Morgunblaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 27 MINNINGAR ✝ Halldóra Ólafs-dóttir fæddist í Tjarnarhúsum á Akranesi 10. ágúst 1918. Hún lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 29. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ólafur Vigfús Kristjáns- son, sjómaður og málarameistari á Akranesi, f. í Mýr- arhúsum á Akranesi 3. ágúst 1883, d. 21. október 1977, og Oddrún Ástríð- ur Jónsdóttir, f. í Munaðarnesi í Stafholtstunguhreppi Mýr. 11. maí 1895, d. 10. ágúst 1979. Systkini Halldóru voru Jón, Odd- rún, Ársæll og Kristján, sem einn lifir eldri systkini sín. Hinn 3. júlí 1948 gekk Halldóra að eiga fyrri eiginmann sinn, Sverri Áskelsson málarameistara, f. á Þverá í Laxárdal, S-Þing. 18. jan. 1916, d. á Akranesi 18. júní 1959. Eignuðust þau tvær dætur: Oddrúnu Ástu, f. 2. janúar 1952; fyrri maður hennar var Pálmar Einarsson; síðari maður hennar er Friðrik Jónsson; og Guðrúnu, f. 23. feb 1955, gifta Hreini Vagnssyni. Barnabörn Halldóru og Sverris eru átta og barna- barnabörn átta og eitt ófætt. Halldóra giftist 9. júlí 1960 síð- ari eiginmanni sínum, Hermanni Torfasyni, f. á Suðureyri við Tálknafjörð 26. apr- íl 1921, d. á Akra- nesi 6. júní 1995. Þau eignuðust ekki afkomendur, en Hermann gekk dætrum hennar í föðurstað eftir lát Sverris. Halldóra ólst upp í Tjarnarhúsi og frá 10 ára aldri í Mýr- arhúsum á Akranesi og gekk þar í barna- og unglinga- skóla. Hún var um hríð við nám í íþróttaskóla á Laugarvatni. Hún sótti einnig nám og námskeið í hússtjórnar- fræðum á Laugalandi, og starfaði m.a. sem matráðskona, á sauma- verkstæði og í síldarvinnslu. Þá starfaði hún í Kvenfélagi Akra- ness og að slysavarnamálum. Halldóra og Sverrir hófu búskap á Akureyri 1948, þar sem þau bjuggu til 1951, er þau fluttust til Akraness, þar sem þau reistu sér hús á Vesturgötu 129. Eftir lát Sverris bjó Halldóra þar ásamt dætrum sínum og seinni manni, þar til þau fluttust á Garðabraut 24 og, síðan árið 1984, á Höfða- grund 12. Eftir lát Hermanns fluttist Halldóra á dvalarheimilið Höfða árið 2000, þar sem hún bjó til dauðadags. Útför Halldóru verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elskuleg móðir mín er látin eftir löng og ströng veikindi. Í sálu minni ríkir myrkur sorgarinnar og tregans og reiði yfir því að gömul kona sem hefur reynt fleira en mér finnst sann- gjarnt að leggja nokkurn mann, skyldi þurfa að ganga í gegnum þær kvalir sem krabbameinið veldur. Einhver hlýtur tilgangurinn samt að vera þótt erfitt sé að koma auga á hann. Hún móðir mín var smávaxin, nett og falleg kona, alltaf svo vel snyrt og glæsilega klædd. Hún gat ekki hugs- að sér að fara út fyrir hússins dyr nema uppáklædd. Það var slíkur þokki yfir henni að eftir var tekið. Hún var stórlynd og gat verið hvöss í bragði ef henni þótti en hún mátti samt ekkert aumt sjá og kunni þá list að gefa öðrum með gleði. Hún elskaði okkur systurnar, maka okkar og börn ofar öllu og alla sína ævi sparaði hún til þess að geta látið eitthvað eftir sig handa okkur. Hennar þarfir voru alltaf aftar í for- gangsröðinni og það skipti ekki máli þótt við segðum henni að við hefðum nóg og hún ætti að njóta þess sjálf. Þetta var það sem gaf henni gleði og ánægju. Eftir að fóstri minn dó flutti hún á dvalarheimilið Höfða á Akranesi og með sér það af mununum sínum sem hún kom fyrir en gaf barnabörnun- um hitt. Heimili hennar þar var mjög fallegt og bar smekkvísi hennar fag- urt vitni. Það var alltaf jafngott að koma í heimsókn til hennar og alltaf eitthvað til með kaffinu. En síðustu árin urðu henni afar erfið. Það dró úr þrótti hennar og hún var alltaf svo slöpp og þjáð. Elsku mamma mín. Ég þakka þér af alhug samfylgd- ina og vona að ég beri gæfu til að líkj- ast þér sem mest. Þú gerðir mig að því sem ég er í dag og það voru for- réttindi að fá að vera hjá þér síðustu stundirnar. Þú ert sönn hetja og fórst eins og þú hafðir lifað, með reisn. Hafðu þökk fyrir allt. Ég vil þakka af alhug öllum þeim sem komu að hjúkrun hennar og umönnun og sérstakar þakkir fær starfsfólkið á hjúkrunardeild Höfða fyrir frábæra umhyggju og stuðning, bæði við hana og okkur systurnar. Oddrún Sverrisdóttir. Á langri ævi hafði móðir mín séð tímana tvenna. Fyrri eiginmaður hennar og faðir okkar systra, Sverrir Áskelsson, lést eftir mikil veikindi og hún stóð ein eftir með 2 ungar dætur og hálfklárað hús. Mamma vann myrkranna á milli til að missa ekki heimili okkar, stundum á 3 stöðum yfir daginn. Öll þessi vinna kom þó ekki í veg fyrir að allt væri hvítskúr- að, frábær matur á borðum, nóg af heimabakkelsi og kjólar og kápur saumaðar. Það hlýtur að hafa verið örþreytt kona sem lagði höfuðið á koddann að kveldi dags. Snyrti- mennska og natni var henni í blóð borin og dugnaður og elja einkenndi síðan allt hennar líf. Móðir mín var svo gæfusöm að giftast aftur, Hermanni Torfasyni, yndislegum manni sem reyndist okk- ur systrum sem besti faðir. Sviplegt fráfall hans fyrir 10 árum var okkur öllum mikið áfall. Þó komin væri hátt á áttræðisaldur hélt mamma áfram að sjá um öll sín mál og halda sitt heimili þar til hún flutti á Dvalar- heimilið Höfða og bjó hún þar síðustu 7 árin. Mesta yndi mömmu á Höfða var að spila bridge við góða félaga, þær stundir voru þó fáar síðasta árið sökum líkamlegs heilsuleysis hennar. Þó líkaminn væri kvalinn fylgdist hún vel með öllu sem fréttnæmt var, hafði skoðanir á málum og lét þær í ljós. Það er sanni nær að göfugastur og mestur þroski gefist þeim, sem sigrað hafa í baráttu við mótlæti, sorgir og harma. En slíkan andlegan þroska verða líka flestir að greiða gildum sjóði. Það þarf engan að undra, þótt margir glati gleði sinni, svigni eða brotni í vetrarhríðum hverfullar mannsævi. Yfir mömmu var alltaf reisn, ég kveð hana með sorg í hjarta og þakklæti fyrir sam- veruna. Meta við ættum mannlífsins auð mesta hann gleði getur. Tel án hans yrði tilveran snauð og tómið sem eilífur vetur. Tilgangi okkar með tilurð vor hér tíminn að lokum mun leiða. Almættis auga sem einatt þig sér yfir að lokum mun breiða. Laus ert frá þrautum þá lokuð er brá ljúft þig nú svefninn vefur. Flutt ertu aðeins en farin ei frá í ferð þess sem ætíð sefur. Sárin þó blæði um sólarlagsstund sigri mun ná að morgni. Aftur við munum ástvinafund eiga svo tár mín þorni. (G.S.) Hjartans þakkir sendi ég Stefáni Teitssyni frænda okkar sem reyndist mömmu sem besti bróðir, Margréti Níelsdóttur æskuvinkonu mömmu, skyldfólki okkar, Anneyju, Helgu, Láru, Gyðu o.fl. sem hjálpuðu móður minni hver á sinn hátt. Að lokum vil ég þakka öllu því yndislega starfs- fólki á Höfða sem annaðist móður mína af hlýhug, natni og virðingu. Elsku mamma, sofðu rótt. Þín dóttir, Guðrún. Það var með kvíðahnút í maga fyr- ir 32 árum sem ég ók fyrir Hvalfjörð til Akraness. Tilgangur ferðarinnar var að hitta í fyrsta sinn verðandi tengdaforeldra mína því nú átti að kynna sveininn unga fyrir ættingjum og vinum. Þegar ég stoppaði bílinn fyrir utan húsið á Vesturgötu 129, stóðu Dóra og Hermann á tröppun- um og tóku mér fagnandi. Þær mót- tökur voru lýsandi fyrir þann kær- leika og velgjörð sem þau sýndu mér alla tíð. Tengdamóðir mín, sem ég kveð nú með söknuði og þakklæti var hjálp- legasta og fórnfúsasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur og tilbúin að taka Akraborgina til Reykjavíkur ef veik- indi eða erfiðleikar steðjuðu að. Dóru var ekki nóg að huga að mannlega þættinum því aldrei féll henni heldur verk úr hendi. Þær eru afar kærar minningarnar um ferðalög okkar saman til Mal- lorca og ekki síst um Ísland. Mestar voru þó tilfinningar Dóru til Borgar- fjarðar, þar þekkti hún hvern bæ og miðlaði þekkingu sinni til okkar. Hún hafði á sínum yngri árum unnið þar sem kaupakona og síðar sem mat- ráðskona. Þessar ferðir enduðu svo uppi í sumarbústað. Þar var eldaður lax sem keyptur hafði verið á leiðinni og síðan sest við spil eða spjallað. Fá- ir gátu hlegið eins hjartanlega og Dóra þegar sá gállinn var á henni. Dóra var frekar dul kona sem tjáði tilfinningar sínar oftar í gjörðum en orðum. Heimili okkar hjóna og barna prýða myndir og dúkar ásamt falleg- um leirmunum sem hún undi sér við að skapa. Í huga mínum ríkir þakklæti til tengdamóður minnar fyrir alla henn- ar samfylgd. Hreinn Vagnsson. Þegar ég settist niður til að skrifa eftirmæli um hana ömmu Dóru og leitaði að orði sem mér fannst lýsa henni best var dama það fyrsta sem kom upp í hugann. Hún amma mín var einstaklega glæsileg og smekk- leg kona. Jafnvel þó hún væri ekki heilsuhraust síðustu árin var hún alltaf vel til höfð og fín. Minnisstæðastar eru árlegu heim- sóknir fjölskyldunnar til ömmu og afa Hermanns á nýársdag. Ilmurinn af heita súkkulaðinu hennar ömmu var í mínum huga meira tákn um upphaf nýs árs en flugeldar liðinnar nætur. Þær voru ófáar stundirnar sem við amma sátum við eldhúsborðið í litla húsinu á Höfðagrund og spiluðum. Á mínum yngri árum spiluðum við að- allega ólsen ólsen. Með árunum færðist spilamennskan yfir í Kana og átti gamla konan oftar en ekki síð- ustu sögnina. Amma var með eindæmum vand- virk kona eins og sást best á þeim fjölmörgu munum sem hún bjó til og gaf sínum nánustu. Hvort sem hún málaði á dúka eða bjó til styttur eða lampa voru gripirnir óaðfinnanlegir. Ég var svo lánsöm að geta kvatt hana ömmu daginn áður en hún dó. Innst inni vissi ég að þetta væri síð- asta heimsókn mín á Höfða og það vissi hún líka. Ég gat sagt henni hug minn og hversu vænt mér þætti um hana. Þegar ég kyssti hana bless brosti hún fallega og hélt því brosi þangað til ég var farin úr herberginu. Brosandi andlit er því síðasta minn- ing mín um ömmu. Fyrir handan biðu ömmu tveir herramenn, afi Hermann og afi Sverrir. Ég veit að þeir hafa tekið vel á móti henni og það er mér huggun á þessari erfiðu stund. Blessuð sé minning þín elsku amma mín. Svana Björk. Elsku fallega, amma mín. Hvað ég á eftir að sakna þín mikið. Mér þótti svo ofur vænt um þig. Ég vona að þú hafir vitað það. Ég tel mig mjög lán- sama að hafa fengið að kynnast þér og vera þér svona náin, ég væri ekki sú sem ég er í dag nema vegna þín. Ég man hvað mér þótti alltaf gott að koma til þín, við gátum spjallað um allt, mér þótti líka alltaf jafn gam- an að hlusta á allar sögurnar sem þú sagðir mér um tímann þegar þú varst ung. Þú hafðir stórt hjarta fannst mér sem var fullt af visku. Þú talaðir líka oft um við mig hvað þú saknaðir Hermanns afa. Ein minning er mér þó efts í huga, þegar ég sat við rúm- stokkinn hjá þér í herberginu þínu þegar þú vast orðin lasin, þá tókst þú utan um mig og kysstir mig. Mér þykir svo vænt um þetta atvik. Ég veit að þú ert á góðum stað núna og líður vel. Takk fyrir að hafa verið til staðar í hjarta mínu. elsku amma mín, hvíldu í friði. Þín Kristín Ýr. Hönd mín er köld og hjartað þreytt, hárið er þvalt og ennið sveitt. Augað er brostið, brosið stirt, bliknuð er kinnin rjóð. Allt það sem bærist orðið kyrrt. Ekkert ljós – ekkert hljóð – Hönd mín er köld og hjartað þreytt. Þessi tregaslagur fyrri eigin- manns Halldóru mágkonu minnar rifjaðist upp fyrir mér við fregnina um að hörðu dauðastríði hennar væri lokið. Um ævina hafði hún mátt þola missi systkina og fleiri sinna nánustu í blóma lífsins, og horft á bak báðum eiginmönnum í gröfina. Hún hafði í æsku kynnst og deilt kröppum kjörum og harðri lífsbar- áttu alþýðufólks á öndverðri síðustu öld. Foreldrar hennar voru listfengt dugnaðarfólk og hlaut hún í arf ýmsa af bestu eiginleikum beggja. Dóru kynntist ég fyrst á Akureyri 1948, er hún hafði gifst næstelsta bróður mínum. Eftir að þau fluttust á Akranes, hafði þeim tekist að búa sér og ungum dætrum glæsilegt heimili við bæjardyr foreldra Dóru, þegar Sverrir féll frá eftir þungbær veik- indi. Það var fjölskyldunni því ein- stakt lán að öðlingurinn Hermann Torfason skyldi koma inn í líf hennar og ganga dætrunum í föðurstað. Sem betur fer fékk Dóra að mestu staðið af sér þessi skakkaföll og gat notið eftirsóknarverðra lífsins gæða. Hún hafði búið sér fagurt og vistlegt heimili til elliáranna af smekkvísi og listfengi á Höfðagrund 12 og síðast á Sólmundarhöfða, þar sem vel fór um hana meðan hún hélt bærilegri heilsu. Tvær yndislegar og bráðvelgefnar dætur, tengdasynir og gjörvilegur hópur barnabarna og barnabarna- barna hlúðu að henni af alúð og ást- ríki og léttu henni efri árin. Dóra var fjarri því að vera skap- laus, en reyndist við nánari kynni hjartahlý, barngóð, frændrækin og vinföst, og höfðingi heim að sækja. Ég kveð þessa mætu samferðakonu með söknuði og votta dætrum hennar og eftirlifandi bróður og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð og hluttekningu í sorg þeirra. Heimir Áskelsson. Halldóra frænka mín hefur nú kvatt þennan heim, hún var búin að berjast við illvígan sjúkdóm um tíma. Kynni okkar Dóru eru orðin löng, hún sagði mér einhvern tíma frá því, að hún hefði passað mig eitt sumar þegar ég var tveggja til þriggja ára, en þá var hún um fermingu. Það var mikil vinátta milli móður minnar og Dóru, ég man eftir því að hún heim- sótti móður mína oft á yngri árum og rétti henni gjarnan hjálparhönd við ýmis heimilisstörf. Það kom snemma í ljós að Dóra var bæði starfsöm og vandvirk, enda bar heimili hennar glöggan vott um snyrtimennsku og myndarskap, einnig var heimili hennar rómað fyrir gestrisni. Dóra vann ýmis störf á yngri ár- um, meðal annars vann hún við saumaskap um árabil hjá klæðskera, hún var mjög eftirsótt sem sauma- kona og hafði notið þess að vera á húsmæðraskóla einn vetur og lært þar saumaskap og ýmislegt fleira sem kom henni vel síðar. Dóra missti fyrri mann sinn Sverri Áskelsson eftir 12 ára hjónaband, en þá áttu þau tvær ungar dætur. Var þetta henni mikið áfall. Um svipað leyti dó Rúna systir hennar í blóma lífsins frá tveimur ungum drengjum. Þessi ár voru Dóru mjög erfið. Hún var svo lánsöm að kynnast seinni manni sínum Hermanni Torfasyni, sem gekk dætrum hennar í föður- stað. Það var alla tíð mjög kært milli þeirra systra og Hermanns, enda var hann mikill öðlingur, bar hann þær og framtíð þeirra mjög fyrir brjósti. Nokkru eftir lát Hermanns 1995 flutti Dóra á Dvalarheimilið Höfða og átti þar rólegt ævikvöld. Undirritaður átti því láni að fagna að geta heimsótt frænku í seinni tíð öðru hvoru og hlusta á hana segja frá lífsbaráttunni hér fyrr á tímum, sem oft var hörð og erfið. Eins mundi hún vel eftir gömlu fólki sem setti svip sinn á byggðar- lagið, en er löngu horfið af sjónar- sviðinu. Með Dóru er kvaddur góður Akurnesingur sem hafði lifað tímana tvenna. Við hjónin sendum dætrum og tengdasonum svo öllum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Stefán Teitsson. Elsku amma mín er komin til afa. Elsku amma, það var yndislegt að fá að kveðja þig þótt þú hafir verið orðin máttfarin, en takk fyrir að bíða. Ferð þín vestur á Hellissand á 85 ára af- mælisdaginn þinn mun alltaf verða mér minnisstæð enda lá óvenju vel á þér eftir gott kaffi og sérrí. Þín verð- ur sárt saknað. Íris, Halldór og börn. HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.