Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.11.2005, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 21 www.zendium.no STYRKIR VARNIRNAR Í MUNNINUM zendium inniheldur mild efni sem vinna með náttúrulegum hreinsi- eiginleikum munnholsins. Nýja zendium tannkremið inniheldur ensím, zink og colostrum (broddmjólk) og veitir tönnunum mjög góða vörn gegn bakteríum. Með zendium tannkremi verður tannhirðan hvort tveggja í senn, mild og árangursrík. Prófið einnig nýja tannkremið Fresh+White Hvítari tennur Frísklegt bragð Inniheldur zink sem vinnur gegn andremmu zendium er milt á bragðið og freyðir lítið en er engu að síður öflugt tannkrem. zendium virkar vel þótt það freyði lítið vegna þess að góð tannhirða snýst ekki um mikla froðu og bragð. Getur milt tannkrem verið árangursríkt? Án triclosan fyrir fljótfærni og virðingaleysi gagn- vart íbúum úthverfanna. Óttuðust margir að erfitt myndi reynast fyrir tvo valdamestu menn ríkisstjórnar- innar að ná samkomulagi um lausn á upplausnarástandinu. Viku eftir upp- haf óeirðanna virðast þeir þó loksins sjá hag sinn í því að vinna saman og setja ágreiningsefni sín til hliðar til að vinna á mikilvægari vandamálum. Villepin og Sarkozy, sem báðir koma úr hægri flokknum UMP, berj- ast um athygli fjölmiðlanna og hafa háð stríð um vinsældir kjósenda og flokksmanna sinna um nokkurt skeið. Talið er að þeir munu báðir ásælast forsetastólinn í næstu kosningum ár- ið 2007 og nota þeir því hvert tæki- færi til að sanna yfirburði sína yfir hvor öðrum. Tvær fylkingar hafa myndast að baki þeim og hefur því verið haldið fram að forseti landsins, Jacques Chirac, hafi sett Villepin í embætti gagngert til þess að koma í veg fyrir að Sarkozy næði markmiði sínu, að verða forseti Frakklands. Innkoma Villepin í frönsk stjórn- mál er óvenjuleg. Hann er virtur í við- skiptalífinu en hefur aldrei verið kos- inn á þing eða í embætti og hafa sumir þingmenn bent á að hann þyki á stundum hrokafullur. Hann er þó frekar vinsæll meðal almennings, er ósjaldan á síðum slúðurblaðanna og hefur fjölskyldu hans verið líkt við konungsfjölskyldu Frakklands. Sarkozy á dygga stuðningsmenn í flokknum þó forsetanum sjálfum virðist ekki vel við hann. Harðar að- gerðir hans í innanríkismálum hafa hlotið góðan hljómgrunn, sérstaklega í röðum hægrimanna. Aftur á móti hafa vinsældir hans meðal almenn- ings dvínað og þykir ljóst að liður í óánægju íbúa úthverfanna séu við- brögð innanríkisráðherrans sem þyk- ir nokkuð harðorður og fordómafull- ur. Á þingflokksfundi í vikunni var mikil spenna meðal þingmanna hægri flokksins UMP, þar sem innkomu Villepin inn í salinn var fálega tekið en Sarkozy gekk inn undir dynjandi lófataki. Villepin tók fyrir að rætt yrði um aðför hægri handar hans, jafnréttisráðherrans Azouz Begag, að Sarkozy vegna umdeildra um- mæla hins síðarnefnda fyrr í vikunni og bað þingmenn að hætta að gagn- rýna ríkisstjórnina og koma heldur með uppbyggilegri lausnir. Þótti ræða forsætisráðherrans vera í meira lagi yfirlætisfull og virðast margir í þingflokki UMP styðja frekar tillögu Sarkozy um „ákveðni og hörku“ gagnvart ofbeldisseggjum óeirðanna. Það virðist þó einnig vera samdóma álit þeirra að málið sé vandmeðfarið og að mikilvægt sé að setja ekki öll ungmennin undir sama hatt. Margir þingmannanna sýndu óánægju með auðsjáanlega óeiningu ráðherranna tveggja og fóru fram á að Villepin og Sarkozy settu ágreiningsmál sín til hliðar til að takast á við það sem gæti annars orðið að alvarlegri stjórnar- kreppu í landinu, enda væri enn langt í forsetakosningar. Þeir virðast loks hafa náð samkomulagi um að vera sammála eftir stormasama viku og vinna nú saman að áformum um lausnir fyrir stöðugleika í úthverfun- um. Áætlað er að tillögurnar verði kynntar fyrir lok mánaðarins, að beiðni forseta Frakklands, Jacques Chirac. Reuters Vegfarandi virðir fyrir sér bifreiðar, sem kveikt var í Sevran-úthverfinu. sara@mbl.is Fáðu úrslitin send í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.