir yfir öræfin Snæfell blasir við ofan við Eyjabakkafoss. Ganga á Snæfell Eyþór rangfeðraður Í FRÉTT Morgunblaðsins í gær um leit Péturs Péturssonar þular að veggspjaldi bandaríska hersins var Eyþór Gunnarsson ranglega nefnd- ur Eyþór Guðjónsson. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistök- um. Netfang Guðríðar Öddu Í GREIN um atferlisgreiningu og kennsluráðgjöf Guðríðar Öddu Ragnarsdóttur í blaðauka Morgun- blaðsins um menntun á fimmtudag birtist rangt netfang. Rétt netfang er adda@ismennt.is. Viðkomandi er beðinn velvirðingar á þessu. Þekkingarmiðlun Í GREIN um starfsemi Þekking- armiðlunar í blaðauka Morgunblaðs- ins um menntun á fimmtudag var nafn fyrirtækisins á einum stað ritað rangt og er beðist velvirðingar á því. Ingibjörg utan kvóta 2002 VEGNA greinar í blaðinu á mið- vikudag um sögu R-listans skal það leiðrétt að fyrir kosningarnar 2002 var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ekki innan kvóta Samfylkingarinnar heldur utan kvóta í 8. sæti sem borg- arstjóri. Hver flokkur hafði tvö sæti upp að 7. sæti, sem Dagur B. Egg- ertsson sat í sem óháður. Leiðréttist þetta hér með. LEIÐRÉTT Starfsmenntunarsjóður Bandalags kvenna í Reykjavík verður með opið hús á Hallveig- arstöðum, Túngötu 14, laugar- daginn 20. ágúst, í tilefni Menn- ingarnætur. Þar verður boðið upp á þjóðlegar veitingar frá kl. 14 og fram eftir degi og leikin harmonikkutónlist. Jafnframt verður kynning á starfsemi sjóðsins, en megin- markmið hans, er að styrkja þær stúlkur til framhaldsnáms, sem ekki eiga kost á námslán- um, eða búa við erfiðar aðstæð- ur. Ágóði af veitingasölunni rennur óskiptur til sjóðsins. Opið hús og kaffi- sala á Hall- veigar- stöðum KENÝSKIR dagar hefjast í Kaffi- tári í dag, föstudag. Afrísk stemmning verður alla dag- ana og boðið verður upp á ýmislegt til að endurskapa kenýskan anda, bæði leikin þarlend tónlist og fram- reitt kenýskt kaffi og matur. Einnig verður boðið upp á smökkun á þrem- ur tegundum af Kenýakaffi frá mis- munandi búgörðum. Formleg opnun verður í Kaffitári í Bankastræti, í dag kl. 18–20. Kenýadagar í Kaffitári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.