Morgunblaðið - 06.09.2005, Síða 34

Morgunblaðið - 06.09.2005, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag væri upplagt að spjalla við vini, maka og fólk almennt. Hrúturinn er kraftmikill, jákvæður og bjartsýnn upp á síðkastið. Líka einstaklega sannfærandi! Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið á frábæran dag fyrir höndum í vinnunni og er með alls konar hugmyndir um verkefni tengd útgáfu, menntun og ferðalögum. Þú nýtur liðsinnis annarra núna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  En frábær dagur fyrir daður! Viðfangs- efni dagsins er að sletta ærlega úr klauf- unum. Það er að segja, ef þú hefur áhuga á slíku. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Notaðu daginn til þess að ljúka fasteigna- samningum eða kaupa eitthvað fyrir heimilið eða fjölskyldumeðlim. Einnig er dagurinn upplagður fyrir heimboð. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið hugsar eins og sigurvegari þessa dagana. Afstaða himintunglanna ýtir und- ir jákvæða hugsun hjá ljóninu og það er haldið fullvissu. Ekki síst hvað varðar skriftir, miðlun og ferðalög. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Verslun og viðskipti eru viðfangsefni dagsins. Hvers kyns peningaviðræður eða stórinnkaup ganga að líkindum að óskum og koma meyjunni til góða. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Tunglið, Venus og Júpíter eru öll í vog- armerkinu núna. Það gerist ekki betra! Reyndar er sólin á leið í vogina líka á næstunni, sem er frábært. Njóttu dags- ins. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Einvera í fögru umhverfi gleður þig í dag. Þú nýtur þess að eiga dálítinn tíma með sjálfum þér. Reyndu að koma því við. Þó ekki væri nema að fara í stuttan bíltúr. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samræður við vini eða innan hópa sem bogmaðurinn tilheyrir verða ánægjulegar í dag. Trúnaðarsamtal við vinkonu gæti reynst sérstaklega jákvætt og uppörv- andi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ferð létt með að ganga í augun á valda- miklu fólki í dag án þess að leggja sér- staklega mikið á þig. Þú hljómar og virð- ist vera með allt á hreinu, án þess að það ógni neinum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Notaðu daginn til þess að bóka ferðalag eða kynna þér og gaumgæfa nýjar hug- myndir, óvenjulega heimspeki og marg- vísleg trúarbrögð. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú er rétti tíminn til þess að sinna mik- ilvægum samningaviðræðum. Þú átt inni greiða hjá æðri máttarvöldum, ef svo má að orði komast. Hlunnindi og gjafir sogast nánast að þér. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbarn dagsins: Þú ert smekkmanneskja og kannt að njóta lífsins. Þú laðast að hrífandi fólki og ert að sama skapi aðlaðandi í augum annarra. Lífið verður litríkara með ár- unum hjá mörgum sem eiga þennan af- mælisdag. Þú átt marga vini og sýnir bæði umburðarlyndi og trúnaðartraust. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 festing, 8 duttu, 9 svana, 10 stórfljót, 11 undirnar, 13 konur, 15 uxann, 18 vísa, 21 bók- stafur, 22 iðja, 23 ásýnd, 24 fasi. Lóðrétt | 2 vondur, 3 gyðja, 4 höfuðhlíf, 5 tor- veld, 6 eldstæðis, 7 skor- dýr, 12 greinir, 14 kyn, 15 þyngdareining, 16 óhreinkaði, 17 minnast á, 18 stags, 19 mátturinn, 20 sigaði. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 rigsa, 4 skott, 7 forði, 8 ólmur, 9 nöf, 11 ansa, 13 hrun, 14 polli, 15 gapa, 17 kunn, 20 agg, 22 lipur, 23 Urður, 24 apana, 25 lærða. Lóðrétt: 1 rifna, 2 garms, 3 alin, 4 skóf, 5 ormur, 6 tíran, 10 örlög, 12 apa, 13 hik, 15 gúlpa, 16 pipra, 18 urðar, 19 narta, 20 arga, 21 gull. Sudoku © Puzzles by Pappocom Lausn síðustu gátu Þrautin felst í því að fylla út í reit- ina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Þorlákskirkja | Svissneski sellóleikarinn Albert Roman og Douglas Brotchie org- elleikari halda tónleika í Þorlákskirkju, Þorlákshöfn í tilefni 20 ára afmæl- ishátíðar Þorlákskirkju og minning- arathafnar um Karl Sighvatsson. Á efnis- skránni eru m.a. verk eftir Bach og Schumann. Listasafn Sigurjóns | Kvöldstund með Fritz Kreisler. Syngjandi létt tónlist með ljúfsárum trega í anda kaffihúsa Vín- arborgar. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Lincoln Mayorga píanóleikari leika tónverk og útsetningar hins kunna fiðlu- leikara frá Vín, Fritz Kreisler, kl. 20.30. Selfosskirkja | Tónleikaröð Selfosskirkju heldur áfram þriðjudaginn 6. sept. Kl. 20:30 með tónleikum séra Gunnars Björnssonar, sem leikur á selló sex ljóða- söngva eftir J. Brahms og sónötu í e moll eftir A. Vivaldi. Undirleikari á píanó og orgel með sr. Gunnari er Jörg Sond- ermann, en hann leikur einnig á orgel kirkjunnar, fjóra sálmaforleiki eftir J.S. Bach. Aðgangur er ókeypis. Listasýning Bæjarbókasafn Ölfuss | Ágústa Ágústs- dóttir, söngkona og listamaður, sýnir verk sín á Bæjarbókasafni Ölfuss, Þorláks- höfn. Listaverkin eru m.a. búin til úr hlutum sem Ágústa hefur fundið í fjör- unni. Myndlist Café Karólína | Arnar Tryggvason. Húsin í bænum. Til. 30. september. Gallerí BOX | Darri Lorenzen. Stað sett. Hljóðverk, ljósmyndir og teikning. Til 17. september. Opið fim. og lau. 14 til 17. Gallerí Sævars Karls | Sólveig Hólm- arsdóttir. Hamskipti, til 8. sept. Grafíksafn Íslands | Margrét Guðmunds- dóttir. Til 11. sept. Hafnarborg | Sýning á nýjum verkum listmálarans Eiríks Smith. Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–17 til 26. september. Hrafnista Hafnarfirði | Sesselja Hall- dórsdóttir sýnir í Menningarsal málverk og útsaum til 4. okt. Iða | Guðrún Benedikta Elíasdóttir. Und- irliggjandi. Kaffi Sólon | Víðir Ingólfur Þrastarson. Olíumálverk á striga. Til 24. september. Listasafn ASÍ | Hulda Stefánsdóttir og Kristín Reynisdóttir. Til 11. sept. Listasafnið á Akureyri | Jón Laxdal til 23. október. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1945–1960. Frá abstrakt til raunsæis. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Meist- ari Kjarval 120 ára. Afmælissýning úr einkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar. Til 2. október. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Sýning á úrvali verka úr safneign. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Úrval verka frá 20. öld til 25. september. Menningarmiðstöðin Gerðuberg | Stefnumót við safnara II. Sýningin opnar að nýju og stendur til 11. september. Sýn- ing Lóu Guðjónsdóttur í Boganum á vatnslita- og olíuverkum stendur til 11. september. Ókeypis aðgangur. Sýningar eru opnar virka daga frá kl. 11–17. Helgar frá kl. 13–16. Norræna húsið | Sýning 17 danskra lista- kvenna á veggteppum í anddyri. Skaftfell | Listamaðurinn Carl Boutard – „Hills and drawings“ í sýningarsal Skaft- fells. Listamaðurinn Dodda Maggý með sýningu sína „verk 19“ á vesturvegg Skaftfells. Til 18. sept. Skriðuklaustur | Helga Erlendsdóttir sýnir 13 olíumálverk af jöklalandslagi Hornafjarðar. Suðsuðvestur | Gjörningaklúbburinn/ The Icelandic Love Corporation. Til. 25. sept. Opið fim. og fös. 16–18 og helgar 14–17. Thorvaldsen Bar | Skjöldur Eyfjörð - „Töfragarðurinn“ til 9. sept. Fyrirlestrar Háskólinn á Akureyri | Á Lögfræðitorgi fjallar Timothy Murphy um uppbyggingu stjórnarskrár íslenska lýðveldisins út frá kenningum um stjórnarskrár (Con- stitutionalism) og ber hana saman við stjórnarskrár annarra ríkja. Erindið fer fram kl. 12, í Sólborg, stofu L101. Allir velkomnir. Maður lifandi | Hallgrímur Magnússon læknir heldur fyrirlestur kl. 18 um grund- vallarhugmyndir náttúrulæknisfræðinnar og fjallar um eitranir og afeitranir sem orsök fyrir heilbrigði og sjúkdómum. 12% afsláttur af völdum vörum fyrir góða hausthreinsun m.a. Epsom salti alla vik- una. www.madurlifandi.is. Opni Listaháskólinn | Johannes Matthiessen, landslagslistamaður, fjallar um verk sín en hann hannar nokkurs konar garða. Með honum í för er Albert Roman sem spilar á selló og sviðs- listahópur. Fyrirlestur fer fram í stofu 113 í LHÍ, Skipholti 1 og hefst kl. 17. Dans Dansskóli Jóns Péturs og Köru | Dans- skóli Jóns Péturs og Köru býður upp á námskeið í barnadönsum, freestyle, sam- kvæmisdönsum,tjútti, mambó og salsa. Boðið verður upp á einstaklingsnámskeið fyrir fullorðna í s-amerískum dönsum. Innritun kl. 12–19 í síma 5536645 eða á heimasíðu dansskólans www.dansskoli.is. Kennsla hefst 12. sept. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Mæðra- styrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5 er opin kl. 16–18. Fatamóttaka á sama tíma. Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður í Ólafsvík hjá Shell kl. 12–17. Í Stykkishólmi 7. sept. kl. 9.30–17. Allir velkomnir. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið – fyrstu Vestur-Íslendingarnir, Bókminja- safn. Auk þess veitingastofa með hádeg- is- og kaffimatseðli og lítil en áhugaverð safnbúð. Fundir Kaffi Sólon | Fyrsta Hitt Femínistafélags- ins í vetur er um fæðingarorlofið og reynslu af því. Ræða á málið frá ýmsum sjónarhornum. Fyrirlesarar: Ingólfur V. Gíslason, fæðingarorlofsgjöfin og reynsl- an af henni. Gyða Guðjónsdóttir, reynsla atvinnurekanda. Gunnar Páll Pálsson, reynsla VR félaga. Á eftir fyrirlestrum verða umræður. Aðgangur er ókeypis. Krabbameinsfélagið | Góðir hálsar, stuðningshópur um krabbamein í blöðru- hálskirtli, verða með rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, 7. september kl. 17. Kaffi á könnunni. OA-samtökin | OA karladeild fundar á Tjarnargötu 20, Gula húsinu, kl. 21–22. OA (Overeaters Anonymous) er fé- lagsskapur karla og kvenna sem hittast til að finna lausn á sameiginlegum vanda – hömlulausu ofáti. www.oa.is. Flugbjörgunarsveitin | Flugbjörg- unarsveitin í Reykjavík heldur kynning- arfund á starfi sínu, 7. september kl. 20, í húsi sveitarinnar við Flugvallarveg, (ná- lægt Hótel Loftleiðum). Allir velkomnir. Nánari uppl. á heimasíðu sveitarinnar www.fbsr.is og í síma 893 2266 (Mar- teinn) eða 693 9317 (Kjartan). Björgunarsveitin Ársæll | Björg- unarsveitin Ársæll leitar að nýju fólki til að hefja störf. Nýliðakynning verður mið- vikudaginn 7. september kl. 19.30. Kynn- ingin verður haldin í Gróubúð, að Grandagarði 1 í Reykjavík. www.bjorg- unarsveit.is. Alþjóðahúsið | Heimspekikaffihúsið hefst á ný eftir sumarfrí kl. 20.30-22, á Café Cultura, Hverfisgötu 18. Samræðuefnið er: „Er eitthvað sem ætti ekki að tala um?“ Stjórnandi er heimspekingurinn Róbert Jack, í samstarfi við Félag áhugamanna um heimspeki og Alþjóða- húsið. Námskeið Alþjóðahúsið | Námskeið í arabísku fyrir byrjendur verður haldið 8. sept. til 10. nóv. Kynnst er arabískum bókstöfum, tekin fyrstu skref við að tala og skrifa arabísku, og fjallað um menningu tengdri arabískri tungu. Námskeiðið verður í Al- þjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, 3. hæð, á fimmtudögum kl. 17–19. Kennari er Amal Tamimi félagsfræðingur. Verð 25.000 kr., skráning: amal@ahus.is, eða í síma 530– 9308. Gigtarfélag Íslands | Haustnámskeið í leikfimi hjá Gigtarfélagi Íslands. Leikfimi fyrir einstaklinga með gigt og aðra sem vilja fá leiðsögn. Alhliða leikfimi, bakleik- fimi fyrir karlmenn, jóga og vatnsþjálfun. Ný námskeið: Orka og slökun og Þyngd- arstjórnun til framtíðar. Upplýsingar og skráning í síma 5303600. Markaður Kattholt | Flóamarkaður til styrktar köttunum opinn þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 14–17. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is  1. c4 Rf6 2. g3 c6 3. Bg2 d5 4. Rf3 dxc4 5. Dc2 Be6 6. Rg5 Bd5 7. e4 h6 8. Rh3 Be6 9. Rf4 Bc8 10. Dxc4 e5 11. Re2 c5 12. O-O Rc6 13. Rbc3 Bd6 14. d3 O-O 15. Rd5 Rxd5 16. exd5 Re7 17. f4 exf4 18. Bxf4 b5 19. Dc1 Hb8 20. Rc3 Bxf4 21. Dxf4 Bb7 22. d6 Rg6 23. Df2 Bxg2 24. Kxg2 Dxd6 25. Re4 Dd5 26. Dxc5 Dxd3 27. Df5 Hbd8 28. Hae1 Hd5 29. Df2 He5 30. Rc3 b4 31. Hxe5 Rxe5 32. Hd1 Staðan kom upp á Norðurlanda- mótinu í skák sem lauk fyrir skömmu í Vammala í Finnlandi. Tiger Hillarp- Persson (2511) hafði svart gegn Espen Lie (2300). 32… bxc3! og hvítur gafst upp þar sem eftir 33. Hxd3 Rxd3 34. De2 leikur svartur 34…c2 og svartur vinnur óumflýjanlega lið þar eð eftir 35. Dxc2 Re1+ tapar hvítur drottning- unni. Tiger háði mikla baráttu við landa sinn og kollega, Evgeny Agrest um sigurinn en þurfti að lokum að lúta í lægra haldi þrátt fyrir að hafa fengið níu vinninga af ellefu mögulegum. Ag- rest náði að verja titilinn sinn með því að fá níu og hálfan vinning. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.