Morgunblaðið - 19.08.2005, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
www.kringlukrain.is sími 568 0878
Geirmundur Valtýsson
og hljómsveit í kvöld
9. sýn. sun. 21/8 kl. 14 nokkur sæti laus
10. sýn. sun. 28/8 kl. 16 sæti laus
11. sýn. fim. 1/9 kl. 19 sæti laus
Kabarett
í Íslensku óperunni
Næstu sýningar
Föstudaginn 19. ágúst - UPPSELT
Laugardaginn 20. ágúst kl. 20.00
Föstudaginn 26. ágúst kl. 20.00
Laugardaginn 27. ágúst kl. 20.00
Sunnudaginn 28. ágúst - Örfá sæti laus
Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is
Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON
“Söngur Þórunnar
er í einu orði sagt
stórfenglegur...”
SH, Mbl.
KIRKJULISTAHÁTÍÐ
2005
20.–28. ÁGÚST
Hallgrímskirkju í Reykjavík
Matteusarpassían
eftir Johann Sebastian Bach, BWV 244
Flytjendur:
Markus Brutscher tenór, guðspjallamaður
Andreas Schmidt bassi, Jesús
Noémi Kiss sópran
Robin Blaze kontratenór
Gunnar Guðbjörnsson tenór
Jochen Kupfer bassi
Benedikt Ingólfsson bassi, Pílatus o.fl.
Mótettukór Hallgrímskirkju
Drengjakór Reykjavíkur, Hallgrímskirkju
Unglingakór Hallgrímskirkju
Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag
Stjórnandi: Hörður Áskelsson
Miðaverð: 4000 kr.
21. ágúst kl.17.00
22. ágúst kl.19.00
fyrir tvo kóra, drengjakór, tvær hljómsveitir og
sjö einsöngvara.Eitt af höfuðverkum vestrænnar
menningar flutt í fyrsta skipti í barokkstíl hér á
landi, með einsöngvurum í fremstu röð.
Nánari upplýsingar á www. kirkjan.is/kirkjulistahatid og í síma 510 1000
Öll list sprettur úr jarðvegiog því ekki hér í Hljóm-skálagarðinum?“ segirEinar Hákonarson list-
málari við mig þar sem við stöndum í
miðjum „sýningarsalnum“ og
virðum fyrir okkur málverk hans.
Höfum gras undir iljum. Hvítan
tjaldhimin yfir höfði. Þessi krossfari
íslenska málverksins er bersýnilega
ekki af baki dottinn þótt oft hafi ver-
ið við ramman reip að draga. Eða
eins og hann orðar það: „Enda þótt
einhverjir listfræðingar traðki á list-
inni sprettur hún alltaf upp aftur –
listin er þannig í eðli sínu.“
Einar opnar sýninguna „Í grasrót-
inni“ í risatjaldi í Hljómskálagarð-
inum í kvöld kl. 20. Ætli þetta sé
ekki í fyrsta sinn sem málverkasýn-
ing er haldin í tjaldi hér á landi. Í það
minnsta af þessari stærðargráðu.
En hvers vegna að tjalda yfir listina?
„Það vita það allir sem vilja vita að
síðastliðin fimmtán til sautján ár
hefur verið rekin hér á Íslandi mjög
þröng sýningarstefna í opinberum
sölum með þeim afleiðingum að
margir þjóðþekktir málarar hafa
ekki fengið þar inni,“ segir Einar.
„Sumir hafa kosið að láta ekki nið-
urlægja sig með synjun og þar af
leiðandi ekki sótt um en ég hef látið
reyna á þetta í tvígang frá því í nóv-
ember. Sótti um annaðhvort Kjar-
valsstaði eða Hafnarhúsið með treg-
um svörum. Á endanum fékk ég þó
höfnun. Ég tilgreindi haustið 2005
sem heppilegan tíma – eða síðar.
Haustið kom greinilega ekki til álita
og menn kusu að líta ekki á þetta
„síðar“ sem valkost.“
Að dómi Einars er þetta hreinn og
klár „menningarfasismi“. „Það er
sorglegt að ein stefna skuli ráða
svona ríkjum, hugmyndalistin. Menn
virðast ekki skilja að þetta er bara
stefna, ein af mörgum í listinni, sem
er aukinheldur að renna sitt skeið
alls staðar nema hér. Annars hef ég
aldrei skilið þetta hugtak „hug-
myndalist“. Byggist þetta ekki á
hugmyndum líka?“ spyr hann og
horfir í kringum sig á málverkin.
„En það er önnur saga.“
Heilaþvottavél Listaháskólans
Að áliti Einars er ábyrgð Listahá-
skóla Íslands mikil. „Unga fólkið
kemur inn í skólann í góðri trú en er
umsvifalaust sett í eins konar heila-
þvottavél og allir koma eins út. Það
er búið að ryðja út af borðinu öllum
hefðbundnum aðferðum í málaralist
og unga fólkið þorir ekki að rísa upp
gegn þessu. Og lái því hver sem vill.
Það er ekkert grín fyrir ungan lista-
mann að lenda upp á kant við
ríkjandi öfl í listheiminum.“
Tilefni þess að Einar sótti um sal
fyrir umfangsmikla sýningu nú er
tvíþætt, annars vegar sextugsafmæli
hans fyrr á þessu ári og hins vegar
sú staðreynd að hann hefur staðið í
fjörutíu ár í eldlínunni með pent-
skúfinn. „Þetta er eins konar ald-
arafmæli þegar maður hugsar út í
það,“ segir hann og skellir upp úr.
Þegar Listasafn Reykjavíkur
hafnaði Einari fór hann að velta öðr-
um möguleikum fyrir sér. „Mig lang-
aði að halda upp á þennan áfanga og
fór að velta málinu fyrir mér. Þá
mundi ég eftir því að Svavar Guðna-
son og félagar hans höfðu einhvern
tíma, líklega á stríðsárunum, haldið
sýningu í tjaldi í Danmörku þegar
þeir fengu ekki inni í hinum betri
sölum. Og ég hugsaði með mér:
Hvers vegna ekki? Fyrst sótti ég
raunar um Austurvöll, þar sem
gamli Listamannaskálinn var, en
fljótt kom í ljós að hann var of lítill,
auk þess sem Ragnar Axelsson ljós-
myndari er þar með sýningu í sum-
ar. Þá stakk ég upp á Hljóm-
skálagarðinum og hér eru þessi tjöld
komin upp.“
Málverkið er bein tjáning
Yfirskrift sýningarinnar, „Í gras-
rótinni“, hefur tvenns konar merk-
ingu, andlega og áþreifanlega. „Ann-
ars vegar erum við í grasrótinni, í
bókstaflegri merkingu,“ segir Einar
hlæjandi og strýkur flötina inni í
tjaldinu. „Hins vegar má segja að ég
sé að fara aftur í grasrótina í and-
legum skilningi. Það er nefnilega
staðföst trú mín að málverkið sé alls-
staðar í sókn, má þar nefna sýn-
ingaröðina „Triumph of the Paint-
ing“, eða „Sigur málverksins“ sem
notið hefur mikillar hylli í London.
Það er heldur ekki skrýtið þar sem
þessi miðill passar mannskepnunni
svo vel. Málverkið er bein tjáning og
engin leið að fela einhverja vankunn-
áttu í því.“
Þar að auki er það markmið Ein-
ars – sem endranær – að mynda
tengsl við hinn almenna borgara.
„Málaralistin er vel til þess fallin. Ég
veit að margir hafa á tilfinningunni
þegar þeir skoða hugmyndalist að
verið sé að gera grín að sér. Sjálfur
held ég að á þeim vettvangi séu lista-
menn að gera þetta hver fyrir annan
– þetta komi almenningi ekkert við.
Þess vegna er þessi sýning mín öðr-
um þræði tilraun til að færa listina
nær almenningi á ný. Þetta er end-
urreisn málverksins – einu sinni
enn!“
Einar er þess sinnis að lifa beri líf-
inu meðan kraftar og heilsa duga.
„Það sem maður gerir endurspeglar
mann sjálfan. Málverkið er mín köll-
un í þessari tilveru og ég hef mína
sannfæringu. Það sem ég hef ekki
lagt á mig fyrir þetta, maður. Reist
heilan listaskála og misst hann. En
þótt það blási á móti þýðir ekkert að
gefast upp.“
Eins og að ganga
um í miðaldasafni
Tjaldið í Hljómskálagarðinum er
540 fermetrar að stærð og á sýning-
unni verða upp undir eitt hundrað
verk, flest máluð á síðustu tveimur
árum. Einar skiptir sýningunni í
fernt: Trúarstef, portrett, áhrif frá
landslagi og myndir frá Prag. Hann
staldrar sérstaklega við síðast-
nefnda flokkinn.
„Mér finnst mjög gott að fara af
landi brott til að vinna. Ég var ný-
verið í hálft ár í Prag, þar sem sonur
minn, Hjálmar, er í kvikmyndaleik-
stjóranámi. Leigði mér stóra íbúð,
þar sem ég gat málað, og féll strax
fyrir borginni. Hún er gríðarlega fal-
leg. Að vera í Prag er eins og að
ganga um í miðaldasafni.“
Einar segir að það leyni sér ekki
að miklar þjóðfélagsbreytingar séu
að eiga sér stað í Tékklandi. Ekki
endilega allar til góðs. „Ég fann fyrir
hjá fólki á mínum aldri og eldra
þessari þrúgun sem kommúnisminn
lagði á það. „Kommúnisminn tók
mín bestu ár,“ segir það. Svo er líka
til fólk sem segir að lífsskilyrði hafi
Myndlist | Einar Hákonarson opnar málverkasýningu í
Uppspretta
listarinnar
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
KÓRA- og organistanámskeið verð-
ur haldið í Skálholti um helgina, en
samskonar námskeið var haldið síð-
ustu helgi. Hér er á ferð hefð sem
komið var á af Hauki Guðlaugssyni,
fyrrverandi söngmálastjóra þjóð-
kirkjunnar, fyrir um þremur ára-
tugum. Nærri tveir tugir organista
og yfir hundrað kórsöngvara sækja
mótið og koma víða að af landinu.
Farið er yfir mikið efni á nám-
skeiðinu en í kvöld verður vaka með
skemmtiefni þar sem þátttakendur
leggja sjálfir til efni. Á laugardags-
kvöld sækir Jónas Ingimundarson
námskeiðsþátttakendur heim auk
þess að Matthías Kormáksson mun
spila. Loks mun Jörg Sonderman
leika af fingrum fram tilbrigði við
lög sem þátttakendur námskeiðsins
leggja til.
Á sunnudag hefst dagskrá kl. 13
með orgelleik og söng en messa
hefst kl. 14. Dagskrá sunnudagsins
verður hljóðrituð af Ríkisútvarpinu
en þar munu þeir tveir tugir org-
anista sem námskeiðið sækja
skiptast á að spila á orgelið og
stjórna kórsöng. Sr. Sigurður Sig-
urðarson vígslubiskup prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt sr. Agli
Hallgrímssyni.
Allir eru velkomnir á viðburðina
en húsrými kann að vera takmarkað.
Orgel- og
kóranámskeið
haldið í Skálholti
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
TILFINNINGATORG verður hald-
ið á Menningarnótt í Reykjavík á
morgun, á Víkurtorgi þar sem stytt-
an af Skúla fógeta stendur. Torgið
stendur opið milli kl. 17 og 22 og tek-
ur Elísabet Kristín Jökulsdóttir á
móti gestum, sem þar gefst kostur á
að bera tilfinningar sínar á torg og
tala um allt milli himins og jarðar.
Nokkur atriði eru ennfremur
skipulögð yfir daginn.
Gísli Marteinn Baldursson, sjón-
varpsmaður og borgarfulltrúi, mun
ríða á vaðið og opna Tilfinn-
ingatorgið með tjáningu sinni kl. 17.
Guðrún Arnalds, sérfræðingur í líf-
öndun, heldur fyrirlestur um kl.
17.30 sem nefnist „Öndunin tengir
okkur við tilfinningarnar“, Hulda
Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður
mun mála tilfinningar á staðnum og
Geir Harðarson tónlistarmaður flyt-
ur eigin lög og texta.
Þá verður Tilfinningaskák í boði
Hróksins – Hen-
rik Danielssen
stórmeistari og
Ottó Nakapunda,
Namibíumeist-
ari í skák, verða á
staðnum, og aldr-
ei að vita nema
Ottó taki lagið
verði hann í til-
finningalegu
stuði til þess.
Kristín Bjarna-
dóttir, ljóðskáld og tangódansari,
verður með uppákomu tengda ljóð-
um og tangó, en auk þess er aldrei
að vita hvað gerist meðan Tilfinn-
ingatorgið stendur opið.
Tilfinningar
bornar á torg
Elísabet
Jökulsdóttir