Morgunblaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 33
DAGBÓK
Vísbendingar eru um að geðrænir erf-iðleikar og vandamál séu af svipuðumtoga hjá fólki af ólíku þjóðerni. Þettasegir Guðrún Bjarnadóttir, sálfræð-
ingur hjá Miðstöð heilsuverndar barna. Föstu-
daginn 9. september verður haldin opin nám-
stefna í tengslum við ráðstefnu Samtaka
evrópskra sérfræðilækna í barna- og unglinga-
geðlækningum (UEMS) en m.a. verður fjallað
um fjölmenningarsamfélagið á námstefnunni.
„Það er alþjóðlegur áhugi á að skoða hvort
geðrænn vandi og erfiðleikar séu ólíkir hjá fólki
á mismunandi stöðum í heiminum,“ segir Guð-
rún. „Áhuginn eykst væntanlega með auknum
flutningum fólks á milli svæða og því að sam-
félagið er stöðugt að verða fjölbreyttara.“
Fyrirlesarar á námstefnunni verða Thomas M.
Achenbach, prófessor í sálfræði og geðlækn-
ingum við Vermont-háskóla og Leslie A. Res-
corla, prófessor í sálfræði við Bryn Mawr-
háskólann í Pennsylvaníu. „Achenbach og sam-
starfsfólk hans hafa samið matstæki, sem er
þekktast undir nafninu CBCL eða Child Behavi-
or Checklist. Þessi listi hefur verið þýddur, staðl-
aður og rannsakaður um allan heim. Achenbach
hefur tekið saman niðurstöður rannsókna, viðmið
og fleira frá yfir 60 löndum til að sjá hver mun-
urinn er og hvað sameiginlegt.“ Hún segir þessi
gögn gefa til kynna að fleira sé líkt með fólki af
ólíkum uppruna en ólíkt. „Við glímum við svipuð
vandamál, hvort sem við erum hér eða annars
staðar í heiminum, en stundum er munur á. Í ljós
hefur t.d. komið að börn á stríðshrjáðum svæð-
um eru oft vonlaus og finnst þau litlu geta áork-
að.“
Prófessor Rescorla stýrir stofnun sem sérhæf-
ir sig í barnarannsóknum. „Hennar rannsóknir
beinast að geðrænum vandamálum barna. Eins
hefur hún rannsakað málþroska þeirra og bætt
inn í matslista Achenbachs skimun fyrir yngstu
börnin á málstöðu þeirra. Málskimunarlistann
væri vert að rannsaka betur hér heima.“
Aðspurð segir Guðrún matslistana gjarnan
lagða fyrir börn þegar uppi eru áhyggjur af t.d.
hegðan og líðan þeirra. „Kosturinn við þessa
lista er að þeir skima fyrir ólíkum hlutum. Ef t.d.
er um að ræða óstýrilátt barn sem fólk er að
velta fyrir sér hvort sé hugsanlega með athygl-
isbrest og ofvirkni þá skima þessir listar bæði
fyrir slíkum hlutum en eins fyrir líðan. T.d. getur
þunglyndi slegið út í óstýrilátri hegðun hjá börn-
um og það þunglyndi gæti dulist ef ólík atriði eru
ekki skoðuð.“
Námstefnan, fer fram á Hótel Nordica, hefst
kl. 13 og stendur til kl. 16. Tekið er á móti skrán-
ingum hjá Gestamóttökunni í Bankastræti í síma
551 1730.
Námstefna | Barna- og unglingageðlækningar
Svipuð vandamál víðast hvar
Guðrún Bjarnadóttir
er sálfræðingur hjá
Miðstöð heilsuverndar
barna. Hún útskrifaðist
frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1966, lauk
kennaraprófi og námi í
sérkennslu og tal-
kennslu frá Statens
Spesiallærerskole í
Ósló árið 1971. Hún lauk
BA-prófi í sálfræði frá
Háskóla Íslands árið
1990 og eftir það fór hún til Bandaríkjanna í
framhaldsnám við Pensylvania State Univers-
ity. Þaðan lauk hún doktorsprófi árið 2003.
Guðrún er gift og á einn uppkominn son.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Pennavinir í Japan
VELVAKANDA hefur borist bréf
frá Pennavinaklúbbi í Japan. Í
klúbbnum eru meðlimir frá tán-
ingsaldri og fram á miðjan aldur
sem óska eftir pennavinum frá Ís-
landi. Klúbburinn er stærsti penna-
vinaklúbbur Japans og var hann
stofnaður 1950 með það að mark-
miði að koma á vinsamlegum sam-
skiptum Japana við fólk í öðrum
löndum. Telja þau að það sé und-
irstaða friðar á jörð.
Þeir sem hafa áhuga á að eignast
japanskan pennavin eru beðnir að
senda bréf með nafni, heimilisfangi,
kyni og aldri á heimilisfangið:
To Japanese friend,
c/o International
Friendship Club,
P.O. Box 6, Hatogaya,
Saitama, 334-8691,
Japan.
Eldri borgara til starfa
UNDANFARIÐ hefur mikið verið
auglýst eftir fólki í umönnunarstörf
og á leikskóla.
Ég er ein af þeim sem gætu
hugsað sér að vinna áfram þótt ég
sé komin á ellilífeyri, mér til
heilsubótar og til að bæta tekj-
urnar. En skattalögin eru þannig
að það mundi einungis skerða líf-
eyrinn.
Ég hef þá hugmynd að ef eldri
borgarar fengju aukaskattkort og
mættu afla sér tekna fyrir t.d. 60
þús. á mánuði gætu þeir sem eru
hraustir og hefðu heilsu gengið í
þau störf sem erfitt er að manna.
Finnst mér að formenn félaga eldri
borgara ættu að beita sér fyrir því
að eldri borgarar gætu unnið, þó
ekki væri nema hlutastörf, eftir að
þeir eru komnir á ellilífeyri. Það
eru ekki allir eldri borgarar sem
vilja sitja og föndra, mikið af þessu
fólki er með góða heilsu og vill
leggja sitt af mörkum til sam-
félagsins og vinna sér til heilsubót-
ar.
Hvet ég formenn félaga eldri
borgara og þá sem stjórna landinu
til að leysa þetta mál.
P.s. Svo vonast ég til að Einari
takist að leysa mál Arons Pálma og
vil ég koma á framfæri þakklæti til
Einars og félaga.
Þóra.
Lifandi vísindi – gott blað
MIG langar að hrósa tímaritinu
Lifandi vísindi sem er mjög gott
tímarit sem ég kaupi. Ég varð fyrir
því að týna blaði nr. 8 við tiltekt og
saknaði ég þess sáran því ég var
ekki búin að lesa það. Ég hafði því
samband við tímaritið og sagði
þeim hvað gerst hefði og þeir
sendu mér nýtt blað mér að kostn-
aðarlausu. Finnst mér þetta vel
gert og góð þjónusta.
Gréta Mörk.
Sólgleraugu
týndust
SÓLGLERAUGU í svörtu hulstri
týndust, líklega á göngustígnum
milli Síðumúla og Háaleitishverfis
sl. þriðjudag. Finnandi vinsamlega
hafi samband við Katrínu í síma
865 5186.
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
◆
Viltu læra brids?
Byrjendanámskeið
Bridsskólans hefst 26. september.
Tíu kvöld, einu sinnu í viku.
Hringdu og fáðu upplýsingar
í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga.
BRIDSSKÓLINN
♣ ♦ ♥ ♠
Málstofa Landbúnaðarháskóla Íslands
Málstofan hefst kl. 14.30
í Vestursal Nýjaskóla á Hvanneyri.
Allir velkomnir.
Miðvikudaginn 7. September mun Þorvarður Árnason,
náttúrufræðingur vera í Málstofu og ræða um niðurstöður
nýlegrar viðhorfskönnunar um „Gildismat íslendinga og
tengsl þess við umhverfis- og náttúrvernd“.
Eignarlóðir til sölu
við Þingvallavatn!
Nú hefst sala á öðrum áfanga lóðanna. Tekið er á móti tilboðum í hann frá
1. til 12. september. Athygli er vakin á sölusýningum Hóls Fasteignasölu í
september. Við hvetjum alla áhugasama til þess að koma og skoða lóðirnar.
Nánari upplýsingar um lóðirnar eru á heimasíðu Hóls, www.holl.is.
Margrét Sölvadóttir hjá Fasteignasölunni Hóli sér um sölu
lóðanna. Hafðu samband við Margréti í símum 595 9032
eða 693 4490, eða í tölvupósti á margret@holl.is.
klakstöðvar tenóranna. En hann er
viss um að fegurð fjallanna, einstakt
veðurfar og hreinleiki hins eyfirska
lofts eigi eftir að efla hann og hvetja
til frekari dáða. Ennfremur má segja
að söngvarinn leiti til upprunans því
heimsfrumsýning Tenórsins var á
Berjadögum norður í Ólafsfirði í
ágúst 2003,“ segir ennfremur.
Leikarar í sýningunni eru Sig-
ursveinn Kr. Magnússon, sem leikur
Undirleikarann og Guðmundur
Ólafsson í hlutverki Tenórsins. Leik-
stjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson.
Þess má geta að þessir þremenn-
ingar eru allir Norðlendingar – og
auðvitað tenórar! Vegna annarra
verkefna leikaranna verða aðeins
örfáar sýningar í Freyvangsleikhús-
inu þ.e.a.s. 10., 16., 17. og 23. sept-
ember.
LEIKSÝNINGIN Tenórinn eftir
Guðmund Ólafsson er nú að hefja sitt
þriðja leikár og mun á næstunni
verða á fjölum Freyvangsleikhúss-
ins.
„Það hefur lengi verið trú manna
að hvergi nokkurs staðar á byggðu
bóli fyrirfinnist bjartari tenóraraddir
og fegurri en norðan heiða á Íslandi.
Hugtakið „hjarnbjartur , norð-
lenskur tenór“ er gjarnan nefnt til
sögunnar þegar tal berst að fögrum
og háum karlaröddum. Hafa enda
margir norðlenskir tenórar gert
garðinn frægan, bæði hérlendis sem
á erlendri grundu að ekki sé minnst á
allt að því yfirnáttúrulega háar radd-
ir þegar lagið er tekið í réttum að
hausti,“ segir í kynningu.
„Það má því segja að Tenórinn tefli
djarft með því að fara norður í þessar
Tenórinn heldur á heimaslóðir
Morgunblaðið/Kristinn
Óvæntur ávinningur.
Norður
♠Á52
♥8432 S/NS
♦G108653
♣--
Suður
♠3
♥ÁK765
♦ÁKD2
♣ÁKD
Ekki þarf að skoða þessar hendur
lengi til að sjá að sjö tíglar standa á
borðinu. En þrátt fyrir að NS séu með
tíu tígla á milli sín eru miklar líkur á að
hjartað verði fyrir valinu sem tromplit-
ur. Ástæðan er einföld: suður hlýtur að
nefna hjartalitinn fyrst og norður mun
strax taka undir hjartað á hundana
fjóra.
Í hefðbundnu Standard-kerfi gætu
sagnir gengið þannig fyrir sig:
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 2 lauf
Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu
Pass 4 lauf Pass 4 grönd
Pass 5 tíglar Pass 5 spaðar
Pass 6 hjörtu Allir pass
Suður opnar á alkröfu og norður
hlerar með tveimur tíglum. Þegar suð-
ur sýnir svo hjartalit stekkur norður í
fjögur lauf til að sýna þar einspil eða
eyðu og góðan hjartastuðning (splint-
er). Og þar með er trompliturinn settur.
Suður leitar eftir lykilspilum með fjór-
um gröndum og fær upp spaðaásinn, en
hann hefur áhyggjur af trompdrottn-
ingunni og spyr með fimm spöðum
(lægstum lit fyrir utan trompið). Þegar
norður neitar hjartadrottningunni hef-
ur suður enga ástæðu til að fara upp
fyrir sex hjörtu.
Sagnir myndu fara í svipaðan farveg í
sterku laufkerfi, eins og Precision. Eftir
opnun suðurs á sterku laufi og afmeld-
ingu norðurs segði suður frá hjartalitn-
um, sem norður myndi samþykkja með
splinter-stökki. Sama niðurstaða.
Og þá er komið að kjarna málsins.
Margir Standard-spilarar láta end-
ursögnina á tveimur hjörtum eftir al-
kröfuna hafa tvöfalda merkingu – sýna
annaðhvort hjarta eða sterk spil og
grandskiptingu. Svarhönd segir þá allt-
af tvo spaða til að bíða eftir nánari skil-
greiningu. Fyrirfram myndi maður
halda að slík tvíræðni væri ekki til bóta,
en annað kemur í ljós.
Bandaríska parið Gitelman og Moss
sögðu þannig á spilin í sagnkeppni í The
Bridge World:
Vestur Norður Austur Suður
Gitelman Moss
-- -- -- 2 lauf
Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu
Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar
Pass 4 tíglar Pass 4 grönd
Pass 6 lauf Pass 7 tíglar
Pass Pass Pass
Tvö hjörtu er tvíræð sögn og Gitelm-
an bíður átekta með tveimur spöðum.
Moss myndi segja tvö eða þrjú grönd
með grandskiptingu (eftir styrk), en
með þremur tíglum lofar hann hjarta og
tígli til hliðar. Norður á mun betri
stuðning við tígulinn og því hækkar Git-
elman í fjóra tígla. Suður spyr næst um
lykilspil og fær upp spaðaásinn og eyðu
í laufi. Og það dugir Moss til að segja
sjö tígla.
Niðurstaða: Tvíræðni tveggja hjarta
sagnarinnar er fyrst og fremst hugsuð
til að koma fleiri grandhöndum til skila,
en svo kemur á daginn að þessi hægfara
byrjun hefur leynda kosti.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Fréttasíminn 904 1100