Morgunblaðið - 06.09.2005, Page 22

Morgunblaðið - 06.09.2005, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Sýnishorn af leiðakerfi St Ástæða er til að koma sér-stökum þökkum á fram-færi við starfsmennStrætó en þeir hafa lagt á sig mikla vinnu við að breyta leiða- kerfinu. Í heildina er breytingin til mikilla bóta og ekki er annað hægt en að hrósa stjórnendum fyrirtæk- isins fyrir áræðið. Þeir hafa umbylt leiðunum og fært til biðstöðvar og þar með haft veru- leg áhrif á daglegar venjur fjölda fólks. Þeir vissu sem er, að leiðakerfið er mann- anna smíð en ekki ein- hver guðleg ráðstöfun. Samt er það nú einu sinni svo, að gott leiða- kerfi er til lítils ef ekki er unnt að sjá hvaða strætisvagn á að taka og hvenær hann kem- ur. Í þessari grein verður fjallað um tímatöflur Strætós og upplýsingaspjöld. Strætó birtir áætl- anir sínar í töfluformi (Sjá mynd), sem ég mun kalla hér „tíma- kort“. Á því hefur eng- in breyting orðið og það er miður. Það má nefnilega kalla það hálfgerða loftfimleika að brjótast fram úr þeim. Sem dæmi má nefna mann, sem staddur er á biðstöð- inni fyrir framan Nóa- tún á Hringbraut og ætlar að komast í Kringluna með vagni nr. 13. Hann vill að sjálfsögðu vita hvenær næsti vagn kemur og lítur því á tímakortið. Ekkert ætti að vera auðveldara en það er bara ekki svo. Fyrst þarf að finna út hvora síðu kortsins á að skoða þar sem vagninn gengur í tvær áttir. Eina leiðin til að átta sig á þessu er að finna tvo staði á kort- inu og athuga hvort þeir passi við leiðina, sem vagninn fer. Sem betur fer veit maðurinn, að á leið að Kringlunni stoppar 13 í Lækjargötu áður en komið er á Hlemm en ekki öfugt. Með það í huga á að skoða þá síðuna þar sem Lækjargata er fyrir ofan Hlemm en ekki fyrir neðan. Þetta liggur þó alls ekki í augum uppi og til að átta sig á því þarf við- komandi að þekkja leiðina nokkuð vel. Það er meira en hægt er að ætl- ast til af öldruðu fólki, fötluðu eða gestum í borginni. Þegar rétt síða tímakortsins er fundin mætti ætla, að björninn væri unninn og auðvelt að sjá hvenær næsti vagn kemur. Ekki alveg. Fyrst þarf að átta sig á hvaða tvær biðstöðvar eru til hvorrar áttar við eigin biðstöð og í þessu tilfelli eru það Öldugrandi og Lækjargata. Til að vita það þurfa menn hins vegar að þekkja Reykjavík (Tímakortið fyrir leið 13 kemur raunar að engum notum. Þar er hvorki að finna Öl- dugranda né Lækjargötu). Að þessu búnu þarf að skoða hvort vagninn er á 20 eða 30 mínútna fresti og þá þarf að líta á klukkuna og bera tímann saman við hægri helming kortsins. Er listinn aðeins á íslensku og gerir það ekki útlendingum lífið léttara. Um klukkan 18.00 á virkum dögum, þegar tímarnir breytast á mörgum leiðum, getur það verið dálítið snúið að reikna út hve vagninn er oft á ferðinni. Gerum nú ráð fyrir, að maðurinn viti svörin við þessum tveimur spurningum og þá veit hann á hvaða reiti á tímakortinu hann á að líta. Þeir segja honum, að á venjulegum vinnutíma kemur næsti vagn nr. 13 nokkrum mínútum eftir „29 49 9“. Nú veit ég ekki hvort það á bara við um mig en ég á alltaf erfitt með að muna mínútufjöldann eftir heila tímann og alveg sérstaklega þegar uppgefinn tími „snýst við“ (29 49 9 á móti 9 29 49). Oftast er það þó svo, að sýni úrið fimm mínútur yfir heila tímann, þá er hægt að reikna út, að biðin eftir vagninum verður fimm til tíu mínútur. Þetta er fullflókið og erfitt enda, eins og sjá má, ekki unnt að lýsa því nema í dálítið löngu máli. Að svara annarri erfiðari en mjög eðlilegri spurningu, „Hvor kem- ur á undan, 11 eða 13?“, krefst lausnar á tveimur þessara reikn- ingsdæma. Áður en hún liggur fyrir er vagninn kominn. Kosturinn við tíma- kortin er sá, að þar hef- ur miklu af upplýs- ingum verið komið fyrir á litlu blaði. Unnt er að hafa allt kerfið á einu spjaldi. Sá, sem á það kann, veit hvar hann á að skipta um vagn, allt upp í þrjá vagna, til að komast um alla borg og jafnvel upp á Kjalarnes. Þetta samanþjappaða form er þó enginn kostur fyrir þá, sem eiga erfitt með að lesa úr því. Nú kunna einhverjir að segja: „Heyrðu mig. Þú getur kynnt þér áætlunina á netinu.“ Jú, mikið rétt. Áætl- anirnar á www.bus.is eru ágætlega ljósar og rétt að hrósa Strætó fyrir að hafa end- urbætt þá uppsetn- ingu. Það tekur samt sinn tíma að kynda undir tölvunni, finna vefsíðuna, setja saman spurningu og átta sig á svarinu. Svo er það nú þannig, að ég virðist aldrei vera ná- lægt tölvu þegar ég þarf að vita eitt- hvað um áætlanir vagnanna. Er til betri leið? Já. Í mörgum evrópskum borgum eru tímakortin sérsniðin að hverri bið- stöð og þau sýna hvenær hver ein- stakur vagn stoppar þar. Ég end- urtek: Hvenær hann stoppar þar en ekki á næstu stöð eða á biðstöðinni handan götunnar. Og ekki nóg með það. Í flestum borgum í Evrópu er hægt að prenta út af netinu full- komið tímakort fyrir hverja biðstöð og hengja það síðan upp á góðum stað. Á hótelum og á heimilum og í opinberum stofnunum má víða sjá slík tímakort uppi á vegg. Á mynd- inni má sjá tímakort fyrir Vetrnik- sporvagnabiðstöðina í Prag. Allt, sem fólk þarf að vita, er hvað klukk- an er og hvaða vikudagur. Annað vandamál hér er það, að Strætó hefur aldrei haft fyrir því að gefa biðstöðvunum sérstakt nafn. Í mörgum evrópskum borgum hefur hver stöð sitt nafn eins og til dæmis í jarðlestakerfi Lundúna og Parísar. Þar má sjá nöfnin á skilti og einnig á tímakortinu. Þessar nafngiftir hafa marga kosti. Ökumenn vagnanna eða sérstök tölvuskilti geta þá sagt farþegum hvaða biðstöð sé næst með skipulegum hætti. Það er líka auðveldara að hugsa um og muna nafngreindar bið- stöðvar og vísa til þeirra. Vegna þess verður auðveldara að læra á kerfið og næsta nafngreinda biðstöð við heimilið verður jafnvel hluti af ímynd hvers og eins. Ég las það í Morgunblaðinu, að Strætó hygðist setja upp stafrænt skilti á hverri biðstöð og á því ætti að sjást hvenær næsti vagn kæmi. Þetta er stórkostleg hugmynd en hér er þó verið að beita vagninum fyrir hestinn. Gagnlegra væri að gefa stöðvunum nafn, gefa upp ná- kvæmari tímasetningar í formi, sem auðvelt er að uppfæra, og gera fólki kleift að prenta út heima hjá sér full- komið tímakort fyrir hverja biðstöð. Annað gott ráð væri að setja rauð- an depil eða ör, „Þú ert hér“, á kortið á hverri biðstöð. Það myndi fólki við að finna rétta reiti Mesta vandamálið í alme samgöngum í Reykjavík er þegar. Sagt er, að á Íslandi menningin allsráðandi og v sé að ausa fé í starfsemi af þ tagi. Ég er ekki sammála þv held, að það yrði til að auka skiptin ef fólk gæti áttað sig lega á hvenær næsti vagn k búa út góðar upplýsingar u menningssamgöngukerfið k smáaura í samanburði við k aðinn við vagnana, eldsneyt una sjálfa og nýju kortalesa sem Strætó hefur sett upp. inni held ég að starfsfólk St Nýtt kerfi – Úrelt skilti Eftir Ian Watson ’Að búa út góð-ar upplýsingar um almennings- samgöngukerfið virðist kosta smáaura í sam- anburði við kostnaðinn við vagnana, elds- neytið, vinnuna sjálfa og nýju kortalesarana, sem Strætó hef- ur sett upp. ‘ Ian Watson Sýnishorn af tímatöflu alm BOLOGNA-FERLIÐ OG ÍSLENZKIR HÁSKÓLAR Þeim, sem hafa fylgzt með um-ræðum um málefni háskóla-stigsins hér á landi undanfarin ár, hefur eflaust komið á óvart ræða Runólfs Ágústssonar, rektors Við- skiptaháskólans á Bifröst, við setn- ingu skólans um helgina. Runólfur varaði þar við því að í nýjum háskóla- lögum yrði bein tilvísun til hins svo- kallaða Bologna-ferlis, sem miðar að því að til verði samevrópskt háskóla- svæði fyrir árið 2010. Þessi yfirlýsing kemur á óvart vegna þess að undanfar- in ár hafa bæði yfirvöld menntamála og allir háskólar á Íslandi, þar með tal- inn Viðskiptaháskólinn á Bifröst, stefnt markvisst að því að laga starf- semi sína að kröfum Bologna-ferlisins. Ræða Runólfs hlýtur því bæði að vekja umræður og spurningar. Bologna-ferlið hófst með sameigin- legri yfirlýsingu fundar menntamála- ráðherra frá 40 Evrópuríkjum í Bologna á Ítalíu fyrir sex árum. Mark- mið ferlisins er að skapa samevrópskt háskólasvæði, þar sem hreyfanleiki nemenda og háskólafólks milli landa og háskóla er auðveldaður. Ferlið stefnir m.a. að samræmingu próf- gráða, að námsskipulag í evrópskum háskólum byggist alls staðar á tveimur þrepum – eins og það hefur raunar lengi gert hér á landi – þ.e. þriggja ára grunnnámi og tveggja ára meistara- námi. Þá er stefnt að því að taka upp samevrópskt einingakerfi, sem auð- veldar nemendum að fá nám metið á milli skóla, hvatt er til nemenda- og kennaraskipta og síðast en ekki sízt er hvatt til samstarfs um þróun gæða- og eftirlitskerfa fyrir háskólanám. Runólfur Ágústsson vék í ræðu sinni að því að þrýstingur væri á að í nýjum háskólalögum yrði bein tilvísun til Bologna-ferlisins. „Margir, og jafnvel flestir innan háskólageirans telja að hér yrði um framfaraspor að ræða en er það svo?“ spurði Runólfur í ræðu sinni. Hann sagði að í fyrsta lagi myndi slíkt þýða að við myndum „framselja fullveldi okkar Íslendinga yfir háskól- unum til hins yfirþjóðlega valds ESB“. Þær efnislegu breytingar, sem af slíku leiddu, myndu skerða fjölbreytni ís- lenzkra háskóla; hinar samevrópsku reglur settu alla skóla undir sameig- inlega staðla og miðstýrð viðmið. „Hversu eftirsóknarvert er það að fella íslenska háskóla að evrópskum stöðlum? Hvaða viðmiðum eigum við að byggja okkar háskóla á? Svo virðist sem að til þessa hafi ríkt um það víð- tæk samstaða, án umræðu, að þar eigi að ríkja hin evrópsku viðmið. Ég vara við slíku. Evrópska háskólakerfið ein- kennist af þrennu: Stöðlum, ríkis- rekstri og miðstýringu. Eru þetta þau gildi sem við viljum innleiða í íslenska háskóla?“ spurði Runólfur. Hann sagði að valið þyrfti ekki að standa á milli staðla, ríkisrekstrar og miðstýringar annars vegar og um sam- keppni, krafts og fjölbreytni hins veg- ar. „Slíkt er auðvitað ofureinföldun. Verkefni okkar er að taka það besta úr báðum kerfum, taka þátt í evrópsku háskólasamstarfi að því marki sem slíkt hentar, en ekki meir. Við stönd- um á hliðarlínu Evrópu og skulum, meðan við erum þar, ekki éta upp hrá- ar allar þær reglur og alla þá staðla sem þaðan koma. Slíkt er ekki bara óþarfi, heldur stundum skaðlegt og engin aðkallandi þörf er á því að lög- leiða Bolognaferlið hérlendis. Við eig- um að nota það sem viðmið þar sem það á við til að tryggja gæði og góða skóla, ekki meir. Þvert á móti eigum við að miða okkar háskóla við það sem best gerist í heiminum. Það á að vera okkar markmið,“ sagði Runólfur Ágústsson. Það er full ástæða til að umræður fari fram í íslenzku háskólasamfélagi um þessa ræðu Runólfs. Allt, sem hann segir um fjölbreytni og einkenni háskólasamfélagsins á Íslandi er rétt. Ekki má gleyma að hefð er fyrir því á Íslandi að fólk sæki sér háskólamennt- un til útlanda, langt umfram það sem gerist í flestum ríkjum Evrópu. Og ís- lenzkir námsmenn hafa ekki aðeins sótt til Evrópu, heldur ekki síður til Bandaríkjanna og annarra landa. Þeir hafa farið víða og fært heim með sér fjölbreyttar stefnur, strauma og hug- myndir, meðal annars um það hvernig beri að byggja upp háskóla. Þetta hef- ur verið einn helzti styrkur íslenzks fræðasamfélags og atvinnulífs. Það væru mistök að einblína á eina tegund af háskólakerfi og útiloka aðra. Sömuleiðis er það rétt, að undanfar- in ár hefur verið of mikil tilhneiging til að setja í lög alls konar reglur frá Evr- ópusambandinu, sem Ísland þarf ekki nauðsynlega að lögleiða. En um Bologna-ferlið gegnir öðru máli. Þar er alls ekki um að ræða tilskipanir Evrópusambandsins, heldur viljayfir- lýsingu 40 ríkja, sem eru ekki öll í Evr- ópusambandinu. Markmið Bologna-ferlisins, sem áð- ur voru nefnd, miða að því að tryggja aðgang íslenzkra námsmanna og fræðimanna að evrópskum háskólum. Gagnkvæm viðurkenning prófgráða er nauðsynleg til þess að svo megi verða. Ekki er síður mikilvægt, í þeirri við- leitni að bæta íslenzka háskóla og gera þá gjaldgenga í alþjóðlegri sam- keppni, að þeir uppfylli alþjóðlegar kröfur og staðla. Slíkt getur meðal annars skipt sköpum til þess að ís- lenzkir fræðimenn eigi greiðan aðgang að evrópskum rannsóknasjóðum. Ofstöðlun er að sjálfsögðu neikvæð og mikilvægt er að háskólakerfi hvers lands fyrir sig haldi sínum sérkennum. Það er ein ástæða þess að fólk sækir sér háskólamenntun til annarra landa. Staðreyndin er hins vegar sú að Bologna-ferlið miðar að mörgu leyti að því að færa evrópska háskóla frá hinu miðstýrða kerfi, sem Runólfur Ágústs- son gerir að umtalsefni, og í átt til norður-ameríska kerfisins, sem hann og fleiri álíta æskilegt. Ferlið snýst ekki sízt um að innleiða strangari gæðaviðmið í evrópskt háskólastarf og tryggja að háskólar gefi ekki afslátt af þeim kröfum, sem gera þarf til aka- demísks náms. Rektor Bifrastar þarf að svara þeirri spurningu, hvort með ræðu sinni hafi hann verið að leggja til að ís- lenzkir háskólar veiti slíkan afslátt. En um leið er ástæða til að fram fari umræður um það, hvort hér á landi stefni í að háskólar verði um of steypt- ir í sama mót; hvort fjölbreytni og samkeppni verði undir í viðleitni til að uppfylla alþjóðlegar kröfur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.