Morgunblaðið - 06.09.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 23
rætó, tekið af vefsíðu.
i hjálpa
á kortinu.
ennings-
r fáir far-
sé bíla-
vonlaust
þessu
ví og ég
a við-
g auðveld-
kemur! Að
um al-
kostar
kostn-
tið, vinn-
arana,
Í raun-
trætós sé
sennilega ekki ósammála mínum til-
lögum, og hefur einfaldlega verið of
upptekið af leiðabreytingum til að
geta hugsað um upplýsingahönnun.
Að koma upp auðskiljanlegum tíma-
töflum virðist kosta aðeins nokkra
pappírspakka í A4, dálítið blek,
tölvuforrit, sem Strætó á trúlega nú
þegar, og vinnuna við að koma tíma-
töflunum fyrir í ramma á hverri bið-
stöð.
Nú þegar við erum komin með
gott leiðakerfi, skulum við ljúka
verkinu með því að gefa fólki þær
upplýsingar, sem það þarf á að
halda.
Nú kann einhverjum að finnast að
það séu bara einhverjir furðufuglar,
sem hafi áhuga á tímatöflum og upp-
setningu þeirra, en á þessu sviði
hafa farið fram miklar rannsóknir.
Benda má á tvær, sem vert er að
kynna sér: www.trg.soton.ac.uk/bpg
og www.its.usyd.edu.au/
bus_and_coach_themes/BestP-
ractice.pdf.
Ég er að vísu ekki sérfræðingur í
þessum málaflokki en hef þó lagt
fram minn litla skerf til hans.
Höfundur er prófessor í
félagsfræði og aðjúnkt við
Viðskiptaháskólann á Bifröst.
menningssamgangnakerfis í Prag.
TENGLAR
...................................................
www.ianwatson.org.
Lýst var verulegum áhyggj-um yfir þeirri stöðu semnú blasir við sjávarútveg-inum á Vestfjörðum í
ályktun fjórðungsþings Vestfirð-
inga, sem haldið var á Patreksfirði
frá föstudegi til laugardags.
„Miðað við núverandi fiskveiði-
stjórnun er byggðakvótinn einn af
þeim fáu möguleikum sem stjórn-
völd í landinu hafa til að bregðast við
þeirri röskun sem minnkandi veiði-
heimildir hafa á einstökum svæðum.
Fjórðungsþingið vill beina þeim
tilmælum til stjórnvalda, að leita
leiða til að auka nýliðun í sjávarút-
vegi,“ segir í ályktun sem samþykkt
var á þinginu.
Fram komu áhyggjur af háu
gengi íslensku krónunnar og þeim
neikvæðu áhrifum sem það hefði á
vestfirskt atvinnulíf. Í ályktun um
áhrif hágengis segir að leiða megi
líkur að því að gengi íslensku krón-
unnar haldist áfram hátt. Slíkt
stefni vestfirsku atvinnulífi, sem
byggist að mestu leyti á útflutningi,
í voða.
„Stóriðjuframkvæmdum í öðrum
landshlutum er hvergi nærri lokið,
stækkun álversins í Grundartanga
og í Straumsvík og nýtt álver í
Helguvík og á Norðurlandi eru fáein
dæmi. Líkur eru á því að það
þenslutímabil sem boðað var í
tengslum við stóriðjuframkvæmdir
á Austurlandi lengist einnig veru-
lega.
Þá liggur fyrir mikið innstreymi
erlends fjármagns á skuldabréfa-
markað á Íslandi, sem auðvelt er að
sýna fram á að hefur gríðarleg áhrif
til styrkingar á gengi íslensku krón-
unnar. Slík þróun og þær fram-
kvæmdir sem nefndar eru að ofan
eru að ganga afar nærri vestfirsku
atvinnulífi,“ segir í ályktun sem
samþykkt var á þinginu.
Áskorun um fjölgun opinberra
starfa í fjórðungnum
Þingið samþykkti áskorun á
stjórnvöld að fylgja eftir tillögu í
Vaxtarsamningi Vestfjarða er varð-
ar fjölgun opinberra starfa í fjórð-
ungnum. Er markmiðið að störfum í
opinberri þjónustu á Vestfjörðum
fjölgi og þekking og reynsla núver-
andi þjónustustofnana verði aukin
og nýtt til fullnustu. Skoraði þingið
einnig á stjórnvöld að festa í sessi
starfsemi Fjölmenningarseturs og
gera stofnunina að landsmiðstöð í
málefnum innflytjenda á Íslandi
samkvæmt tillögu í Vaxtarsamningi
Vestfjarða, sem gerir ráð fyrir að
Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum
verði sjálfstæð stofnun sem heyri
undir félagsmálaráðuneytið.
Umræður og fjöldi ályktana á fjórðungsþingi
Vestfirðinga um sjávarútveg, hágengi og byggðamál
Byggðakvóti einn af
fáum möguleikum vegna
minni veiðiheimilda
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Vestfjörðum. Þá erum við m.a. að
tala um sérhæfð störf á sjúkrahús-
inu og í tengslum við nýstofnað há-
skólasetur. Einnig vantar tækni-
menntað fólk og fólk með góða
iðnmenntun,“ segir Halldór og nefn-
ir í því samhengi fyrirtæki á borð við
3X-Stál og Póls hf. sem
séu að gera góða hluti
fyrir vestan.
Brýnasta verkefnið
að klára leiðina um
Ísafjarðardjúp
Á þinginu var lögð
fram skýrsla Rann-
sóknarstofnunar Há-
skólans á Akureyri um
samanburð á vegteng-
ingar á Vestfjörðum.
Að sögn Halldórs
gerðu sérfræðingarnir
sérstaklega að umtals-
efni ranghugmyndir
um það hvað væru arð-
bærar vegafram-
kvæmdir. „Sérfræðingarnir sögðu
að við værum örugglega eins og
annað landsbyggðarfólk sem teldi
að það þyrfti einhverjar sérstaka
réttlætingu fyrir vegabótum úti á
landi af því að allar vegafram-
kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu séu
arðbærar en nánast engar úti á
landi. Að sögn sérfræðinganna er
þetta hins vegar mikill misskilning-
ur, því það eru t.d. engin mislæg
gatnamót á höfuðborgarsvæðinu
arðbær. Tvenn mislæg gatnamót á
höfuðborgarsvæðinu kosta líklega
það sama og að klára að malbika
hringinn á Vestfjörðum,“ segir Hall-
dór og hafði eftir skýrsluhöfundum
að göng milli Dýrafjarðar og Arn-
arfjarðar sem og Arnkötludalsveg-
ur, milli Hólmavíkur og Króksfjarð-
arness, væru arðbærar
framkvæmdir.
Að sögn Halldórs var á þinginu
gerð bókun þess efnis að litið yrði á
leiðina milli Bolungarvíkur og Ísa-
fjarðar, sem og milli Ísafjarðar og
Súðavíkur sem öryggismál. „Við
viljum láta hraða vegbótum á þess-
um tveimur leiðum enda margir
hræddir við grjóthrun og snjóflóð,“
segir Halldór og bendir á að vega-
bætur á þessum leiðum felist í því að
bora göng enda aldrei hægt að gera
hlíðarnar nægilega öruggar aðeins
með netum og skjólveggjum. „Göng
þarna á milli er því eini almennilegi
valkosturinn og mjög mikilvægt út
frá öryggi.“
Spurður hvaða verkefni er snúa
að vegagerð eru brýnust nú segir
Halldór mikilvægast að leiðin um
Ísafjarðardjúp verði kláruð. „Það er
bara eitt verkefni eftir í Djúpinu og
það er að byggja brú yfir Mjóafjörð
og klára veginn báðum megin að
þeirri brú. Þá yrði Ísafjarðardjúp
eins og það leggur sig á tvíbreiðu
bundnu slitlagi. Það er ekkert svo
mikið eftir, en það er dýrt það sem
er eftir,“ segir Halldór að lokum.
Ræða úrlausnir í
stað vandamála
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Þema þingsins var ungt fólkog framtíðin, sem var aðmínu mati mjög vel tilfundið,“ segir Halldór
Halldórsson, bæjar-
stjóri á Ísafirði, um
nýafstaðið fjórðungs-
þing sem fram fór á
Patreksfirði um
helgina. Þingið sóttu
hátt í sjötíu manns,
bæði bæjarfulltrúar,
alþingismenn og
fulltrúar hinna ýmsu
stofnana, s.s. frá
Fræðslumiðstöð,
Heilbrigðiseftirliti,
Svæðisvinnumiðlun
og Háskólasetri Vest-
fjarða.
Aðspurður sagðist
Halldór afar ánægður
með þær umræður
sem fram fóru á þinginu um það
hver framtíðarsýn unga fólksins
væri og hvað þurfi til framtíðar.
„Mér fannst unga fólkið svo jákvætt
í máli sínu, en það sér hlutina
greinilega öðruvísi en margir aðrir.
Í máli sínu lagði unga fólkið áherslu
á uppbyggingu rannsóknarseturs,
en var ekkert að ræða kvóta eða
fiskveiðar. Segja má að unga fólkið
hafi áminnt okkur um það að við
ættum að vera að ræða úrlausnir í
stað þess að ræða vandamál og hvað
sé hverjum að kenna.“
Að sögn Halldórs mátti ljóst vera
af umræðunni að ungt fólk velur að
búa á Vestfjörðum af því að það er
öðruvísi, gott og þægilegt umhverfi.
„Meðal þess sem kom fram var
ánægja með að engar biðlistar eru í
leikskóla. Einnig kom fram að í
flestum tilvikum sýnist þeim að það
sé ódýrara að búa hér en á höfuð-
borgarsvæðinu, nema kannski helst
með tilliti til matvælaverðs sem get-
ur á sumum stöðum vegið ansi
þungt. Raunar á það ekki við um
Ísafjarðarsvæðið þar sem 60–70%
Vestfirðinga búa því þeir hafa sama
aðgang að lágvöruverslunum og
íbúar Reykjavíkur og er verðið það
sama,“ segir Halldór og tekur fram
að næg atvinnutækifæri séu fyrir
hendi til handa ungu fólki. „Ætli
það megi ekki áætla að það vanti
starfskrafta í ein 60 störf hér á
Halldór Halldórsson
SAMÞYKKT var á Fjórðungs-
þingi Vestfirðinga á Patreksfirði
um helgina ályktun þar sem segir
að það sé sanngjörn krafa að
samgönguverkefni á Vestfjörð-
um séu sett í forgang.
Enn séu viðamikil verkefni eft-
ir sem kveðið er á um í sam-
gönguáætlun Fjórðungssam-
bandsins, s.s tengingar
þéttbýlisstaða með bundnu slit-
lagi, Arnkötludalsvegur (Trölla-
tunguvegur), uppbygging vegar
um Ísafjarðardjúp og Vestfjarða-
vegar ásamt gerð jarðganga milli
Dýrafjarðar og Vatnsfjarðar.
„Fjórðungsþing skorar á sam-
gönguyfirvöld að hefja nú þegar
undirbúning að gerð tvennra
jarðganga á þessari leið í sam-
ræmi við samþykktir Fjórðungs-
þings 2004. Litið verði á gerð
ganganna sem eina framkvæmd
og verði hafist handa við þau eigi
síðar en árið 2008,“ segir í álykt-
un þingsins.
Undirbúningur verði
hafinn að gerð
tvennra jarðganga