Morgunblaðið - 06.11.2005, Side 55
Allra heilagra messa ásér fornar rætur, þvívitað er til að mess-ur, þar sem beðiðvar fyrir látnum,
voru haldnar þegar á 4. öld eftir
Krist. En oftast er upphafið
samt rakið til þess, er Pantheon-
hofinu í Rómaborg var breytt í
kirkju og vígsludagurinn jafn-
framt helgaður öllum píslar-
vottum. Þetta var 13. maí árið
609 eða 610. Á árunum 731–741
vígði Gregoríus páfi 3. daginn
öllum sannhelgum kristnum ein-
staklingum, svo að nú átti hann
ekki lengur við píslarvottana
eina, eins og verið hafði fram að
því. Um öld síðar flutti Gregor-
íus páfi 4. hátíðina til 1. nóv-
ember, þar sem hún er enn. Til
Norður-Evrópu barst allra heil-
agra messa árið 835, og eftir
kristnitöku á Alþingi varð hún
einn af helgustu messudögum ís-
lensku kirkjunnar.
Í Stokkhólms hómilíubók, ís-
lensku prédikanasafni frá því
um 1200, segir í ræðu á allra
heilagra messu:
En alls vér höldum í dag hátíð omnium
sanctorum, þá er oss nauðsyn að líkjast
þeim í siðum, er vér dýrkum í hátíð-
arhaldinu. Því að lítið stoðar að halda ina
ytri hátíð omnium sanctorum á jörðu, ef
hjörtu ór fýsast eigi til innar innri hátíðar
þeirra á himni. Ef vér erum musteri
Guðs, sem Páll postuli mælti, þá skulum
vér braut reka frá oss alla djöfullega
illsku og syndir, svo að hjörtu ór verði
eigi djöflahof, heldur byggð Guðs og allra
heilagra.
Þarna er brugðið upp afar
sterkri og áhrifaríkri mynd sem
þýðir, að við sem nú gistum
þessa jörð og erum af sama
meiði eigum að líta til þess fólks
alls sem í gegnum tíðina hefur
styrkt og eflt kristnina með
dyggðugu líferni sínu, kærleika
og fórnsemi. Það hefur gefið
okkur forskriftina, sýnt okkur
leiðina, hvernig á í raun og veru
að gera þetta.
Ósjálfrátt kemur upp í hugann
sagan um Befönu gömlu á Ítalíu,
sem hinir vísu menn þrír úr
austurvegi – Kaspar, Malkíor og
Baltasar – eiga að hafa litið inn
til forðum og boðið að slást með
í för, til að sjá hinn nýfædda
konung veraldarinnar. En hún
kvaðst ekki hafa neinn tíma fyr-
ir slíkt, hún væri að gera hreint
í bústað sínum. Og þremenning-
arnir héldu sína leið, einir. Það
var ekki fyrr en löngu seinna, að
hún áttaði sig á boði þeirra fé-
laga, hvað það í raun merkti. Og
hún tók á rás á eftir þeim, með
svuntuna blaktandi eins og fána
í vindi, og sópinn á annarri
hendi. En það dugði ekki til.
Hún fann hvorki vitringana né
Jesúbarnið. Sagt er, að hún reiki
enn um götur borganna og leiti.
Hreinsunin sem tengist boð-
skap allra heilagra messu er
ekki sú á ytra borðinu, heldur
þessi sem andanum tilheyrir.
Framundan er hátíð trúar og
kærleika, hátíð nýs lífs, vonar og
gleði, hátíð drengs sem lagður
var í jötu og kom hingað til að
lýsa upp skuggana alla, hvar
sem þá er að finna. Ert þú í liði
hans, áhorfendaskaranum í fjár-
húsinu og safni tímanna, her-
skörunum í eilífðinni, sem hnýta
Guði krans úr sólkerfum himn-
anna, eins og segir í þjóðsöng
okkar Íslendinga, eða e.t.v.
bundin(n) annars staðar, upp-
tekin(n) í eltingarleik við fánýta
hluti, kapphlaupi við tímann og
efnið?
Það er og verður ávallt spurn-
ing dagsins.
Orðin í upphafi þessa pistils,
úr hómilíubókinni, minna á
barnasálm einn sem ég á í fór-
um mínum; hugsunin er einmitt
þessi, að ákalla hið góða og
bjarta, skapa því rými innst inni,
svo að myrkrið og kuldinn nái
þar ekki fótfestu. Mættum við
öll gera hann að bæn okkar á
þessum minningardegi, og segja
einum rómi:
Dagur er risinn, Drottinn kær,
dýrlegt er þig að hafa nær,
veraldar braut er víða hál,
vernda því mína litlu sál.
Híbýli inni’ í hjarta mér,
hlýleg og fögur gerðu þér,
og vertu heima alla tíð,
alltaf svo verði lund mín blíð.
Og þér ég fús mun fylgja,
já, hvert sem fleyið sigla kann;
hlúi að veikri veru,
sem ei vini neina fann.
Koma mun síðar kvöld og nótt.
Kristur minn, gef ég sofi rótt.
Englana þína ætíð lát
á mínu rúmi hafa gát.
Byggð Guðs
Allra heilagra messa var samkvæmt almanakinu
mánudaginn 1. nóvember, eins og verið hefur
allt frá 9. öld, en er formlega haldin í dag í
kirkjum landsins. Sigurður Ægisson útskýrir
hvað leynist á bak við þetta stóra og mikla heiti.
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 55
UMRÆÐAN
Á UNDANFÖRNUM vikum hefur
mikið verið rætt um aðbúnað aldr-
aðra á hjúkrunarheimilum landsins.
Þar hefur mest borið á umræðu um
hjúkrunarheimilið Sólvang í Hafn-
arfirði.
Sá sem þessar línur ritar var
starfsmaður heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytis um 16 ára skeið
og hafði með viðhald og nýbyggingar
ráðuneytisins að gera.
Ég tel mig því nokkuð kunnugan
innviðum Sólvangs og finnst mér að
þessari stofnun vegið nokkuð ómak-
lega.
Fyrrverandi framkvæmdastjóri
Sólvangs hugsaði vel um sína skjól-
stæðinga og rak hann þessa stofnun
eins og hún væri hans eigin. Hann
þekkti alla skjólstæðinga sína, hagi
þeirra flestra, og var reiðubúinn að
leysa þeirra vanda hvenær sem var.
Á þeim árum sem ég vann að þess-
um málum var ýmislegt endurnýjað á
Sólvangi svo sem eldhús, borðstofa
og sjúkraþjálfun.
Ástæðan fyrir þrengslum á Sól-
vangi er m.a. þrýstingur bæjarbúa að
koma öldruðum aðstandendum þar
fyrir í öruggt skjól. Geta verið frjáls
og vita af sínu nánasta skyldfólki í
öruggum höndum.
Framkvæmdastjórinn vildi, eins og
áður segir, hvers manns vanda leysa
og lét á stundum undan þrýstingi að-
standenda, sérstaklega þegar að-
stæður voru erfiðar heima fyrir.
Ég er þess fullviss að allir vist-
menn Sólvangs og aðstandendur
þeirra vissu hvar þeim yrði komið
fyrir áður en viðkomandi tók þá
ákvörðun að flytjast á Sólvang.
Ég man ekki eftir að neinar til-
lögur hafi borist heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu um bygg-
ingu nýs hjúkrunarheimilis í Hafn-
arfirði þegar ég hætti sökum aldurs
um áramótin 2004–2005. Eitt sinn var
þó talað um viðbyggingu sem ekki
þótti hagkvæm.
Það er því ekki við ráðherra eða
ráðuneytið að sakast þótt þröngt sé á
Sólvangi þótt enginn mæli því mót.
Því miður má sama segja um mörg
hjúkrunarheimili á landinu. Þetta er
þögull meirihluti aldraðra og virðist
enginn nenna að taka upp baráttu
fyrir þennan hóp, ekki einu sinni þeir
menn sem gefið hafa kost á sér til
þeirra starfa.
Svo virðist af skrifum Dagblaðsins
að heilbrigðisráðuneytið eigi hjúkr-
unarheimili á lager og geti plantað
þeim niður eftir geðþótta.
Undirbúningur að byggingu slíkra
stofnana tekur oft marga mánuði,
jafnvel ár áður en allir eru sáttir við
fyrirhugaða framkvæmd. Oftast eru
það heimamenn eða viðkomandi
sveitarfélag sem fara á stað með und-
irbúning og að afla fjármagns á þeim
hluta sem ríkissjóður greiðir ekki.
Framkvæmdasjóður aldraðra er
skuldbundinn, oft mörg ár fram í tím-
ann, en víða er þörf fyrir slíkar stofn-
anir svo sem í Reykjavík þar sem tal-
ið er að vanti 300 rými fyrir aldraða.
Þá má nefna að á Landspítalanum er
fjöldi aldraðra í sjúkrarýmum sem oft
hæfa ekki þessum vistmönnum. Þá
þarf að tryggja fjármagn til reksturs.
Með síðustu verkum mínum fyrir
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið var að stjórna endurinnrétt-
ingu á Vífilsstöðum fyrir 50 vistmenn
sem flestir fluttu af spítölum borg-
arinnar.
Á síðasta ári mínu hjá ráðuneytinu
var verið að koma af stað rekstri
heilsugæslustöðva í Hafnarfirði, bæði
í miðbænum og til stóð að koma upp
heilsugæslustöð í Áslandi sem er nýtt
hverfi í Hafnarfirði. Fjölgun íbúa á
svæðinu er líka ein af ástæðum fyrir
þrengslum á Sólvangi.
Það hefur ýmislegt verið gert í
Hafnarfirði og Hafnfirðingar eru
áhugasamir um sitt bæjarfélag. Ég er
þess fullviss að ekki mun langur tími
líða þar til lausn finnst á málefnum
Sólvangs.
Þar sem er hjartarúm þar er ávallt
húsrúm.
BALDUR ÓLAFSSON,
Leynisbraut 17, Akranesi.
„Þar sem er hjartarúm
þar er ávallt húsrúm“
Frá Baldri Ólafssyni
HUGVEKJA
AÐ UNDANFÖRNU hefur margt
verið rætt og ritað um Reykjavík-
urflugvöll. Einhverjir vilja hann í
burtu en enginn veit hvað margir.
Það er líklega nokkuð sama hvar
honum yrði holað niður. Það verða
alltaf einhverjir á móti, þannig er
það bara.
Sumir halda því fram að réttast
væri að öll starfsemin yrði flutt til
Keflavíkur. Sem íbúi í Keflavík
fagna ég nánast hverju sem ýtir
undir atvinnuuppbyggingu hér
heima. Hins vegar eru margir sem
halda því fram að innanlandsflug
myndi minnka stórlega eða jafnvel
leggjast af með öllu ef af þeim
flutningum yrði. Færi svo yrði það
stórkostleg afturför í samgöngu-
málum þjóðarinnar.
Ekki síður hefur töluvert farið
fyrir umræðu um veru eða öllu
heldur brottför bandaríska hersins
frá Keflavík. Undanfarna áratugi
hefur herinn borið hitann og þung-
ann af rekstri Keflavíkurflugvallar
og Íslendingar fengið að njóta góðs
af. Nú er það svo að rekstrarkostn-
aðurinn er að falla á okkur í meira
mæli. Rökin fyrir flutningi innan-
landsflugsins hafa meðal annars
verið þau að verulega óhagkvæmt
sé að reka tvo stóra flugvelli sem
staðsettir eru nánast hlið við hlið.
Undir þessi rök get ég tekið en vil
þó benda á aðra lausn á því máli en
þá sem flestir hafa haldið á lofti.
Ljóst er að samanlögð umferð, að
frátalinni umferð herflugvéla,
beggja þessara flugvalla er frekar
lítil og miklu minni en á flestum al-
þjóðaflugvöllum. Nýlega voru flug-
brautir Reykjavíkurflugvallar end-
urbyggðar og ástand og staðsetning
vallarins með því besta sem gerist
með hliðsjón af m.a. veðurfari og
aðflugi. Vilji menn á annað borð
hagræða í flugmálum þjóðarinnar
ætti að flytja allt flug frá Keflavík
til Reykjavíkur en ekki öfugt. Af
þeim aðgerðum hlytist alvöru-
hagræðing fyrir alla, flugrekendur
og ferðamenn.
Ein af þeim rökum sem heyrst
hafa er að Vatnsmýrin sé svo verð-
mætt land. Undir það get ég tekið
og þykir mér fara vel á því að eitt-
hvert dýrmætasta mannvirkið í
eigu þjóðarinnar, sem Reykjavík-
urflugvöllur vafalaust er, sé einmitt
þar. Ég held að mesta verðmætið
felist í staðsetningu flugvallarins
sem gæti, að mínu mati, ekki verið
betri. Þessi frábæra staðsetning
flugvallarins vekur sérstaka athygli,
ekki síst fyrir hvað hann fellur vel
að umhverfinu. Ekki er hávaðinn
lengur að trufla því flugvélarnar
eru alltaf að verða hljóðlátari, það
heyrist ekki meira í „fokkernum“,
sem flýgur yfir í lítilli hæð, en
strætisvagni sem ekið er á lögleg-
um hraða um Lækjargötu. Auðvitað
gera flugmenn og fylgifiskar þeirra
sér glaðan dag af og til með tilheyr-
andi hávaða. Ekki er það nú oftar
né heldur með meiri hávaða en Gay
Pride og menningarnótt svo eitt-
hvað sé nefnt. Vilji menn ekki hafa
flugvöll í miðbæ Reykjavíkur má
leysa það með mjög einfaldri og
fyrir löngu tímabærri aðgerð. Þetta
yrði best leyst með sameiningu
allra sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu. Ég sé fyrir mér Reykja-
vík, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ,
Kópavog, Garðabæ, Álftanes og
Hafnarfjörð í einu sveitarfélagi. Þar
með er gamli góði flugvöllurinn
okkar allra kominn í úthverfi því
miðbær höfuðborgarsvæðisins er
fyrir löngu kominn í Kópavog. Nú
standa fyrir dyrum, víða um land,
kosningar um sameiningu sveitarfé-
laga. Þykir mér skjóta skökku við
að ekki skuli standa til að gera slíkt
á höfuðborgarsvæðinu. Óvíða á
landinu tel ég meiri þörf á samein-
ingu en einmitt þar.
FRIÐGEIR GUÐJÓNSSON,
Háaleiti 15, 230 Keflavík.
Flugvöllur Íslands
Frá Friðgeiri Guðjónssyni, áhuga-
manni um góðar samgöngur
MÉR er alveg óskiljanlegt hversu
þeir eru margir hér á landi sem vilja
hleypa áfenginu taumlaust inn í allar
matvöruverslanir á landinu og vita
um allt það tjón sem áfengið hefur
valdið þjóðinni undanfarin ár og ald-
ir. Ég hefði þó haldið að önnur verk-
efni væru nauðsynlegri á Alþingi. Og
eins og ég hefi alltaf haldið fram hef-
ir hver tilslökun í þessum málum
aukið vandann. Daglega sjáum við
hörmungarslóðir þessa ólyfjanar og
tap bæði ríkissjóðs og einstaklinga á
neyslu þessa eiturs.
Hvað skyldu margir löggæslu-
menn hafa bæst við undanfarin ár og
margir einstaklingar gist fanga-
geymslur, hart leiknir af völdum
áfengis og hversu margir hafa þurft
að lenda í því að misþyrma náung-
anum og fellt iðrunartár vegna átaka
í vímu og hve mörg eru þau heimili í
landinu sem eru í upplausn vegna
þessara eiturefna?
Ég las það í einu dagblaðanna að
bjórinn og léttvínin yllu nú mestum
skaða í samfélaginu. Og nú blæs
SÁÁ til sóknar og vill fá meira fé úr
ríkissjóði til að geta afvatnað fleiri
„sjúklinga“ sem áfengið hefur eitrað
og alltaf er heimtað meira og meira
fé þjóðarinnar til að lina þjáningar
sem áfengið hefur valdið þegnum
landsins.
Eru þetta ekki miklar andstæður í
litlu samfélagi?
En hverjar eru svo aðgerðir á
móti þessum ófagnaði? Eru ekki Al-
þingi og þeir sem þar ráða alltaf að
kasta olíu á eldinn með því að færa
út kvíar áfengiselfunnar? Er ekki
nóg að vera búið að koma á fót
áfengisverslunum í hverju kauptúni
og bæjum landsins, þótt ekki sé allt-
af verið að bæta við? Ef til vill verð-
ur svo komið á næstu árum að þjóð-
félagið verður orðið það sýkt af
þessum ófögnuði að það hættir að
gera greinarmun á réttu og röngu og
hvernig verður lífið þá? Það þýðir
lítið að vera alltaf að bora fleiri göt á
þjóðarskútuna. Ef ekki verður
staldrað við, getum við ekki búist við
gróandi þjóðlífi með þverrandi tár-
um.
Þess vegna skulum við stoppa og
forða þessu böli frá komandi kyn-
slóðum og hjálpast að. Gera það sem
í okkar valdi stendur til að beina
ungum sem eldri frá eiturlindum
samtíðarinnar og að manndómi og
því sem honum fylgir.
Guð gefi landinu og þjóðinni sanna
farsæld.
ÁRNI HELGASON,
Stykkishólmi.
Miklar andstæður í litlu samfélagi
Frá Árna Helgasyni