Tíminn - 11.03.1970, Síða 16
I
mmm
MlSvtkudagur .11. marz 1970
Sjdösstofnun
jafna
aðstöðumun skólanemenda
SKB—Rcykjavík, þriðjudag.
I daig var lagt fram á Alþingi
frumvai-p til laga um námskostnað
arsjóð. Á hlutverk þess sjóðs að
vera að veita námsstyrki nemend
um í skólum landsins, er dvelja
fjarri heimilum sínum meðan á
námi stendur. Tekjur sjóðsins
eiga að vera1 gjald á allar vörur
frá Áfengis- og tóbaksvcrzlun rík-
isins og á öl og gosdrykki. Á
þetta gjald að nema 5% af sölu
verði varanna. Auk þess skal ríkis
sjóður leggja fram fé er ncmur
kr. 150,00 á hvern íbúa landsins.
Flutningsmenn frumvarpsins eru
Sigurviii Einarsson og Ingvar Gísla
son.
Skal námskostnaðarsjóður vera
undir yfirstjórn m-enntamálaráð-
-herra og stjórn hans skipuð sjö
mönnum kosnum í sameinuðu Al-
þingi tiil fjögurra ára í senn.
Skal stjórnin a-nnast fjárreiður
sjóðsins o-g úthiuita námsstyrkj-um,
o-g skal við úthlutunina fy-rst og
fremst meta, -hversu mi'klu -m-eiri
BLADBUROARFÓLK ÓSKAST
í Vesturbæinn. Upplýsingar á afgreiðslu blaSsins,
Bankastræti 7, sími 1 23 23.
námskostnaður -þ-eirra nemenda er,
sem d-v-elja fjarri heimálum sínuim,
en hinna, sem stunda námið heim
a-n frá sér daglega.
I greinai'igerð með frumvarpinu
segir m-eðal annars að þjóðfélag
inu be-ri skylda tii að nema brott
aðstöðumu-n þeirra n-emen-da s-em
geta stundað skólanám heiman frá
sér, og hinna sem þurfa að sækja
langt til að a-fla sér m-enntunar.
Og verði það ekki gei't muni að
því kom-a að skólarnir verði aðal
leg-a fyrir þá sem við skólavegg
ina búa. Ekki liggi fyrir upplýs
ingar um þ-að hve mikill fjöldi
skólan-em-enda verði að hv-erfa
frá heimilum sínum til náms, og
ekki sé það hcldur vitað hve miklu
dýrar-a þa-ð er.
Þótt þessi sjóðsstofnun jafni e-kki
að fullu -fjárhaigslegan aðstöðumun
S'k'óla’nemenda sé mi-kilverðum
áfanga náð. Almenn-ur áhug: sé
á því aið leysa þennan vanda
og nú sé kornið til kasta Aiþi-ng
is að veita þessu máli liðsinni.
Breytingum á flóabátnum Baldri senn aS Ijúka
FARÞEGATALA NÆR ÞRE-
FALDAÐIST SÍÐASTA ÁR
SJ-Rey-kjavík, þriðj-udag.
Senn fer að ljúka breytingum á
flóabátnum Baldri frá Styikkis-
hólmi í Slippstöðinni á A-kureyri.
Baldur hefur undanfarin ár verið
í áætl-unarferðum yfir Breiðafjörð
með viðkomu í Flatey, en einnig
annast aðra flu-tninga. Á síðasta
ári nær þrefaldaðist tala þeirra,
sem ferðuðust með skipinu frá
Stykki-shólmi til Brjánslækjar í
Vatnsfirði á Barðaströnd og öfugt.
Var ekki hægt að anna eftirspurn
og hefur nú verið ákveðið að
fjölga á-ætlunarferðum.
Baldur hef-ur verið lengdur um
3.20 metra og lúguútbúnaður end-
urbættur. Fyrir breytinguna gat
skipið flutt 6 bíla í ferð en nú
12. Er þá miðað við fólksbifreið-
ar.
Farþegum með Baldri gafst í
fyrrasumar kostur á að sigla til
Flateyjar frá Stykkishólmi, hafa
þar um 3ja klukkustunda viðdvöl
meðan báturinn fór til Brjáns-
lækjar, en halda siðan til sömu
hafnar. Nutu þessar ferðir vin-
sælda og voru þeir margir, sem
notfærðu sér þær. Verður sá hátt
ur einnig hafður á í sumar. í leið-
inni er siglt hjá Klakkeyjum.
Frá því í október og fram í
júní 'eru ferðir Bald-urs einu sinni
í vi-ku, á mánudögum. 20. júní
hefjast laugardagsferðir, sem
verða fram í septemiberlok. En í
tvo m-ánuði um hás-umarið, 3. júlí
til 29. ágú-st verða ferðir um
Breiðafjörð þrisvar í viku, þá
einnig á föstudögu-m.
f fyrra var fj-argjaldið milli
Stykkishólms og Brjánslækjar 100
krónur. En 500 krónur ko-staði að
flytja bifreið.
Skoðanakönnun Framsókn-
armanna lokið á Selfossi
JRH-Selfossi, þriðj-udag.
Á laugardaginn og sunnuda-g-
inn fór fram sk-oðanakönnun
Framsóknarmanna til undir-
búnings hreppsnefndarkoíning-
u-m. Kjósendur áttu að velja
sjö nöfn úr lista með 29 nöfn-
um. Úrslit urðu þau, að efstur
í prófkjörinu varð Sigurður
Ingi Sigurðsson oddviti með
1387 stig. Annar varð Haf-
steinn Þorvaldsson með 731
stig, þriðja Arndís Þorbjarnar-
d-óttir með 714 sti.g, fj-órði Si-g-
urfinnur Sig-urðsson með 598
Stig, fimmti Kri-stj'án Finnboga-
son, með 530 stig, sjötti Eggert
Jóhannsson með 330 stig og sjö-
undi Hjalti Þórðarson með 327
stig.
Einni-g áttu þátttakendur að
mæla með framibjóðanda til
sýslunefndar ag varð efstur
Hjalti Gestsson, ráðunautur,
með 114 atkvæði. Þátttaka varð
töluverð og greiddu alls 267
manns atkvœði.
Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík:
PROFKJÖRIÐ AÐEINS BIND-
ANDIUM ÞRJÚ EFSTU SÆTI
EJ—Reykjavík, þriðjudag.
í dag urðu kunn úrslitin í próf
kjöri Sjálfstæðismanna í Reykja
vík. Fjórir þeirra, sem nú ciga
sæti í borgarstjórn fyrir flokkinn,
náðu kosningu í átta efstu sætin
(SjálfstæðisflokkuriiHi hefur 8
borgarfulltrúa). EiniT varámaður
fór upp og þrír nýir menn komu
inn. Af núverandi borgariulltrúum
flokksins voru tveir ekki með í
prófkjörinu, en tveir náðu ekki
kosningu sem aðalinenn.
í prófkjöri-nu, sem var opið
öllum, igreiddu 6960 atkvæði, en
þar af voru 6833 atkvæði gild.
Kosið var í átta aðalsæti og
sjö varasæti. Prófkjörið skyldi
vera bi-ndandi, ef 30% af -kjörfytgi
flokksins í síðu-stu kosningum
kæmi á kjörstað, og varð svo. Hms
vegar var annar varnagli: kos-ning
í aðals-æti skyldi því aðeins vera
gild, að hver maður fengi a.m.k.
50% greiddra atkvæða í aðalsæti.
Aðei-ns þrír efstu mennirnir í
prófkjörinu uppfylla síðara skil-
yrðið, en það eru þeir Geir Ha-11
grímsson, sem v-ar í fyrsta sæti,
Birgir fsl-eifur Gunnarsson, sem
var í öðru sæti, og Ólafur B.
Thors, se-m var í þriðja sæti.
í fjórða sæti varð Úlfar Þórðar
son iæk-nir, sem á sæti í borgar
stjórn, í fim-mta sæti Gísli Hall
dórsson, sem einnig er £ borgar
stjóm, í sjötta sæti Kristján J.
Gunnarsson, s-em er varamaður 1
borgarstjórn nú, í sjöunda sæti
Albert Guðmundsson, stórkaupmað
ur, sem er nýr á lista Sjálfstæðis
flokksins, og í áttunda sæti Mark-
ús Örn Antonsson, fréttamaður,
sem er einnig nýr.
Tveir borgarfuliltrúar flokksins
gáfu ekki kost á sér í prófkjörið,
en það voru Auður Auðuns og
Þórir Kr. Þórðarsom.
Þeir tveir borgarfulltrúar, sem
nú féllu niður í varasæti, eru
Gunnar HeLgason, starfsmaður hjá
flofcknum, sem lenti í 11. sæö, og
Bragi Hannesson, ban'kastjóíri, sem
lenti í 13. sæti.
KYNNINE FRAMBJODENDA
REYKJAVIK
verður á fimmtudagskvöld í Framsóknarhúsinu, Fríkirkjuveg
Kynninqarfundur frambjóðenda í skoðanakönnun
Framsóknarmanna í Reykjavík verður haldinn í Fram-
sóknarhúsinu við Fríkirkjuveg (Glaumbæ) fimmtudag-
inn 12. marz og hefst hann kl. 8.30.
Kynningarfundurinn verður um leið félagsfundur
Fremsóknarfélags Reykjavíkur og Félags ungra fram-
sóknarmanna í Reykjavík, og verða nýir félagar teknir
inn í félögin.
Framsóknarfélag Reykjavíkur og FUF i Reykjavík.
Hringborðsráðstefna
með ungu fólki
á vegum Sambands ísl.
bankamanna
EJ—Reykjavík, j-riðjudag.
í kvöld hófst á vegum Sam-
bands ísl. bankamanna Hringborðs
ráffstcfna með ungu fólki, og fjaU
ar ráðstefnan um það, sem er að
gerast í æskulýðsmálum banka-
manna. Ráðstefnuna sitja banka
menn innan við þrítugt, og eru
þeir um 30 talsins frá öllum bönk-
um og sparisjóðum í Reykjavík.
Stjórniandi rá’ðstefinunnar er
Ólafur Ottósson, sem á sæti í
stjórn SÍB, en hann sat nýverið
þing norrænna ba-nkaman-na fyrir
hönd SIÍB.
Á ráðstefnunni verrða fluttir
fyrirlestrar og þátttakendum skipt
í umræðuhópa. Námskeiðinu lýk
ur á fimmtudaginn.
Borgarmálanámskeið
Félagsmálaskólans
í kvöld miðvikudag 11. marz
talai Páll Lindal, borgarlögmað-
ur, um stjórnkerfi borgarinnar.
Fundir skólans eru að Hring-
braut 3t), og hefjast kl. 20,30. —
Aliii eru velkomnir á fundina.