Morgunblaðið - 06.09.2005, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
LANDSBANKI Íslands verður með starfsemi í 10
löndum eftir kaup á 81% hlut í evrópska verðbréfa-
fyrirtækinu Kepler Equities. Kaupverðið er 5,8 millj-
arðar króna og mun Landsbankinn á næstu 5 árum
eignast allt hlutafé í fyrirtækinu en það er í heildina
metið á 7,2 milljarða króna, eða 94 milljónir evra. Eft-
ir að Landsbankinn tekur við Kepler verða starfs-
menn bankans 1.610 talsins; 1.135 á Íslandi, 185 í
Bretlandi, 50 í Lúxemborg og 240 hjá Kepler.
Kepler Equities er með starfsemi í sjö löndum í
Evrópu, auk þess að reka verðbréfamiðlun í New
York. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og miðlun hluta-
bréfa til yfir 800 fagfjárfesta og rekur greiningar-
deild sem greinir um 430 fyrirtæki í Evrópu.
„Okkar markmið hvað varðar Evrópu er að ná að
byggja upp fyrirtækja- og fjárfestingarbanka fyrir
millistór fyrirtæki og þetta er auðvitað áfangi að því
markmiði,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri
Landsbankans. Hann er sannfærður um að það sé til
rými fyrir bankann til þess að koma sér fyrir á þeim
markaði.
Sigurjón segir að öll verðbréfamiðlun á Íslandi sé
ekki nema einn þúsundasti af verðbréfamiðlun í Evr-
ópu. Það hljóti því að vera mikill fengur að því fyrir
Landsbankann að eignast verðbréfafyrirtæki, sem sé
að miðla á svæði sem taki til yfir 80% af verðbréfa-
miðlun í Evrópu. „Við teljum að framundan sé mikil
samrunahrina fyrirtækja í Evrópu og í þeim efnum
ætlum við okkur ákveðna þátttöku,“ segir Sigurjón.
Landsbankinn eykur
umsvif sín í Evrópu
Eftir Soffíu Haraldsdóttur
soffia@mbl.is
Landsbankinn | 12
GERA þarf umfangsmiklar breytingar á
tímatöflum Strætó bs. og leiðbeiningum til
þeirra sem bíða á biðstöðvum ef nýtt leiða-
kerfi Strætó á að skila einhverjum sam-
göngubótum. Þetta er mat Ians Watsons,
prófessors í félagsfræði og aðjúnkts við Við-
skiptaháskólann á Bifröst, en hann skrifar
grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögn-
inni Nýtt kerfi – úrelt skilti.
Watson segir núverandi upplýsingar sem
notendur strætó geti nýtt sér afar ruglings-
legar og ekki auðlesnar. Það að búa til al-
mennilegar upplýsingar fyrir notendur
strætó hljóti að kosta smáaura miðað við
það fjármagn sem fari í almennan rekstur
vagnanna. Segir hann Íslendinga geta litið
til annarra borga í Evrópu, sem ríkari eru af
reynslu af rekstri almenningssamgangna, í
því samhengi.
Úrelt skilti hjá
Strætó bs.
Nýtt kerfi | Miðopna
ÞVERÁ-Kjarrá rauf í gær 4 þúsund
laxa múrinn en það er í fyrsta skipti í
sögunni sem slíkur árangur næst í ís-
lenskri lax-
veiðiá. Fjög-
urþúsundasti
laxinn kom á
stöng Har-
aldar Lárus-
sonar kl. 20 í
gærkvöldi í veiðistaðnum Wilson. Lax-
inn var sjö punda fiskur sem tók flugu
af gerðinni svartur Francis nr. 10.
Mikill spenningur var í laxveiði-
mönnum í gærkvöldi þegar þeir voru
að slá veiðimet í tveimur laxám til við-
bótar. Þetta eru Norðurá sem rauf 3
þúsund laxa múrinn og Selá í Vopna-
firði sem gert var ráð fyrir að kæmist í
2 þúsund laxa í gær. Að sögn Orra
Vigfússonar, formanns Veiðiklúbbsins
Strengs, staðfesta þessar tölur að
sumarið 2005 verður metveiðiár þar
sem reiknað er með 53–55 þúsund löx-
um á land. Fyrra met er frá árinu 1978
þegar 52 þúsund laxar komu á land.
Fjögur þúsund
laxar á land
Yfir 4.000 | 11
ÞRÍR menn slösuðust í tveimur vinnuslys-
um síðdegis í gær á vinnusvæðinu við Kára-
hnjúka. Annað slysið varð með þeim hætti
að tveir menn klemmdust undir steypu-
styrktarjárngrind. Voru þeir að festa
grindina þegar hún rann til með fyrrgreind-
um afleiðingum. Þeir fótbrotnuðu báðir og
voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri til aðhlynningar.
Hitt slysið varð þegar maður sem var við
vinnu sína féll fram fyrir sig niður úr tæki á
svæðinu og hafnaði í stórgrýti. Maðurinn
slasaðist á hendi og var einnig fluttur á
slysadeild til aðhlynningar.
Tvö vinnuslys
við Kárahnjúka
BANASLYS varð á Vagnhöfða í gær þegar
karlmaður á þrítugsaldri lést í vinnuslysi
hjá hellusteypufyrirtæki. Tildrög slyssins
voru þau að maðurinn féll ofan í sandsíló og
var hann látinn þegar hann náðist upp. Lög-
regla og sjúkralið og tækjabifreið slökkvi-
liðs höfuðborgarsvæðisins fóru á vettvang
ásamt fulltrúum Vinnueftirlits og rann-
sóknardeildar lögreglu.
Ekki er hægt að birta nafn hins látna að
svo stöddu.
Lést í
vinnuslysi
EFLING stéttarfélag telur stefna í að samn-
ingsforsendur á almennum markaði bresti því
verðbólga hafi farið vaxandi og sé nú 1,2% yfir
verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands sem er
2,5%.
Sigurður Bessason, formaður Eflingar, benti
á það í samtali við Morgunblaðið í gær að í
ákvæðum kjarasamnings sé gert ráð fyrir
launanefnd þar sem sitji fulltrúar Alþýðusam-
bandsins og Samtaka atvinnulífsins. Nefndin
eigi að meta stöðuna. „Það verður væntanlega
vinna haustsins,“ sagði Sigurður.
Samningsaðilar þurfa að koma sér saman um
niðurstöður og viðbrögð við þeim fyrir 10. des-
aðarmönnum og velja fólk í samninganefnd, að
sögn Sigurðar.
Sem kunnugt er ætlar Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir borgarstjóri að leggja til að aukið fé
verði veitt til yfirvinnu og álagsgreiðslna til
starfsfólks á leikskólum og tómstundaheimilum.
Vill hún fela samninganefnd að skrifa undir nýja
kjarasamninga fyrir 1. október. „Borgarstjóri
hefur nefnt tímasetningu fyrsta næsta mánað-
ar. Það verður verkefnið sjálft sem ákvarðar
hve langan tíma þetta tekur,“ sagði Sigurður
um væntanlegar kjaraviðræður. „Við byrjum
strax á þessari vinnu, en ég hef frekar litið svo á
að borgarstjóri hafi verið að gefa út ákveðna yf-
irlýsingu um það að launabreytingarnar komi
frá og með næstu mánaðamótum þó vinnan sjálf
taki hugsanlega lengri tíma.“
ember þegar uppsagnarfrestur kjarasamnings-
ins rennur út. Ella gildir samningurinn til 31.
desember 2007. Í nóvember 2006 verður aftur
hægt að taka samningsforsendur til endurskoð-
unar verði kjarasamningnum ekki sagt upp nú í
árslok 2005.
Launahækkun frá næstu mánaðamótum
Hafinn er undirbúningur að gerð nýs kjara-
samnings vegna félagsmanna Eflingar sem
vinna hjá Reykjavíkurborg. Sigurður sagði að
þeir væru um 2.300 talsins og að um helmingur
þeirra starfi við leikskólana. Félagsmenn Efl-
ingar vinna einnig við ræstingar og sem mat-
ráðar, við sorphirðu, hjá gatnamálastjóra og við
fjölmörg önnur störf. Innan Eflingar er verið að
ræða væntanlega kröfugerð, funda með trún-
Efling telur stefna í að
samningsforsendur bresti
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
ÞEGAR féð kemur í leitirnar að hausti verður oft mikill handagangur í
öskjunni, því blessuð sauðkindin er þrjósk og sjálfstæð og á það til að
vilja hlaupa sínar leiðir.
Þessi erlendi ferðamaður var staddur meðal leitafólks í Miðfirði þeg-
ar ung stúlka þurfti að stökkva af fararskjóta sínum til að elta eina
sauðþráa kind sem vildi ekki fylgja hópnum fyrir sitt litla líf. Bað stúlk-
an hann um að gæta þarfasta þjónsins á meðan hún hlypi á eftir hinni
villuráfandi á og gerði hann það með glöðu geði.
Morgunblaðið/RAX
Erlendur gestur hemur hestinn
♦♦♦
NJARÐVÍKINGURINN
Halldór Gunnarsson, sem býr
í Mississippi í BNA, hefur nú
haft uppi á tveimur af þeim ís-
lensku konum sem ekkert
hafði spurst til eftir að fellibyl-
urinn Katrín gekk yfir svæðið.
Í gær hitti hann Karly Jónu
Kristjánsdóttur Legere og í
fyrradag Lilju Ólafsdóttur
Hanch. Þær eru báðar búsett-
ar í bænum Gulfport í Miss-
issippi. Ekkert amaði að kon-
unum.
Hafði uppi á
tveimur kon-
um vestra
Var ótrúlega | 6