Morgunblaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
AUSTURLAND
Reyðarfjörður | Um helgina var
haldin íþróttahátíð í Fjarða-
byggð, þar sem fagnað var
framkvæmdum við uppbyggingu
íþróttamannvirkja í sveitarfé-
laginu. Tæplega 500 manns tóku
þátt í hátíðahöldunum.
Fyrirsjáanleg fjölgun íbúa í
Fjarðabyggð, m.a. vegna starf-
semi álvers Alcoa-Fjarðaáls,
skapar þörf fyrir bætta aðstöðu
til heilsuræktar og íþróttaiðkun-
ar á svæðinu. Eru framkvæmd-
irnar liður í áætlun sveitarfélags-
ins um aðgerðir til að mæta
fjölguninni og stórbæta þjónustu
við íbúana.
Fjarðabyggðarhöllin verður
fjölnotaíþróttahús en einnig á að
vera hægt að nota hana sem sýn-
ingarhöll.
Í húsinu verður 105x68 metra
knattspyrnuvöllur með gervi-
grasi, 100 m hlaupabraut ásamt
stökkgryfju og 450 manna áhorf-
endasvæði.
Það er verktakinn Sveinbjörn
Sigurðsson ehf. sem byggir húsið,
jarðvegsvinna er langt komin og
reiknað er með að húsið verði tek-
ið í notkun vorið 2006. Kostnaður
er áætlaður 400 milljónir króna.
Með tilkomu fjölnotahússins batn-
ar aðstaða til íþróttaiðkunar á
svæðinu verulega, ekki einungis í
Fjarðabyggð heldur á Austur-
landi öllu. Hægt verður að stunda
lands, stofnunar Æskulýðs- og
íþróttasjóðsins Spretts í samstarfi
við ÚÍA, nemendaskipta í sam-
starfi við Stofnun Leifs Eiríks-
sonar, umferðarfræðslu fyrir
leik- og grunnskólabörn í Fjarða-
byggð, starfsþjálfunar lögreglu-
þjóna í Fjarðabyggð, trjáræktar á
vegum Skógræktarfélags
Reyðarfjarðar og byggingar
gestastofu í Ásbyrgi.
stefnu að taka virkan þátt í sam-
félaginu í nágrenni fyrirtækisins
með fjárframlögum til ýmissa
verkefna. Fyrirtækið leggur nú
fram 90 milljónir króna til
íþróttamannvirkja í Fjarðabyggð.
Á liðnu ári lagði Alcoa-Fjarðaál
fram 135 milljónir kr. m.a. vegna
menningarviðburða á Austur-
landi, kaupa á sérhæfðum búnaði
fyrir Heilbrigðisstofnun Austur-
knattspyrnu allt árið, aðstaða til
iðkunar frjálsra íþrótta stórbatn-
ar, auk þess sem þar verður hægt
að stunda ýmsa aðra afþreyingu,
svo sem göngur og golf. Einnig
mun húsið nýtast til margvíslegs
móta- og sýningarhalds.
Ný líkamsræktarstöð
Hafnar eru framkvæmdir við
byggingu 210 fermetra líkams-
ræktarstöðvar sem verður í við-
byggingu við núverandi íþrótta-
hús á Reyðarfirði. Það er fjárfest-
ingafyrirtækið Landsafl hf. sem
fjármagnar þá byggingu og mun
leigja bæjarfélaginu. Rekstrar-
aðili verður fyrirtækið Iceland-
Spa&Fitness, sem m.a. rekur
Sporthúsið og Baðhúsið í Reykja-
vík. Áætlað er að byggingin verði
tilbúin nú í nóvember. Byggingar-
aðili er Austverk ehf. á Djúpavogi
og áætlaður kostnaður 30–40
milljónir kr.
Á Eskifirði er í byggingu úti-
sundlaug með tilheyrandi renni-
brautum o.fl. og einnig verður
þar líkamsræktarstöð. Kostnaður
við verkefnið er 350 milljónir
króna.
Á Norðfirði er sveitarfélagið að
ljúka endurbyggingu sundlaugar-
innar og byggingu nýrra búnings-
klefa og líkamsræktarstöðvar.
Kostnaður þar er 250 milljónir
króna. Alcoa-Fjarðaál hefur þá
Fjarðabyggðarhöllin gjörbreytir aðstæðum til íþróttaiðkunar í Fjarðabyggð
Verður stærsta
íþróttahúsið á
Austurlandi
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Klárir í skokkið Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar, Ellert B.
Schram, forseti ÍSÍ, og Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri.
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Fjarðabyggðarhöllin kynnt Íþróttakapparnir Patrekur Trostan Stef-
ánsson og Kristófer Sigurðsson bíða spenntir eftir höllinni.
5.600 tonn fylliefnis | Steypuvinna hefur
nú hafist við skautsmiðju, steypuskála og
birgðageymslu en um leið heldur steypuvinna
áfram við kerskálana. Um leið og steypuvinna
eykst, eykst einnig þörfin fyrir fylliefni í
steypuna. Næstu tvo mánuði munu farmar af
fylliefni koma í nýju höfnina í hverri viku.
Fylliefnið sem notað er í steypuna fyrir ker-
skálana þarf að hafa sérstaka efniseiginleika
hvað varðar leiðni og alkalívirkni. Þess vegna
eru þau 180.000 tonn af fylliefni sem þarf til
verksins flutt inn frá Noregi. Fylliefnið er af-
fermt í nýju álvershöfninni og síðan flutt í
starfsstöð Steypustöðvarinnar á fram-
kvæmdasvæðinu. Meðan á framkvæmdum
stendur koma um 32 skip að framkvæmda-
svæðinu og mun hvert þeirra flytja um 5.600
tonn af fylliefni.
Margir í Végarð | Alls hafa liðlega tíu
þúsund gestir komið í Végarð í Fljótsdal í
ár til að skoða sýningu Landsvirkjunar um
Kárahnjúkavirkjun. Talan miðast við lok
ágústmánaðar og er ívið hærri en á sama
tíma í fyrra. Gestir í Végarði voru rétt um
10.000 talsins til loka ágúst 2004 en um
10.200 á sama tíma árið 2005. Sérstaka at-
hygli vekur hve útlendum gestum hefur
fjölgað. Í fyrra voru skráðir um 500 útlend-
ingar á gestalista Kárahnjúkasýningarinnar
en í ár voru þeir um 1.200 talsins. Í þeim
hópi eru Danir áberandi fjölmennastir, en
þar á eftir koma Englendingar og Þjóð-
verjar.
Álversframkvæmdir | Bechtel boðar til
kynningarfunda þar sem gerð er grein fyrir
stöðu framkvæmda við álver Fjarðaáls að
Hrauni í Reyðarfirði. Fundirnir hefjast kl.
20.00 og er áformað að þeir standi í um tvo
tíma. Farið verður yfir gang framkvæmd-
anna, atvinnumál, innkaup á þjónustu og
vörum. Fundað verður í Félagslundi, Reyðar-
firði, 12. september, Egilsbúð í Neskaupstað,
13. september, Valhöll á Eskifirði, 14. septem-
ber, Herðubreið á Seyðisfirði, 19. september,
Skrúð á Fáskrúðsfirði, 20. september og
Hótel Héraði á Egilsstöðum 21. september
nk.
ÞEIM fækkar óðum skemmtiferðaskipunum sem viðkomu hafa á Akureyri,
það næstsíðasta, The World, hefur legið við Oddeyrarbryggju um tveggja
daga skeið og einungis eitt eftir að koma, Akademik S. Vavilov sem væntan-
legt er næsta sunnudagsmorgun, 11. september. Farþegum var boðið upp á
ósvikið haustveður í höfuðstað Norðurlands síðari daginn, í gær, rigningar-
sudda og kalsa, en þann fyrri var aftur á móti sól og blíða. Þannig gafst
þeim kostur á að upplifa snögg veðrabrigði á meðan þeir skoðuðu sig um í
bænum og nágrenni hans. Þessir tveir voru á bryggjunni og reyndu fyrir
sér í veiðiskap, en ekki var annað að sjá en rólegt væri á þeim vettvangi.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Rólegt í veiðiskapnum
BÆJARRÁÐ Dalvíkurbyggðar hef-
ur samþykkt að nýta sér ekki for-
kaupsrétt sinn í hlutafjáraukningu
Greiðrar leiðar ehf. Á fundinum var
tekið fyrir erindi frá stjórn félagsins
þar sem fram kemur að á aðal-
fundi Greiðrar leiðar í júní síðast-
liðnum hafi verið samþykkt að heim-
ila hækkun á hlutafé félagsins um
allt að kr. 95.590.000 samfara því að
félaginu var breytt í framkvæmda-
félag sem standi fyrir gerð og
rekstri jarðganga undir Vaðlaheiði.
Í ljósi stjórnarsamþykktar
Greiðrar leiðar var óskað eftir að
þeir hluthafar sem ætla að nýta for-
kaupsrétt sinn á auknu hlutafé til-
kynni það skriflega fyrir 1. desem-
ber nk. Bæjarráð Ólafsfjarðar tók
erindið einnig fyrir á fundi nýlega en
þar var afgreiðslu þess frestað.
Þrjátíu hluthafar eiga hlut í
Greiðri leið, Akureyrarbær er þeirra
stærstur með tæplega 36% hlut þá
KEA með um 23% og Þingeyjar-
sveitá ríflega 11%. Aðrir hluthafar
eiga allir innan við 10% hlut hver.
Nýta ekki
forkaupsréttinn
SAMNINGUR um heildarúttekt og
greiningu á allri orku- og vatnsnotk-
un Norðurmjólkur hefur verið undir-
ritaður milli fyrirtækisins og Dexta-
orkutæknilausna ehf.
Markmiðið með honum er að ná
umtalsverðum sparnaði í orku- og
vatnsnotkun en forsvarsmenn
Dexta-orkutæknilausna hafa sett sér
það takmark að ná fram 15% lækkun
afltopps og 50% lækkun á orkunotk-
un fyrir heitt og kalt vatn í mjólk-
urvinnslu. Takist það munu sparast
margar milljónir króna í rekstri.
Markvisst verður farið í gegnum
orkubúskap Norðurmjólkur og verð-
ur leitast við að ná fram hagkvæmni í
rekstri fyrirtækisins, auk þess að
gera hann umhverfisvænni og sam-
keppnishæfari. Miðað er við að verk-
efninu ljúki í lok þessa árs.
Dexta Orkutæknilausnir er nýtt
fyrirtæki í eigu Gauta Hallssonar
orkutæknifræðings, sem sérhæfir
sig í heildarúttekt á orku- og vatns-
notkun fyrirtækja, ásamt sölu á
varmaskiptum og öðrum orkuflutn-
ingsbúnaði.
Sparnaður
í orku- og
vatnsnotkun
Samtakamátturinn | Búið er að
leggja gervigras á nýjan sparkvöll á
Grenivík og er þess vænst að hann
verði tilbúinn til notkunar nú fyrstu
dagana í september. Þetta er svo-
kallaður KSÍ völlur, en KSÍ leggur
til gervigrasið en sveitarfélagið
undirlag, batta, lýsingu og annað. „Á
tímabili stefndi í að hætta þyrfti við
völlinn þar sem sveitarfélagið stend-
ur í stórframkvæmdum og kassinn
orðinn tómur, en samtakamátturinn
í sveitarfélaginu gerði það að verk-
um að stór hluti er unninn í sjálf-
boðavinnu og varð það til þess að
völlurinn varð að veruleika,“ skrifar
Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri í
pistli á vef sveitarfélagsins.
Íbúum fjölgar | Leikskólinn Álfa-
steinn í Hörgárbyggð, sem hélt upp
á 10 ára afmæli í sumar, er nú full-
nýttur og hefur myndast biðlisti en
svo hefur ekki verið lengi. Íbúum
hefur fjölgað í sveitarfélaginu, bæði
hefur fólk flust í sveitarfélagið og
einnig fæðst börn. Leikskólinn rúm-
ar 17 börn í einu og er nokkuð ljóst
að gera þarf ráðstafanir í nánustu
framtíð til að geta tekið öll þau börn
inn í leikskólann sem sótt er um fyr-
ir, segir á vefsíðu Hörgárbyggðar.
Lögfræðitorg | Timothy Murphy
flytur fyrirlestur á Lögfræðitorgi í
dag, þriðjudaginn 6. september, kl.
12.00 í stofu L101 Sólborg.
Í erindinu fjallar hann um upp-
byggingu stjórnarskrár íslenska lýð-
veldisins með áorðnum breytingum.
BÆJARRÁÐ Dalvíkurbyggðar hef-
ur samþykkt að veita Fiskideginum
mikla rekstrarstyrk að upphæð 700
þúsund króna.
„Með tilliti til þess að umfang
Fiskidagsins 2005, sem jafnframt
var 5 ára afmæli atburðarins, var
meira en nokkru sinni fyrr bæði
fjöldi gesta og tími heimsókna sam-
þykkir bæjarráð beiðni stjórnar
Fiskidagsins mikla um aukafjárveit-
ingu að fjárhæð 700.000 kr. Atburð-
urinn hefur mjög jákvæð áhrif á
ímynd byggðarlagsins og vekur
samkennd meðal íbúanna,“ segir í
bókun bæjarráðs.
Um 30 þúsund manns lögðu leið
sína til Dalvíkur og tóku þátt í dag-
skrá Fiskidagsins mikla, þáðu fjöl-
breyttar fiskafurðir og nutu veður-
blíðunnar.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Jákvæð
áhrif á
ímyndina