Morgunblaðið - 06.09.2005, Side 12

Morgunblaðið - 06.09.2005, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Snoturt lítið raðhús í Breiðholtinu Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Vorum að fá í sölu huggulegt en lítið raðhús í Krummahólum í Breiðholtinu. Í húsinu er gott anddyri, 2 svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi, eldhús og stofa. Á gólfum er dúkur eða plastparket. Útgengt er úr stofu út á góða verönd, garðurinn er gróinn. Verð 23,9 millj. LANDSBANKI Íslands hefur keypt 81% eignarhlut í franska verðbréfa- fyrirtækinu Kepler Equities fyrir 5,8 milljarða króna og mun á næstu 5 ár- um eignast allt hlutafé í fyrirtækinu en það er í heildina metið á 7,2 millj- arða króna, eða 94 milljónir evra. Kepler Equities er með starfsemi í sjö löndum og eykst erlend starfsemi Landsbankans, sem er nú þegar með starfsemi í Bretlandi og Lúxemborg, umtalsvert við kaupin. Tekjur bank- ans utan Íslands nema nú fjórðungi af heildartekjum en þjónustutekjur aukast um 33% við kaupin. Kepler er með höfuðstöðvar í París og er með starfsemi í Amsterdam, Frankfurt, Madríd, Mílanó og Zürich auk þess að reka verðbréfamiðlun í New York samkvæmt þjónustusamn- ingi við svissneska bankann Julius Bär. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og miðlun hlutabréfa til yfir 800 fagfjár- festa og rekur greiningardeild sem greinir um 430 fyrirtæki í Evrópu. Starfsmenn þess eru 240 talsins og starfa allir lykilstjórnendur Kepler áfram hjá fyrirtækinu eftir yfirtök- una. Starfsmenn Landsbanka- samstæðunnar eru nú orðnir 1.600 talsins, þar af starfa 200 í Bretlandi og 300 á meginlandi Evrópu. Bankastjórar Landsbankans, Hall- dór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, lýstu á blaðamannafundi í París í gær yfir ánægju með að geta með einum kaupum greitt leið Lands- bankans inn á svo marga verð- bréfamarkaði í Evrópu, sem og inn á bandarískan verðbréfamarkað. „Með þessu eina skrefi erum við komnir inn á meginhluta evrópska markaðarins,“ sagði Halldór. En auk þess mun Landsbankinn bjóða litlum og með- alstórum fyrirtækjum á starfsvæði Kepler upp á fyrirtækja- og fjárfest- ingarþjónustu. Sigurjón segir starfsemi Kepler fyrst og fremst lúta að sölu hluta- bréfa á heimamarkaði til útlendinga, eða um 84% teknanna, en einnig selji fyrirtækið heimamönnum útlend hlutabréf, sem og hlutabréf á heima- markaði. Hlutdeild Kepler í hluta- bréfaviðskiptum segir hann vera á bilinu 2–4% á hverju markaðssvæði fyrir sig. Sagði Halldór Kepler passa full- komlega inn í samstæðu Landsbank- ans við hlið breska dótturfélagsins Teather & Greenwood (T&G) sem Landsbankinn keypti í byrjun árs. Með þessu opnaðist leið fyrir T&G inn á markaði á meginlandi Evrópu og leið fyrir Kepler inn á starfsvæði T&G í Bretlandi. Hvorum um sig þætti að því mikill fengur. Fyrirtækin tvö sagði Halldór að verði þó áfram rekin undir eigin vöru- merkjum en ekki sé ástæða til að fara út í samruna þeirra enda starfi þau á algjörlega aðskildum markaðs- svæðum. „Það er hægt að samþætta starfsemina án þess að sameina hana. Meðan við erum að byggja upp verða fyrirtækin ekki sameinuð en það kemur í ljós hvað gerist þegar til lengri tíma er litið,“ sagði hann. Stephane Michel, aðalforstjóri Kepler Equities, segir fyrirtækið hafa verið að leita sér að sterkum meirihlutaeiganda sem ekki starfaði á sama markaði eða landsvæði. Ekki hafi tekist að finna slíkan aðila fyrr en Landsbanki Íslands kom til sög- unnar. Stjórnendum Kepler hafi m.a. verið mikið í mun að tryggja hags- muni starfsfólks fyrirtækisins og halda eigin vörumerki auk þess að geta boðið upp á frekari þjónustu s.s. fyrirtækjaráðgjöf og eignastýringu. „Samstarfið við Landsbankann upp- fyllir alla þá þætti sem við leituðum að en höfðum ekki fundið áður. Ekki síst gefur það okkur aðgang að breska markaðinum í gegnum T&G og færi á að taka þátt í spennandi uppbyggingu samstæðunnar,“ segir Michel. Evrópa í uppsveiflu Evrópskur hlutabréfamarkaður er í uppsveiflu að mati Landsbanka- manna. Það er ein ástæða kaupanna á Kepler auk þess sem samþættingin við T&G er talin fela í sér einstakt tækifæri. Halldór sagði tækifærin á Evr- ópumarkaði m.a. liggja í lágum lang- tímavöxtum á svæðinu og miklu fjár- flæði. Á viðskiptasviðinu í Evrópu eigi enn eftir að gerast það sem hafi gerst á pólitíska sviðinu, að samruni fyrirtækja verði meiri á milli landa- mæra. Tækifæri til samruna fyr- irtækja í Evrópu eru mikil, að mati Halldórs, og kalla á fyrirtækjaráðgjöf og aukin umsvif á hlutabréfamarkaði. Landsbankinn mun, að sögn Hall- dórs, auka við eigið fé Kepler líkt og gert var hjá T&G. „Hvorugt fyr- irtækið hafði banka sem sterkan fjár- hagslegan bakhjarl. Þau hafa því bæði unnið með litla veltubók, nánast enga. Það hamlar verðbréfafyr- irtækjum að geta ekki byggt upp eignarhlut í athyglisverðu fyrirtæki og boðið það svo aftur inn á mark- aðinn. Með því að auka fjármagn Kepler getur Landsbankinn gert þeim kleift að vera með hóflega veltu- bók. Það mun auka mjög við- skiptamöguleika þeirra. Góð tekjudreifing Seljendur hlutarins í Kepler eru bandaríska fjárfestingarfyrirtækið Lightyear (61,9%), Julius Bär bank- inn (13,1%) auk þess sem starfsmenn seldu Landsbankanum 6% hlutafjár í Kepler. 19% hlutur verður áfram í eigu stjórnenda og starfsmanna Kep- ler en Landsbankinn mun eignast þann hlut á næstu fimm árum sam- kvæmt árangurstengdum kauprétt- arsamningum. Eigið fé Kepler nemur 59,5 milljónum evra. Salan er háð samþykki franskra, svissneskra og ís- lenskra yfirvalda en gert er ráð fyrir að hún verði frágengin fyrir árslok. Áætlað er að tekjur Kepler á þessu ári verði 6,2 milljarðar króna og vaxi í 7,2 milljarða á næsta ári en hagnaður verði 615 milljónir. Á síðasta ári komu 40% tekna bankans frá Frakk- landi, 18% frá Þýskalandi, 14% frá Sviss en hlutdeild annarra starfs- stöðva var minni. Sigurjón Þ. Árna- son segir það mikinn kost hversu tekjudreifing Kepler er góð, bæði landfræðilega og í viðskiptavinahópi Kepler. „Við náum þarna fram áhættudreifingu og víðtækara tekju- streymi,“ segir Halldór jafnframt. Landsbankinn kominn með starfsemi í 10 löndum Landsbanki Íslands keypti í gær evrópska verðbréfafyrirtækið Kepler Equities sem er með starfsemi í sjö löndum. Við kaupin eykst er- lend starfsemi Landsbankans, sem er nú þegar með starfsemi í Bretlandi og Lúxemborg, umtalsvert. Eftir kaupin er um fjórðungur af heildartekjum Landsbankans utan Íslands. Soffía Haraldsdóttir hitti forsvarsmenn fyrirtækjanna og ræddi við þá um kaupin. Morgunblaðið/Soffía Haraldsdóttir Höfuðstöðvarnar í París Starfsmenn Landsbankasamstæðunnar eru nú orðnir 1.600 talsins. Þar af eru starfsmenn Kepler 240 talsins og starfa allir lykilstjórnendur fyrirtækisins áfram hjá fyrirtækinu eftir yfirtökuna. Morgunblaðið/Kristinn 10 Evrópulönd Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbanka Íslands, kynnir kaupin á Kepler Equities á kynningarfundi í gær. Halldór J. Kristjánsson bankastjóri og Stephane Michel, aðalforstjóri Kepler Equities, fylgjast með. soffia@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.