Morgunblaðið - 19.08.2005, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Næring ekki
refsing
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
NEMENDUR Menntaskólans Hraðbrautar eru sestir á
skólabekk, fyrstir allra nemenda í framhaldsskólum.
Nemendur verða 140 í vetur, þar af 80 nýnemar. Busa-
vígsla fór fram í gær og var þá brugðið á leik í sólskin-
inu. Voru nýnemarnir fegnir að komast út í góða veðrið
þótt það hafi haft í för með sér smábleytu.
Moorgunblaðið/RAX
Busavígsla í góða veðrinu
ENN eitt sumarið er fjöldi
fólks á leið heim frá Spáni
tekinn með ólöglegar loft-
skammbyssur í Leifsstöð.
Fólk telur byssurnar leik-
föng en þær eru í raun stór-
hættuleg vopn. Dæmi eru
um að 10 ára börn hafi haft
slíkar byssur undir höndum.
Að sögn Kára Gunnlaugs-
sonar, aðaldeildarstjóra hjá
Tollgæslunni á Keflavíkur-
flugvelli, hefur innflutningur
á byssunum verið mikið
vandamál undanfarin sum-
ur. Foreldrar ýmist kaupa byssurn-
ar handa börnum sínum erlendis en
átta sig ekki á að verið sé að brjóta
vopnalög þegar byssurnar eru tekn-
ar með heim, eða börnin sjálf kaupa
byssurnar án vitneskju foreldranna,
að sögn Kára. Þegar vopnin síðan
finnast í farangri er niðurstaðan
ávallt sú sama: 5 þúsund króna sekt
og byssan er tekin af viðkomandi.
Geta valdið örkumlum
Hægt er að hlaða byssurnar með
plastkúlum og eru vopnin nægilega
kraftmikil til að valda örkumlum ef
skotið er á einhvern af stuttu færi.
Dæmi eru um að börn hafi skotið
hvert annað og slasað með slíkum
byssum hérlendis en í Bretlandi var
27 ára gamall maður nýlega hand-
tekinn fyrir að skjóta tveggja ára
gamalt barn til bana með loftbyssu.
Einnig er hægt að hlaða byssurnar
með blýhöglum og þarf þá ekki frek-
ari vitnanna við til að sjá hvílík skað-
ræðisvopn er um að ræða.
Undanfarin ár hafa allt upp í 50
byssur verið teknar af fólki og lang-
mest í júlí og ágústmánuði. Einhver
fjöldi byssa virðist sleppa inn í landið
því heyrst hefur af börnum leika sér
með slík vopn í Reykjavík og ná-
grenni. Í júní sl. voru piltar á ferð í
Garðabæ með loftbyssur og skutu á
börn en þeir fundust ekki þrátt fyrir
leit lögreglunnar. Þá varð slys á
ungu barni fyrir nokkrum misserum
í Hafnarfirði þegar skotið var á það
með loftbyssu. Í sumar hefur einnig
heyrst af byssuæði drengja í Vest-
urbæ Reykjavíkur.
Þótt læknar á slysadeild Land-
spítalans hafi ekki fengið alvarleg
eða mörg slysatilvik vegna loftbyssa,
er hættan engu að síður fyrir hendi
eins og dæmin hafa sýnt.
„Því miður virðist það vera raunin
að foreldrar kaupa þessi vopn handa
börnum sínum eða börnin kaupa þau
sjálf án vitneskju foreldranna,“ segir
Kári Gunnlaugsson. „Dæmi eru um
að allt niður í 10 ára gömul börn hafi
haft þessi vopn undir höndum.“
Kári segir fólk yfirleitt bera við
þekkingarleysi þegar upp kemst um
málin og segist ekki hafa gert sér
grein fyrir alvöru málsins.
„Þessar byssur eru stórhættuleg-
ar þótt ekki sé um „alvöru“ vopn að
ræða,“ segir Kári.
Búið að taka tugi ólöglegra loftskot-
vopna af fólki í Leifsstöð í sumar
Dæmi um 10 ára
börn með hættu-
legar byssur
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
Morgunblaðið/Júlíus
Loftskammbyssa sem komist hefur í gegn-
um tollinn en var tekin af pilti í Reykjavík
fyrir skömmu.
BÚIÐ er að setja upp sérstök for-
gangsskilti fyrir strætisvagna á
Lækjargötu án samþykkis lögregl-
unnar. Um er að ræða forgang fyrir
strætisvagna á einni akrein í norður-
átt frá Bókhlöðustíg og frá Hafnar-
stræti að Vonarstræti í suðurátt. Á
umræddum svæðum er gert ráð fyrir
að almenn umferð haldi sig á annarri
akreininni en ekki á þeirri sem er sér-
staklega ætluð strætisvögnum.
Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yf-
irlögregluþjóns í Reykjavík, barst
lögreglunni samþykkt um málið frá
borgaryfirvöldum. Hann bendir á að
ekki hafi verið lagst gegn þessu en þó
hafi ekki verið búið að ganga frá
þessu máli af hálfu lögreglunnar. „Við
eigum eftir að fara yfir þetta með
borginni og sjá hvort við samþykkjum
þetta eða ekki,“ segir Geir Jón.
Aðspurður segir hann ljóst að þetta
komi til með að þrengja að ökumönn-
um á umræddum svæðum. „Ökutæk-
in hafa þá bara eina akrein í staðinn
fyrir tvær,“ segir Geir Jón. Hann
bendir jafnframt á að það sé ekki fyrr
en lögreglustjóri hafi auglýst viðkom-
andi umferðarbreytingu að það megi
taka hana upp. Hann segir að fundað
verði með borginni í næstu viku og í
framhaldi af því muni væntanlega
ráðast hvort lögreglan samþykki
þetta eður ei.
Strætóforgangur ekki
samþykktur af lögreglu
Morgunblaðið/ÞÖK
Skiltið sem segir að strætó „eigi“ aðra akgreinina í Lækjargötu.
Eftir Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
MARGT bendir til þess að nú
sé að rofa til í vandræðum leik-
skólanna við að fá starfsfólk, og
segir Gerður G. Óskarsdóttir,
sviðsstjóri menntasviðs
Reykjavíkurborgar, að hugsan-
lega leiki umfjöllun fjölmiðla
um málið stórt hlutverk.
Hún segir að mikið af um-
sóknum og fyrirspurnum hafi
borist til leikskóla í borginni
undanfarna daga. Nú sé verið
að kalla eftir nýjustu upplýs-
ingum frá skólastjórum svo að
hægt sé að meta stöðuna, enda
berist umsóknir til skólanna,
ekki til menntasviðs. Hún hafi
þó heyrt af nokkrum skólum
þar sem vandamálið sé þegar
leyst, þótt annars staðar vanti
eflaust nokkuð uppá.
Gerður segir að hafi vantað
þrjá eða fleiri starfsmenn á 24
leikskóla af 78.
Rofar til
hjá leik-
skólunum
HANNES Hlífar
Stefánsson stór-
meistari sigraði
Stefán Krist-
jánsson í upp-
gjöri efstu
manna í 8. um-
ferð Skákþings
Íslands í gær.
Skákin var tvísýn
og virtist Stefán
lengi hafa væn-
lega stöðu.
Hannes Hlífar er nú efstur með
6½ vinning og í öðru sæti er al-
þjóðlegi meistarinn Jón Viktor
Gunnarsson með 6 vinninga, eftir
sigur á Ingvari Ásmundssyni í gær.
Stefán er í þriðja sæti með 5½
vinning.
Níunda umferðin verður tefld
síðdegis í dag en Skákþing Íslands
fer fram í Háskólanum í Reykjavík.
Keppendur í landsliðsflokki eru
tólf.
Hannes
Hlífar lagði
Stefán
Hannes Hlífar
Stefánsson