Morgunblaðið - 06.11.2005, Síða 57

Morgunblaðið - 06.11.2005, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 2005 57 MINNINGARFRÉTTIR MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA Íslands hefur sent frá sér yfirlýs- ingu með áskorun vegna þess neyð- arástands sem ríkir í Pakistan í kjöl- far jarðskjálftanna. „Samkvæmt nýjustu upplýsing- um pakistanskra stjórnvalda er ástandið skelfilegt,“ segir þar. „Í Kasmírhéraði einu er áætlað að ennþá séu um 200.000 manns sem enn hafa ekki fengið neina aðstoð. Mikill skortur er á hjálpargögnum og vetur í nánd með tilheyrandi kulda. Treysta á utanað- komandi aðstoð Í Pakistan ríkir víða mikil fátækt og því verða fórnarlömb jarðskjálft- anna að treysta á utanaðkomandi aðstoð. Því miður hefur alþjóðasam- félagið ekki tekið við sér sem skyldi. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hefur ein- ungis fjórðungur þeirra fjárfram- laga, sem ríki heimsins lofuðu að láta af hendi, skilað sér. Íslensk stjórnvöld hafa látið fé af hendi rakna til hjálparstarfsins sem og ís- lenskar hjálparstofnanir, en betur má ef duga skal. Íslendingar eru ein ríkasta þjóð heims og er því sjálf- sagt að gera þá siðferðilegu kröfu til okkar að við komum til hjálpar fórn- arlömbum jarðskjálftans. Við ætt- um manna best að þekkja þann skaða sem náttúruhamfarir geta valdið og mikilvægi þess að hjálp berist fljótt við slíkar aðstæður. Við höfum verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá stuðning erlendis frá eftir náttúruhamfarir, enda þótt við hefð- um ekki líkt því sömu þörf fyrir ut- anaðkomandi aðstoð og Pakistanar hafa nú. Íslendingar hafa nú tæki- færi til að sýna að þeir séu ekki bara þiggjendur í samfélagi þjóðanna heldur einnig gefendur.“ Leggja meira af mörkum Bent er á að jólaundirbúningur er nú að hefjast hér á landi og líklega muni eyðsla landsmanna slá öll met í ár. „Fyrir þau sem leita að hent- ugum jólagjöfum í landi ofgnóttar- innar er tilvalið að gefa ættingjum og vinum kvittun fyrir greiddu framlagi í hjálparstarfið. Mannréttindaskrifstofa Íslands skorar á almenning og stjórnvöld að bregðast nú þegar við og leggja meira af mörkum til að koma í veg fyrir frekari hörmungar í Pakistan. Tökum nú höndum saman því margt smátt gerir eitt stórt,“ segir í áskor- uninni. Mannréttindaskrifstofa Íslands sendir frá sér áskorun Mikill skortur og veturinn í nánd Lars Højlund And- ersen var formaður Félags löggiltra dómtúlka og skjala- þýðenda (FLDS) í tíu ár, frá 1993 til 2003. Á þeim tíma urðu miklar breytingar á starfsumhverfi þýð- enda á Íslandi og var Lars virkur þátttakandi í þeirri þróun. Honum varð snemma ljóst að tölvur og net- notkun myndu gerbreyta starfi ís- lenskra þýðenda. Í stað þess að vinna einangraðir hver frá öðrum gætu þýðendur nú skipst á upplýs- ingum og skoðunum með auðveldum og fljótlegum hætti og notfært sér nýja tækni til að efla stétt sína og þar með sjálfa sig. Á þessu sviði var Lars brautryðjandi og vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir FLDS. Lars bryddaði upp á fjölmörgum nýjungum í félagsstarfinu. Til að mynda hafði hann forgöngu um út- gáfu fréttabréfs, skírteina fyrir fé- lagsmenn og félagatals dómtúlka og skjalaþýðenda. Það á sannarlega við um Lars að hann hugsaði ekki um það sem félagið gæti gert fyrir sig, heldur það sem hann gæti gert fyrir félagið. Það er ekki ýkja langt síðan nú- verandi formaður hafði samband við Lars vegna málefna Félags löggiltra LARS HÖJLUND ANDERSEN ✝ Lars HöjlundAndersen, kenn- ari, löggiltur skjala- þýðandi og dóm- túlkur, fæddist í Árósum í Danmörku 16. júlí 1952. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 26. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 1. nóvember. dómtúlka og skjala- þýðenda. Lars boðaði formanninn þegar í stað á sinn fund á Landspítalann þar sem hann lá vegna veikinda sinna. Lars var einstaklega fé- lagslyndur og eins og alltaf þegar rætt var við Lars var margt sem barst í tal og varð heimsóknin því mun lengri en ætlað var. En allan tímann voru Lars efstir í huga hagsmunir þýðenda og með hvaða hætti mætti efla þá. Félagið hefur nú misst góðan liðs- mann sem naut virðingar og var mikils metinn. Fyrir hönd Félags löggiltra dóm- túlka og skjalaþýðenda vottum við fjölskyldu Lars Højlund Andersen samúð um leið og við minnumst lát- ins formanns og félaga. Vilhelm Steinsen. SJÓVÁ hefur gefið mörgum leik- skólum um land allt endurskins- vesti en félagið hefur á síðast- liðnum þremur árum dreift um 6.000 endurskinsvestum með þess- um hætti. Vestin eru ætluð börnunum sem fara reglulega gangandi í stuttar sem langar vettvangsferðir og eru til þess að börnin sjáist betur hvort sem er í skammdegi eða að degi til. Gjöfin er liður í forvarnarstarfi Sjó- vár en með henni vill félagið leggja sitt af mörkum til að bæta öryggi barna í umferðinni, að því er segir í fréttatilkynningu. Á myndinni má sjá drengi af leik- skóladeildinni í Sjálandsskóla í Garðabæ að leik í vestunum frá Sjóvá. Sjóvá gefur endurskinsvesti SIGURJÓN Benediktsson, tann- læknir á Húsavík, var kjörinn for- maður Tannlæknafélags Íslands á aðalfundi félagsins sl. fimmtudags- kvöld. Formaður er kjörinn til tveggja ára í senn. Einnig var kjörið í stjórn félagsins en hana skipa nú, auk Sigurjóns, þau Ingibjörg Sara Benediktsdóttir varaformaður, Kristín Gígja Ein- arsdóttir gjaldkeri, Magnús Jón Björnsson ritari og Stefán Hallur Jónsson meðstjórnandi. Allir stjórn- armenn eru nýir utan Stefáns Halls. Ný stjórn Tannlæknafélagsins: F.v. Stefán Hallur Jónsson meðstjórnandi, Kristín Gígja Einarsdóttir gjaldkeri, Sigurjón Benediktsson formaður, Ingi- björg Sara Benediktsdóttir varaformaður og Magnús Jón Björnsson ritari. Tannlæknafélag Íslands Sigurjón Benediktsson kjörinn formaður SKÓLASKIPIÐ Dröfn RE–35 hefur hafið hringferð sína um landið og mun hún standa út mánuðinn. Skipið hefur viðkomu í ýmsum höfnum kringum landið og fer í tvær til þrjár námsferðir á hverjum degi með nem- endur 9. og 10. bekkjar. Fiskifélag Íslands skipuleggur ferðir skóla- skipsins og sér um samskiptin við skólana og sérfræðingar frá Hafró sem sjá um kennsluefnið og fræðsluna um borð. Í ferðunum fá nemendur að kynn- ast sjávarútveginum og vinnunni um borð í fiskiskipum. Líffræðingur frá Hafrannsóknastofnuninni verður með í för, fræðir þá um hinar ýmsu sjávarlífverur og kynnir starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar. Skip- stjórinn kynnir fyrir nemendum stjórntæki skipsins, veiðarfæri og vinnslulínu. Siglt er úr höfn og troll- inu kastað. Þegar búið er að toga fá nemendur að gera að aflanum undir handleiðslu áhafnarinnar og líffræð- ings. Skólaskipið heldur í hring- ferð um landið Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ ÓLAFSDÓTTIR kjólameistari, frá Látrum í Aðalvík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 27. október sl., verður jarðsungin frá Hallgríms- kirkju fimmtudaginn 10. nóvember kl. 15:00. Guðbjörg Björnsdóttir, Arndís H. Björnsdóttir, Jóhanna G. Björnsdóttir, Tryggvi Eyvindsson, Hildur Björnsdóttir, Ólöf S. Björnsdóttir, Magnús Kristmannsson, Arinbjörn Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni und- ir greinunum. Minningar- greinar JÓLAKORT Svalnanna, félags fyrrverandi og núverandi flug- freyja, er komin út. Erna Guðmars- dóttir, myndlistarkona og félags- kona í Svölunum, myndskreytti kortið að þessu sinni. Jólakortin eru fimm saman í pakka og kosta 500 kr. pk. og er hægt að fá þau bæði með eða án texta. Sala jólakort- anna er aðal fjáröflun félags- ins og mun ágóðinn fara í að styrkja MS-félagið og endurhæf- ingarstöðina að Reykjalundi í til- efni af 60 ára afmæli stofnunar- innar auk annarra tilfallandi verkefna. Jólakortin eru til sölu hjá félags- konum og einnig er hægt að pana þau á netfangi Svalnanna sem er: svolurnar@simnet. is. Þá selja eft- irtalin fyrirtæki kortin: Kelloog Villeroy og Boch í Kringlunni, Líf og list í Smáralind, Ulrich Falkner í Mjódd, Guðrún, tískuverslun, Rauð- arárstíg, Hjá Hrafnhildi við Engja- teig, Lífstykkjabúðin á Laugavegi, MKM við Óðinstorg, Soldis við Vitastíg, Runni – stúdíóblóm Graf- arvogi og Rauða kross búðirnar á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi. Jólakort Svalnanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.