Morgunblaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 37 DAGBÓK Hingað til lands er kominn Dr. Huss-ein Shehadeh sem heldur á morgunfyrirlesturinn arabar og Vesturlönd– misskilningur á báða bóga. Hann fer fram í Borgarbókasafni Reykjavíkur í Tryggvagötu og hefst kl. 15. „Miðausturlönd og arabaheimurinn eru ná- grannar Vesturlanda og í gegnum tíðina hefur verið ástar- og haturssamband þarna á milli. Þetta mun ég ræða, sem og til dæmis þá mynd sem arabar hafa af Vesturlandabúum og öf- ugt,“ segir Dr. Shehadeh. – Þú talar um misskilning þarna á milli – hvað áttu við með því? „Vesturlönd og arabaheimurinn eru ólík á marga vegu. Í löndum araba er frelsi ein- staklingsins til dæmis ekki eins í hávegum haft og á Vesturlöndum og þar er örlagatrú jafnan ríkjandi. Einn meginmunurinn er náttúrlega að arabaheimurinn er undir áhrifum frá íslam. Við getum ekki horft framhjá því,“ segir Dr. Shehadeh en bætir við að honum sé þó illa við að alhæfa um íslam og araba. Hvað sem því líði hafi trúarbrögðin áhrif á arabaheiminn, dag- legt líf og samskipti fólks við umheiminn, sér- staklega Vesturlönd. Hann bendir á að á sama hátt sé hinn vestræni heimur undir kristnum áhrifum. „Gerirðu nokkuð slæmt í löndum araba kall- arðu skömm yfir fjölskylduna en á Vest- urlöndum ákvarða lög og lagabálkar miklu frekar hegðun og ýmislegt. Munur er á því hvernig litið er á hina og þessa hegðun og því hvaða mynd fólk hefur af henni,“ segir hann. „Ég mun í máli mínu ekki fara mjög langt frá kenningum fræðimannsins Samúels Hunt- ingtons sem talaði um árekstur menningar- heima. Það sem Huntington spáði er í raun að gerast. Á vissan hátt má segja að þriðja heims- styrjöldin eigi sér stað núna en hún hafi marg- ar birtingarmyndir.“ – Þú telur þá að misskilningurinn sé að aukast? „Já. Hnattvæðing verður sífellt meiri og æsi- fréttamennska sömuleiðis. Ég held þó að þetta muni ná endimörkum sínum, þótt það taki auð- vitað tíma. Þetta er ferli. Með hnattvæðingunni verður heimsbyggðin nefnilega smám saman minna trúuð. Að mínu viti er misskilningur á báða bóga hins vegar í hámarki um þessar mundir,“ segir hann. Jafnframt því að ræða málin mun Dr. Sheha- deh sýna ljósmyndir sem hann tók í Óman. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og túlk- að verður fyrir heyrnarlausa. Eftir fyrirlest- urinn geta áheyrendur komið með fyrirspurnir. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestur | Fyrirlestur á Menningarnótt um misskilning á milli araba og Vesturlanda Þriðja heimsstyrjöldin háð í dag  Dr. Hussein Sheha- deh er fæddur í Jerú- salem en hefur búið í Danmörku mestallt sitt líf. Hann er með dokt- orspróf í kvikmynda- fræðum og starfar sem blaðamaður, fyrirlesari og kennari. Dr. Sheha- deh hefur haldið fjölda fyrirlestra um menn- ingu og daglegt líf araba og er einn þeirra sem gjarnan er leitað álits hjá í dönskum fjölmiðlum þegar fjallað er um atburði í arabaheiminum. Hann hefur unn- ið sem ráðgjafi hjá dönsku utanríkissþjónust- unni um arabísk málefni. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í tilefni af 70 áraafmæli Jónu Þorvaldsdóttur, Spóahöfða 18, Mosfellsbæ, 23. júlí sl. mun hún taka á móti ættingjum og vin- um laugardaginn 20. ágúst kl. 17 í Kiw- anishúsinu við Vesturlandsveg. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Góð og vond þjónusta ÉG get ekki látið hjá líða að hæla af- greiðslunni í prjónadeildinni í Hag- kaupum, Skeifunni. Þar er kona á miðjum aldri sem virkilega veit hvað hún er að tala um og fyrir utan það að hjálpa manni að finna það sem mann vantar gefur hún manni góð ráð og leiðbeiningar. Fyrst ég er nú farin að skrifa ætla ég ekki að mæla með þjónustunni hjá DHL. Ég ætla nú ekki að rekja alla söguna en hún var í stórum dráttum á þá leið að ég þurfti að fá til landsins frá Barcelona hliðartösku sem var stolið af mér en fannst svo með öllu nema peningaseðlum. Vil ég í leiðinni vara fólk við þjófum erlendis. Eftir 10 daga var taskan ekki komin og ég fór að orða við þá hvort ég fengi nú ekki afslátt þegar og ef taskan kæmi því þetta væri engin hraðþjónusta lengur. Ekki að tala um. Átti að kosta mig 10–11 þús. Öll afgreiðslan hjá þessu fyrirtæki var með eindæm- um og m.a. borið fyrir sig að erfitt væri að ná sambandi við nokkurn mann á Spáni því þeir væru að taka „siestu“ um miðjan daginn og eitt- hvert svona bull. Þegar ég svo sagðist ætla að snúa mér annað var svarið allt í lagi en þú verður þá að hringja til Spánar og segja þeim það – sem ég gerði. Ég sneri mér til TNT. Fékk töskuna með það sama og borgaði tæplega helming af þessari upphæð. Annað var ég óhress með og það var þjónusta hjá Ormsson. Þegar ég hringdi út af bilun í þvottavél og spurði hvort ég gæti eitthvað reynt að gera sjálf var mér neitað og sagt að þeir myndu senda mann. Hann losaði einhvern tappa sem hæglega hefði verið hægt að segja mér í gegn- um síma en þarna mátti ég punga út um 6.000 kr. og blessaður maðurinn gaf í skyn að þetta með tappann bara vissu allir en það eru ekki allir jafn- tæknilegir í sér! Margrét S. Pálsdóttir. Leiðakerfi strætós ÉG vil láta í ljós óánægju með breyt- ingu á leiðakerfi strætisvagna. Á Kleppsvegi hafa verið lagðar niður fimm biðstöðvar frá Skjóli að Holta- vegi. Í staðinn fáum við tvær bið- stöðvar, aðra við Sæbraut austan Holtavegar og hina við Sæbraut vestan Holtavegar. Ef ég ætla niður í bæ þarf ég að fara yfir þrjár akbrautir, þ.e. Kleppsveg og tvær akreinar á Sæ- braut sem er hraðbraut. Fari ég upp í Mjódd þarf ég líka að fara yfir þrjár akreinar á Kleppsvegi og tvær á Holtavegi. Þarna eru krossgötur og mikil umferð á álagstímum. Ég kvíði því þegar fer að snjóa og hálka myndast. Ásgeir Eiríksson, ég tek tek mér bessaleyfi og sendi þér kveðju guðs og mína og bið þig að láta leið 12 koma inn á Kleppsveginn eins og leið 4 gerði áður. Með vinsemd, Tryggvina Steinsdóttir, Kleppsvegi 134, Rvík. Köttur í óskilum ÞESSI fallegi og mannelski ung- lingsfress dúkkaði upp á Umferð- armiðstöðinni (BSÍ) mánudaginn 15. ágúst sl. Þegar hann mætti svo aftur daginn eftir þótti nokkuð ljóst að hann hefði orðið viðskila við sína nánustu.Upplýsingar gefur Hannes í síma 591 1022. HM ungmenna. Norður ♠1083 ♥D875 A/Enginn ♦KDG942 ♣-- Vestur Austur ♠654 ♠DG92 ♥9 ♥G1043 ♦86 ♦Á3 ♣G1098652 ♣ÁD4 Suður ♠ÁK7 ♥ÁK62 ♦1075 ♣K73 Bandaríkjamenn eru heimsmeistarar ungmenna (25 ára og yngri), en þeir unnu Pólverja í æsispennandi úrslita- leik, sem lauk á miðvikudaginn. Staðan var jöfn upp á IMPa eftir 96 spil (194- 194) og var þá framlengt um 8 spil. Pól- verjar höfðu haft yfirhöndina allan leik- inn og það var fyrst í framlengingunni sem Bandaríkjamenn komust yfir. Sigurliðið er þannig skipað: Joe Grue, John Kranyak, Joel Wooldridge, John Hurd, Ari Greenberg og Justin Lall. Í pólska liðinu spiluðu: Konrad Aras- kiewicz, Krzysztof Buras, Jacek Kalita, Krzysztof Kotorowicz, Piotr Madry og Wojciech Strzemecki. (Pólsku nöfnin eru ekki sérlega þjál fyrir z-lausa þjóð, en það er eins gott að venjast þeim strax, því þetta eru menn framtíð- arinnar.) Spilið að ofan kom upp í síðustu lot- unni. Á öðru borðinu spiluðu Pólverjar þrjú grönd í NS og fengu 11 slagi (460) eftir útspil í spaða. Það lítur út fyrir að vera góður árangur, því slemma vinnst varla í NS eins og hjartað liggur. En Joe Grue er engum líkur: Vestur Norður Austur Suður Araskiewicz Kranyak Buras Grue -- -- 1 lauf Dobl 2 lauf 3 lauf * Dobl 4 hjörtu Pass 5 lauf * Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Vestur kom út með tígul, sem austur tók með ás og skipti yfir í spaða. Grue drap og spilaði litlu hjarta á drottningu blinds. Fall níunnar í vestur segir ekki mikla sögu, því hann gæti hæglega hafa byrjað með 109 eða G9 tvíspil. En Grue hefur augljóslega næma borðtilfinningu, því hann spilaði næst hjartaáttu og lét hana fara hringinn! Eftirleikurinn var auðveldur: hjarta á ás, lauf trompað og spaði heim til að taka síðasta tromp austurs. Tólf slagir, 980, og 11 IMPar til Bandaríkjamanna. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Hlutavelta | Þær María Rún Björg- vinsdóttir, Hanna Rakel Th. Barker og Sigga Ruth Th. Barker héldu tom- bólu og söfnuðu 6.000 kr. til styrkt- ar Rauða krossi Ís- lands. Brúðkaup | 16. júlí sl. voru gefin sam- an í Garðakirkju Sólveig Sigurð- ardóttir og Jóhann Þór Hansen. Prestur var sr. Þórhallur Heimisson. Cranberry juice Tilboð kr. 139

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.