Morgunblaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 36
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
HVAÐ ÆTLI
MAMMA SÉ AÐ
BJÁSTRA
LANGAR ÞIG EKKI AÐ VERÐA EINS OG
HANN PABBI ÞINN, ÞEGAR
ÞÚ VERÐUR STÓR?
ÞEIR GETA
EKKI REKIÐ
KENNARANN
MINN!
ÉG SKRIFA MÓTMÆLA-
BRÉF. ÉG MUN SVIPTA
HULUNNI AF ÞESSU
SAMSÆRI
ÉG SKRIFA BRÉF TIL EIN-
HVERS VALDAMANNS. ÉG
SKRIFA TIL EINHVERS SEM
GETUR GERT EITTHVAÐ
HVERNIG FER ÉG AÐ ÞVÍ
AÐ SETJA MIG Í SAMBAND
VIÐ PÁL PÓSTULA?
SJÁÐU,
MEXÍKANAHATTUR
NÚ ER ÉG
SVALUR ÞAÐ ER EKKERT SVALT VIÐ
AÐ VERA MEÐ MEXÍKANAHATT.
HVERNIG DETTUR ÞÉR ÞESSI
VITLEYSA Í HUG?
HVÍ
AÐ VERA
SVALUR
EF
MAÐUR
MÁ EKKI
VERA
MEÐ
HATT
ÉG ER ORÐINN VANUR ÞVÍ AÐ
SÖLUMENN TRUFLI OKKUR Á
MATMÁLSTÍMA...
... EN ÞESSI
VILL FÁ MAT
VOFF!
ANDFÝLA ER
ÁHRIFAMEIRI
EN BIT
MÉR FINNST
ÞAÐ, EN...
... ÞAÐ ER PIRRANDI
AÐ STÍGA Á ÞAÐÉG ER ORÐIN VIRKILEGALEIÐ Á MATZO
ÉG HÉLT
AÐ ÞÉR
ÞÆTTI ÞAÐ
GOTT
HVAÐ
KOM
FYRIR?
EF ÉG HEFÐI
FENGIÐ AÐ
RÁÐA...
... ÞÁ VÆRIR ÞÚ
DAUÐUR!
HVER?
ÉG ER KALLAÐUR
PUNISHER
Dagbók
Í dag er föstudagur 19. ágúst, 231. dagur ársins 2005
Gestir á Árbæj-arsafni sögðu far-
ir sínar ekki sléttar
eftir að hafa pantað
sér kaffi og meðlæti á
kaffihúsi safnsins í
Dillonshúsi. Fyrst var
setzt niður og beðið
eftir að tekin væri
niður pöntun. Stúlka,
sem gekk um beina,
sagðist þurfa að
bregða sér úr húsi til
að sækja köku. Sú
sendiferð tók harla
langan tíma og á með-
an var engin pöntun
tekin. Þegar stúlkan
sneri aftur og hafði tekið niður
pöntun hjá kaffiþyrstum gestum tók
við önnur bið. Sumir fengu reyndar
kökurnar sínar eftir drykklanga
stund en síðasti gesturinn (þeir
voru fjórir saman í hóp og ekki
mannmargt á kaffihúsinu) varð enn
að bíða eftir samlokunni sinni. Þeg-
ar hann spurði hvað henni liði, fékk
hann þau svör að það væri nú bara
heilmikið mál að grilla samloku og
tæki ekki stuttan tíma. Auk þess
væru þær bara tvær að vinna þarna
á kaffihúsinu og ekki hægt að ætl-
ast til að þær kæmust yfir meira.
Gestunum, sem sögðu Víkverja
sögu sína, varð að orði að betra
væri að hafa ekkert
kaffihús í Árbæj-
arsafni en að bjóða
upp á svona seina og
lélega þjónustu. Að
minnsta kosti ættu
þeir, sem hygðust fá
sér hressingu í Dill-
onshúsi, að hafa tím-
ann fyrir sér og
meira en næga bið-
lund.
x x x
Hugmyndirnar umkaffihús í Hljóm-
skálagarðinum eru
skemmtilegar. Víða
erlendis eru kaffihús í skemmti-
görðum, þar sem gaman er að sitja
og börnin geta leikið sér á meðan
þeir fullorðnu sitja og spjalla. Nú
þegar eru að minnsta kosti tvö
kaffihús í almenningsgörðum í
Reykjavík. Annars vegar er það
Café Flóran í Grasagarðinum í
Laugardal, hins vegar kaffistofan á
Kjarvalsstöðum á Klambratúni. Síð-
arnefnda kaffihúsið er gestum
Klambratúns reyndar ekki sérlega
aðgengilegt; sjaldan er sá möguleiki
notaður að hafa opið út í garðinn og
það þarf að borga sig inn á safnið til
að nýta sér kaffihúsið. Þar mætti
gera bragarbót á.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Tangó | Í Norræna húsinu í kvöld munu Kristín Bjarnadóttir ljóðskáld og
Carlos Quilici bandoneon-harmonikkuleikari flytja tangódagskrá sem ber yf-
irskriftina „Ég halla mér að þér og flýg“. Carlos á rætur sínar að rekja til
Rosario í Argentínu, fæðingarlands tangósins. Hann leikur klassísk og frum-
samin lög en Kristín lýsir heimi tangófólksins í ljóðrænum textum. Kynntir
eru mismunandi stílar, allt frá Arolas og Troilo til Piazzolla. Textar Kristínar
eru afrakstur pílagrímsfarar hennar til Buenos Aires en hún er nú búsett í
Svíþjóð.
Flutningur hefst kl. 21 og fá börn, námsmenn og aldraðir afslátt.
Tangóþorsti
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Vakna þú, sál mín, vakna þú harpa og gígja, ég vil vekja morgunroð-
ann. (Sálm. 57, 9.)