Tíminn - 11.03.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.03.1970, Blaðsíða 1
SIMINN BANKI 58. tbl. — Miðvikudagur 11. marz 1970. — 54. árg. ALUT lýst gjaldþrota EJ-Reykjavík, þriðjudag. Almenna útgerðarfélagi'ð h.f.1 (ALÚT) hefur verið tekið til skiptameðferðar sem gjald- þrota. Er frá þessu skýrt í ný- útkomnu Lögbirtingarblaði. Útgerðarfélag þetta var stofn að árið 1968 og var tilgangur félagsins að kaupa og reka tog- ara. Átti að safna hlutafé hjá almenningi. Tilraunir ALÚT mi.stókust með öllu, og nú er fyrirtækið orðið gjaldþrota. Segir í Lög- birtingarblaðinu, að þeir, sem telja til skulda í búi ALÚT, skuli lýsa kröfum sínum innan 4 mánaða. HEKLAN VIÐGERÐ NYRÐRA VEGNA GALLA Viðbót Kísiliðjunnar í gagnið eftir 3 vikur EJ—Reykjavík, þriðjudag. í næstu viku verður viðbótin við Kísliiðjuna' tengd við núverandi verksmiðju, en það verk tekur um tvær vikur. Ætti framleiðsla Kísil iðjunnar að geta hafizt að nýju í byrjun april. Með stækkun Kísiliðjunnar auk ast afköst hennar um ca. helminig, eða úr 12 þúsund tonnum á ári í 23—24 þúsund tonn. Á síðasta ári nam framleiðsla Eísiliðjunnar 8000 tonn-um, að verðmæti um 80 mi'lljónir króna. Það sem af er þessu ári hafa um 2000 tonn verið framleidd. SMYGLAÐ ÁFENGI í SKÓGARFOSSI OÓ—Re.vkjavík, þriðjudag. Tollþjónar fundu rúmlega 200, flöskur af smygluðu áfcngi um borð i Skógarfossi um helgina. Langmestur hluti þessa er 75% vodka. Einnig fundust nokkr ar flöskur af genever. Smygl þetta var vel íalið, en þó ekki nógu vel fyrir athugulum augum tollvarða. Einn skipverja játaði að eiga áfengið. Nýr sendiherra Tékkóslóvakíu Nýskipaður sendiherra Tékkó- slóvakíu, Jozef Kríz, ambassador, afhenti í dag forseta ísilands trún aðai'bréf sitt í skrifstofu forseta í Alþingishúsinu, að viðstöddum utanríkisráðherra. Síðdegis þágu sendiherrann og kona hans heim boð forsetahjónanna að Bessastöð um ásamt noklkrum fleiri gestum. Reykjavík, 10. marz 1970. Skrifstofa forseta íslands Fyrlr alllöngu kom upp eldur á olíuborunarpramma suður af sfrönd Louisiana í Bandarikjunum. Stöðugt hefur verið unnið að því að reyna að slökkva eldinn, en það gengið heldur erfiðlega. í fyrradag tókst slölkkviliðsmönnunum að slökkva eldinn, að þvi er þeir töldu, en hann blossaði upp aftur eftir sex mínútur. / r BIOMIÐAR HÆKKA UM 5 KRÖNUR KJ—Reykjavík, þriðjudaig. Verðlagsstjóri hefur auglýst, að ákveðið hafi verið að fella niður hámarksverð á aðgöngu miðum að kvikmyndahúsum, og er kvikmyndaliúsaeigendum því héðan í frá frjálst að hækka eða lækka verð miðanna að vild. Fyrst í stað rnuri almennt miðiaverð hæfcka úr 70 krón um í 75 krónur, og er þar að- eins um að ræða söluskatts- hækkunina, eða rúmlega það. Eftir sem áður mun í fullu gildi sú hótun nokkurra kvik myndahúsa, að loka, fái þeir ekki iteiðréttingu mála simna, og eiga þá við þann mikla hluta af miðaverðinu, sem fer í skemmtanasikatt. Hafa kvik- myndahúsaeigendur átt við- ræður við men ntamátará'ðherra um þetta mál, en sem kunnugt er þá er nokkurt misræmi í þessu milli kvikmyndahúsa, þar sem sum þurfa ekki að greiða skemmtanaskatt, en að baki þeim standa stofnanir sem stat'f i í þágu almennings. Larsen vann biðskákina gegn Friðrik eftir 16 leiki: „STAÐA MÍN REYNUIST VERRI EN ÉG HÉLT“ EJ—Reykjavík, hriðjudag. Bengt Larsen vann biðskákina gegn Friðriki Ólafssyni í dag, og er því með 6 vinninga eftir fyrri hluta mótsins, en Friðrik í öðru sæti með 4 og hálfan vinning. „Biðskákin reyndist mér mun óhagstæðari en ég hafði talið fyrirfram“, — sagði Friðrik i kvöld. — „Ég tapaði snemma peði, og okkur Larsen kom saman um að þetta væri vonlaust. Hann hefði þurft að leika mjög af sér til að tapa skákinni. Ég gaf hana því eftir 16 leiki.“ Friðrik sagði, að dagurinn í dag hefði verið sinn fyrsti frí dagur síðan mótið hófst, en á morgun hefst síðari hluti móts ins og teflir hann þá við Donn er og hefur hvítt. 2. umferð er á fimmtudag, en biðskákir Framhatrt * Ols 14 2 fyrstu skákir Friðriks í Lugano — bls. 2 FriSrik Ólafsson OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Gallar hafa komið fram í undlr byggingu þriggja hjálparvéla í m. s. Heklu. Voru gallarnir svo alvar- legir að ekki var talið hægt að halda áfram að sigla skipinu þvi hætta var á að vélamar eyðilegð- ust gjörsamlega. Uimið hefur verið að viðgerð á skipinu í vikutímai á Akureyri. Fer viðgerðin fram í Slippstöðinni, en þar var skipið smí'ðað. Jafnframt er unnið að lag færingu á fleiri göllum, sem fram hafa komið. Má þar nefna að frysti lestin sem er 8 þús. rúmfet „leiddi út“ og náðist ekki upp frost í lestinni þótt frystivélar væru í fullum gangi. Guðjón Teitsson, forstjóri Skipa útgerðar ríkisins, sagði í viðtali vi!ð Tímano í dag, að undirbygging hjálparvélanna hefði ekki verið nægilega góð og hefði komið fram óeðli'leg h'reyfing á vélunum Oig hætta á að þær eyðilegðust hefði ekki verið að gert, en þessir gall ar komu fljótlega í ljós, þegar far- ið var að sigla skipinu. Búnaður -frystilestar og einangr un var í óviðunandi ástandi. Hef ur verið unnið ósleitilega áð við gerð á þessum galla jafnframt lag færingu á undirstöðum vélanna. Pleiri gallar hafa komið í ljós. Frágangur á stýrisvél var ekki nógu góður. Þurfti að fá sendan hlut frá Danmörku með það fyrir augum að fá stýringu skipsins í eðlilegt horf. Einnig er nú verið að setja á útsláttarrofa fyrir hlið arskrúfu og ffleLri lagfæringar hafa farið fram. I Slippstöðini á Akureyri er í smíðum annað skip fyrir Skipa útgerð ríkisins og er það smíðað eftir sömu teikningu og Hekla. Standa vonir til að það skip verði tiilbúið seint á þessu ári. Flugumferðastjórar segja upp starfi EJ—Reykjavík, þriðjudag. Um 60 flugumferðarstjórar á Keflavíkurflugjvelli, Reykjavíkur- flugvelli og nokkrum flugvöllum öðrum á landlnu 'iafa sagt upp störfum sínum hjá ríkinu frá L marz s. 1. Uppsagnarfrestur er 3 mánuðir, og eru þeir því lausir úr störfum smum 1. júní — ef ekki hefur náðst samkomulag milli þeirra og ríkisins fyrir þann tima. Deila flugumfei'ðastjóna við ríkið snýst um óviðunandi ástand í öryggismálum og launakjörin. Fyr- ir skömmu sagði annar hópur ríkis starfsmanna upp störfum vegna óánægju nict launiafcjör, en það voru fréttamenn hjá hljóvarps- deild ríkisútvarpsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.