Morgunblaðið - 06.09.2005, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Sinfóníuhljómsveit Íslands hófvetrarstarf sitt um helginameð kynningu á dagskrá
vetrarins í Háskólabíói. Dagskrá
vetrarins hefur verið gefin út á
myndarlegri bók, og er eins og jafn-
an forvitnileg og fjölbreytt.
Það sem fyrst vekur eftirtekt í
vetrardagskrá hljómsveitarinnar, er
tónleikaröð aðalhljómsveitarstjór-
ans, Rumons Gamba. Á fernum tón-
leikum flytur hann með hljómsveit-
inni verk frá heimahögum sínum í
Bretlandi í bland við sígild stórvirki.
Ensku verkin eru Sálumessa Brit-
tens, Helgidansar Sir Michaels Tipp-
ets, og fyrsta Sinfónía Williams
Waltons. Á fyrstu tónleikum rað-
arinnar, 27. október verður frum-
flutt splunkunýtt verk eftir eitt af
yngri tónskáldum Breta, Mark-
Anthony Turnage, en verkið er að
hluta kostað af Sinfóníuhljómsveit
Íslands ásamt Fílharmóníusveit-
unum í New York og London og
Sænsku útvarpshljómsveitinni. Það
er ekki oft að verk erlendra sam-
tímatónskálda eru frumflutt á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, –
hvað þá að hljómsveitin eigi þátt í til-
urð þeirra, þannig að þetta er tví-
mælalaust talsverður viðburður.
Önnur tónskáld sem Rumon Gamba
hefur valið í röðina sína eru Ravel,
Debussy, Dvorak og Grieg, en á
fyrstu tónleikum raðarinnar, syngur
ein ástsælasta sópransöngkona
heims í dag, Barbara Bonney fimm
söngva eftir Grieg með hljómsveit-
inni. Barbara Bonney er fyrrum eig-
inkona sænska stórsöngvarans Håk-
ans Hagegårds, og hefur iðulega
komið fram með honum og Önnu
Sofiu von Otter sem heillaði gesti
Listahátíðar í vor. Hagegård söng
hér síðast fyrir nokkrum árum í
Gamla bíói, á hreint ógleymanlegum
ljóðatónleikum. Barbara Bonney er
einn besti lýríski Mozartsópran
heims í dag, en jafnframt ein fárra
óperusöngkvenna sem leggja mikla
áherslu á að syngja ljóð, og er í mikl-
um metum sem slík. Það verður því
ómögulegt að sleppa þessum tón-
leikum.
Í hitteðfyrra hófst vegferð Rum-
ons og hljómsveitarinnar með sin-
fóníum Sjostakovitsj, og heldur
áfram í vetur. Nokkrar sinfóníanna
verða leiknar í röð Rumons.
Sinfóníuhljómsveitin var gagn-
rýnd í fyrra fyrir litla og lélega
ræktarsemi við íslenska tónlist, en
sem kunnugt er hefur hljómsveitin
lögboðnu hlutverki að gegna gagn-
vart íslenskri tónlist.
Þótt íslenskum verkum á dag-skránni í ár fjölgi – ja sennilega
um nokkur hundruð prósent, með
frumflutningi fimm íslenskra verka,
– þá eru þau því miður ennþá allt of
fá, og hljóma aðeins á átta tónleikum
af þrjátíu og átta, ef mið er tekið af
útgefnu dagskránni. Þar af eru
tvennir tónleikar þar sem eingöngu
verða flutt íslensk verk, tónleikar
Myrkra músíkdaga, með verkum
eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Harald
Vigni Sveinbjörnsson, Þorstein
Hauksson og Eirík Árna Sigtryggs-
son, en sveitin frumflytur verk eftir
hann; og tónleikar í tilefni af áttræð-
isafmæli Jóns Nordals. Þar verða
flutt úrvals hljómsveitarverk Jóns
og konsertar, og landslið einleikara
leikur með hljómsveitinni. Þessir
tónleikar eru mikið tilhlökkunar-
efni, enda Jón eitt merkasta núlif-
andi tónskáld okkar. Þeir Þorkell og
Þorsteinn Hauksson eiga báðir verk
á öðrum tónleikum; en í vor frum-
flytur hljómsveitin nýtt verk eftir
Þorkel undir stjórn heiðursstjórn-
andans Vladimirs Ashkenazys.
Ashkenazy hefur verið ötull við að
flytja verk Þorkels erlendis, og
viðbúið að nýja verkið eigi eftir að
bera hróður Þorkels víða. Önnur ís-
lensk tónskáld sem koma við sögu í
vetur eru Áskell Másson, en Sigrún
Eðvaldsdóttir frumflytur nýjan
fiðlukonsert hans í júníbyrjun, Atli
Heimir Sveinsson, en Sinfónía nr. 2
eftir þetta merka hirðtónskáld
hljómsveitarinnar verður frumflutt í
vor, og Anna S. Þorvaldsdóttir, en
verk hennar; Raven verður flutt á
tónleikum í lok mars. Í dagskrárbók-
inni er engar nánari upplýsingar að
finna um Önnu eða verk hennar, en
hún var staðartónskáld í Skálholti í
sumar. Það vekur líka spurningar
hvers vegna fimm af átta tónleikum
með íslenskum verkum eru utan
hefðbundinna tónleikaraða; í ljósi
fortíðarinnar gæti maður freistast
til að halda að enn væri hljómsveitin
haldin einhverri feimni við að bjóða
almenningi upp á íslensk verk.
Það er þó ekki hægt að segja ann-að en að staðan í haust sé betri
en í fyrrahaust, og vonandi að á síð-
asta vetri hafi botninum verið náð í
vanrækslu á íslenskri músík. Það er
bersýnilega verið að taka á mál-
unum vestur á melum og fyrir það
eiga forsvarsmenn hljómsveit-
arinnar hrós skilið. Það er líka áber-
andi að í vetur fáum við líka að
heyra ný og nýleg erlend verk, en
það er ekki síður nauðsynlegt fyrir
okkur og lærdómsríkt en fylgjast
með erlendum samtímabók-
menntum, – sem þessi þjóð gerir af
miklum áhuga.
Úrval einsöngvara, einleikara,hljómsveitarstjóra og kóra
sem koma fram með Sinfón-
íuhljómsveitinni í vetur er glæsilegt.
Víkingur Heiðar Ólafsson leikur Pí-
anókonsert í G-dúr eftir Ravel á
fyrstu formlegu tónleikunum næsta
laugardag og síðar í mánuðinum
syngur Diddú óperudagskrá með
hljómsveitinni. Víkingur Heiðar
leikur líka á afmælistónleikum Jóns
Nordals, og verður þar í úrvals-
félagsskap þeirra Einars Jóhann-
essonar, Erlings Blöndals Bengts-
sonar, Guðnýjar Guðmundsdóttur
og Ásdísar Valdimarsdóttur.
Sharon Bezaly flautuleikari og
Rachel Barton fiðluleikari eru báðar
miklir snillingar á sín hljóðfæri og
píanóleikarans Stephens Houghs
bíða sjálfsagt margir einnig með
mikilli eftirvæntingu. Ole Edvard
Antonten trompetleikari er einn
mesti músíkant Norðmanna og spil-
ar hér í mars undir stjórn básúnu-
leikarans Christians Lindbergs í
Trompetkonsert stjórnandans sem
þykir afbragð annarra blásarakons-
erta. Peter Jablonski píanóleikari
frá Svíþjóð, er líka einleikari í
fremstu röð og spilar hér Píanó-
konsert nr. 2 eftir Sjostakovitsj á
Sjostakovitsjtónleikum í mars.
Það verður gaman að heyra tón-listarstjóra Óperunnar, Kurt
Kopecki spreyta sig með hljómsveit-
inni á tónleikum Diddúar og aftur í
vor í franskri óperu, og sá afbragðs-
hljómsveitarstjóri Anne Manson
verður í erfiðu hlutverki með tvö ný
og eitt gamalt á tónleikum nú í sept-
emberlok. Þar verða flutt Bells of
Earth, magnað verk Þorsteins
Haukssonar, Flautukonsert eftir eitt
merkasta tónskáld Finna í dag,
Kalvi Aho, og loks Fimmta sinfónía
Beethovens, sem alltaf hlýtur að
vera hausverkur fyrir hljómsveit-
arstjóra að túlka á einhvern þann
máta að upplifun sé að.
Ekkert er sagt í dagskránni um
fyrirhugaða minningartónleika um
Karl Sighvatsson, – verður fróðlegt
að sjá hvað það verður, en þegar er
hægt að spá tónleikum með gömlum
íslenskum dægurperlum í útsetn-
ingu Hrafnkels Orra Egilssonar
miklum vinsældum, en söngkonur á
þeim verða Eivør Pálsdóttir og
Ragnheiður Gröndal. Eitt allra for-
vitnilegasta verkefni hljómsveit-
arinnar í vetur er svo flutningur óp-
erunnar Föðurlandsins eftir
Frakkann Guy Ropartz, en í óp-
erunni er sögð saga fransks skútu-
sjómanns sem kemst lífs af úr skips-
skaða við Íslandsstrendur á seinni
hluta 19. aldar.
Í heild má segja að dagskrá vetr-arins hjá Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands sé óvenjufjölbreytt og for-
vitnileg. Föstu póstarnir verða þó
flestir á sínum stað, eins og bíó-
tónleikar, Vínartónleikar. Það er
augljóst að hljómsveitinni er í mun
að rækja hlutverk sitt gagnvart öll-
um hlustendum af metnaði, og koma
til móts við gagnrýnisraddir liðinna
ára. Þrátt fyrir einvalalið gesta í vet-
ur, verður það fyrst og síðast hljóm-
sveitin sjálf sem fólk bíður eftir að
heyra; – hljómsveitin okkar sem er
orðin svo feiknargóð. Hún á allt það
besta skilið og því enn dapurlegra að
hún skuli enn einn veturinn vera að
hefja starfsár í algerlega óviðunandi
húsnæði sínu í Háskólabíói.
Ný verk og góðir
gestir hjá Sinfó í vetur
’Það er þó ekki hægt aðsegja annað en að stað-
an í haust sé betri en í
fyrrahaust, og vonandi
að á síðasta vetri hafi
botninum verið náð í
vanrækslu á íslenskri
músík. Það er bersýni-
lega verið að taka á mál-
unum vestur á melum.‘
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
Einbeitt lið víóluleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
begga@mbl.is
SKÁLDSAGAN Bítlaávarpið eftir
Einar Má Guðmundsson er nýkom-
in út í Danmörku í þýðingu Erik
Skyum-Nielsen og er væntanleg í
Svíþjóð, Finnlandi og Noregi.
Danskir dómar hafa einkennst af
lofi og mörgum orðum hefur verið
farið um hinn stóra og dygga les-
endahóp sem Einar Már á þar í
landi auk þess sem þýðingin þykir
framúrskarandi. Bókin er víða bor-
in saman við hina geysivinsælu
skáldsögu Mikaels Niemis, Rokkað
í Vittula auk bóka verðlaunahafa
bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs, Lars Saabye Christ-
iansen.
Í Politiken bendir Michael Lam-
bæk Nielsen á að í Bítlaávarpinu
kallist Einar Már á við rithöfunda
eins og Lars Saabye Christensen,
Frode Grytten og Mikael Niemi.
Hann segir ennfremur að Bítla-
ávarpið einkennist af örum og nú-
tímalegum Íslendingasagnastíl
„þar sem örlög eru ráðin á nokkr-
um síðum í krafti sláandi sögu sem
segir allt sem segja þarf. … Í stuttu
máli: Lesið það!“
Gagnrýnandi Information, Lilian
Munk Rösing, segir erfitt annað en
að falla fyrir drengslegum sjarma
og lygastíl höfundar og sögumanns-
ins Jóhanns. „Íslendingasögurnar
ganga aftur í grófum ýkjum Jó-
hanns en tengdar goðsögnum nú-
tímans. … Hann á hrós skilið, hinn
góði Guðmundsson. Bítlaávarpið er
fagmannlegt grip hins gam-
alreynda tónlistarmanns á gítar
frásagnarlistarinnar. Ekki risavax-
ið verk en lítil skemmtileg bók sem
tekst að láta Reykjavík anga af Ís-
lendingasögum og Liverpool, í
kokkteil lyga, húmors og ang-
urværðar.“
Innreið nútímans
Í fyrirsögn Jyllands-Posten
bendir Jon Helt Haarder á sameig-
inleg atriði Bítlaávarpsins og skáld-
sögu Niems, Rokkað í Vittula.
„… það eru stöðugt hækkandi tón-
ar af missi, sorg og sársauka gegn-
um allan strákalega ruddaskapinn.
… Innreið nútímans í Reykjavík
Einars Más eða Pajala Niemis með
hinum fjóru frá Liverpool sem spá-
mönnum er frelsun neðan beltis og
frelsun meðvitundar. En eitthvað
tapast og liggur eins og brakandi
tónn undir hinum glöðu popp-
smellum, svallandi hormónum og
syngjandi gíturum. Svo þegar allt
kemur til alls má líta á bókina bæði
sem athugasemd við alheimsvæð-
inguna og sem einskonar innlegg í
hina stöðnuðu dönsku umræðu um
yfirlýst einræði menningarvita og
vinstrisinna yfir menningunni.“
Gagnrýnandi Fyns Stifstidende,
Mogens Damgaard, viðurkennir að
hafa hlegið upphátt við lestur sög-
unnar, jafnvel þótt slíkt athæfi ann-
arra fari jafnan í taugarnar á sér.
Hann gefur sögunni fjórar stjörnur
af sex mögulegum og segir textann
úa og grúa „af sérvitrum og létt-
geggjuðum persónum, eins og mað-
ur gerir ráð fyrir þeim á sögueyj-
unni. Guðmundsson … hefur næmt
auga fyrir sérstöðu landa sinna, og
honum tekst að lýsa þeim á gagn-
rýninin en kærleiksríkan hátt. “
Margit Andersen hjá Dagbladet
Arbejderen segir fáa aðra en Einar
Má kunna þá kúnst „að ganga inn í
drengshöfuðið og lýsa heiminum
þaðan, á sama tíma og hið fullorðna
höfuð hans stýrir pennanum, þann-
ig að niðurstaðan verður heillandi
og fyndin skáldsaga um börn fyrir
fullorðna.“ Í sama streng tekur
Christa Leve Poulsen, gagnrýnandi
Børsen, sem bendir á að í henni sé
að finna hina sömu kátu nostalgíu
og í Rokkað í Vittula eftir Mikael
Niemi.
Einar Már er um þessar mundir
staddur í Danmörku á upplestr-
arferðalagi vegna útkomu Bítla-
ávarpsins. Meðal borga sem hann
mun lesa upp í eru Kaupmanna-
höfn, Álaborg, Horsens og Árósir.
Bókmenntir | Danskir fjölmiðlar hrifnir af Bítlaávarpinu eftir Einar Má
„Grip á gítar frásagnarlistarinnar“
Morgunblaðið/Sverrir
Einar Már Guðmundsson les upp úr bók sinni Bítlaávarpinu.
Weimar | Nýfundin aría eftir Johann Seb-
astian Bach var frumflutt í hátíðarsal
hallarinnar í Weimar í Þýskalandi á
laugardaginn. Verkið
sem um ræðir, Alles
mit Gott und nichts
ohń Ihn, aría fyrir
sópran og fylgibassa
með strengjamillispili,
fannst í maí í ár, eins
og sagt var frá í Morg-
unblaðinu.
Engar heimildir um
verkið voru áður
þekktar og það hafði
að öllum líkindum ekki hljómað síðan það
var frumflutt á afmælisdegi vinnuveit-
anda Bachs, Wilhelms Ernsts hertoga af
Saxlandi-Weimar 30. október 1713.
Flytjendur verksins nú á laugardaginn
voru Juliane Banse sópran, András
Schiff semball, André Kassel orgel og
strengjakvartettinn Quatuor Mosaiques.
Tónleikarnir voru hluti af Listahátíð-
inni í Weimar sem nú stendur yfir. Auk
flutnings aríunnar var sagt frá fundi
verksins og hlaut Michael Maul, sem
fyrstur kom auga á handritið, mikið lof í
lófa.
Hið nýfundna verk Bachs, sem hefur
fengið númerið 1127 í Bach-verkaskránni
(BWV) kemur út á nótum hjá Bärenrei-
ter-útgáfufélaginu í dag, 5. september,
og á geisladiski undir stjórn Johns Eliots
Gardiners.
Nýfundin
aría Bachs
frumflutt
J.S. Bach