Morgunblaðið - 06.11.2005, Page 56

Morgunblaðið - 06.11.2005, Page 56
ÞÓRÐUR Guðjónsson, knatt-spyrnumaður frá Akranesi, ákvað í vikunnni að ganga til liðs við sitt gamla félag, ÍA, fyrir næsta keppnis-tímabil. En ÍA og Íslands-meistarar FH höfðu bitist um hann undan-farna daga. Þórður skrifar undir 3 ára samning við Skaga-menn, en seinustu 12 ár hefur hann verið í atvinnu-mennsku erlendis. Þórður sagði að það væri mikill léttir að vera búinn að taka þessa ákvörðun. „Það hefði verið erfitt að fara ekki til ÍA,“ sagði Þórður sem lét hjartað ráða för. Þórður fer heim Þórður Guðjónsson í landsleik. DAGUR Barkarson 9 ára stóð sig hetju-lega þegar hann féll í smábáta-höfnina í Keflavík síðast-liðinn sunnudag. Hann bjargaði sér nefni-lega algerlega sjálfur. Dagur var að renna sér á sleða í brekku ofan við höfnina en tókst ekki að stöðva sig. Hann kom á fleygi-ferð niður brekkuna og stökk á sleðanum yfir varnar-garð við höfnina og stakkst á kaf í sjóinn. Sjórinn var svo ís-kaldur að full-orðinn maður hefði varla getað synt í honum og síðan klifrað upp á bryggjuna. En allt þetta gerði Dagur hjálpar-laust. „Ég synti skrið-sund en veit ekki hvað þetta var langt,“ segir hann. „Ég var að drepast úr kulda en gat samt haldið höfðinu upp úr.“ Dagur neitar því ekki að hann sé góður sund-maður og segist hafa fengið fínar einkunnir í skóla-sundi. „Ég vissi hvert ég átti að synda og var alveg með opin augun. Ég tók strax sund-tökin og það gekk bara vel að synda en þetta gerðist svo hratt að ég hafði engan tíma til að hugsa,“ segir Dagur. Skömmu síðar kom maður að og skutlaði sund-garpinum heim þar sem hann fór í heitt bað. Endaði þetta af-rek því líkt og þegar Grettir Ásmundarson, mesti sund-garpur Íslands-sögunnar, baðaði sig í Reykja-diski eftir Drang-eyjar-sund sitt á Skaga-firði. Bjargaði sér sjálfur Ljósmynd/Hilmar Bragi Dagur (t.h.) ásamt vini sínum Vigni Blæ. GABRÍELA Friðriksdóttir myndlistar-kona hlaut á mánudag heiðurs-verðlaun Mynd-stefs, samtaka mynd-höfunda 2005. Þetta er í fyrsta sinn sem verð-launin eru veitt, og vann hún fyrir myndbands-verkið Vers-ations / Tetra-lógía sem sýnt var á Fen-eyja-tví-ær-ingn-um í sumar. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms-son afhenti Gabríelu verð-launin við athöfn í Lista-safni Íslands. Verðlauna-féð er 1 milljón króna, og var Gabríela afar þakklát, sérstaklega þar sem hún var að fara í banka og biðja um lán til að geta komið Feneyja-verkinu heim til Íslands. Ragnar Axelsson ljós-myndari hlaut auka-verðlaun fyrir bók sína og sýning-una Andlit norðurs-ins. Gabríela og Rax verð-launuð Morgunblaðið/Árni Sæberg Gabríela og Ólafur Ragnar. FOR-SÆTIS-RÁÐ-HERRA Frakk-lands, lofaði á fimmtu-daginn að koma á lögum og reglu í út-hverfum Parísar. Þá höfðu verið þar miklar ó-eirðir 7 nætur í röð. Þykir stjórn hans hafa brugðist of seint við vanda-málinu. Fleiri en 1000 lög-reglu-menn beittu kylfum og tára-gasi í á-tökum við ung-menni í að minnsta kosti 9 út-hverfum Parísar og þrettán bæjum ná-lægt borginni. Ung-menni náðu lögreglu-stöð í einu hverfi á sitt vald um tíma og gengu þar berserks-gang. Kveikt var í íþrótta-húsi og bíla-sölu-húsi og skemmdar-verk unnin á verslunar-miðstöð. Ó-eirð-irnar geis-uðu í hverfum þar sem inn-flytjendur og af-komendur þeirra eru í meiri-hluta. Glæpir eru mikið vanda-mál í hverf-unum, þar er mikið atvinnu-leysi og tekjur íbúanna um 40% minni en annarra Frakka. Íbúar hverfanna, sem eru margir mús-límar, hafa kvartað yfir harð-ræði lögreglu-manna. Miklar óeirðir í París Reuters Slökkviliðs-menn berjast við elda. VEGNA nýrrar tækni er ekki ólík-legt, að afgreiðslu-fólk í stór-verslunum heyri brátt sögunni til. Kaup-endur munu einfald-lega afgreiða sig sjálfir. Þetta fyrir-komulag, sem er þegar komið í sumum verslunum, hefur verið til umræðu í sam-tökum danskra smá-sala að undan-förnu og sýnist sitt hverjum. Sér-fræðingar í mál-efnum verslunarinnar spá því hins vegar, að þessi háttur og önnur ný tækni verði búin að ná fótfestu í Dan-mörku eftir 2 ár. Enginn á kassanum VÍS-BENDING-AR eru um, að stjórn-völd í Pól-landi og Rúm-eníu hafi leyft banda-rísku leyni-þjónustunni, CIA, að koma þar upp leynilegum fanga-búðum. Framkvæmda-stjórn Evrópu-sam-bandsins, ESB, hefur ákveðið að kanna málið, en leyni-legar fanga-búðir, þar sem fangar eru jafnvel pyntaðir, brjóta gegn Mann-réttinda-sáttmála Evrópu. Alþjóða Rauði krossinn ætlar að krefjast þess að fá að heim-sækja fanga í búðunum og Evrópu-ráðið stendur fyrir eigin rannsókn. CIA og Banda-ríkja-stjórn neita að svara spurn-ingum um leyni-legar fanga-búðir. Rúmenar neita öllu og í Pól-landi segist enginn vita neitt. Vís-bendingar um leyni-legar fanga-búðir BJÖRGUNAR-SVEITIR frá Blöndu-ósi, Skaga-strönd, Lauga-bakka og Hvamms-tanga höfðu á sunnudags-kvöld mikið að gera við að bjarga öku-mönnum úr bílum sínum þegar stór-hríð skall á í Vestur-Húna-vatnssýslu. Veðrið varð svo vont að ekki sást milli stikna. Fleiri en 30 bílar festust í skafla rétt hjá Hvamms-tanga. Öku-menn voru fluttir í félags-heimilið þar, en björgunar-sveitir reyndu að lóðsa marga bíla út úr bylnum. Þeim bílum var beint til baka í Víði-gerði eða á Blöndu-ós, þar sem þeir biðu eftir að veðrinu slotaði og að vegurinn yrði ruddur. Rauði krossinn á Hvamms-tanga opnaði fjölda-hjálpar-stöð til að taka á móti fólki. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Björgunar-sveitir við störf. Rúm-lega 30 bílar festust í blind-byl 56 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.