Morgunblaðið - 06.09.2005, Síða 35

Morgunblaðið - 06.09.2005, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 35 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðarstofa eru opnar alla daga kl. 9–16. Frjáls spilamennska alla daga. Allir velkomnir. Leikfimin byrjar á morgun af fullum krafti hjá Guðnýju kl. 9, allir með. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa- vinna kl. 9–16.30. Leikfimi kl. 9. Boccia kl. 9.30. Smíði/útskurður kl. 13–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, leikfimi, hárgreiðsla, vefnaður, línudans, boccia, fótaað- gerð. Ferðaklúbbur eldri borgara | Haust- litaferð Ferðaklúbbs eldri borgara í Borgarfjörð verður 16. september. Brottför kl. 13. Boðið verður upp á kvöldverð í Munaðarnesi ásamt skemmtiatriðum og dansi. Uppl. í síma 892 3011. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Hrunaréttir 16. sept.: Lagt af stað frá Gjábakka kl. 8 og Gullsmára kl. 8.15. Eftir réttirnar verður farið í Tungufellsdal o.fl. Boðið upp á kjöt og kjötsúpu á Hótel Gullfossi, Brattholti. Síðan ekið að Gullfossi og Geysi – um Laugarvatn, Lyngdalsheiði og Þing- velli. Skráningarlistar eru í fé- lagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák hefst í dag kl. 13 í Ásgarði, Stangarhyl 4. Miðvikudagur: Göngu–Hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 10. Opið hús verður í Ásgarði, Stangarhyl, 10. og 11. september kl. 14–16. Kynningar á nýju húsnæði og vetrardagskrá. Vin- arbandið flytur tónlist. Veitingar. Fé- lagsmenn hvattir til að mæta. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 9.45 í Mýri, innigolf kl. 10.30 í Mýri, karlaleikfimi kl. 13 í Kirkjuhvoli. Kennsla í stafgöngu frá Kirkjuhvoli kl. 15.15. Lokað í Garða- bergi en opið hús í safnaðarheimilinu á vegum kirkjunnar. Furugerði 1 | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, bókband. Kl. 13 frjáls spila- mennska. Gigtarfélag Íslands | Fræðslufundur áhugahóps GÍ um langvinna verki verður haldinn þriðjudaginn 6. sept. kl. 19.30 í húsnæði GÍ, Ármúla 5. Fag- fólk kynnir starf verkjasviðs á Reykja- lundi og verkjateymis á Heilsustofn- un NLFÍ Hveragerði. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádeg- ismatur, kl. 12.15 Bónus, kl. 13 mynd- list, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa hjá Sigrúnu, bútasaumur kl. 9–13. Boccia kl. 9.30–10.30. Bankaþjónusta kl. 9.45. Helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar, söngstund á eftir. Námskeið í myndlist hjá Ágústu kl. 13.30–16.30. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir s. 588 2320. Hársnyrting s. 517 3005. Hæðargarður 31 | Hauststarfið er hafið. Komið við, staðfestið skráningu og ræðið við leiðbeinendur. Fé- lagsmiðstöðin er opin frá kl. 9 til 16. Fastir liðir eins og venjulega. Hausti fagnað í Salnum með hátíðarbrag föstudaginn 9. sept. kl. 14. Spennandi námskeið á döfinni. Sími 568 3132. Norðurbrún 1 | Kl. 9–12 myndlist, kl. 9 smíði, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 13–16.30 postulínsmáln- ing, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handa- vinna. Kl. 10.15–11.45 enska. Kl. 11.45– 12.45 hádegisverður. Kl. 13–16 postu- línsmálun. Kl. 13–16 bútasaumur. Kl. 13–16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45 kaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðjan kl. 9, leikfimi kl. 10, handmennt kl. 13, fé- lagsvist kl. 14. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Sjö til níu ára starf alla þriðjudaga kl. 15. Tíu til tólf ára starf alla kl. 15. Áskirkja | Opið hús milli kl. 10 og 14 í dag. Kaffi og spjall. Bænastund kl. 12. Boðið upp á léttan hádegisverð. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón- usta kl. 18.30. Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju, á þriðjudögum kl. 13 til 16. Við spilum lomber, vist og brids. Röbbum saman og njótum þess að eiga samfélag við aðra. Kaffi og með- læti kl. 14.30. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Akstur fyrir þá sem vilja, upplýs- ingar í síma 895 0169. Allir velkomn- ir. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs- þjónusta alla þriðjudaga kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Opið hús fyrir aldraða alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Hjallakirkja | Bæna- og kyrrðarstund þriðjudaga kl. 18. Laugarneskirkja | Kl. 17 KMS (14–20 ára) Æfingar fara fram í Félagshúsi KFUM & K við Holtaveg. Mannrækt- arkvöld Laugarneskirkju: Kl. 20 kvöldsöngur. Kl. 20.30 trúfræðsla á nýjum nótum. Fjallað er um kristna trú og heilbrigða skynsemi. Á sama tíma ganga 12 sporahópar til verka (sjá laugarneskirkja.is). MENNINGARRÁÐ Austurlands og Stofnun Gunnars Gunnarssonar hafa endurnýjað samning um þjón- ustu stofnunarinnar við menningar- starf á Austurlandi. Nýr samningur gildir til ársloka 2007. Tilgangurinn með samningnum er að fela Gunnarsstofnun ákveðin verkefni á vegum Menningarráðs Austurlands er tengjast samstarfi um menningarmál í fjórðungnum og samningi ríkis og sveitarfélaga um menningarsamstarf á Austurlandi. Verkefnin eru meðal annars: þróun- arstarf, efling samstarfs, fagleg ráð- gjöf og verkefnastjórnun, umsýsla vegna menningarstyrkja og dagleg umsýsla vegna starfsemi menning- arráðsins. Sérstakur starfsmaður Gunn- arsstofnunar annast ofangreind verkefni og er um leið eins konar menningarfulltrúi fjórðungsins. Frá 1. janúar 2002 hefur Signý Orm- arsdóttir gegnt þessu starfi og verð- ur svo áfram. Fyrir þjónustu Gunnarsstofnunar greiðir Menningarráð Austurlands 6 m.kr. á ársgrundvelli. Samninginn undirrituðu Óðinn Gunnar Óð- insson, formaður Menningarráðs Austurlands, og Skúli Björn Gunn- arsson, forstöðumaður Gunn- arsstofnunar. Endurnýjar þjónustusamn- ing við Gunnarsstofnun Ljósmynd/Signý Ormarsdóttir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, og Óðinn Gunn- ar Óðinsson, formaður Menningarráðs Austurlands, innsigla samninginn. ÍMYNDIR kynjanna í fjölmiðlum eru meðal þeirra námskeiða sem Opni listaháskólinn býður upp á á haustmisseri. Það stendur þrjú kvöld í húsi Listaháskóla Íslands í Laugarnesi, dagana 29. september, 6. og 13. október, klukkan 20.15–22. Gunnar Hersveinn blaðamaður og heimspekingur hefur umsjón með námskeiðinu. „Ímyndir beggja kynja í auglýsingum og öðru myndefni fjölmiðla hafa orðið æ meira áberandi í umræðunni. Bæði fjölmiðla- og auglýsingafólk hefur legið undir gagnrýni fyrir að draga upp ímyndir af körlum t.d. sem hetjum eða vitleys- ingjum og af konum sem gálum eða gribbum. Markmið þessa námskeiðs er að miðla aðferðum sem gera þeim sem hanna ímyndir fært að greina, nota og forðast tákn og klisjur í fjölmiðlum með því að flokka og rekja efni þeirra. Námskeiðið er hagnýtt því farið er yfir hugtök og greiningaraðferðir við notkun ímynda kynjanna í auglýsingum, fjölmiðlum og öðrum samfélagsþáttum. Glímt verður við spurningar á borð við: Hverjar eru arfmyndir kynjanna í aug- lýsingum? Hverjar eru helstu ímyndir kvenna í auglýsingum og fjölmiðlum og hverjar karla? Hvernig eru þessar ímyndir greindar?“ segir í kynningu. Á námskeiðið kostar 5.500 kr. fyrir einstaklinga, en 10–20% afsláttur er fyrir hópa. Skráning er á netfangið lhi@lhi.is eða í síma 552 4000. Námskeið | Opni listaháskólinn á haustmisseri Ímyndir kynjanna í fjölmiðlum Venus er sígild ímynd kvenna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.