Morgunblaðið - 19.08.2005, Page 41

Morgunblaðið - 19.08.2005, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 41 MENNING verið betri á dögum kommúnismans og saknar þess tíma. Núna flæðir fjármagn inn í landið, menn sjá tæki- færi í hverju horni, og það tekur tíma að byggja upp skandinavíska líkanið, blöndu af markaðs- og vel- ferðarkerfi, sem flestir eru orðnir sammála um að sé besta kerfið, en ég held að tékkneskt samfélag muni hægt og sígandi þróast í þá átt.“ Og málarinn lét ekki listina framhjá sér fara þar eystra. „Kom- andi frá þjóð sem ekki á langa hefð í myndlist var gaman að skoða tékk- neska myndlist. Tékkar eiga glæsi- lega sögu í listum, einkum fram að kommúnisma en það er eins og fjörutíu ára gat komi þá í söguna. Enda hrökkluðust margir fremstu listamenn þjóðarinnar þá úr landi, ekki síst til Frakklands. Þeirra frægastur Milan Kundera rithöf- undur.“ Einræðisherrar virka ekki Í þessum hugleiðingum miðjum leitar hugur Einars skyndilega hing- að heim aftur. „Ég er ekki frá því að menningarstjórn Reykjavík- urborgar hjá Stefáni Jóni Hafstein minni dálítið á þetta. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að ákveða fyrir fólk hvað sé list og hvað ekki. Það hefur heldur aldrei virkað að ráða einræðisherra. Látum vera að þeir séu við völd í fjögur til fimm ár. Hér eru þeir yfirleitt í áratug. Það segir sig sjálft að listamaður sem ekki á upp á pallborðið hjá einræðisherr- anum á ekki mikla möguleika á að láta ljós sitt skína. Og áratugur er langur tími í lífi listamanns. Þarna virkar lýðræðið ekki. Þegar fram í sækir verður það ljótur blettur á embættisfærslu þessara manna að hafa haldið mörgum góðum lista- mönnum úti í kuldanum.“ Þetta er ófögur mynd en Einar er eigi að síður bjartsýnn á framtíðina. „Það þýðir ekkert annað. Það er að koma nýr forstöðumaður að Lista- safni Reykjavíkur og það sem ég hef heyrt um hann er allt gott. Það er líka ágætt að fá utanaðkomandi mann í þetta starf sem ekki er með tengsl hingað og þangað í listheim- inum hér á landi. Það er líka spor í rétta átt að setja á laggirnar safna- ráð enda þótt það sé valdalaust. Ég hefði viljað sjá það með atkvæð- isrétt. Það væri æskilegt að menn gætu sótt um að sýna á Kjarvals- stöðum og síbreytileg fagnefnd tæki afstöðu til þeirra umsókna.“ Sýningin „Í grasrótinni“ stendur til 28. ágúst og er opin daglega frá kl. 10–22. Hún er einkaframtak Ein- ars og nýtur hann engra styrkja við framkvæmdina. Af þeim sökum seg- ist hann verða að selja aðgang að sýningunni til að hafa upp í kostnað. Aðgangseyrir verði þó lægri en hjá söfnum borgarinnar. „Ég verð mjög ánægður ef Reykvíkingar koma á sýninguna mína og kunna að meta hana. Eins og ég segi er markmið mitt að fólk skilji myndirnar mínar en ég get hins vegar aldrei skýrt út fyrir fólki hvað er list. Listin er óút- skýranleg – eins og lífið.“ risatjaldi í Hljómskálagarðinum Morgunblaðið/RAX Einar Hákonarson í grasrótinni í Hljómskálagarðinum „Þessi sýning mín er öðrum þræði tilraun til að færa listina nær almenningi á ný. Þetta er endurreisn málverksins – einu sinni enn!“ Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Frá einu af námskeiðum Hauks Guðlaugssonar í Skálholti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.