Morgunblaðið - 06.09.2005, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STJÓRN stofnunar Leifs Eiríks-
sonar hefur ákveðið að hefja veitingu
styrkja til framhaldsnáms við háskóla
á Íslandi og í Bandaríkjunum fyrir
skólaárið 2006–2007. Þetta kom fram
á blaðamannafundi sem stjórnin stóð
fyrir í gær. Í máli Steingríms Her-
mannssonar, fyrrverandi forsætis-
ráðherra og núverandi stjórnarfor-
manns stofnunarinnar, kom fram að á
þessu fyrsta ári verða veittir fjórir til
fimm styrkir hver að upphæð allt að
25 þúsundum bandaríkjadala, sem
samsvarar rúmri einni og hálfri millj-
ón íslenskra króna. Sagði hann hér
um stóran styrk að ræða sem duga
ætti vel fyrir allri framfærslu sem og
skólagjöldum við allflesta ríkishá-
skóla í Bandaríkjunum.
Viljum fá fleiri Íslendinga
í nám til Bandaríkjanna
John T. Casteen III, forseti Virg-
iníuháskóla, sagði hér um mikilvægt
samstarfsverkefni landanna tveggja
að ræða þar sem það opni mikla
möguleika í auknum samskiptum
landanna. „Við höfum í gegnum tíðina
fylgst með mörgum íslenskum náms-
mönnum standa sig afar vel í banda-
rískum háskólum. Við myndum hins
vegar vilja sjá miklu fleiri Íslendinga
stunda nám í Bandaríkjunum,“ sagði
Casteen og tók fram að menn væru
sér vel meðvitandi um að kostnaður
við nám í Bandaríkjunum væri oft á
tíðum aðalþröskuldurinn. „Með
námsstyrknum sem við erum hér að
kynna viljum við gera okkar til þess
að auka möguleika íslenskra náms-
manna á að sækja sér menntun yfir
hafið,“ sagði Casteen. „Ég er sann-
færður um að með því að skiptast á
námsmönnum frá Bandaríkjunum og
Íslandi munu þau góðu tengsl sem
eru nú á milli þjóðanna styrkjast enn
frekar,“ sagði Steingrímur við sama
tækifæri.
Fyrsta sameiginlega
mynt landanna tveggja
Á blaðamannafundinum rifjaði
Steingrímur upp tilurð stofnunar
Leifs Eiríkssonar, en stofnuninni var
komið á fót árið 2001 af Seðlabanka
Íslands og Háskólanum í Virginíu,
sem er, að sögn Steingríms, einn virt-
asti og þekktasti háskóli Bandaríkj-
anna. Sagði hann hugmyndina hafa
þróast í framhaldi af þeirri ákvörðun
Seðlabanka Íslands að gefa út silf-
urmynt til að minnast þess að Leifur
Eiríksson fann N-Ameríku fyrir þús-
und árum. Árið 1999 samþykkti
bandaríska þingið lög um að fram-
leiða og selja bandarískan silfurdal til
minningar um landafundinn, en
bandaríska myntsláttan sló einnig
þúsund króna minningarpeninginn
fyrir Ísland sem Seðlabanki Íslands
gaf út. Benti Casteen á að í raun hefði
verið um sögulegan viðburð að ræða
þar sem þetta var í fyrsta sinn sem
Ísland og Bandaríkin gefa út sameig-
inlega mynt.
Við sölu myntarinnar var lagt á tíu
bandaríkjadala aukagjald til að
styrkja samskipti landanna á sviði
mennta og hefur þetta gjald runnið til
Stofnunar Leifs Eiríkssonar frá
stofnun hennar. Að sögn Steingríms
hafa nú þegar selst rúmlega 170 þús-
und bandarískir minningarpeningar
og 100 þúsund íslenskir peningar,
sem gefið hefur af sér u.þ.b. 2,8 millj-
ónir bandaríkjadala í styrktarsjóðinn.
Að auki, að sögn Casteens, hefur ver-
ið safnað 700 þúsund bandaríkjadöl-
um í framlögum frá fyrirtækjum,
stofnunum og einstaklingum, s.s. Al-
coa, Stofnun Kens Peterson og Pet-
ersonfjölskyldunnar, KB banka og
Flugleiðum. Styrktarsjóðurinn hefur
því yfir rúmlega 3,5 milljónum banda-
ríkjadala að ráða í dag.
Þess má að lokum geta að opnaður
hefur verið vefur þar sem nálgast má
allar nauðsynlegar upplýsingar og
umsóknareyðublöð þegar nær dreg-
ur, en umsóknum þarf að skila fyrir
miðjan næsta janúar. Er slóðin:
www.leifureirikssonfoundation.org.
Stofnun Leifs Eiríkssonar veitir styrki til náms við
háskóla á Íslandi og í Bandaríkjunum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjórn Stofnunar Leifs Eiríkssonar. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Steingrímur Hermannsson stjórnarformað-
ur, Donald Fry og Þráinn Eggertsson. Á myndina vantar John T. Casteen III.
Mun styrkja tengsl
þjóðanna enn frekar
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
KRISTJÁN Guðmundsson vara-
borgarfulltrúi hefur ákveðið að
sækjast eftir fimmta sæti í próf-
kjöri Sjálfstæð-
isflokksins í
Reykjavík.
Kristján hefur
um áratuga
skeið gegnt
trúnaðarstörfum
innan Sjálfstæð-
isflokksins.
Hann er formað-
ur verkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins og situr í mið-
stjórn flokksins, flokksráði og í
fulltrúaráðinu í Reykjavík.
Einnig hefur hann verið vara-
þingmaður tvö kjörtímabil, ásamt
því að starfa síðastliðin tvö kjör-
tímabil sem varaborgarfulltrúi
flokksins. Kristján situr nú í
skipulagsráði, framkvæmdaráði
og í hverfisráði Hlíða, ásamt því
að vera fyrsti varamaður í vel-
ferðarráði og stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur.
„Ef mér verður veitt brautar-
gengi mun ég halda áfram að
leggja áherslu á þau málefni sem
ég hef unnið hve mest að á mínum
ferli, sem eru skipulags- og vel-
ferðarmálefni ásamt málefnum
aldraðra og ungs fólks. Ég tel að
reynsla undanfarinna ára hafi ver-
ið góður undirbúningur til þess að
takast á við þau mörgu krefjandi
verkefni sem framundan eru. Það
er nauðsynlegt að snúa við þeirri
slæmu þróun sem hefur átt sér
stað í borgarmálum undir stjórn
R-listans.
Nýrri borgarstjórn bíður það
verkefni að endurheimta aftur það
forystuhlutverk sem Reykjavík
ætti að hafa sem höfuðborg lands-
ins.
Önnur sveitarfélög hafa sótt á
og margir íbúar Reykjavíkur hafa
flúið borgina vegna þess að ekki
hefur verið staðið nægilega vel að
skipulags- eða velferðarmálum á
síðastliðnum árum.
Útgjalda- og skuldaaukning
borgarinnar með meðfylgjandi
aukinni gjaldheimtu á borgarbúa
hefur orsakað að lífsgæði fjöl-
margra Reykvíkinga hafa versnað
til muna í kjölfarið,“ segir í frétta-
tilkynningu frá Kristjáni.
Kristján Guðmundsson
sækist eftir 5. sæti
LOFTUR Már Sigurðsson hefur
ákveðið að gefa kost á sér í 6. sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins til borgar-
stjórnarkosninga.
Loftur hefur setið í stjórn Félags
sjálfstæðismanna í Grafarvogi í 11 ár,
þar af síðustu sjö árin sem formaður
félagsins. Loftur situr sem varamað-
ur í hverfisráði Grafarvogs og ÍTR. Á
þessum 11 árum hefur Loftur gegnt
mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokk-
inn. T.d. setið í stjórn fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og
stýrt kosningabaráttunni í Grafarvogi
síðustu fjórar kosningar.
Loftur hefur verið í stjórn íbúa-
samtaka Grafarvogs síðan 1995. Þar
hefur hann starfað að ýmsum hags-
munamálum Grafarvogs. Í fréttatil-
kynningu frá Lofti segir að vegna sér-
stöðu íbúasamtaka Grafarvogs hafi
hann, í nafni samtakanna, unnið með
ýmsum öðrum íbúum Reykjavíkur að
baráttumálum þeirra. Á þessum ár-
um hafi hann öðlast mikla reynslu og
þekkingu á málefnum borgarinnar og
borgarkerfinu. Loftur hefur lokið
B.Sc gráðu í vörustjórnun frá Tækni-
skóla Íslands og stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
Í fréttatilkynningu segir að Loftur
telji fjölskylduna vera hornstein sam-
félagsins og velferð hennar sé ávallt
forgangsverkefni
allra stjórnmála-
manna. Þar af
leiðandi séu mál-
efni leikskóla,
grunnskóla, eldri
borgara og ann-
arra málefna sem
tengjast fjölskyld-
unni grundvallar-
mál.
Í fréttatilkynningu kemur einnig
fram að Loftur ætli að leggja áherslu
á skipulagsmál og umferðarmál. „Eft-
ir að R-listinn komst til valda 1994 var
sett í skipulag að umferðarrýmd
skyldi ekki aukin vestan Elliðaáa.
Þetta er eitt ljósasta dæmið í pólitík í
dag hvernig ákvarðanir stjórnmála-
manna hafa áhrif á umhverfið í ára-
tugi eftir að þeir hætta störfum. Ljóst
er að það á eftir að taka fjölmörg ár að
leysa vandamál í borginni sem eru
bein afleiðing af þessari litlu ákvörð-
un,“ segir í fréttatilkynningu.
Loftur kemur til með að opna vef-
inn www.loftur.is innan tíðar.
Loftur Már Sigurðsson
sækist eftir 6. sæti
FULLTRÚARÁÐSFUNDUR
sjálfstæðisfélaganna í Hafnar-
firði samþykkti að prófkjör
skyldi fara fram um val fram-
bjóðenda fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar næstkomandi
vor.
Prófkjörið mun fara fram
fyrir lok nóvember en kjör-
nefnd er falið að ákveða end-
anlega dagsetningu. Að lokn-
um umræðum á fundinum, þar
sem kostir uppstillingar og
prófkjörs voru ræddir, fór
fram atkvæðagreiðsla þar sem
prófkjör hlaut afgerandi
stuðning.
Kjörnefnd, sem einnig var
kosin á fundinum, mun á
næstunni kynna og auglýsa
hvernig staðið verður að próf-
kjörinu í samræmi við
prófkjörsreglur Sjálfstæðis-
flokksins.
D-listinn
með próf-
kjör í
Hafnarfirði
Verðum að
rannsaka
hrefnuna
Úr verinu á morgun
Rætt við Gísla Víkingsson um
veiðar á hrefnu í vísindaskyni
undir stjórn Hafrannsókna-
stofnunar í sumar