Morgunblaðið - 06.09.2005, Side 2

Morgunblaðið - 06.09.2005, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BYRJAÐ AÐ DÆLA VATNI Þúsundir New Orleans-manna fengu í gær að kanna ástandið í hús- um sínum og sækja þangað persónu- lega muni og mynduðust langar bíla- raðir við helstu leiðir inn í borgina. Yfirvöld í borginni hafa hins vegar skipað öllum íbúum sem þar hafast enn við að yfirgefa hana. Byrjað var í gær að dæla vatni af götunum enda hefur tekist að loka einu af þrem götum sem fellibylurinn Katrín gerði á flóðgarða milli borgarinnar og Pontchartrain-stöðuvatnsins. Færri dauðsföll en talið var Kjarnorkuslysið í Tsjernobýl í Úkraínu árið 1986 hefur valdið mun færri dauðsföllum en óttast var. Er vitað með vissu um 56 manns sem hafa dáið beinlínis af völdum geisl- unar en svo gæti þó farið að á end- anum yrðu fórnarlömbin allt að 4.000, segir í nýrri skýrslu frá nokkrum stofnunum SÞ. Banaslys á Vagnhöfða Banaslys varð á Vagnhöfða í gær þegar karlmaður á þrítugsaldri í vinnu hjá hellusteypufyrirtæki féll ofan í sandsíló. Var hann látinn þeg- ar hann náðist upp. Samningsforsendur bresta Efling stéttarfélag telur samn- ingsforsendur á almennum markaði við það að bresta þar sem verðbólga sé nú 1,2% yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands sem er 2,5%. Um helmingur 2.300 félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Reykjavík- urborg starfar við leikskólana. Landsbanki kaupir Kepler Landsbankinn eignast á næstu 5 árum allt hlutafé í í evrópska verð- bréfafyrirtækinu Kepler Equities sem er metið á 7,2 milljarða króna. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 21/24 Úr verinu 11 Bréf 21 Viðskipti 12/13 Forystugrein 22 Erlent 14/15 Viðhorf 24 Minn staður 16 Minningar 25/29 Höfuðborgin 17 Skák 29 Landið 17 Dagbók 32 Akureyri 18 Víkverji 32 Austurland 18 Staður og stund 34 Daglegt líf 19 Ljósvakamiðlar 42 Menning 22, 36/41 Veður 43 Af listum 22 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                   ! " # $ %        &         '() * +,,,                www.leikhusid.is Þröstur Leó Gunnarsson Leikari ársins í aukahlutverki Gríman 2005 KARLMAÐUR sem handtekinn var í fyrrinótt vegna gruns um íkveikju við veitingastaðinn Pravda í Austur- stræti aðfaranótt mánudags liggur ekki lengur undir grun. Bruninn var sá fjórði á rúmum sólarhring sem upp kemur í Reykjavík og er sá fimmti einnig til rannsóknar. Þar var um að ræða endurtekinn bruna í iðnaðarhús- næði við Fiskislóð. Á sunnudagskvöld kviknaði í litlu timburhúsi við Klapparstíg og var það þriðji bruninn í röðinni. Ekki hefur verið leitt í ljós hverjir voru þar að verki en málið er í rannsókn sem og hin tilvikin fjögur. Morgunblaðið/Júlíus Grunur um fimm íkveikjur VEL miðaði á fundi samninganefnd- ar Starfsmannafélags Suðurnesja (STFS) og Launanefndar sveitarfé- laga (LS) hjá ríkissáttasemjara í gær, að sögn Ragnars Arnar Péturs- sonar, formanns STFS. Hann bindur vonir við að gengið verði frá kjara- samningi fyrir næstu helgi. „Við höf- um samþykkt að innleiða nýtt starfs- mat. Það gefur að meðaltali tæplega 4% hækkun,“ sagði Ragnar Örn í samtali við Morgunblaðið í gær. Starfsmat forsenda samnings Karl Björnsson, framkvæmda- stjóri Launanefndar sveitarfélaga, tók í sama streng og taldi að viðræð- urnar hefðu þróast í rétta átt. „Ég á ekki von á öðru en að þetta endi vel, án allra átaka,“ sagði Karl. Hann vildi ekki spá um hvenær það yrði, en vonaði að það yrði á næstu dög- um. Að sögn Karls var nýlega búið að innleiða starfsmatið hjá 40 stéttar- félögum á grundvelli bókunar í eldri kjarasamningi. Reykjavíkurborg er með samskonar starfsmat svo það nær nú til mjög margra félaga í BSRB og ASÍ. Karl segir að kjara- samningur við Suðurnesjamenn hafi innihaldið samskonar bókun um starfsmat. Síðustu vikur hafi farið í að þróa málin áfram og skýra og skilgreina ýmis störf betur. „Við gerum okkur vonir um að ná árangri í því, en það er hluti af fram- kvæmd síðasta kjarasamnings,“ sagði Karl. Innleiðing starfsmatsins hjá STFS er forsenda þess að gerður verði samskonar kjarasamningur við félagið og gerður hefur verið við önnur félög. „Þá vitum við hvar við stöndum við gerð nýs samnings, sem við bindum vonir við að taki ekki langan tíma,“ sagði Karl. Meira en helmingur hækkar í launum Ragnar Örn sagði að á þriðja hundrað félagsmanna STFS, eða ríf- lega 50% allra félagsmanna, muni hækka í launum. Þeir sem gegna ýmsum umönnunarstörfum munu fá mesta lagfæringu. Um 12% starfa hjá félaginu, sem um 50 félagsmenn gegna, verða fyrir launaskerðingu. Hún mun ekki bitna á þeim sem gegna störfunum nú, en þeir sem verða nýráðnir munu þurfa að sæta lægri grunnröðun. Enginn núver- andi starfsmanna mun því lækka í launum, að sögn Ragnars Arnar. Hluti starfa er settur „í frystingu“ og verða þau tekin til skoðunar í haust. „Þeir sem fá launahækkun fá hana afturvirkt frá 1. desember 2002,“ sagði Ragnar Örn. Hann sagði stefnt að því að halda fund á fimmtudaginn með trúnaðarmönnum STFS hjá sveitarfélögunum. Þar verði lögð fram drög að nýjum kjarasamningi. Gert er ráð fyrir að samninganefnd- irnar hittist hjá ríkissáttasemjara á föstudaginn og gerði Ragnar Örn sér vonir um að nýr kjarasamningur yrði undirritaður fyrir næstu helgi. Viðræður LN og Starfsmannafélags Suðurnesja Vonast eftir undirritun kjarasamnings fyrir helgi Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is STJÓRN SFR Stéttarfélags í almannaþágu ákvað í gær að efna til atkvæðagreiðslu 7.–12. september nk. um verkfall SFR-félaga sem starfa hjá Sam- tökum fyrirtækja í heilbrigðis- þjónustu (SFH). Samninga- nefndir SFR og SFH hittast í dag kl. 9.00 á samningafundi hjá ríkissáttasemjara. Að sögn Jens Andréssonar, formanns SFR, var tekin ákvörðun um boðun verkfalls í framhaldi af ályktun frá fjöl- mennum fundi starfsfólks hjá SFH í síðustu viku. „Þessi hópur heyrir undir lög um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna og þar eru ákvæði um framkvæmd kosningar um verkfallsboðun. Við erum að undirbúa verkfall samkvæmt ályktun félagsfund- arins og verði ekki samið fyrr hefst atkvæðagreiðslan 7. sept- ember og stendur til 12. sept- ember því það þarf að vera tryggt að allir geti greitt at- kvæði. Verði verkfallsboðun samþykkt er verkfall boðað með 15 daga fyrirvara,“ sagði Jens. Í frétt á heimasíðu SFR segir að kosið verði um tvö þriggja daga verkföll 3.–5. október og 10.–12. október og loks ótíma- bundið verkfall frá og með 17. október hafi ekki samist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslan fer fram á hverjum vinnustað fyrir sig eða á skrifstofu SFR. Komi til vinnustöðvunar mun hún ná til ríflega 200 manns á 11 vinnustöðum innan SFH. Vinnustaðirnir eru: Sunnuhlíð, Sjálfsbjargarheimilið, Grund, SÁÁ, HNLFÍ, Skógarbær, Hrafnista í Reykjavík og Hafn- arfirði, Ás, Víðines, Vífilsstaðir. Að sögn Jens myndi verkfallið ná til starfsmanna sem vinna eftir kjarasamningum BSRB, svo sem matsveina, starfsfólks á skrifstofum, sumra iðnaðar- manna, aðstoðarfólks sjúkra- og iðjuþjálfa og ráðgjafa hjá SÁÁ. Á fundi stjórnar vinnudeilu- sjóðs SFR í gær var gengið frá úthlutunarreglum komi til verk- falls en þær gera ráð fyrir að bæta þeim sem leggja niður vinnu reglubundin laun strax frá fyrsta degi verkfalls. SFR und- irbýr kosningu um verk- fallsboðun JEPPI fauk í einni vindhviðunni í gær á Skagaströnd niður í fjöru og rann stjórnlaus nokkra metra í stórgrýttri fjörunni. Að sögn eiganda jeppans, Vilhelms Bjarnar Harðarsonar, skemmdist jeppinn ekkert við þessa óvæntu ferð í fjöruna, sem má heita kraftaverk þar sem hún er stórgrýtt. Gat Vilhelm ekið jeppanum eftir fjöruborðinu. Grafa var svo fengin til aðstoðar við að taka stærstu steinana frá jeppanum svo hann gæti ekið upp á veginn aftur. Morgunblaðið/Alfons Fauk út af veginum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.