Morgunblaðið - 06.09.2005, Síða 36

Morgunblaðið - 06.09.2005, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ SÝNINGAR Kvikmyndasafns Ís- lands hefjast á ný í kvöld kl. 20 í Bæj- arbíói með þýsku heimildarmyndinni Das Grosse Eis. Myndin er um hinn fræga Grænlandsleiðangur þýska jarðfræðingsins Alfreds Wegener ár- ið1930 en sjálfur er Wegener heims- kunnur fyrir landrekskenningu sína, Continental Drift. Í kvikmyndinni er fylgst með sigl- ingunni til Grænlands með viðkomu í Reykjavík þar sem um borð fóru, til þess að taka þátt í leiðangrinum, þrír Íslendingar og 25 íslensk hross. Brugðið er upp myndum af jöklinum, skriðjöklar ganga í sjó fram og brotna niður og mikið er um kort og grafískar myndútfærslur áhorf- endum til glöggvunar. Sjálfur verður leiðangursstjórinn Alfred Wegener úti í þessari ferð og er lagður til hinstu hvílu á Grænlandsjökli. Mynd- in verður sýnd aftur á laugardaginn. Eins og áður verða sýningarnar á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 og á laugardögum kl. 16:00 og er sýnd ný kvikmynd í hverri viku. Dagskrá vetrarins má nálgast á heimasíðu Kvikmyndasafnsins www.kvik- myndasafn.is auk þess sem bækl- ingur liggur frammi á flestum bóka- söfnum og í afgreiðslu Bæjarbíós. Síðasta Grænlandsför Alfreds Wegeners MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Einari Hákonarsyni listmálara: „Vegna yfirlýs- ingar Eiríks Þor- lákssonar, nú fyrrverandi stjórnanda Lista- safns Reykjavík- ur, í Morg- unblaðinu 24. ágúst sl. og í sama blaði þann 20. ágúst um að- sókn að safninu. Hann segir að 160 þús. manns hafi sótt safnið heim á árinu 2004 og það efaðist ég stórlega um. Hann tiltekur teljara sem safnið hafi not- að frá Þjónustumiðstöð bókasafna tölu sinni til stuðnings. Annaðhvort er þessi teljari óvenju næmur að hann telji eftir vindáttum eða að skammhlaup hafi hlaupið í hann. Aðsóknartölur Þjóðminjasafns um að allt að 100 þús. manns hafi sótt það safn heim frá því það opnaði eftir árabil viðgerða og endur- uppbyggingar eru mun sennilegri en þær skáldtölur, sem Eiríkur set- ur fram og krefur mig um afsök- unarbeiðni opinberlega af því ég rengi þær. Ég fór fram á við Eirík að hann birti opinberlega tölur um hve margir hefðu greitt aðgang að Listasafni Reykjavíkur í grein- arkorni mínu þann 23. ágúst sl. Það eru einu raunhæfu tölurnar sem hægt er að styðjast við og eru not- aðar af flestum söfnum í heiminum. Hann varð ekki við ósk minni, þær upplýsingar hef ég nú fengið í tölvupósti frá sviðsstjóra menning- ar- og ferðamálasviðs Reykjavíkur, Svanhildi Konráðsdóttur, og eru þær byggðar á gögnum frá Lista- safni Reykjavíkur, enda Eiríkur hættur að starfa þar. Ég bað um að fá uppgefnar upp- lýsingar um hve mikill aðgangs- eyrir að Listasafni Reykjavíkur var árið 2004, einnig ef til eru upplýs- ingar um hversu margir miðar standa á bakvið upphæðina og hvar þeir voru seldir. Um er að ræða Kjarvalsstaði, Hafnarhús og Ás- mundarsafn. Greiddur aðgangseyrir 2004. Hafnarhús kr. 8.755.364,- Kjarvalsstaðir kr. 2.481.454,- Ásmundarsafn kr. 1.121.510,- Samtals kr. 11.358.328,- Útilokað er að reikna nákvæm- lega fjölda seldra miða á bak við þessar tölur þar sem kerfi að- gangseyris er samansett úr mörg- um þáttum og er sem hér segir: Almennur aðgangseyrir er kr. 500,- Aðgangseyrir fyrir öryrkja er kr. 250,- Aðgangseyrir fyrir eldri borgara er kr. 250,- Aðgangseyrir fyrir einstaklinga í hóp (10 eða fleiri ) er kr. 250,- Aðgöngumiði greiddur á einum stað (Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum eða Ásmundarsafni) gildir einnig sama dag sem aðgöngumiði að öðr- um húsum Listasafns Reykjavíkur. Aðgangur sem seldur er í gegn- um Gestakort Reykjavíkur og gild- ir á alla sýningarstaði og er gerður upp skv. samningum ársfjórðungs- lega. Aðgangur sem seldur er í gegn- um ferðaþjónustufyrirtækið Kynn- isferðir fyrir erlenda hópa er gerð- ur upp skv. samningi árlega. Menn sjá fljótlega þegar rýnt er í þessar tölur, þó svo ókeypis sé inn á mánudögum, að talan 160 þús. manns, sem Eiríkur heldur fram að hafi sótt Listasafn Reykjavíkur heim getur ekki staðist. Verst þyk- ir mér hvernig komið er fyrir Kjar- valsstöðum, en með hógværum lík- indareikningi eru ekki margar manneskjur á hvern klukkutíma, en húsin eru opin frá kl. 10–17 dag- lega. Menn verða að gera sér grein fyrir því að hér er ekki um nein smáhýsi að ræða. Ef einhver ætti að biðja listunnendur og Reykvík- inga afsökunar á hvernig komið er fyrir Listasafni Reykjavíkur, eftir að hafa keyrt þrönga sýning- arstefnu í tíu ár, haldið reyndum myndlistarmönnum fyrir utan sali borgarinnar og farið vísvitandi með kolrangar tölur um aðsókn að Listasafni Reykjavíkur, þá er það Eiríkur Þorláksson.“ Um aðsókn að Lista- safni Reykjavíkur Einar Hákonarson 13. sýn. fim. 8/9 kl. 19 nokkur sæti laus 14. sýn. lau. 10/9 kl. 16 nokkur sæti laus 15. sýn. sun. 11/9 kl. 14 nokkur sæti laus Pakkið á móti Örfáar aukasýningar: Fös 9.sept kl. 20 Lau 10. sept kl. 20 Lau 17. sept kl. 20 Fös. 23. sept kl. 20 Áskriftar- kortasala stendur yfir Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN Nýja svið / Litla svið KYNNING LEIKÁRSINS Leikur, söngur, dans og léttar veigar Su 11/9 kl 20 - Opið hús og allir velkomnir HÖRÐUR TORFA LENGI LIFI Ýmsir listamenn leika lög eftir Hörð í tilefni 60 ára afmælis listamannsins Lau 10/9 kl. 21 KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 11/9 kl 14, Su 18/9 kl 14, Lau 24/9 kl. 14, Su 25/9 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 8/9 kl. 20, Fö 9/9 kl 20, Lau 10/9 kl 20, Su 11/9 kl 20 - UPPSELT, Fi 15/9 kl. 20, Lau 17/9 kl. 20 ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN! Ef þú gerist áskrifandi fyrir 20. september færð þú frítt gjafakort í Borgarleikhúsið - Það borgar sig að vera áskrifandi - MANNTAFL Su 18/9 kl. 20 FRUMSÝNING - UPPSELT Su 25/9 kl. 20, Su 2/10 kl. 20 HÖRÐUR TORFA Hausttónleikar Fös 16/9 kl. 19:30, Fös 16/9 kl. 22:00 WOYZECK – 5 FORSÝNINGAR Í SEPTEMBER Frumsýnt í London 12. okt og á Íslandi 28. okt Su 18/9 kl. 21, Fö 23/9 kl. 20, Fi 29/9 kl. 20 - UPPSELT Fö 30/9 kl. 20 Lau 1/10 kl. 20 - Verkið flutt á ensku Miðasalan er opin kl. 12:30-18:00 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl.12:30- 20:00. Símapantanir frá kl. 10:00 virka daga. midasala@leikhusid.is. Sími 551-1200. Miðasala á netinu: www.leikhusid.is Klaufar og kóngsdætur KoddamaðurinnGestaleikur STÓRA SVIÐIÐ KL. 20:00 Kirsuberjagarðurinn - gestasýning fim. 8/9, fös. 9/9 Að eilífu - gestasýning lau. 10/9, sun. 11/9 Velkomin í Þjóðleikhúsið! fös. 16/9, lau. 17/9, Klaufar og kóngsdætur sun. 18/9 kl. 14:00, Edith Piaf sun. 18/9. LITLA SVIÐIÐ KL. 20:00 Koddamaðurinn fim. 8/9, fös. 9/9, lau. 10/9. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20:00 Rambó 7 fim. 8/9, fös. 9/9. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is Þriðjudagstónleikar 6. september kl. 20.30 Kvöldstund með Fritz Kreisler Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Lincoln Mayorga píanóleikari flytja verk og útsetningar þessa ástsæla Vínarbúa. Síðustu tónleikar sumarsins. Kabarett í Íslensku óperunni Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. Næstu sýningar Föstudaginn 9. september kl. 20 Laugardaginn 10. september kl. 20 Laugardaginn 17. september kl. 20 Föstudaginn 23. september kl. 20 „ÞÚ BIÐUR ekki um vald. Þú tek- ur þér það!“ Þetta sagði Jock Ew- ing við son sinn Bobby í einum Dallas-þættinum. Segja má að það hafi verið kjarni málsins í þeim heimi sem persónurnar lifðu í, en það var olíubransinn í Texas. Menn tröðkuðu hver á öðrum og var svo gaman að fylgjast með því að ég bölvaði alltaf þegar þáttur vik- unnar var búinn. Þættirnir um Húsið á sléttunni voru miklu síðri, en þeir voru sýnd- ir á svipuðum tíma og Dallas ef ég man rétt. Þar voru raunir amer- ískrar sveitafjölskyldu útmálaðar og var það allt svo væmið að þætt- irnir voru uppnefndir Grenjað á gresjunni. Dallas og Grenjað á gresjunni eiga fátt sameiginlegt annað en einn mann, og hann var staddur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á sunnudaginn. Þetta var píanóleik- arinn Lincoln Mayorga, en hann vann í Hollywood um árabil og tók þátt í að flytja tónlistina sem var spiluð í þessum tveimur þáttaröð- um, auk nokkurra kvikmynda. Mayorga var þó ekki að leika kvik- myndatónlist á tónleikunum, a.m.k. ekki hreina kvikmynda- tónlist því vissulega hafa lög eftir George Gershwin, Scott Joplin og Irvin Berlin hljómað í bíómyndum. Nei, hér var dagskráin einfald- lega helguð Gershwin og þeim tónskáldum sem höfðu áhrif á tónlist hans; Jay Roberts, Zez Confrey, Louis Moreau Gottschalk, James P. Johnson, Jerome Kern, Irvin Berlin og öðrum. Efnisskráin var sam- ansett þannig að hún sagði sögu amerískrar tónlistar fram að tíma Gershwins, en Mayorga kynnti hvert atriði og gerði það einstaklega vel. Hann var skýrmæltur og afslappaður og sagði skemmtilega frá og spilaði auk þess prýðilega. Að vísu var hann dálítið stífur í fyrstu lögunum sem olli því að efri rödd píanósins virkaði fremur litlaus, en er á leið varð tónninn fallegri og fallegri. Hann var líka ákaflega öruggur, leikur hans var skýr og hreinn og hvað sem segja má um tóninn var flutningurinn ávallt fjörlegur. Einhverjum kann að hafa fundist undarlegt að sjá Clair de Lune eftir Debussy á dagskrá sem var helguð amerískri tónlist í léttari kantinum. En Mayorga réttlætti það með því að benda á að frönsk tónlist hefði haft mikil áhrif í Bandaríkjunum; töfrandi hljómar Debussys lituðu ameríska söng- leikjatónlist og Mayorga útskýrði það nánar með því að leika tóndæmi sem fyrst var hljómsett með „einföldum“ hljóm- um. Svo spilaði hann það aftur með hinum dæmi- gerðu sexunda- og níundahljómum er einkenna tónlist Debussys og nokk- urra annarra franskra tónskálda. Munurinn var greinilegur. Eins og sjá má voru tónleikar Mayorga fróðlegir, en þeir voru líka líflegir og áheyrendur skelltu upp úr oftar en einu sinni. Í raun- inni voru þeir eins og vandaður út- varpsþáttur um sögu tiltekinnar greinar í bandarískri tónlist. Eða jafnvel sjónvarpsþáttur; Mayorga sagði svo vel frá að maður sá þetta allt fyrir sér; Gershwin að semja Rapsody in Blue á elleftu stundu, Gottschalk að ferðast með píanó um Villta vestrið og litla kettlinga að leika sér á hljómborði í laginu Kitten on the Keys eftir Confrey. Ljóst er að þeir sem heima sátu misstu af miklu. Kettlingar á hljómborði TÓNLIST Píanótónleikar Lincoln Mayorga píanóleikari flutti tón- list eftir Gershwin og fleiri. Sunnudagur 4. september. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Jónas Sen Lincoln Mayorga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.