Tíminn - 11.03.1970, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. marz,1970.
TÍMINN
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson. Jón Helgason og Tómas
Karisson. Auglýsingastjórl: Steingrímur Gíslason Ritstjórnar-
skrifstoíur i Edduhúsinu, simar 18300—18306 Skrifstofur
Bankastræti 7 — Afgreiðslusimi: 12323 Auglýsingasimi: 19523.
Aðrar skrifstofur simi 18300. Áskrifargjald kr. 165.00 á mán-
uði, innanlands — f lausasölu kr. 10.00 eint. Prentsm. Edda hf.
Mannvirðingar
og „rógur“
Er ekki eitthvað orðið bogið við „sýstemið“, þegar svo
er komið, að það er talinn rógur og illmæli um mann'
að telja upp mannvirðingar hans?
í leiðara Alþýðublaðsins í fyrradag er Tíminn sakað-
ur um siðlausa blaðamennsku og róg og illmæli í garð
Tómasar Vigfússonar fyrir það eitt að telja upp nokkr-
ar helztu mannvirðingar hans og segja hann vænsta
mann þar að auki og í miklu áliti hjá ráðherrum Alþýðu-
flokksins! Þetta er stórhneykslanlegt að dómi Alþýðu-
blaðsins.
En af hverju er þetta hneykslanlegt? Það getur ekki
verið hneykslanlegt að telja upp mannvirðingar einstakl-
ings nema að svo sé búið að hlaða embættum og trún-
aðarstörfum á hann, að fjöldi embættanna sé orðinn svo
mikill — einnig að dómi Alþýðublaðsins, — að það sé
orðið meiðandi fyrir þá, sem hlaðið hafa þessu öllu á
manninn. Önnur skýring verður vart á þessu fundin,
og þar með tekur Alþýðublaðið á vissan hátt undir þá
skoðun Tímans, að því séu takmörk sett, hvað hægt
er að hlaða mörgum trúnaðarstörfum í almennings-
þágu á einn mann.
Þetta fyrirbrigði er líka orðið óþolandi og það hefur
Tíminn sagt áður, að í þessu efni séu allir stjórnmála-
flokkar sekir, og sú staðreynd á ekki að verða til þess
að öllum fallist hendur, heldur einmitt til þess að sanna
mönnum, hve rík nauðsyn er til, að allir taki höndum
saman um að spyrna við fótum og setja um þessi efni
skynsamlegar reglur. Vonir um það veikjast hins vegar
við þessi ummæli í leiðara Alþýðublaðsins í gær: „Vissu-
lega er þaS rétt, að varast ber að fela einstökum mönn-
um of mikil völd, ekki sízt í litlu þjóðfélagi. En hinu má
hetdur ekki gleyma, að einmitt í litlu þjóðfélagi er iðu-
lega sííortur á hæfum mönnum til vandasamra starfa..
í stað „litlu þjóðfélagi“ ætti auðvitað að standa þarna
„litlum flokki“ eða „Alþýðuflokknum“, en draga verður
í efa, að ungir menn í Alþýðuflokknum vilji þrátt fyrir
allt fallast á þá skoðun, að þar sé svo yfirþyrmandi skort-
ur á hæfum mönnum, að stappi nærri neyðarástandi!
Hitt skal Alþýðublaðið vita gjörla, að gefnu tilefni, að
Tíminn ætlaðist ekki síður til siðbóta í Framsóknar-
flokknum í þessum efnum en öðrum flokkum og mun
síður en svo kveinka sér nokkuð, þótt Alþýðublaðið birti
lista um mannvirðingar Framsóknarmanna. Þær verða að-
eins framlag AlþýðublaCsins til að sanna fólki nauðsyn
þess að spyrnt sé við fótum.
Dylgjur
í leiðara Alþýðublaðsins í fyrradag er einnig dylgjað
um misferli í sambandi við gjaldeyrisviðskipti Sambands
íslenzkra samvinnufélaga. Um það mál veit Tíminn ekk-
ert, en skorar á Alþýðublaðið að leggja öll spilin á borð-
ið og draga ekkert undan. Tíminn krefst þess að hvers
konar misferli í fjármálalífi verði upplýst og upprætt að
réttum lögum og reglum, hvar sem þau koma upp og
hvaða einstaklingar eða félög sem eiga í hlut. Mun Tím-
inn ekki dæma það vægar en aðrir, ef dylgjur Alþýðu-
blaðsins eiga við einhver rök að styðjast. Það er hins
vegar í hæsta máta ósmekklegt af málgagni banka- og
viðskiptamálaráðherra, æðsta yfirmanns gjaldeyrismála,
að vera með slíkar dylgjur 1 stað þess að nota hin hægu
heimatök og upplýsa málið. Það eru slíkar óþarfa dylgj-
ur. sem eru siðleysi í blaðamennsku, og skorar Tíminn á
Alþýðublaðið að gera þar bragarbót. TK
ERLENT YFIRLIT
Wallace telur sigurvænlegt að
láta Ijósmynda sig með Calley
Tekst honum að sigra í prófkjörinu í Alabama í maímánuði?
WALLACE og CALLEY
A HAUSTI komanda munu
fara fram fcosningar til fulltrúa-
deildar Bandaríkjaþingsins og
þriðj ungs öldungadeildarinnar.
Þá fer fram ríkisstjórakjör í
mörgum fylkingum. Það er
venja, að í slíkum kosningum,
sem fara fram á mdðju kjör-
tímabili forsetans, að andstseð-
in-gar hans vinni heldur á. Nú
þykir hins ^egar ekki ólífclegt,
að repuiblikanir vinnd á í full-
trúadeildarkosndngiunum og
jafnved í hinum kosningunum
einnig. Ef niðurstaðan yrði sú,
yrðd það talin mikill persónu-
legur sigur fyrir Nixon forseta,
þar Sem þetta yrði mest þakk-
að vinsældum hans. Ef marka
má skoðanakannanir nýtur Nix
on nú fylgis mikils meirihluta
kjósenda og Agnew varaforseti
er orðinn sérstakt dálæti hœgri
manna.
Þrátt fyrir þetta, getur svo
farið, að sitthvað gangi á móti
Nixon í þessum kosningum. Ef
til vill gæti það reynzt honum
alvarlegast, ef George C. Wall-
ace, fyrrum ríkisstjóri , Ala-
{3 bama, næði endurkosningu þar
sem ríkisstjóri. Wallace bauð
úg fram sem frambjóðandi hægri
sinnaðs flokks í forsetakosning-
unum 1968 og fékk um 10
millj. atkvæða. Nái hann nú
kosndngu sem ríkisstjóri í Ala-
batna hefur aðstaða hans
styrkzt til að bjóða sig fram aft
ur í forsetakosningunum 1972.
Framboð hans þá, gæti dregið
að nýju mikið fylgi hægri
3 manna frá Nixon og þannig
teflt endurkosningu hans í
bæititu. Aðstaða Wallaces mun
hiris vegar veikjast verulega, ef
honum mistekst að ná endur-
kosnimgu í Alabama.
WALLACE var kosinn ríkis-
stjóri £ Alabama 1962 og gegndi
þvi starfi 1963—67. Hann vann
sér þá mikla aðdáun hægri
manna söbum þess, að hann
bairðist harðlega fyrir aðskiln-
aði hvítra manna og svartra,
einfcum þó í samibandi við
kennslu. Vegna stórnarskrár
Alabama gait hann ebki boðið
sig fram aftur 1966, því að
ríkisstjóri þar má aðeins gegna
embættinu 1 eitt kjörtímabil í
senn. Hann tók það þá til ráfðs
að bjóða fram konu sína og
náði hún auðveldlega kosningu
söbum vinsælda manns síns.
Hún gegndi hins vegar ekki
lengi embættinu, því að hún
lézt af völdum kxabbameins
rúmu ári síðar. Þá tók við
emibættinu vararíkisstjórinn,
Albert Brewer að nafni, sem
var mikill aðdáandi Wallaees.
Hann befur reynzt vel og gef-
ur nú kost á sér sem ríkis-
stjóri. Milli hans og Wallace's
hefur því myndazt fullur fjand-
skapur. Þeir munu nú keppa í
prófkjöri hjá demókrötum, sem
fer fram 5, maí næstkomandi.
Sá þeirra, sem vinnur þar, er
talinn eiga örugga kosningu í
sjálfu rík'isstjórakjörinu, sem
fer fram í nóvember næstk.
FLJÖTT á litið, mætti álíta,
að Wallace væri öruggur um
sigur, siökum hinna miklu vin-
sælda, sem hann hefur áður
notið í Aiabama. Þá er þalð ekfci
talið alveg víst. Kjósendur í
Alabama eru 1.6 millj. og þar
af eru 300 þús. svertinigjar.
Það þykir víst, að þeir fylki
sér um Brewer. Þá hefur
Brewer stuðning þeirra
hvítra demókrata, sem tilheyra
frjálslyndari artni flokksins.
Ef til viil mun það þó reynaast
honum mikilvægast, að repu-
blikanar eru taldir líklegir til
að yfirgefa flokk sinn og fylkja
sér um hainn í prófkjörinu. Þar
þykir kenna ráða Nixons, því
að tapi Wallace prófkjörinu,
verður hann hættuminni and-
stæðin-gur í farsetakosningun-
um 1972.
Annars segir Wallace nú, að
hann muni gegna ríkisstjóra-
embættinu allt kjörtímabilið,
f hann nær kosningu. Þetta
gerir hann tii þess að hnekkja
þeim áróðri, að hann sé fyrst
og fremst að hugsa um að
skapa sé: betri aðstöðu til
framboðs 1972. Þessum yfirlýs-
ingum hans er hins vegar trúað
varlega, þvi að Wallace hefur
oft áður gefið yfirlýsingar, sem
hann hefur talið sig geta vikið
frá, ef honum hefur boðið svo
við að horfa.
WALLAGE hefur nú hafið
kosningaiharáttuna af fullum
krafti. Hann reynist enn sem
fyrr slyngur áróðursmaður.
Hann notar sér kynþáttamálin
sem fyrr, en jafnframt varar
hann við undanhaldi fyrir
kommúnistum, einkum í Viet-
nam. Þá ræðst hann á stór-
kapítalismann og lýsir sig sam
herja þeirra, sem ekki hafi
alltaf rivítan flibha um hálsinn.
Wallace er enn sem fyrr lag-
ir.n við það að vekja á sér at-
hygli. Nýlega átti hann t. d.
viðtal við William L. Oalley,
liðsforingja, sem er ásakaður
fyrir fjöldaimorðin í My Lai.
Blöðin birtu á eftir myndir af
þeim Wallace og Calley, ásamt
viðtali við Calley. Wallace
sagði á eftir, að menn skyldu
dæma Calley varlega, unz allir
málavextir væru upplýstir, og
ekiki hlaupa eftir sleggjudóm-
um vinstri blaðanna. Hermenn
Bandaríkjanna í Vietnam ættu
hina erfiðustu aðstöðu og væri
oft erfitt að þekkja í sundur
samherja og fjandmenn. Og svo
ólíklegt sem það kann að þykja,
á þessi skoðun verulegt fylgi í
Bandaríkjunum, enda hefði
Wallace efcki að öðrum kosti
látið ljósmynda sig rneð Oalley.
ÞJ>.