Morgunblaðið - 06.11.2005, Side 54

Morgunblaðið - 06.11.2005, Side 54
54 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ vakti athygli margra við- talið við bóndann og söngvarann í Keflavík í Skagafirði, Jóhann Má Jóhannsson, í hádegisfréttum Út- varps síðla sumars, þar sem hann mótmælti reglugerðinni um merkingar búfjár, nr. 289 frá marz 2005. Færði hann ýmis rök fyrir máli sínu og var norðlenski húmorinn ekki langt undan. Taldi hann að íslenskir sauðfjárbændur væru skikkaðir til að setja stöðl- uð Evrópumerki í fé sitt til að auðveldara væri fyrir meg- inlandsbúa að þekkja þær sauð- kindur frá Íslandi sem hugs- anlega legðust til sunds yfir Atlantsála og kæmu kannski upp að Frakklandsströndum eða þess flata Hollands, svo dæmi sé nefnt. Jóhann bóndi taldi að eyþjóðir í Evrópusambandinu hefðu und- anþágu frá þessari reglugerð, en Íslendingar væru kaþólskari en sjálfur páfinn og þyrðu þess vegna ekki annað en staðfesta reglugerðina og láta hana dynja á íslenskum sauðfjárbændum, þó fé þeirra sé þegar sannanlega merkt bæði í bak og fyrir. Nú eru Íslendingar alls ekki einu sinni í Evrópusambandinu, en að vísu eru þeir viðriðnir EES- samninginn. Svo var viðtal í kvöldfréttum umræddan dag við sjálfan yf- irdýralækni, Halldór Runólfsson, þar sem hann vegsamaði hina nýju reglugerð í hvívetna. Því miður hafði fréttamaðurinn ekki rænu á að spyrja lækninn að því hvort eyþjóðir í Evrópusamband- inu hefðu ekki undanþágu frá reglugerðinni, eins og Jóhann bóndi hélt fram. Þannig fór um sjóferð þá, en vonandi verður hægt að upplýsa þetta grundvall- aratriði sem fyrst. Rétt í þessu kemur Bænda- blaðið inn úr dyrunum, eitthvert það ágætasta blað sem gefið er út á Íslandi og er raunverulega ekkert síður fyrir neytendur en bændur og búalið. Í blaðinu er grein eftir Ara Teitsson, en hann var til skamms tíma aðal forystu- maður íslenskra bænda eins og kunnugt er. Í grein sinni ákallar Ari Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra og biður hann lengstra orða að láta endurskoða, einfalda eða jafnvel fella úr gildi um- rædda reglugerð, en Halldór hef- ur lofað átaki í því að létta af at- vinnuvegunum óþörfu skrifræði og reglugerðafargani. Telur Ari að ekki sé þörf fyrir reglugerð þessa í núverandi mynd og finnur henni allt til foráttu. Undirritaður hefur lesið yfir reglugerð nr. 289. Við þann lest- ur féllust honum gjörsamlega hendur. Bragð er að þá barnið finnur er fornt máltæki og á vel við hér. Skal sterklega tekið undir með þeim norðanmönnum. Við höfum ekkert með þetta að gera. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Brekku, Dýrafirði. Eru Íslendingar kaþólskari en páfinn? Frá Hallgrími Sveinssyni ALÞJÓÐLEG MÁLMSUÐUBRAUT 2006 Nám á málmsuðubraut tekur til starfa við málm- og véltæknideild Borgarholtsskóla á vorönn 2006. Kennslan er skipulögð í samræmi við alþjóðlegar kröfur um málmsuðu (European Welding Federation/International Institute for Welding). Námsbrautin er 75 einingar og geta nemendur lokið náminu á fjórum önnum. Að námi loknu öðlast nemendur sveinsskírteini. Ekki er gerð krafa um samningsbundna starfsþjálfun á vinnustað. Námsleiðir eru fjórar: Pinnasuða, MIG/MAG suða, TIG suða og logsuða. Námskrá í málmsuðu er að finna á heimasíðu skólans www.bhs.is/Málm- og véltæknigreinar. Innritun er hafin og lýkur 18. nóvember. Frekari upplýsingar um kennslu og nám á málmsuðubraut gefur Páll Indriði Pálsson, kennslustjóri málmiðngreina, sími 535 1700 og netfang: pallp@bhs.is . Borgarholtsskóli - Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins BHS Í GEGNUM menningarsöguna hef- ur stundum verið bent á þá stað- reynd að hálfur sannleikur sé oftar en ekki fullkomin lygi. Hálfur sannleikur er nefnilega að mínu viti, hálf saga. Hálfur sannleikur segir nefnilega hálfa söguna en lætur í veðri vaka að sagan sé öll. Hálfur sannleikur er eins og að fara úr bíó í hléinu og fullvissa sjálfan sig um að bíómyndin sé endasleppt og persónusköpun sé undir meðallagi. Hálfur sannleikur hefur þess vegna öll einkenni hálfr- ar hugsunar, hugmyndar sem nær ekki á áfangastað. Stefán Jón Hafstein, eitt af tveimur borgarstjóraefnum Sam- fylkingarinnar, hélt fram hálfum sannleika nú fyrir nokkrum vikum í umræðum sem hann sjálfur hóf um hundahald í Reykjavík. Þar kallaði hann eftir banni á ákveðnum hundategundum. Eftir því sem mér best skilst á hann við hundategundirnar Rottweiler og Dobermann. Stefán vitnaði til at- viks þar sem hundar af þessari tegund eltu uppi kött í Breiðholt- inu og rifu hann í sig. Atgangurinn var þvílíkur að barnavagn sem í var kornabarn, valt. Til allrar ham- ingju slasaðist enginn nema kött- urinn. Sá drapst í viðureign sinni við hundana tvo. Þetta atvik notaði Stefán Jón til þess að kalla eftir banni við ofan- greindum hundategundum sem hann kallaði „vígahunda“. Nú er það svo að sumu fólki er tamt að breytast í Rauðsmýrarmaddömuna við minnsta tilefni. Stefán breyttist þarna úr stimamjúkum silfurref í þróttmikla sveitakonu með upphlut sem barðist gegn lausagöngu villidýra í þéttbýli. Ferlega mikil umskipti og eftirtektarverð Stefáni, sem fer miklu betur að vera silf- urrefur en sveitakona, ætti að vita sem stjórnmálamaður og upplýstur borgari að hundar endurspegla eig- endur sína. Það er sannleikurinn í málinu og er einmitt aðdráttaraflið við hunda. Þeir verða það sem eig- endurnir vilja að þeir verði. Í þessu tilviki var eigandi hundanna greini- lega ekki hæfur uppalandi. Ekki frekar en margir eru ekki hæfir uppalendur barna sinna. Ég las eitt sinn í blaði nöturlega grein um mann sem hafði ánetjast fíkniefnum ungur að aldri. Það var ekki síst fyrir tilstilli föður hans að hann fetaði þá braut en faðirinn hafði þann sið að neyta fíkniefna með syni sínum og vinum hans. Fræddi hann um áhrif, kosti og galla mismunandi fíkniefna. Ef þessi ógeðfelldi maður ætti hund, haldið þið, lesendur góðir, að það yrði gæskumikill og kátur hundur? Hundur sem yrði sinnt af ást og umhyggju? Það held ég ekki. Ef Stefán Hafstein er svona andsnú- inn lausagöngu „vígahunda“ ætti hann að setja reglur um hundaeig- endur en ekki hunda. Hundar, stórir sem smáir, verða oft og tíðum hluti af fjölskyldu eig- enda sinna. Þeir verða ómissandi þáttur af daglegu lífi fólks og veita eigendum sínum betra og ríkara líf. Ef Stefán Jón fengi sér hund, eða bara kynntist hundi, segjum bara stórum Rottweiler, myndi hann örugglega skipta um skoðun sína á því sem hann nefnir í „vígahund- um“. TEITUR ATLASON, hundaeigandi, Ásvallagötu 27, Reykjavík. Vígahundar og silfurrefir Frá Teiti Atlasyni EF MAÐUR ber saman teikningu af nýjum miðbæ Garðabæjar sem fylgdi greinargerð Klasa frá 9. mars og teikningu sem var í Garðapóstinum hinn 7. október sl. þá hafa orðið þar ansi miklar breytingar. Húsum hefur fjölgað, þau stækkað og hækkað, t.d. er matvöruverslunin á horninu í Ný- barðareitnum orðin margfalt stærri en hún var í fyrstu tillögum. Sjálf bý ég í Túnunum en svo aftarlega að þessar fimm og sex hæða háu blokkir munu ekki sjást frá mínu húsi en ég mun þurfa að aka daglega um þetta blokkahverfi, sem mun samkvæmt nýjustu teikningum líkjast Hamra- borginni mjög mikið. Nema það verð- ur ekki nauðsynlegt að aka „versl- unargötuna“ til að komast í gegnum bæinn eins og þarf í Kópavoginum, sem mun væntanlega valda því að gatan verður mun fáfarnari (drauga- gata?). Tillögurnar sem áttu að bæta miðbæinn eru í raun aðeins að teygja á honum og fela miklu frekar í sér nýtt íbúðarblokkahverfi en nýjan og betri miðbæ. Ef viljinn er að þétta byggð á þessum stað á að gera það með íbúðarbyggð sem fellur að nú- verandi byggð en ekki fela skipulagið með miðbæjarnafninu og einhverjum litlum útibúum á jarðhæð. Hættan er sú að ef af verður þá sitjum við Garðbæingar uppi með enn eitt skipulagsslysið eða draugaversl- unarpláss sem hverfa ekki. Þegar spurt var í nýlegri viðhorfs- könnun og úrtaki sem ég tók sjálf þátt í hvort Garðbæingar vildu betri eða breyttan miðbæ var ekki minnst einu orði á að færa hann frá núver- andi staðsetningu eða að honum skyldi fylgja fjöldinn allur af 5–6 hæða háum blokkum. Ef þessar nýj- ustu teikningar hefðu fylgt með eða sagt hefði verið frá því að með mið- bænum ættu að fylgja nokkur hundr- uð íbúar leyfi ég mér að efast um að svar Garðbæinga hefði verið á sömu nótum. Þessi túlkun á vilja mínum og annarra bæjarbúa sem sögðu já við spurningunni um betri miðbæ er ein- faldlega röng og ekkert annað. Ég krefst þess að áður en lengra er haldið verði vilji bæjarbúa gagnvart þessu skipulagi athugaður í almennri kosningu. Þetta eru alltof róttækar tillögur og ólíkar þeim bæ sem nú er til að Klasi og fámenn nefnd fái að ráða þessu án umboðs kjósenda. SIGRÍÐUR BERGSDÓTTIR, Faxatúni 13, Garðabæ. Opið bréf til allra Garðbæinga – nýr miðbær í Garðabæ Frá Sigríði Bergsdóttur MIG LANGAR til að setja nokkur orð á blað um upplifun mína af haust- þingi leikskóla á Suðurlandi. Ég er full þakklætis í garð stjórnar 8. deildar, sveit- arstjórna á Suð- urlandi og und- irbúningsnefndar þingsins fyrir að gefa mér og öðr- um starfs- mönnum leikskóla tækifæri á að hitt- ast, hlusta á fræð- andi og gefandi fyrirlestra, skiptast á skoðunum og síðast en ekki síst sjá hvað það er frábært og skemmtilegt starfsfólk á þessum leikskólum. Ég valdi mér þá tvo fyrirlestra sem vöktu mestan áhuga hjá mér þegar blaðið með því sem í boði var barst inn á minn leikskóla. Helst hefði ég viljað sitja þá alla en það er ekki hægt. En minnug þess að í fyrra kynntum við fyrir hinum þá fyr- irlestra sem við sátum, þá var ég sátt við mitt val. Ég er ennþá sáttari núna. Ekki vegna þess að ég telji að hinir fyrirlestrarnir hefðu ekki gefið mér eins mikið heldur vegna þess að þessir gáfu mér svo mikið. Þær Krist- ín Eiríksdóttir og Hrönn Pálmadóttir fá mínar bestu þakkir. Ég hef nóg að hugsa og vinna úr fram eftir ári og jafnvel fram að næsta þingi. Það er svo gott að fá tíma til að hlusta á aðra og læra af öðrum. Þó svo að umræða um uppeldismál sé í gangi allt árið inn á leikskólunum vill brenna við að hún verði einsleit innan hvers skóla. Við erum nefnilega alltaf að læra eitthvað nýtt. Og þó svo að það sem við heyrum sé ekki alltaf nýtt þá er það upprifjun eða staðfest- ing á því sem við vitum fyrir. Allt sem ég heyrði í dag kemur til með að nýt- ast mér í starfi á einn eða annan hátt. Ég hef reyndar áhuga á að heyra meira um þessi mál og hef hugsað mér að gera ráðstafanir þannig að það geti orðið. Ég vona að það séu fleiri en ég á þessari skoðun um að haustþingið sé nokkuð sem ég vil ekki missa af og alls ekki missa út úr starfsemi leik- skólanna. Nú er ég búin að koma hugleið- ingum mínum í orð og vonandi tekst mér að ná til þeirra sem stuðlað hafa að því að þetta haustþing er veruleiki. Ég vona að sem flestir viti og skilji að þetta er ómetanlegt tækifæri fyrir starfsfólk til að hittast og fræðast um það sem er að gerast annars staðar. Með þökk fyrir frábæran dag. SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR, sérkennslustjóri í leikskólanum Árbæ. Hugleiðing að loknu haustþingi leikskóla á Suðurlandi Frá Sigríði Pálsdóttur Sigríður Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.