Tíminn - 03.07.1970, Blaðsíða 2
2
TIMINN
FÖSTUDAGUR 3. júlí 1970.
FJÖGÖR FYRSRTÆKi FENGÖ 45
MILLJ. ÚR INÞRÓMRSJÖÐI
Miðvifcidaginn 1. júlí var hald-l
inn annar fundur stjórnar Iðn-1
Veggspjald
Landverndar
vekur athygli
EE-Reykjavík, fimmtudag
Eins og sagt hefur verið
frá í blaðinu, sendi Land-
vernd — Landgræðsla, og
náttúruverndarsamtök fs-
lands, frá sér glæsilegt
veggspjald í tilefni náttúru
verndarárs 1970, sem á að
minna fólk á góða u<m-
gengni um land sitt.
Á fundi náttúruverndar-
samtaka Evrópuráðsins er
haldinn var á dögunum,
sýndi Eyþór Einarsson full
trúi fsdiands, veggspjaldið
og vakti það svo mikla að-
dáun annarra fulltrúa sam-
takanna, að nú hafa samtök
in pantað allmörg slíkvegg
spjöld frá Landvernd til
dreifingar til náttúruvemd
arfulltrúa Evrópuráðsins.
Er óhætt að fullyrða, að
með þessu auglýsir Land-
vernd fsland á góðan og
sketnmtilegan hátt.
þróunarsjóðs. Fundinn sátu: Frá
Danmörku: Henning Aberg, for-
stjóri. Frá Finnlandi: Bror Wahl-
roos, ráðuneytisstjóri. Frá Nor-
egi: Oluf Chr. Miiller, ráðuneytis
stjóri, Ivar Stugu, framkvæmda
stjóri. Frá Svíþjóð: Olof Söder-
ström, forstjóri, Erik Petterson,
deildarstjóri. Frá íslandi: Jóhann
es Nordal, sem er formaður stj.
Iðnþróunarsjóðs; Árni Snævarr,
ráðuneytisstjóri, og Þorvarður
Alfonsson, framkvæmdastjóri Iðn
þróunarsjóðs.
Á fundinum lágu fyrir tillögur
frá framkvæmdastjórn sjóðsins
um útlán til nokkurra fyrirtækja,
svo og umsókn um lán til Iðn-
lánasjóðs. Samþykktar voru út-
lánaheimildir til eftirtalinna fyrir
tækja: Ullarverksmiðjan Gefjun,
Hampiðjan h.f., Glit h.f., ög fs-
lenzkur markaður h.f. Samtals
nema þessar útlánaheimildir 45
milljónum króna. Au'k þess var
samþykkt að lána Iðnlánasjóði 20
milljónir króna til viðbótar þeim
50 milljónum, sem áður höfðu
verið veittar.
Þá fjallaði fundurinn um reglur
um lán með sérstökum kjörum,
og styrki til tækniaðstoðar, rann
sókna og markaðsathugana.
Á fundinum var gerð grein fyr-
ir ráðstöfun 50 millj. kr. láns,
er Iðnlánasjóði höfðu áður verið
veittar. Var þar um lán til 35
iðnaðarfyrirtækja að ræða í 15
mismunandi greinum iðnaðarins.
Einnig var upplýst, að óaf-
greiddar lánsumsóknir, sem bíða
afgreiðslu hjá framkvæmdastjórn,
nema um 150 millj. kr., en ræki-
legar athuganir þurfa að fara
fram á mörgum þeirra, áður en
ákvörðun verður tekin um af-
greiðslu.
í dag fóru stjórnarmenn í kynn
isferð til Norðurlands og munu
þeir m.a. skoða iðnfyrirtæki á
Akureyri og Kísiliðjuna við Mý-
vatn.
Ákveðið var að næsti stjórnar-
fundur yrði haldinn í lok oiktóber
næstk.
Réttarholtsskólanum slitið
Aðalfundur
Bókavarðafélagsins
Bókavarðafélag íslands hélt
aðalfund sinn fyrir árið 1970 fyr
ir skömmu. f stjórn voru kosin:
Óskar Ingimarsson, formaður,
Kristín Pétursdóttir varaformað
ur, og meðstjórnendur Ragnhild
ur HelgadóUir, Sigríður Ámunda
dóttir og Ólafur Hjartar. í vara
stjórn: Ingibjörg Jónsdóttir og
Else-Mia Sigursson. Félagar eru
nú um 60.
í haust verður efnt til fyrsta
landsfundar íslenzkra bókavarða,
þar sem m. a. verða rædd ýmiss
hagsmunamál bókasafna, starfsað-
staða bókavarða víðsvegar um
landið og önnur brýn verkefni er
fyrir liggja. Er þess vænzt, að
sem allra flestir bókaverðir sjái
sér fært að sitja fund þennan, sem
haldinn verður í Hagaskólanum
í Reykjavík dagana 17. — 20. sept
ember n. k
Réttarholtsskólanum í Reykja-
vík var slitið laugardaginn 30.
m aí s. 1.
Undir próf gengu 742 nemendur.
í fyrsta bekk voru 240 nemendur
og luku allir prófi. f öðrum bekk
luku 227 nemendur prófi og stóð
ust það 222.
r
Þnðji bekkur skiptist í almenn
ar deildir, verzlunardeildir og
landsprófsdeildir. f almennum
deildum og verzlunardeildum
gengu 113 nemendur undir próf
og stóðust það 92.
í landsprófsdeildum gengu 83
nemendur undir próf. Prófið stóð
ust 81. Framhaldseinkunn hlutu
57, auk þess hafa 10 rétt til að
endurtaka próf í haust.
Gagnfræðaprófi luku 78 nem
éndur og stóðust það allir.
Hæstu einkunn í fyrsta bekk
hlaut Ágústa Andrésdóttir 9,21.
Hæstu einkunn í öðrum bekk
hlaut Kjartan Ottósson 9,61 og var
það hæsta einkunn í skólanum. í
þriðja bekk hlaut Garðar Baldvins
son hæstu einkunn 8.46
Á landsprófi hlutu þrdr nem
endur 1. ágætiseinkunn þau Þóra
Jónsdóttir 9,1 og Ragnar Sigurðs
son og Vilmundur Vilhjálmsson
báðir með 9,00.
Á gagnfræðaprófi hlaut Elísa-
bet Bjarnhéðinsdóttir hæstu eink
unn 8,27.
Við skólaslit voru nemendum af
hent bókaverðlaun frá skólanum
fyrir góðan námsárangur og störf
í þágu skólans. Þá hafði bæði
danska og þýzka sendiráðið gefið
bækur til verðlauna fyrir góðan
námsárangur í dönsku og þýzku.
Við skólann störfuðu 48 kennar
ar, þar af 18 stundakennarar.
Skólastjóri er Ástráður Sigurstein
dórsson.
Þetta var 14. starfsár Réttar
holtsskólans.
Lélegur afli Eyrarbakkabáta
OÓ—Reykjavík, miðvikudag.
Þrír bátar stunda nú humarveið
ar frá Eyrarbakka. Veiðin hef
ur verið lítil undanfarið. en bát
e 'iir eru nýbyrjaðir veiðarnar, sem
hófust mun seinna í ár en
áður vegna verkfallsins. Einn bát
ur frá Eyrarbakka er á fiskitrolli
og er sama að segja um hann og
humarbátana, að hann er nýbyrjað
ur veiðarnar og aflinn hefur verið
tregur undanfarna daga.
f
fin
imuiöjim
i
Sæmileg veiði í Blöndu
Laxveiðin í Blöndu hefur geng-
ið sæmileg*'. þann liðlega hálfan
mánuð sem hún hefur verið opin
til stangaveiði. Er nú búið að
veiða úr ánni yfir 100 laxa en
ytfirleitt eru 4 stengur.í henni —
annars 3. Laxarnir eru sæmilegi
vænir, yfirleitt frá 9—12 punda.
í fjétt um veiðina j Blöndu er
birtist hér í Veiðihorninu fyrir
fáum dögum var sagt, að um
8 laxar hefðu þá veiðzt úr Blöndu
og mun það augljóslega ekki hafa
verið alls kostar rétt með farið.
Ungur og efnilegur
veiðimaður
15 laxar voru komnir á land úr
Laxá í Dölum á sunnudagskvöldið
s. 1. að því er Bjarni Júlíusson
vélstjóri tjáði Veiðihorninu í
gærkveldi, en hann er einn þeirra
10 manna sem nú hafa tekið ána
á leigu. Var áin opnuð þann 20.
júní og er það óvenjusnemma mið
að við undanfarin ár. Eru laxarn
ir yfirleitt 7—14 punda og allt
maðkfiskar.
Á sunnudaginn var Bjarni við
veiðar í Laxá, og var sonur hans,
Júiíus Bjarnason 13 ára gamall,
með honum, og renndi einnig í
ána. Er ekki annað hægt að segja
en, að Júlíus sé efnilegur veiði
maður, þvj að hann fékk 14 punda
lax á stöng sína, og dró hann
hjálparlaust á land, og er þetta
annar stærsti laxinn sem veiðzt
hefur ár ánni á sumrinu. Óskar
Veiðihornið Júlíusi Bjarnasyni
til hamingju með árangurinn með
þeim óskum, að hann eigi eftir
að draga þá marga og væna úr
laxveiðiám landsins í framtiðinni.
— EB.
NTB-Belfast. — Brezkir her-
menn dreifðu með táragasi
hópi mótmælenda í Belfast í
gær, en þeir voru að kasta
grjóti. Norður-írska þingið hef
ur samþykkt lög usn, að hver
sá, sem reynir að skapa óróa,
skuli settur í sex mánaða fang
elsi óskilorðsbundið oe þeir,
se<m hafa undir höndum benzín
sprengjur fái allt að fimm ára
fangelsi.
NTB-W ashington. — Banda-
rískir nazistar hafa hótað að
myrða þá leiðtoga í öldunga-
deildinni ,sem andvígir eru
styrjöldinni í Indó-Kína. f sjálf
virkutn símsvara hjá nazista-
foringjanum Pierce, má hcryra
m.a., að allt, sem þeir McGov-
ern, Fulbright, Hatfield og öll
klíkan þurfi, sé byssukúla milli
augnanna!
NTB-London. — Utanríkis-
ráðherra Suður-Afríku, Hil-
gard Muller, fór fram á það
í gær við brezku stjórnina,
að hún aflétti banninu um
vopnasölu til Suður-Afríku. —
Þetta gerðist á klukkustundar
fundi, sem Alec Douglas-Home
átti með Muller. Ekki er vitað
hvort brezka stjórnin hyggst
gera eitthvað í málinu.
NTB-Kaupmannahöfn. —
Noregur, Danmörk, Finnland
og Svíþjóð, undirrituðu í gær
samning um samstarf í örygg-
ismálum, þegar um er að ræða
byggingu og rekstur kjarnorku
vera. Fréttinni fylgdi, að ís-
landi væri heimilt að gerast
samningsaðili.
NTB-Pnom Penh. — Forsæt-
isráðherra Kambodíu, Lon Nol
hershöfðingi rak í gær sex
ráðherra úr ríkisstjóm sinni
og skipaði átta aðra í staðinn.
NTB-Casablanca — Allt út-
lit er fyrir, að „Ra 2“ komist
heilu og höldnu yfir Atlants-
hafið. í fyrrinótt lenti papýrus
báturinn í miklum stormi, en
ekkert fór þó úr skorðum. —
Skipsmenn eru þó ekki fylli-
lega ánaégðir með hraðann,
finnst hann ekki nægur.
NTB-Kaupmannahöfn. —
Tékkneski ambassadorinn, Ant
on Vasek, sem baðst hælis í
Danmörku í fyrra mánuði, hef
ur nú verið veitt það. Ekki er
vitað, hvað Vasek hyggst fyrir,
en sagt er, að hann muni setj
ast að í ensku- eða fiönsku-
mælandi landi.
Fyrsti fundur um undirbúning
að rannsóknum á Laxá
Miðvikudaginn 1. júlí var að
tilhlutan iðnaðarráðherra, Jóhanns
Hafstein, boðað til fyrsta fund-
ar nefndar þeirrar, sem iðnaðar
ráðuneytið hefur skipað í þeim
tilgangi, að undirbúa og skipu-
leggja sérfræðilegar rannsóknir
á vatnasvæði Laxár.
Samkvæmt bréfi iðnaðarráðu-
neytisins, dags. 13. maí s.l., var
kveðið á um nefndarskipan þessa
og slíka sérfræðilega rannsókn og
með þeim hætti, að heimildir til
frekari virkjunarframkvæmda við
Laxá en þær, sem leyfðar voru
í september 1969 og fela í sér
8 Mw. virkjun, án vatnsborðs-
hækkunar með stíflugerð, verði
ekki teknar til ákvörðunar fyrr
en fyrir liggja niðurstöður þess
arar rannsóknar.
Á fundinum mættu fulltrúar
allra aðila, sveitarstjórna, sem
hlut eiga að máli, sýslunefndar,
Náttúrufræðistofnunar fslands, —
Veiðimálastofnunarinnar og stj<wn
ar Laxárvirkjunar.
Samkomulag varð á fundinum
um það, að iðnaðarráðuneytið leit
aði samráðs við tiltekna innlenda
og erlenda aðila til þess að gera
frumtillögur um framkvæmd fyr-
irhugaðrar rannsóknar. Ennfrem-
ur að ráðuneytið aflaði gagna um
niðurstöður hliðstæðra rannsókna
á Norðurlöndum.
Staða bæjarsijórans
í Keflavík auglýst
SB-Reykjavík, fimmtudag.
Nýkjörin bæjarstjóm í Kefla-
vík kom saman til fyrsta fundar
í gær, 1. júlí. Þar var lögð fram
yfirlýsing bæjarfulltrúa Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins um meirihlutasamstarf
þeirra á yfirstandandi kjörtíma-
bili, en hún felur m.a. í sér, að
staða bæjarstjóra verði auglýst
laus til umsóknar með umsóknar-
fresti til 10. júlí.
Forsetar verða á víxl frá sam-
starfsflokkunum og skipt um þá
árlega. Fyrsti forseti bæjarstjórn
ar var kosinn Tómas Tómasson
frá Sjálfstæðisflokknum. í bæjar
ráð voru kosnir: Valtýr Guðjóns-
son, Tómas Tómasson og Ragnar
Guðleifsson.
Fyrir fundinum lá bréf Starfs-
mannafélags Keflavíkurbæjar, þar
sem farið var fram á 15% kaup-
hækkun og var hún samþykkt.
Á næsta fundi bæjarstjómar
verður kosið í nefndir bæjarins,
en algjört samstarf verður milli
meirihlutaflo'kkanna um þá kosn
ingu. Þá verður einnig kosina
bæjarstjóri og málefnasamningur
samstarfsflokkanna lagður fram.
VAR SOFANDI I
BREK iANDI RÚMI
EJ-Reykjavík, fimmtudag.
Síðdegis í dag kviknaði í
húsi einu í Kópavogi, þar
sem einn miðaidra maður var
sofandi. Varð njikili reykur í her-
berginu og missti maðurinn með-
vitund. Nágranni hans varð var
við eldinn og lét lögregluna vita.
Náði hún manninum út og flutti
hann á Slysavarðstofuna, og í
kvöld var hann kominn til með-
vitundar aftur.