Morgunblaðið - 06.11.2005, Side 34

Morgunblaðið - 06.11.2005, Side 34
34 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Geisladiskur með hátíða- og aðventutónlist kominn út. 9/05 14:06 Page 1 KarlakórinnHeimir Óskar Pétursson, Gunnar Þórðarson og fleiri TÓNLISTAR- & SKEMMTIDAGSKRÁ SALNUM,Kópavogi Föstudagskvöldið 11. nóv. kl. 20:00 Laugardag 12. nóv. kl. 16:00 og kl. 20:00 Forsala aðgöngumiða í Salnum www.salurinn.isN ÝP RE NT Öll gild umræða er skarar listir afhinu góða, sömuleiðis fagleg ogupplýsandi rýni á einstaka við-burði, því fjölþættari og sveigjan-legri sem birtingarmyndin er þeim mun betra. Auðvitað skiptar skoðanir um eðli gildrar umræðu, hvað sé fagleg listrýni, jafnframt hve lengi einn og sami maðurinn geti leyft sér að fjalla um þessi viðkvæmu og flóknu mál á opinberum vettvangi og hve óskeikult vald hann er talinn hafa með skrifum sínum. Þetta hefur skarað umræðuna og kom Þórunn Sigurðardóttir inn á það í framsöguerindi sínu á málþingi Lesbókar fyrir skömmu, býsnaðist einkum yfir þrásetu nokkurra gagnrýnenda Morgunblaðsins. Hittir mig helst sem í bráðum fjóra áratugi hef verið virkur listrýnir, þótt svo komið hafi ég að mestu horfið frá almennri rýni, þótti auðsætt að einkanlega var hvati framslátt- arins hörð gagnrýni mín á meinta einstefnu myndlistar á síðustu listahátíð í vikulegum Sjónspegli, taldi hana eiga höfuðsök á litlum við- brögðum listunnenda og almennings í það heila. Myndlistin sem átti að vera á oddinum að þessu sinni sannast sagna mjög aftarlega ef ekki langaftast hvað aðsókn snerti þrátt fyrir gagn- gerðari markaðssetningu, meiri hávaða, lúðra- þyt og trumbuslátt í upphafi en í allri sögu listhátíðar, Picasso og Chagall sýningarnar ekki undanskildar. Var oftar en ekki einn í sýning- arsölunum á sunnudagsyfirferðum mínum, yfir- litssýningar á verkum Dieter Roth þó undan- skildar, nema í sal Orkuveitunnar. Meira mun einnig hafa verið kostað til dagskrárliða en áður og fleiri erlendum áhrifamönnum smalað til landsins, þeim jafnvel boðið í flugferð á milli sýninga úti á landi með forseta landsins innan- borðs, telst þetta þó listahátíð höfuðborgar- svæðisins og veit engin dæmi um að færa þann- ig samtímis út mörk staðbundinna listahátíða. Hlustað á það sem vísum hraut af munni sem um véfréttina í Delfi væri að ræða, spekinni samviskusamlega slegið upp í fjölmiðlum og mun hafa gengið manna millum í öldurhúsum meðan lifði nætur eftir heimkomuna, sem og næstu daga. Nærtækt að hugleiða hvað hægt hefði verið að styrkja marga innlenda listamenn fyrir þá upphæð sem fór í stúss kringum útlend- ingana, gefa þeim færi á að helga sig listinni ein- vörðungu í fimm, tíu til fimmtán ár, sem ég teldi stóran lið í útrás myndlistar, jafnframt koma grafíkverkstæðinu í gagnið. Íslenskir mynd- listarmenn sitja nefnilega alls ekki við sama borð og til að mynda skandinavískir í þeim efn- um né hvað almenn mannréttindi varðar. Því miður er skrifari við gefnar aðstæður ekki hlutgengur á málþingum hérlendis, þar sem ekki eru til varamálstúlkar, en hyggja mín að sljákkaði í talfærum kokhraustra ef raunin til andsvara væri hverju sinni svo gæfuleg. Aust- ur-Þjóðverjar leystu annars þetta vandamál fyrir 37 árum og gerðu mig um árabil hlutgeng- an til jafns við aðra, fullgildan á alþjóðlegum fundum og pallborðsumræðum. Ýmislegt mögulegt ef liðlegheit, viska og hugvit eru fyrir hendi. Þá vill margur steingleyma á hvaðabreiddargráðum landið er, fámenniþjóðarinnar og aðstæður þeirra semtaka að sér að rýna í listir. Langt í frá samanburðarhæft við til að mynda Kaupmanna- höfn, hvað þá París, London og New York. Lík- ast til verða menn að setja sig í nýjar stellingar á hverjum stað því enginn alþjóðlegur staðall til annar en aðstæður og umhverfi. Einnig gefur auga leið að önnur viðhorf þróast í 10 milljón manna borg en 120.000 – og 250 milljón íbúa landi en 280 þúsund og allt þar á milli. Einnig vill mönnum yfirsjást að hér er yfirleitt um ígrip frá öðru að ræða, starfið illa launað og óvinsælt, gagnrýnendur án almennra réttinda á vinnu- markaði, þar allt í lausu lofti, og því lengur sem viðkomandi endist í starfi þeim hatramari verð- ur undirróður óprúttinna. Sýnu lakast að þeir sem helst eiga að geta tekið vel meintri og ígrundaðri umfjöllun eru hér einna hörundsár- astir eins og nefnd Þórunn sem og einsýnir safnstjórar sem helst vilja hafa bein áhrif á hvernig fjallað er um framkvæmdir á þeirra vegum og hverjir veljist þar til starfa. Má vera nokkuð ljóst að þeim minna og frumstæðara sem þjóðfélagið er því erfiðara er að koma við hlutlægri rýni, og um hreinar undantekningar að ræða að einhverjir þrái sérstaklega að sitja sem lengst í stóli listrýnis! Stórum algengara að menn hverfi sem fyrst af hólmi er þeir átta sig á hvað þeir hafa tekið sér fyrir hendur, eða hafi orð Hávamála að leiðarljósi; „menn skulu mæla þarft að þegja“. Einnig sýnu erfiðast að finna hæfa menn sem vilja taka starfið að sér sem gera það einvörðungu á faglegan og hlutlægan hátt. Sjálfur er ég langtífrá í hópi sjálfskipaðra eða fjarstýrðra langsetumanna, lét mér aldrei detta í hug að sú staða kæmi upp að ég færi að skrifa um starfsbræður mína opinberlega. Þeg- ar mér þótti setan orðin helst til löng færði ég það í tal við ritstjóra að endurnýja liðið, sem tóku hugmyndinni vel, en það var ýmsum ann- mörkum háð, starfið orðið langtum umfangs- meira. Ennþá færri sem höfðu kjark í pataldur- inn, eiga jafnvel á hættu að missa mannorðið, gamalgróna vini og kunningja, ennfremur lifa við símahringingar bálreiðra og hótanir um líkamsmeiðingar líkt og starfsbróðir minn mátti þola í gamla daga, hann eldri og ekki jafn vel á skrokk kominn. Að mínu viti ættu menn svo komið allsekki að sitja í starfinu lengur en 5-10ár, en bláupplagt að dagblöð og ljós-vakamiðlar nýti áfram reynslu og yf- irsýn viðkomandi með öðrum skrifum er skara sérgrein þeirra og umbuni betur, að á þessu sviði tíðkist virðingarþrep upp á við sem annars staðar. Víða erlendis hafa skrif er skara sjón- arheiminn og myndlistina stóraukist í dagblöð- um og tímaritum. En jafn einfalt og það er að setja línurnar reyndist iðulega erfitt að halda markmiðin, einkum þegar viðkomandi eru orðn- ir ómissandi fyrir þá sök að annars legðist sá geiri listrýni af eða missti flugið og hefur mynd- listin haft sérstöðu. Þegar ég er að vísa til faglegra skrifa og hlut- lægni á ég við að gerandi sé ótruflaður af tilfinn- ingum og persónulegum löngunum, raunsannur og hlutglægur, um nokkurt annað hugtak en hlutleysi að ræða. Menn eru þá að setja fram markaðar skoðanir án tillits til vináttu, ættar- banda og stjórnmálaskoðana, fari þeir út fyrir rammann glata þeir um leið trúverðugleika sín- um. Samkvæmt Diderot og Lessing er listrýni huglægs eðlis hvar fróðir miðla þekkingu sinni og yfirsýn til almennings, hvarvetna eðlismunur á rýni í dagblöð og sérrit. Ekkert listaverk verð- ur í sjálfu sér betra fyrir skoðanir gerandans, frekar en að gæði tónlistar fari eftir stjórnmála- skoðun hans! Hér gildir einungis kraftbirting- urinn sem liggur verkinu til grundvallar. Þann- ig standa jafnvel trúvillingar, ofbeldismenn og morðingjar að baki nokkurra fegurstu sköpun- arverka listasögunnar sem ratað hafa í heims- listasöfn og guðshús, sjálft sköpunarferlið þá guðdómurinn. Við sem höfum ekki viljað gangast undirákveðin jarðarmen varðandi pólitík,listhópa, stíla og stefnur en treystumeigin menntunargrunni og yfirsýn verðum eðlilega fyrir árásum hagsmunasam- taka sem tefla fram málpípum sínum í röð list- sögufræðinga og pennalipurra listamanna sem viðkomandi leitast einnig við að styðja til áhrifa í fjölmiðlum. Tekur á sig ýmsar undarlegar og neyðarlegar myndir eins og til að mynda að við séum að ala á fordómum í garð allrar sérfræði- þekkingar sem tengist listum. Sérdrægari og aumkunarverðari röksemdum er leit að undir himinhvelfingunni, en tilgangurinn helgar með- alið eins og slíkir bera gjarnan fyrir sig. Það sem öðru fremur hefur haldið mér við efnið eru í og með hinar miklu hræringar og sveiflur í myndlistarheiminum, ekki síst síðast- liðinn áratug, og ég alla tíð reynt að fylgjast með eftir því sem aðstæður leyfðu. Svo komið er þró- unin þó fjar- og handstýrðari en nokkru sinni fyrr eins og ég hef margsinnis vakið athygli á. Hvarvetna í Evrópu er áhugi á sjónlistum í ríf- andi framsókn meðal hins upplýsta almennings sem þó hafnar miðstýringu hvar sérgóðir ráða í skjóli tímabundins valds, peninga og aðgengis í fjölmiðla. Höfuðverkurinn þá að aðsókn fer sí- minnkandi á sýningarsali og söfn sem þeir eru í forsvari fyrir og gæti hér nefnt ýmis dæmi, nefna aðeins að Tate söfnin í London eru inni í myndinni, mikils háttar sérsýningar þó undan- skildar. Gerist fyrir klæðskerasaumaðar lausnir sem eru án tengsla við raunveruleikann, hinn áþreifanlega púls dagsins sem hinir sömu eru þó stöðugt að vísa til í hlutdrægri viðleitni sinni við að yfirtaka skoðanamynstrið. En um leið síst minna aðstreymi á hina stóru myndlistarvið- burði sígildra myndmiðla í nýjum búningi en til að mynda Airwaves hátíðina hér í borg á dög- unum, en vel að merkja allt árið, 52. vikur. Stóra spurningin þá af hverju angar þessara gæfu- legu hvarfa hafa ekki náð hingað á útskerið, hér meint öfugþróun um sjálfsprottinn áhuga og að- streymi á söfn og sýningar. Í ljósi þessa alls væri það klárlega að fara í akkorð við samvisku sína, menntunargrunn og yfirsýn að vekja ekki athygli hér á. Umræða og listrýni Frakkinn Denis Diderot (1713—84) og Þjóðverjinn Gotthold Efraim Lessing (1729—81) teljast frum- kvöðlar seinni tíma listrýni. Grunnurinn huglæg og hlutlæg skoðanamyndun. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson MIKILL stuðningur ríkir meðal Íslendinga gagnvart nýyrðastefn- unni þrátt fyrir að fjöldi fólks kjósi að nota ekki sum nýyrðin þar sem fólki þykir orðin óþjál, ekki hljóma nógu vel eða ekki vera nægilega lýsandi. Skýringanna á þessari þversögn má leita í fortíðinni og því hlutverki sem nýyrðastefnan hefur gegnt allt frá sjálfstæðisbar- áttunni, þar sem henni var ætlað að gera okkur að stoltri þjóð sem ann máli sínu hreinu af erlendum áhrifum. Þetta var meðal þess sem fram kom nýverið í fyrirlestri Hönnu Óladóttur, aðjúnkt í íslensku við Kennaraháskóla Íslands. Yfirskrift fyrirlestursins var: Tungan á tím- um alþjóðavæðingar eða „þeir sletta smoothie sem eiga það“. Spurð um nafngift fyrirlestursins segist Hanna að með henni hafa hún viljað velta upp þeirri spurn- ingu hvort íslenskan þyki það hall- ærisleg í augum unglinga að grípa þurfi til enskunnar til þess að markaðssetja hið alíslenska skyr. „Mér finnst þetta fremur öfug- snúið, að á sama tíma og við erum að selja útlendingum skyr og markaðssetja skyrið undir því nafni erlendis þá er verið að selja Íslendingum smoothie.“ Orðmyndun mætti sinna betur í skólum landsins Í fyrirlestri sínum var Hanna sérstaklega að fjalla um hvernig íslenskt málsamfélag bregst við er- lendum máláhrifum, með sérstöku tilliti til aðkomuorða úr ensku. „Heimurinn er þannig að við þurf- um að vera góð í ensku, en við megum ekki láta það hafa áhrif á íslenskuna. Við hugsum jú á ís- lensku. Við þurfum því að sinna ís- lenskunni í skólum og gera fólk stolt af því að vera gott í íslensku, um leið og það getur verið stolt af góðri enskukunnáttu. Þetta á að hjálpa hvort öðru í stað þess að setja þetta upp sem andstæður.“ Spurð hvernig íslenskunni verði best sinnt segist Hanna þeirrar skoðunar að huga þurfi sérstak- lega að leik að orðum í íslensku- kennslu. „Sprengikrafturinn í tungumálinu felst í nýyrðasmíð og orðmyndun og þeim þætti mætti sinna betur í skólum landsins,“ segir Hanna og segir að stuðn- ingur við nýyrði viðist fara minnk- andi. „Að mínu mati þurfa nýyrðin að koma miklu fyrr en nú er,“ seg- ir Hanna og tekur fram að ekki þýði að gera það með forræðis- hyggju. „Það ætti frekar að setja fjármagn í að þróa kennsluefni sem eflir orðmyndun og nýyrða- smíð barna, því þannig yrðu þau sennilega sjálf móttækilegri fyrir notkun nýyrða. “ Niðurstöðurnar hluti af samnorrænu verkefni Niðurstöðurnar sem Hanna kynnti í fyrirlestri sínum byggjast á MA-ritgerð hennar og eru hluti af samnorrænu verkefni þar sem til skoðunar eru nýleg aðkomuorð í Norðurlandamálum. Nokkur fjöldi íslenskra fræðimanna tekur þátt í rannsókninni hérlendis og munu þeir, ásamt norrænum samstarfs- mönnum sínum, kynna niðurstöður sínar á lokaráðstefnu rannsóknar- innar sem haldin verður í Kaup- mannahöfn í desemberbyrjun. Sprengikraftur tungumálsins felst í nýyrðasmíðinni Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is WWW.NOWFOODS.COM Góð heilsa gulli betri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.