Morgunblaðið - 06.11.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 06.11.2005, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 39 á það hvort ameríska réttarkerfið gæti ráðið við hina nýju samsöfnun auðs og komið í veg fyrir að hún færi yfir mörkin.“ Og rithöfundinn bætir því við að á þessum tíma hafi menn lært þá mótsagnarkenndu lexíu að af- skipti stjórnvalda væru stundum nauðsynleg til þess að tryggja óhefta samkeppni. Reglur væru ekki endilega skaðlegar fyrir viðskiptalífið held- ur gætu þær beinlínis hjálpað því. Málaferlin gegn Standard Oil eru afar lær- dómsrík fyrir þá, sem telja, að markaðurinn einn geti leyst úr þeim vandamálum, sem upp koma á vettvangi hans, svo fremi hann sé látinn í friði. Reynsla Bandaríkjanna er að svo er ekki. En reynsla Bandaríkjamanna er líka sú, að þessi mál verða ekki leyst í eitt skipti fyrir öll. Enron-málið sýnir, að það fyrnist yfir svona mál og stjórn- endum fyrirtækja hættir til að fara yfir mörkin á nýjan leik. Niðurstaðan af þessum hugleiðingum er sú, að það var álitamál í mörg ár, hvort löggjöfin, sem kennd var og er við John Shermann hefði ein- hverja þýðingu en í ljós kom að hún hafði úr- slitaþýðingu. Það var álitamál í Bandaríkjunum fyrir hundrað árum eins og það er á Íslandi nú, hvort réttarkerfið réði við mál Standard Oil. Það náði að lokum að ráða við það fyrir vestan. Og sterk rök eru fyrir þeirri staðhæfingu Ron Chernow, að afskipti stjórnvalda geti verið nauð- synleg til að tryggja frjálsa samkeppni og að þau geti verið til góðs fyrir viðskiptalífið almennt. Bankar og end- urskoðendur Í umræðum af þessu tagi er bönkum og endurskoðendum gjarnan hampað, sem hinum æðstu dómurum um hagkvæmni þess, sem er á ferðinni í viðskiptalífinu. Áritun endur- skoðenda á reikninga fyrirtækja er talinn óskeik- ul og sömuleiðis mat banka á áformum fyrir- tækja. Enron-málið reyndist stórfelldur áfellisdómur yfir endurskoðendum á alþjóðavísu og afleiðing þess og fleiri mála varð sú, að risastórt endur- skoðunarfyrirtæki hvarf af yfirborði jarðar. Í umræðum um Enron-málið og í þeim fjölmörgu bókum, sem skrifaðar hafa verið um það kom í ljós, að virtir endurskoðendur brugðust gersam- lega. Það voru ekki endurskoðendur, sem hringdu viðvörunarbjöllum heldur „lítill land- símamaður“. Í svonefndu Parmalat-máli á Ítalíu hafa bæði endurskoðendur og bankar legið undir stórfelldri gagnrýni og það á raunar líka við um fjármála- fyrirtæki í Bandaríkjunum í sambandi við Enron. Í Parmalat-málinu hafa endurskoðendur viður- kennt sök. Gagnrýnin á báða þessa aðila er sú, að þeir hafi blindast vegna mikilla tekna, sem end- urskoðunarfyrirtæki og fjármálafyrirtæki hafi haft af viðskiptum við þessi stóru fyrirtæki. Jafn- vel virtustu bankar í Bandaríkjunum voru staðn- ir að því að halda áfram lánveitingum til Enron vegna þess, að þeir höfðu haft svo miklar tekjur af viðskiptum við fyrirtækið. Gífurlegur hagnaður íslenzku bankanna er að hluta til rakinn til hárra þóknana, sem bankarnir taka fyrir að fjármagna uppbyggingu íslenzku stórfyrirtækjanna en um slíkar þóknanir og það sem að baki liggur hafa verið skrifaðar athygl- isverðar bækur m.a. bókin The Greed Merchants eftir Philip Augar. Bæði þessi mál, Enron-málið í Bandaríkjunum og Parmalat-málið á Ítalíu sýna, að stimpill end- urskoðenda og banka er ekki endilega gæða- stimpill, þegar upp er staðið. Við Íslendingar stöndum í þróun viðskiptalífs okkar frammi fyrir svipuðum vanda og Banda- ríkjamenn gerðu fyrir hundrað árum og kannski að einhverju leyti frammi fyrir áþekkum vanda og Svíar tókust á við snemma á 20. öldinni. Það er mikilvægt að ná umræðum um þessi mál upp úr þeim skotgröfum, sem þær hafa verið í um skeið. Það er líka mikilvægt að ná þeim upp úr flokkspólitísku þrasi, sem hjálpar þeim einum, sem fylgjast þarf með. Við getum ekki látið það gerast að nokkrar við- skiptasamsteypur kaupi upp Ísland allt. Til þess að kynnast því hvers konar þjóðfélag það yrði dugar að fara í heimsókn til Kanada og kynnast því samfélagi, sem Irving-fjölskyldan ræður þar. Slík ferð væri líka lærdómsrík fyrir þá, sem enn kunna að hafa efasemdir um nauðsyn löggjafar um eignarhald á fjölmiðlum. Til þess að koma í veg fyrir að ofangreint ger- ist þarf að setja sterkari löggjöf en þá, sem sett var á síðasta þingi. Í þeim efnum geta menn bæði lært af reynslu Bandaríkjamanna fyrir hundrað árum en einnig velt því fyrir sér, hvers vegna ís- lenzku fyrirtækjunum gengur svona vel í Bret- landi, þótt þar þurfi að fara eftir stífum reglum t.d. varðandi kaup og yfirtöku á fyrirtækjum. Fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur og svar Valgerðar Sverrisdóttur á Alþingi, sem að var vikið í upphafi þessa Reykjavíkurbréfs eru von- andi vísbendingar um að þingmenn séu að byrja að átta sig betur á umhverfi sínu. Fyrir nokkrum dögum kvaðst einn af viðmælendum Morgun- blaðsins ekki hafa haft skilning á því fyrir ári, að nauðsynlegt væri að setja ákveðnari lagaramma utan um viðskiptalífið hér en hefði gert sér grein fyrir því nú, ári síðar að svo væri. Þjóðfélag okk- ar væri einfaldlega of fámennt og m.a. þess vegna þyrfti að setja hér stífari reglur um hvað mætti og hvað mætti ekki í viðskiptalífinu. Þetta á áreiðanlega við um marga. Hver vill lifa í þessu landi og vera ofurseldur einum eða tveimur viðskiptajöfrum? Morgunblaðið/RAX Á gangi í miðbæ borgarinnar. Löggjöfin þótti hand- ónýt framan af en var að lokum sá grund- völlur, sem þrír ein- staklingar stóðu á í baráttu sinni fyrir því að frelsi mætti ríkja í viðskiptalífinu í Bandaríkjunum. Þetta voru Theodor Roose- velt, Bandaríkja- forseti, Ida Tarbell, sem áður hefur verið nefnd, og rithöfund- urinn Upton Sinclair, sem m.a. kemur við sögu í leikverki Ólafs Hauks Símonarsonar, Halldór í Hollywood, sem nú er sýnt í Þjóð- leikhúsinu, en skáld- saga hans, The Jungle, Frumskóg- urinn, skapaði gífur- lega reiði um gervöll Bandaríkin. Laugardagur 5. nóvember

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.